Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ 'þrÍÐJUDÁGUR lÓ.'JANIJAR 1989 Athugasemd við ritstj óraskrif eftirPétur Sigurðsson Vegna fyrirspumar í leiðara Morgunblaðsins 7. janúar sl. um hvort Valur Arnþórsson sé banka- stjóri Landsbanka Island eða sé það ekki, vil égtaka fram eftirfarandi: I þessum sama leiðara geta rit- stjórar í raun fundið svar við þess- ari spurningu, en það svar er að finna í samþykkt bankaráðs frá 14. júlí 1988, en í þá samþykkt er vitn- að og hljóðar svo: „Bankaráð Landsbankans sam- þykkir að ráða Val Amþórsson, kaupfélagsstjóra, sem bankastjóra frá 1. jan. n.k., þegar Helgi Bergs lætur af störfum, enda fullnægi hann III. kafla laga nr. 86/1985 um viðskiptabanka." Ljóst var þann 3. janúar, en bankinn var lokaður 1. og 2. jan- úar, að Valur yrði ekki búinn að uppfylla skilyrði bankaráðs og ákvæði lága þegar bankinn hæfi störf á nýju ári. Hann kom í bank- ann til að ræða við bankastjóra Landsbankans og kveðja Helga Bergs, sem þá hafði látið af störf- um. Vegna fyrrnefndra ákvæða gat Valur ekki tekið strax við stöðu sinni. Því varð að samkomulagi milli hans og bankastjóra Lands- banka íslands að þeir myndu gegna störfum hans næstu 10-12 daga, þá tæki Valur við bankastjórastöð- unni að uppfylltum ákvæðum laga og skilyrðum bankaráðs. Ég fékk þann 3; janúar upphringingu frá Þórði Ólafssyni í bankaeftirlitinu og skýrði ég honum frá því hvemig mál stæðu og ég sannast vissi, að Valur væri enn ekki búinn að senda afsagnarbréf vegna fyrri starfa og teldi sig ekki geta það fyrr en síðar í mánuðinum. Vandkvæði vom á því að ná bankaráði saman, en tveir aðalmenn úr bankaráði eru erlendis. Þann 3. janúar fær Valur bréf frá bankaeftirlitinu og í því er ósk- að eftir staðfestingu á að hann sitji ekki í stjóm stofnana og atvinnu- fyrirtækja utan bankans eða taki þátt í atvinnurekstri að öðru leyti, sem er í andstöðu við lagaákvæði, sem áður er vitnað til. Þessu bréfi bankaeftirlits svarar Valur Arnþórsson þann 5. janúar með bréfi hvar hann undirstrikar við bankaeftirlitið „að ég hefí ekki enn sem komið er, tekið til starfa sem bankastjóri Landsbanka ís- lands og hefí engin afskipti af stjómun hans eða ákvörðun banka- stjómar. Samkvæmt samkomulagi við formann bankaráðs hr. Pétur Sigurðsson mun ég taka til starfa í þessum mánuði og eigi síðar en 1. febrúar n.k. Áður mun ég hafa lokið öðrum störfum, sem ég nú gegni fyrir ýmis atvinnufyrirtæki hvort sem um er að ræða bein störf eða stjóm- ar- eða nefndarstörf.“ Þann 5. janúar fæ ég bréf frá Seðlabanka íslands — bankaeftir- liti, ásamt ljósriti af framangreindu bréfí Vals Amþórssonar og síðan segir þar enn fremur: „í tilefni af því og með tilvísun til ákvæða laga nr. 86/1985 um viðskiptabanka, óskar bankaeftirlit Seðlabanka Islands eftir endurriti úr fundargerðarbók bankaráðs Landsbanka íslands varðandi ráðn- ingu Vals Amþórssonar í stöðu bankastjóra Landsbanka íslands." Að sjálfsögðu gerði ég þegar ráðstafanir til að ná bankaráðinu saman til fundar og það tókst u.þ.b. sólarhring eftir að mér barst bréf Þórðar og var fundurinn haldinn kl. 13.30 þann 6. janúar. Þar lagði ég fram tvær tillögur, sem báðar voru samþykktar og eru þessar: „Bankaráð Landsbanka Islands samþykkir, í samræmi við munnlegt samkomulag bankaráðsformanns og Vals Amþórssonar, að ráðning hans í stöðu bankastjóra skuli gilda með ekki að fullnægja skilyrðum bankaráðs og laga um viðskipta- banka. Hann mun því ekki taka við stöðu bankastjóra fyrr en þeim skil- yrðum er fullnægt, en nú er ákveð- ið að það verði 1. febrúar n.k.