Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 21 Hafa Bretar orð- ið afsiðun að bráð? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssym, fréttaritara Morgunblaðsms. BRETAR trúa þvi um sjálfa sig, að þeir stundi ekki siðlegt hátterni í sama mæli og fyrri kynslóðir. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðana- könnunar, sem birt var i Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Sú skoðun er útbreidd í Bretlandi, að ofbeldi hafi aukist á síðasta ára- tug eða svo og slaknað hafi á sam- félagslegum hömlum. í niðurstöðum fyrmefndrar könnunar kom fram, að þriðjungur aðspurðra sagðist lifa ósiðlegra lífi en foreldrar sínir, og fjórðungur taldi, að næsta kynslóð mundi lifa enn ósiðlegra lífi en sú, sem nú er á besta aldri. Aðeins 10% aðspurðra sögðust telja fólk lifa sið- legra lífi nú en áður. Skoðanir hafa breyst á síðustu 30 árum. Umburðarlyndi í kjmlífsmálum er meira áberandi en áður. Aðeins 14% af úrtakinu töldu rangt, að ógift fólk byggi saman, og 23% töldu rangt, að fólk í óvígðri sambúð eign- aðist böm. 51% taldi hórdóm, kynlífs- samband við gift fólk, vera rangan. Helmingur aðspurðra var mótfall- inn tilraunum á frjóvguðum eggjum, sömuleiðis á dýrum. Langflestir vom andvígir notkun eiturlyíja á borð við heróín, eða 88%, og 66% vom andvíg- ir neyslu hass. 78% töldu ofbeldi á knattspymuvöllum vera siðferðilega rangt. Bretar hafa ekki sterka tilfinningu gagnvart ríkinu. Einungis 42% úr- taksins töldu, að það væri rangt að reyna að svíkja undan söluskatti, en 46% töldu rangt að svíkja undan tekjuskatti. 71% taldi hins vegar rangt að verða sér úti um atvinnu- leysisbætur á fölskum forsendum. Tveir af hveijum þremur töldu, að rangt væri að hafa fé ranglega út úr vinnuveitanda sínum. Engin starfsstétt nýtur meira álits nú en 1957 í sambærilegri könnun. Kirkjuleiðtogar, kennarar og lög- reglumenn njóta góðs álits nú. En viðskiptajöfrar, verkalýðsleiðtogar, þingmenn og blaðamenn hafa hrapað í áliti almennings. Einungis 3% telja blaðamenn fara að ströngustu kröf- um í starfi sínu, 6% trúa því um verkalýðsleiðtoga og 12% um þing- menn. 64% aðspurðra telja, að stjómmál hafi meiri áhrif en trúmál á líf fólks. 18% trúa því, að trúmál hafí meiri áhrif. Fjárlagatillögrir Reagan-sljómarimiar: Meira fé til hermála engar skattahækkanir Washington. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti lagði í gær fram tillögur til Qárlaga fyrir árið 1990 en forsetinn lætur af embætti 20. janúar. Gíert er ráð fyrir 2% hækkun á framlögum-til varnarmála miðað við fast verðlag en engum skattahækkunum. Tugir af áætlunum hins opinbera verða lagðar á hilluna og styrkir til bænda lækkaðir samkvæmt tillögunum. I tillögum Reagans er gert ráð fyrir miklum hagvexti eins og verið hefur í landinu síðastliðið eitt og hálft ár. Ekki er ætlunin að minnka framlög til almannatrygginga. Talið er að aukin framlög til landvarna og fyrirhuguð 18% lækkun á styrkj- um til bænda muni mæta mikilli andstöðu. Talsmaður Bandaríkja- forseta, Marlin Fitzwater, sagði að verðandi fjárlagastjóri stjórnar Ge- orge Bush, Richard Darman, hefði verið hafður með í ráðum við gerð tillagnanna og hefði hann ekki gert athugasemdir. Bush hefur áður sagt að hann muni ekki gera rót- tækar breytingar á tillögum Reag- ans og segja stjórnmálaskýrendur að höfundar þeirra hafi tekið tillit til þeirra atriða sem Bush lagði mesta áherslu á í kosningabarátt- unni. Helsta kosningaloforð Bush var að skattar yrðu ekki hækkaðir. Fjárlagahallinn er áætlaður 92,5 milljarðar dala en er talinn verða 161,6 milljarðar á yfírstandandi íjárhagsári sem lýkur 30. septem- ber næstkomandi. Leiðtogi meiri- hluta demókrata í öldungadeildinni, George Mitchell, sagði á sunnudag að hann áliti tillögur Reagans ekki skipta máli; það væru tillögur ríkis- stjórnar Bush sem réðu úrslitum. SKATTLAGNING ANNARRA TEKNA EN LAUNATEKNA AÐRAR TEKJUR EN LAUNATEKJUR VERÐA SKATTLAGÐAR MEÐ VERÐBÓTUM VÐ ÁLAGNINGU Skattlagning annarra tekna en launatekna sem einstaklingar höfðu á árinu 1988 fer fram við álagningu opinberra gjalda á miðju ári 1989. Hér er um að ræða söluhagnað, hreinar tekjur af at- vinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi, leigutekjur, tekjur utan stað- greiðslu skv. 2. gr. reglug. nr. 591/1987, o.fl. Álagðir skattar á aðrar tekjur ársins 1988 en launatekjur komatil innheimtu haustið 1989 að viðbættum verðbótum. Verð- bætur eru reiknaðar í samræmi við breytingar á lánskjaravísitölu frá 1. júlí 1988til 1. júlí 1989. HÆGT ER AÐ KOMAST HJÁ VERÐBÓTUM VÐ ÁLAGNINGU MEÐ ÞVÍ AÐ GERA SKIL FYRIR 31. JANÚAR 1989 Samkvæmt 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda má komast hjá greiðslu verðbóta á álagða skatta af öðrum tekjum ársins 1988 en launatekjum með því að greiða eigi síðar en 31. janúar 1989 fjárhæð sem ætla má að samsvari sköttum af tekjum þessum. Greiðslu skal inna af hendi hjá gjaldheimtum og innheimtu- mönnum ríkissjóðs. Henni skal fylgja útfyllt eyðublað, “Skilagrein vegna 38. greinar11, merkt RSK 5.22. Eyðublað þetta fæst hjá skattstjórum, gjaldheimtum, inn- heimtumönnum ríkissjóðs og ríkisskattstjóra. RÍKISSKATT8TJÓRI (33 AUGtySINGAÞJÚNUSTAN / SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.