Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 13 Halldór Laxness og leikhúsið eftirSvein Einarsson í nýrri og annars vel gerðri heim- ildamynd um þjóðskáldið Halldór Laxness, sem sýnd var í Stöð 2 nú um hátaðimar er einn þáttur í starfi Halldórs, sem ekki eru gerð þau skil sem vert er, sennilega vegna ókunnugleika. En ef mynd þessa á að nota sem heimildamynd í framtíðinni, verður ekki komist hjá því að gera hér athugasemdir og vara við því, að hún sé tekin gild á því sviði. Þetta svið er sam- skipti Halldórs Laxness við leik- húsin. Af þessari mynd gætu menn skil- ið sem svo, að þessi samskipti hafi verið sársaukafull og Halldór aldrei verið þar aufúsugestur. Þetta er hin mesta fjarstæða. Þó að Halldór líti trúlega fyrst og fremst á sig sem sagnaskáld, þá hafa fáir eða engir samtímahöfundar átt betri hlut að því að gera okkar leikhús að „íslensku leikhúsi" á undanfömum áratugum. Fáir eða engir íslenskir höfundar hafa og verið vinsælli meðal leikhúsáhorfenda, þannig að sú goðsaga, sem stundum er þyrlað upp, að íslenskir leikhúsmenn „hafi ekki ráðið við“ verk Halldórs á við lítil rök að styðjast. Það em einkum tvö leikrita Halldórs, Strompleikur- inn og Prjónastofan Sólin, sem ekki náðu til stórs hóps áhorfenda, þeg- ar þau vom fyrst flutt; þetta em flókin verk og sérstæð og kalla ugglaust á margs konar túlkunar- möguleika, og má kannski segja, að ekki sé seinna vænna að fara að ráðast til atlögu við þau að nýju (reyndar mun María Kristjánsdóttir hafa staðið fyrir nýstárlegri upp- færslu á öðm þeirra fyrir margt löngu, en ég sá því miður ekki þá sýningu). Ef undan er skilið byijendaverkið Straumrof, hefur hinum fmm- sömdu leikritum Halldórs, Silfur- túnglinu og Dúfnaveislunni, famast mjög vel í leikhúsi og verið sýnd við mjög góða aðsókn (Dúfnaveisl- una þarf reyndar að fara að setja upp aftur!); sama máli gegnir um allar leikgerðir skáldsagna hans, íslandsklukkuna, Kristnihald undir Jökli, Atómstöðina, Sjálfstætt fólk, Sölku Völku og Hús skáldsins. Fá verk hafa gengið aðra eins sigur- göngu í íslensku leikhúsi og t.d. Islandsklukkan og Kristnihald undir Jökli; 25 ára starf í íslensku leik- húsi hefur kennt mér, að þó að aðsóknartölur séu ekk. gilt mat á listrænan árangur, þá flykkjast ekki áhorfendur í leikhúsið þijú leikár í röð, eins og var um Kristni- haldið og íslandsklukkuna, án þess að eitthvað hafi þótt þar vemlega bitastætt á ferð; ég leyfi mér nú bara að minna á leik Gísla Halldórs- sonar í hlutverki séra Jóns Prímus- ar svo eitt óumdeilanlegt dæmi sé nefnt. Salka Valka var sýnd í Leik- húsi þjóðanna við góðan orðstír, og bæði Kristnihaldið og Salka hafa verið flutt í erlendum leikhúsum í leikstjóm íslenskra leikstjóra; Silf- urtúnglið og Dúfnaveislan hafa og verið flutt í útlendum leikhúsum, svo að það em ekki aðeins íslend- ingar, sem gert hafa sér títt um skáldið; ný uppfærsla á Sölku er og Sveinn Einarsson í undirbúningi ytra. Ég sá umrædda mynd á forsýn- ingu, og benti þegar á, að þessi þáttur myndarinnar gæti misskilist. Nú hef ég heyrt af viðbrögðum áhorfenda, að sá granur _ minn reyndist því miður réttur. Ég vil því hvetja forsvarsmenn þessarar annars ljómandi skemmtilegu myndar um skáldið okkar, til að kippa þessum þáttum í liðinn, áður en myndin verður öðmm sýnd og aftur; annað er ekki maklegt og sæmilegt, og ef litið er á aðsóknar- tölur og sýningafjölda á verkum Halldórs í leikhúsum, hrein sögu- fölsun. Hötiindur er leikstjóri og rithöf- undur. ITSAIW stendur semiiæst Allt nýjar og nýlegar vörur. 50% AFSLÁTTUR! OFT hefur ÞU getað gert 1 góð kaup á útsölum okkar * en aldrei eins og WfÍJ !! © KARNABÆt iMUBMr r Laugavegi 66, s: 22950 Austurstræti 22, s: 22925 Glæsibæ, s: 34004 Austurstræti 22, s: 22771 Austurstræti 22, s: 22925 k kkMMMMM M M ^ ^ k: k k k STORUTSALAIKVOSIWI PEVSfflE'UMN Hafnarstræti. M M *¥■ M M M M ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.