Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 30
30 acMORGJUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUJDAGUR 10. JANÚAR 1989 Mannleg mistök ollu strandi Tec Venture á Hörgárgrunni Tvö innbrot TVO innbrot voru framin á Ak- ureyri aðfaranótt mánudagfs og- eru sökudólgarnir fiindnir. Þrír drengir, 17 og 18 ára, hafa viðurkennt innbrotin — í lager- húsnæði Skjaldborgar og í verslun- ina ísbúðina. Á fyrrnefnda staðnum stálu þeir bókum og sígarettum á þeim síðamefnda. Þá stálu þeir einnig radarvara úr bíl umrædda nótt. Flugfélag Norðurlands: NýTwin Otter 300 flugvél NÝLEGA kom til landsins de Havilland Canada DHC-6 Twin Otter-flugvél sem Flugfélag Norðurlands keypti frá Kanada. Nýja vélin, sem hefur einkennis- stafina TF—JMD, kemur í stað eldri flugvélar sömu gerðar, sem bar sömu einkennisstafí, en hún var seld til Kanada sl. haust. Flugvélin sem keypt var nú er af svokallaðri Twin Otter 300- seríu, sem er hraðfleygari og burð- armeiri útgáfa af þessari flugvé- lagerð en eldri vélin, sem var af gerðinni Twin Otter 200. Vonast er til að nýja vélin komist fljótlega í gagnið en eftir er að skipta um farþegainnréttingu og setja í hana Loran C-siglingatæki. Fyrir eru í flota Flugfélags Norðurlands ein Twin Otter 300 og ein Twin Otter 200, en þessar vélar taka um 19 farþega, tvær Piper Chieftain sem taka 9 far- þega, ein fimm farþega Piper Aztec og tvær Piper Tomahawk- . kennsluflugvélar. Tec Venture á strandstað. FLUTNIN GASKIPIÐ Tec Vent- ure, sem strandaði við Gáseyri á Hörgárgrunninu norðan Akur- eyrar á laugardag, skemmdist ekkert. Skipið er í eigu Saltsöl- unnar í Færeyjum en Austfar hf. á SeyðisSrði er með það á leigu. Skipið var á leið til Akureyrar hlaðið tómum gámum til að ná í vörur. Skipið rak upp í sand- fjöruna við Gáseyri á laugar- dagsmorgun, en Sólbakur, einn togara Útgerðarfélags Akur- eyringa, náði að toga skipið út á flóðinu um kvöldið. Tec Venture er um 900 tonn að stærð. Það hefur marg oft komið til Akureyrar, 10-12 sinnum á ári undanfarin ár, en að þessu sinni voru allir skipverjar afleysinga- menn, „frá skipstjóra og niðr’úr", að sögn Jóns Samúelssonar um- boðsmanns Austfars á Akureyri. Talið er að ókunnugleiki á aðstæð- um hafi valdið óhappinu — mannleg mistök. Skipið kom inn undir Krossanes snemma á laugardags- morgun á leið sinni inn að togara- bryggjunni á athafnasvæði Útgerð- arfélags Akureyringa, en þar sem vindur var mikill ákvað skipstjórinn, sem að þessu sinni var Færeyringur — reyndar í sínum fyrsta túr með skipið — að leggjast ekki strax að bryggju heldur fara utar í fjörðinn á ný og láta reka. Bíða birtingar. Skipið rak síðan upp á sandeyrina fyrir neðan Gása. Sólbakur, sem var á leið á veiðar, reyndi að toga Tec Venture út, en það tókst ekki strax og því var ákveðið að bíða eftir kvöldflóðinu. Þegar flæddi síðan undir skipið um kvöldið gekk allt eins og í sögu. Að sögn Jóns Samúelssonar fara ekki fram nein sjópróf vegna þessa óhapps. Samið var um það við Út- gerðarfélag Akureyringa að hans sögn og greidd verða laun fyrir aðstoðina. „Það verður metið hve Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson miklum tíma