Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ VmSKDPTI/MVINliULÍF ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989
Morgunblaðið/Einar Falur
VIÐBURÐARÍKT ÁR — Vélar og þjónusta hf. héidu í árslok hóf fyrir viðskiptamenn sína til
að minnast þess að komið var að lokum viðburðaríks starfsárs í sögu fyrirtækisins. Vélar og þjónusta hf.
hafði sem kunnugt er frumkvæðið að stofnun nýs bifreiðaumboðs fyrir BMW-bifreiðar en í hófinu greindi
Pétur Óli Pétursson, framkvæmdastjóri, frá því að á þeim 12 árum sem liðin væru síðan Vélar og þjónusta
tók við. umboðinu fyrir Case hefði það selt 249 nýjar vinnuvélar frá þeim vélaframleiðanda. Á næstsíðasta
degi ársins afhenti síðan Pétur Óli þijár nýjar vinnuvélar — þ.e. þá 250ustu sem Vélar og þjónusta afhenda
svo og vélar nr. 251 og 252 og að auki eina landbúnaðardráttarvél. Meðal vinnuvélanna voru 2 vélar af
nýjustu Case traktorsgröfunni, 580K gerðinni sem sést hér á miðri mynd. Pétur Óli sagði í hófinu 580K
vélina vera endurhannaða frá skóflu til skóflu og kvað framleiðandann halda því fram að hún hafi að geyma
alls 146 nýjungar.
Útflutningur
Mikilvægi Asíumark-
aðar eykst með til-
komu Flying Tigers
AÆTLUNARFLUG flutningaflugfélagsins Flying Tigers til Asíu
með viðkomu í Keflavík, sem hefst innan skamms, hefur komið
af stað víðtækri umræðu uin útflutning íslendinga til Asíu. Talið
er að útflutningur okkar þangað muni aukast enn í kjölfar flugs-
ins, og margir telja að Asiumarkaður gæti orðið íslandi afar mikil-
vægur innan fárra ára. Því til stuðnings hefúr verið bent á, að
Japan var númer fjögur í röð helstu landa sem við fluttum út til
í fyrra. Morgunblaðið ræddi þessi viðhorf við nokkra fúlltrúa
útflutningsatvinnuveganna.
Ingjaldur Hannibalsson fram-
kvæmdastjóri Útflutningsráðs ís-
lands sagði í samtali við Morgun-
blaðið að miklar líkur væru á að
markaðsfulltrúi á vegum Útflutn-
ingsráðs hefði störf í Japan áður
en árið yrði allt. „í könnun sem
við erum að gera meðal útflytjenda
virðist koma fram mikill áhugi
þeirra á því að markaðsfulltrúi
taki til starfa í Japan,“ sagði In-
gjaldur. „Þessi könnun er þó ekki
fullunnin, og beðið verður með
endanlegar ákvarðanir þar til nið-
urstöður úr henni liggja fyrir. Nú
Tölvur
00
Ortölvutækni fær einkaum-
boð fyrir Tulip-tölvur
ÖRTLVUTÆKNI-TOLVUKAUP hf. hefúr tekið einkaumboð
fyrir hollenska tölvuframleiðandann Tulip, sem framleiðir allt
frá tveggja drifa PC-tölvum að öflugum PC-tölvum í svokölluðu
386 umhverfí. Hollenka fyrirtækið er tæplega tíu ára gamalt,
og hefúr nú þegar náð umtalsverðum árangri í markaðssetn-
ingu í Evrópu. Til dæmis um það hefúr Tulip stærstu markaðs-
hlutdeild í Benelux-löndunum, hvað PC-tölvur snertir.
teljum okkur framleiða góða vöru,
rífið hana í sundur og skoðið sjálf-
Þrír fulltrúar Tulip dvöldu hér
á landi nýlega til að vinna að
samningum við Örtölvutækni.
Tulip framleiddi um 85.000 tölvur
á þessu ári, og fer öll framleiðsla
fyrirtækisins fram í Hollandi. Fyr-
irtækið á dótturfyrirtæki sem ann-
ast markaðssetningu í Belgíu,
Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi,
Danmörku, Spáni og á Ítalíu. Að
auki hefur fyrirtækið umboðs-
menn í velflestum Evrópuríkjum.