“ Nú skyldi ætla að máli þessu væri lokið ekki sízt er Morgun- blaðinu var flett daginn eftir þann 7. janúar, því á 2. síðu þess skýrir Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans, svo frá að eftirlitið teldi svar bankaráðs Landsbankans fullnægjandi og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra tók í sama streng og sagði svo: „Ég hef ekki séð'formlegan frá- gang málsins, en ég tel að með þessu sé búið að ganga rétt frá því,“ sagði Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, þegar samþykkt bankaráðs var borin undir hann. „Ég tel það eðlilegt að það sé gert ljóst að á meðan Valur Amþórsson er stjómandi í atvinnurekstri á veg- um annarra fyrirtækja getur hann ekki verið bankastjóri í Lands- bankanum." Eða sama niðurstaða og mér og oðrum bankaráðsmönnum þótti rétt að taka fram við ráðningu Vals í júlí í fyrra. Nei, málinu var ekki lokið. Þáttur ritstjóra Morgunblaðsins, hins gamla málgagns Sjálfstæðisflokks- ins, var eftir. Ifyrir þann flokk var ég þingmaður í 28 ár og stuðnings- maður ríkisstjóma Ólafs Thors, Bjama Benediktssonar, Jóhanns Hafstein og Geirs Hallgrímssonar. Öll þessi ár og fleiri, bæði undan og eftir, hefí ég haft ágætt sam- starf við marga ritstjóra Morgun- blaðsins og eignast vini í þeirra röðum. Nú er mér borið á brýn í leið- ara blaðsins að ég hafi lög Al- þingis að engu, að ég sé með yfirklór og starf mitt i bankanum sé mér til hneisu! Lesendur blaðsins eru beðnir að dæma. Þeir eru ekki síður færir til þess en ritstjórar Morgunblaðsins. Ég var fyrsti flutningsmaður að tillögu þeirri sem hér hefur verið lýst um ráðningu Vals Amþórsson- ar. Ég vísa á bug ásökunum um að bankaráð Landsbanka íslands hafí ekki í einu og öllu farið að réttum lögum í máli þessu. Slíkar ásakanir eru með öllu óréttmætar og að engu hafandi. Höfundur er formaður bankaráðs Landsbanka íslands. frá og með 1. febrúar n.k., sbr. bókun bankaráðs 14. júlí 1988.“ og síðar þessi: „Bankaráð felur Gunnlaugi Kristjánssyni, aðstoðarbankastjóra, að gegna störfum aðalbankastjóra til 1. febrúar n.k.“ Þá var tekið fyrir bréf bankaeft- irlits Seðlabanka íslands frá degin- um áður og samþykkti bankaráðið eftirfarandi svar: „Sem svar við bréfí yðar, dag- settu 5. janúar 1989, vill bankaráð Landsbankans upplýsa eftirfarandi: Þann 14. júlí 1988 samþykkti bankaráðið að ráða Val Amþórsson bankastjóra Landsbankans með eft- irfarandi bókun: „Bankaráð Landsbankans sam- þykkir að ráða Val Amþórsson, kaupfélagsstjóra, sem bankastjóra frá 1. jan. n.k., þegar Helgi Bergs lætur af störfum, enda fullnægi hann III. kafla laga nr. 86/1985 um viðskiptabanka." Eins og þessi samþykkt ber með sér var ráðgert að Valur tæki við stöðu sinni við bankann 1. janúar 1989. Nú hefír komið í ljós, að honum hefír ekki tekist að losa sig að fullu úr fyrri störfum og þar BÓNUSTALA: 9 Vinningstölurnar 7. jan. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 18.286.421,- Fimm tölur réttar kr. 11.512.352,- Aðeins einn þáttakandi var með 5 réttar tölur. BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 1.003.651,- skiptast á 11 vinningshafa, kr. 91.241,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 1.731.240,- skiptast á 280 vinningshafa, kr. 6.183,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 4.039.178,- skiptast á 10.714 vinnings- hafa, kr. 377,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Sinfóníuhljómsveit æskunnar Tónlist Pétur Sigurðsson „Ég vísa á bug ásökun- um um að bankaráð Landsbanka Islands hafí ekki í einu og öllu farið að réttum lögum í máli þessu. Slíkar ásakanir eru með öllu óréttmætar og að engu hafandi.