Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 DIANE KEATON og SAM SHEPARD í bestu gamanmynd seinni tíma. 'StENöKUft TEXTI 8*ia»*iEisw5«s: WMKT vmm mtmm sm'ivsn #j5ífíSiir«i(f Mmit'rwm A TgMcrS, AS 5 Kteáxmíwm íbmmm VÉLA-TENGI 7 1 2 Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengiö aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tskja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SÖtuiiíteKyiDtuitr j<§)(rQ©®©iTi) Vesturgötu 16, sími 13280 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS STEFÁNSSONAR frá Nöf. Indriði Pótrursson, Ólöf Pótursdóttir, Guðjón Jóhannsson, Guðmundur Pétursson, Pálfna Bjarnadóttir, Dýrleif Pétursdóttlr, Sveinn R. Björnsson, Dröfn Pétursdóttir, Páll Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, JÓNS KRISTJÁNSSONAR. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Dvalarheimilisins Hlíðar fyrir góða hjúkrun. Guðrún Bjarnason, Herbert Jónsson, Lilly Andersen, Baldur Jónsson, Þorbjörg Bendtsen, Magnea Jónsdóttir, Hákon Bjarnason, Petra S. Antonsdóttir, Knud Andersen, Ólöf Arngrímsdóttir, Kristján Jónsson, Aðalsteinn Kristinsson. Músíkleikfimin hefst mánudaginn l 6. janúar. Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir kon- ur á öllum aldri. Byrjenda- og fram- haldstímar. Kennsla fer fram í íjerótta- húsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 um helgina og virka daga í sama síma eftir kl. 15. ÚTSALA Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Anna Jóhannes- dóttir - Minning Fædd 27. október 1963 Dáin 3. janúar 1989 I dag kveðjum við góða vinkonu okkar, Önnu Jóhannesdóttur, sem lést að morgni 3. janúar. Anna var fædd 27. október 1963, og var því aðeins 25 ára er hún lést. Við kynntumst Önnu fyrst þegar við byijuðum allar saman í 7. bekk í Hagaskóla. Það fór ekki mikið fyr- ir Önnu Jó, eins og hún var alltaf kölluð í okkar hópi. Hún var fíngerð og hæglát stúlka og oftast var stutt í fallega brosið hennar. Við urðum fljótlega allar mjög góðar vinkonu'r og þá kynntumst við betur þeim mannkostum sem hún hafði að geyma. Hún var ein þeirra sem allt- af var í góðu skapi og sá alltaf já- kvæðu hliðar málanna. Samvisku- semi hafði hún í ríkum mæli, sem skilaði sér meðal annars í góðum námsárangri í skóla. Hún hallmælti aldrei nokkrum manni og víst er að þá umsögn er ekki hægt að gefa mörgum svo sönn sé. Anna Jó ólst upp á Öldugötunni hjá móðurömmu sinni, Önnu Pálsdóttur, en Anna missti móður sína mjög ung. Var mjög gott samband á milli þeirra og kom oft í ljós hversu vænt Önnu þótti um ömmu sína. Anna gat verið mjög ákveðin og hafði mikinn kraft og seiglu, sem kom vel í ljós í veik- indum hennar síðar. Þær eru margar minningarnar sem við eigum frá þessum árum og tengjast Önnu Jó. Hún var mjög góð í leikfími og öðrum íþróttum og allt- af var hún tilbúin að hjálpa þeim okkar sem aldrei komust yfír þennan óyfírstíganlega hest eða gátu gert ýmsar aðrar ámóta kúnstir sem hún fór létt með. Við fórum allar í danstíma hjá Heiðari og þá sýndi það sig að Anna var afbragðsgóður dansari. Á böllunum í Hagaskóla kom afrakstur danstímanna í ljós. Þar var hún óþreytandi að miðla öðrum af fæmi sinni, í þetta sinn strákunum í bekknum, sem gátu verið ótrúlega lengi að ná einföld- ustu sporum að okkur fannst, en þetta hafðist allt með þolinmæði Ónnu Jó. Eins og allar aðrar stelpur stofnuðum við okkar saumaklúbb og var oft hlegið mikið og skrafað fram eftir kvöldi. Við fórum í sumarbú- staðaferðir á sumrin og afreksferðir voru famar á skíðum á veturna. Reiðhjólin vom óspart notuð. Já, minningamar em margar og allar em þær jafngóðar, sem tengjast Önnu Jó. Eftir útskrift úr Hagaskóla, skildu leiðir. Anna Jó fór í Kvennaskólann á uppeldis- og íþróttabraut og var þá komin í nám tengdum sínum helstu áhugamálum. Hún þjálfaði jafnframt fímleika hjá KR og virtist augljóst að íþróttir myndu skipa stóran sess í framtíð hennar. Stúd- entsprófí lauk Anna um jólin 1982 me_ð frábæmm árangri. í gegnum fimleikana kynntist Anna unnusta sínum, Hafsteini Karlssjmi, vélstjóra, og var það hennar mikla gæfa. Stofnuðu þau heimili sitt í húsi ömmu hennar á Öldugötunni. Þau vom mjög sam- hent í einu og öllu og var Haffí henni mikill styrkur í veikindum hennar síðar. Eftir stúdentspróf fór Anna að vinna á bamaheimili og vom þá að mótast hugmyndir hennar um að fara í fósturnám. Um svipað leyti varð hún alvarlega veik í kjölfar heilablæðingar. Reyndist orsökin vera hinn hræðilegi sjúkdómur arf- geng heilablæðing. Með undraverð- um viljastyrk komst hún til heilsu og hélt ótrauð áfram. Hún innritað- ist í Fosturskólann haustið 1984 og lauk þaðan námi vorið 1987. Vann hún síðan við fóstmstörf á dag- heimili Landakots. Var hún mjög vel liðin á vinnustað bæði af starfsfólki og bömunum, sem hændust að henni. Anna og Haffi vom með mikil framtíðaráform, og nýlega festu þau kaup á raðhúsi í Hafnarfirði, heimabæ Haffa. Framtíðin var björt. En með nýju ári kvaddi fortíðin dyra. Á nýársnótt fékk Anna heilablæð- ingu. I þetta sinn var henni ekki ætlað lengra líf. Fréttin um andlát hennar kom eins og reiðarslag yfir okkur, þrátt fyrir vitneskju um sjúkdóminn sem hún bar. Þótt við vitum að lífið og dauðinn ferðist saman, þá er dauðinn alltaf jafn sár og sérstaklega þegar í hlut á ungt fólk. Á svona stundum spyr maður sjálfan sig um tilgang lífsins og hversu lífíð getur oft verið miskunnarlaust og óskiljanlegt. En þó okkur mannfólkinu reynist oft erfítt að skilja hvers vegna ungt fólk, sem ætti að eiga allt lífið fram- undan, er hrifið burt, þá verðum við að trúa því að það hafí einhvem til- gang rétt eins og lífíð sjálft. íilsku Haffi, Anna eldri og aðrir aðstandendur, þótt sorgin sé sár og söknuðurinn mikill þá er þó eitt sem ekki verður frá ykkur tekið og það em dýrmætar minningar um góða stúlku. Eins og segir í orðum Spá- mannsins: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gleði þín.“ Blessuð sé minning Önnu Jóhann- esdóttur. Anna María, Auður, Elín Vigdís, Lovísa og Þórunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.