Sem dæmi um velgengni Tulip í
markaðssetningu hefur fyrirtæk-
inu tekist að öðlast 2% markaðs-
hlutdeild á breska tölvumarkaðn-
um á því eina ári sem liðið er frá
því markaðssetning þarlendis
hófst. Alls hefur sala Tulip í Bret-
landi verið um 8000 vélar á þess-
um tíma.
Að sögn Ton Van Grieken for-
stöðumanns útflutningsdeildar
fyrirtækisins, er Tulip markaðs-
. drifið fyrirtæki. í því felst, að fyrir-
tækið framleiðir aðeins tölvur sem
hafa sannað sig í markaðssetn-
ingu. „Stolt okkar felst í því, að
við getum afgreitt framleiðslu
okkar fljótt og vel á markað. Þann-
ig skiptir miklu fyrir okkur að
halda vöku okkar gagnvart tækni-
framförum í tölvuheiminum, svo
og að tileinka okkur þær fljótt og
vel.“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið. „Við skiptum PC-
tölvumarkaðnum í heiminum í þijá
hluta, þann sem kaupir mjög dýr
merki, án þess kannski að hafa
notagildið að leiðarljósi, þann sem
kaupir það allra ódýrasta án um-
hugsunar um gæði, og þann sem
fer milliveginn, kannar gæði, nota-
gildi og verð. Það er sá markaður
sem við höfum kosið að þjóna.“
Tengsl Tulip og Örtölvutækni
komust á í gegnum fyrirtæki Tulip
í Danmörku. „Síðan sendum við
sýnishom af framleiðslu okkar til
íslands, og skrifuðum með: „Við
ir. Ef þið hafið áhuga, þá vinsam-
legast hafið samband." Sigurður
S. Pálsson framkvæmdastjóri Ört-
ölvutækni heldur áfram: „Það kom
svo í ljós, að mat okkar á vörunni
var samhljóða þeirra eigin um-
sögn. Tækni- og sölumenn okkar
hrifust, og haft var samband við
Tulip. Framhaldið var koma þre-
menninganna hingað til lands, og
svo þessir samningar," sagði Sig-
urður að lokum.
TULIP — Frá vinstri Leo Leyten, Ton Van Grieken og Sigurður
S. Pálsson. Á milli þeirra gefur að líta PC-tölvu frá Tulip.
er útlit fyrir að Japan verði í 3.-4.
sæti yfir þjóðir sem við flytjum
mest út til þetta árið, og það er
Iíklegt að sá markaður sem þar
er að finna muni skipta útflytjend-
ur æ meira máli á komandi árum,“
sagði Ingjaldur ennfremur.
Nýverið bárust fréttir af því að
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna
hygðist setja á fót söluskrifstofu
í Japan. Að sögn Helga Þórhalls-
sonar hjá SH er ætlunin að senda
á næstunni reynslusendingu til
Japan, og í framhaldi af undirtekt-
um við því sem í henni verður er
ætlunin að taka ákvörðun um
næstu skref. „Markaðurinn í Jap-
an er afar sveiflukenndur eftir
árstíðum, og því þarf að huga vel
að markaðssetningu afurða þar.
Hins vegar er flutningsgjald með
þessu vöruflugi hátt, um tífalt
hærra en eftir öðrum leiðum. Það
gerir allar tilraunir afar dýrar. Á
móti kemur svo að verð á góðu
ferskfiskmeti er mjög hátt á Jap-
ansmarkaði, allt að 500- 1000 yen
fyrir kílóið," sagði Helgi.
Eimskip hefur um nokkurt skeið
boðið upp á tengiflutninga til Jap-
an, og að sögn Þórðar Sverrisson-
ar framkvæmdastjóra flutninga-
sviðs Eimskip hafa flutningar
Eimskip vegna þess aukist ár frá
ári. „Ég tel að flug Flying Tigers
með vörur héðan á Ásíumarkað
muni ekki spilla flutningaáætlun-
um Eimskip til Japan, heldur gæti
það þvert á móti aukið viðskipta-
tengsl okkar þar ef vel tekst til,“
sagði Þórður í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði að flug félags-
ins gæti hins vegar haft nokkur
áhrif á ferskfiskútflutning til Evr-
ópu. „Hins vegar er afar erfitt að
spá um þróun Japansmarkaðar
næstu mánuðina og árin, til þess
þarf töluverða sérfræðiþekkingu,“
sagði Þórður ennfremur.