Sólbakur eyddi í að aðstoða skipið og það verður borgað með glöðu geði,“ sagði Jón í sam- tali við Morgunblaðið. Forráðamenn skipsins segja að það hafi aldrei verið í hættu. Tec Venture var í gær á Siglu- fírði að lesta vörur. Skipið setti gáma á land á Akureyri á sunnudag og kemur síðan aftur til bæjarins á morgun, miðvikudag, til að taka vörur — hey, fiskimjöl og plast- kassa. Skipið heldur síðan austur á land, þaðan til Þórshafnar í Færeyj- um og áfram til Svíþjóðar. \m m rfr'4 •r*-., j o ■ : Morgunblaöið/Rúnar Þór Bjömsson Fjörug þrettándagleði Þrettándagleði Þórs fór fram á föstudaginn í blíðskaparveðri. Stillt var og nokkurra stiga frost — ákjósanlegasta veður, og fjölmenntu Akureyringar að vanda á þessa árlegu kveðju- stund jólahátíðarinnar á Akureyri á Þórsvellin- um. Jólasveinar voru að sjálfsögðu á staðnum; hér er Kjötkrókur á tali við nokkra þeirra Qöl- mörgu krakka sem komu á svæðið. Bæjarstjórn: Sérframboð íbúa norðan við Glerá? NOKKRIR íbúar í Glerárhverfí á Akureyri hafa hug á að bjóða sér- lista íbúa hverfísins fram til næstu bæjarstjórnarkosninga, eftir eitt og hálft ár, vegna óánægju með ýmsa þjónustu í þessum bæjarhluta. „Ymsir aðilar hafa haft samband við íbúasamtökin og ég get staðfest að það er vissulega hreyfing í gangi í þá átt að bjóða fram ef þjónusta lagast ekki í hverfinu," sagði Sveinn Brynjólfsson, einn stjómarmanna íbúasamtaka Síðuhverfís í samtali við Morgunblaðinu. Hann lagði áherslu á að það væru ekki íbúasam- tökin sem slík sem væru að undirbúa samtök eða stæðu á bak við hug- mynd þessa en til þeirra hefði verið leitað vegna málsins. Hugmyndin er komin úr Síðuhverfí, en ef af verður hyggjast viðkomandi höfða til íbúa Glerárhverfis í heild vegna hugsan- legs lista. „Fólk er óánægt með þá þjónustu sem boðið er upp á í hverfinu. Við áttum fund með bæjaryfirvöldum í júní í fyrra og fengum loforð um að jákvætt yrði tekið á málinu," sagði Sveinn. Samtökin sendu á sínum tíma frá sér ályktun þar sem lýst var áhyggjum yfir því að í hverf- inu væri hvorki apótek, pósthús, heilsugæslustöð né bókasafn, svo eitthvað sé nefnt. Sveinn sagði íbúa hverfísins greinilega orðna þreytta á að ekkert gerðist í þessum málum — í sumar hefðu þeir bent á staði þar sem viðkomandi starfsemi gæti farið fram, „við bentum bæði á versl- unarmiðstöðina Sunnuhlíð og kjall- ara Glerárkirkju," sagði hann, en síðan hefði lítið gerst. Þess skal getið að á fundi bæjar- ráðs Akureyrar 28. desember sl. var samþykkt að vekja „athygli heil- brigðisráðherra á athugasemdum, sem borist hafa frá íbúum Síðuhverf- is, um að þær tvær lyfjabúðir sem eru á Akureyri séu báðar staðsettar í Miðbænum. Bæjarráð tekur undir þetta sjónarmið og hvetur ráðuneyt- ið til þess að kanna þann möguleika að bæta þjónustu við bæjarbúa með úthlutun nýs lyfsöluleyfis eða stofn- un útibús í öðrum bæjarhluta,“ eins og segir í bókun bæjarráðs. Sveinn Biynjólfsson sagði þessa samþykkt bæjarráðs spor í réttaátt- „'en mér finnst hálft ár þó ansi lang- ur tími til að koma þessu saman.“ Hann sagði íbúa hverfísins bíða spennta eftir framhaldinu — hvað bæjarstjóm gerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.