“ JónÁsgeirsson Það væri í raun stórt átak fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands að flytja þá sjöttu eða „tragísku", eins og Mahler leyfði að sinfónía þessi væri nefnd, hvað þá þegar fiðlusnilling- urinn Paul Zukofsky samhæfír til starfsins mislangt komna nemendur er skila verkinu með slíkum glæsi- brag, svo sem gerðist á tónleikum æskunnar í Háskólabíói, sl. laugar- dag. Stjómandi og aðalverkmaður þessa stórmerka viðburðar var Paul Zukofsky. Það er ekki aðeins að hann fær unga fólkið til samstarfs um að frumflytja þetta stórbrotna verk, sem líklega yrði annars ekki flutt um langan tíma hér á landi, heldur tekst honum ásamt þeim er aðstoðuðu við æfingar að samæfa unga fólkið svo vel, að flutningur þessa erfíða verks var í heild ótrú- lega góður og áhrifamikill. Rétt er að hafa það í huga, að þessi sinfónía var t.d. ekki flutt í Bandaríkjunum fyrr en rúmum 40 árum eftir að verkið var samið en sakir stærðar þess, er það sjaldnast leikið af sinfónískum verkum meist- arans. Það er því ekki ofmælt að Paul Zukofsky hafí teflt djarft að ætla íslenskum tónlistamemendum að flytja eina af stórbrotnustu sin- fóníum veraldar og ekki er þá minna um vert, að skila verkinu af höndum sér með slíkum glæsibrag, sem hlustendur urðu vitni að sl. laugar- dag í Háskólabíói. Sakir stærðar verksins, ýmissa hljóðrænna tilrauna, ótta Mahlers Sinfóniuhljómsveit æskunnar. við dauðann og baráttu hans gegn þessum ótta, er litar alla þætti verksins, stóð honum mikill ótti af viðtökum hlustenda, ef til vill einn- ig vegna þess að fá verka hans voru honum eins tilfinningalega hjartfólgin. Hamarshöggin þrjú í síðasta þættinum eiga að tákna „snertingu dauðans" en víða í verk- inu er leikið með ýmis nýstárleg blæbrigði, jafnvel hljóðlíkingar, sem eiga t.d. að minna á skrölt í beina- grindum, dómsdags lúðraþyt og bænasöng. í þessu verki afhjúpar Mahler sjálfan sig en ótta sinn útfærir hann ekki sem einstaklingsbundinn grát, heldur sem stórbrotinn spádóm, er varðar mannkynið allt, að í návist dauðans en þó í skjóli undan hon- um, sé að finna þá lífsvist sem þrátt fyrir misjafna áveðran er eina lífsvon mannsins ef tekst að haga svo til, að elska og eindrægni sé þar í hávegum höfð. Það er í raun ótti Mahlers við að mönnum takist Morgunblaðið/Ámi Sœberg ekki að lifa í eindrægni, heldur tortímist í hatri og illsku, sem er undirtónninn í öllum verkum hans. Annan og sérmarkaðri spádóm má og lesa úr nokkrum verka hans en það er sú forsögn, er tengist tilkomu nýrrar tónlistar, hugmynda um tónskipan framtíðarinnar, er gægjast víða fram í sérkennilegum tóntiltektum, á sama tíma sem heyra má bergmál eldri hugmynda eins og t.d. mjög oft frá Schubert. Flutningur 6. sinfóníu Mahlers mun verða, er tímar líða, talinn merkur viðburður í sögu íslenskrar tónlistar og vitnisburður um að starf íslenskra tónlistarmanna hef- ur borið ríkulegan ávöxt, sem snill- ingurinn Paul Zukofsky hefur skil- ið, að þarf enn frekari aðhlynningu og sáir nú fyrir nýrri uppskeru í fangtökum íslenskrar æsku, er mun blómstra mót hækkandi sól íslenskrar tónlistar og verða mönn- um sú lífsvin, er Mahler trúði á og leitaði eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.