Raunávöxtun sérkjarareikninga 1988
Miðað er við óhreyfða innistæðu frá upphafi til loka árs
Óbundnir reikningar
Kjörbók Landsbankans ....................8,57%
Kjörbók Landsbankans (16 mán þrep) ......9,92%
Kjörbók Landsbankans (24 mán þrep) ....10,49%
Ábót Útvegsbankans ......................7,30%
Gullbók Búnaðarbankans...................8,07%
Bónusreikningurlðnaðarbankans ...........7,60%
KaskóreikningurVerslunarbannkans ........7,40%
HávaxtareikningurSamvinnubankans.........7,20%
Hávaxtabók Samvinnubankans...............6,40%
Trompreikningursparisjóðanna .............7,22%
Bundnir reikningar
MetbókBúnaðarbankans(18mán. binding)....9,02%
Toppbók nokkurra sparisjóða
(18 mán. binding) ......................8,34%
Þriggja stjörnu reikningur Alþýðubanka
(2 ára binding) .........................7,30%
MORGUNBLAÐIÐ aflaði ofangreindra upplýsinga um
ávöxtun sérkjarareikninga banka og sparisjóða. Þar sem miðað
er við óhreyfða innstæðu frá upphafi til loka síðasta gætir ekki
mismunandi ákvæða um úttektir. Raunávöxtun á Bónus-
reikningi Iðnaðarbankans nam mest 7,6% á tímabilinu 1. júlí
til 31. desember samkvæmt upplýsingum bankans-. Vegna
breytinga á reikningnum um mitt ár er samanburður við fyrri
tímabil ekki möguleg. Sérbók Alþýðubankans tók breytingum
1. október sl. og er því ekki samanburðarhæf fyrir árið. Þá var
Rentubók Verslunarbankans tekin í notkun um mitt síðasta ár.
Fyrirtæki
Parísartískan til sölu
HIN rótgróna kvenfataverslun
Parísartískan hefúr verið auglýst
til sölu. Að sögn Þórólfs Halldórs-
sonar hjá Eignamiðluninni sem
hefúr með söluna að gera, er
ástæðan fyrir henni sú, að að-
standendur Rúnu Guðmundsdótt-
ur, fyrrum eiganda Parísartís-
kunnar sem lést nýverið, sjá sér
ekki fært að halda rekstri versl-
unarinnar áfram.
Dóttir Rúnu, Rúna Hauksdóttir,
sér um rekstur Parísartískunnar þar
til gengið hefur verið frá sölu á fyrir-
tækinu.
Verslunin Gullfoss gjaldþrota
KVENFATAVERSLUNIN Gull-
foss í miðbæjarmarkaðnum við
Aðalstræti hefúr verið tekin til
gjaldþrotaskipta. Að sögn bú-
stjóra, Þorsteins Júlíussonar, hef-
ur aðeins hluti krafna í búið kom-
ið fram, en hann taldi ljóst að
heildarkröfúr væru talsvert háar.
Einu eignir þrotabúsins er fata-
lagerinn, og taldi Þorsteinn að i
honum væru ekki falin ýkja mikil
verðmæti.
Gjaldþrotaúrskurður yfir Gullfossi
var kveðinn upp þann 15. desember
síðastliðinn. „Verið er að telja vörur
á lager fyrirtækisins, og hluta hús-
næðisins hefur verið skilað til eig-
anda þess. Því miður virðist mér sem
skuldir séu verulega fram yfir eign-
ir,“ sagði Þorsteinn.
Traust verksmiðjur hf.
leigir eignir Trausts hf.
TRAUST verksmiðjur hf. hefur
tekið eignir þrotabús Trausts hf.
á leigu til þriggja mánaða. Að
sögn Sveins Sveinssonar bústjóra
þrotabúsins hefúr fyrirtækið
einnig lagt fram tilboð í þrota-
búið, en það hefúr enn ekki verið
auglýst til söfu. Sveinn sagði að
það yrði gert á næstunni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er Trausti Eiríksson fyrrum
eigandi Trausts hf. meðal eigenda
Traust verksmiðja hf.