Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 18
18 MORÖUNtíLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10: JANÚAR 1989 Breyttum framtalseyðu- blöðum dreift á næstunni FRAMTALSEYÐUBLÖÐIN eru í prentun og verður dreift síðar í mánuðinum. Ættu þau að komast í hendur fólks upp úr 25. janúar, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar, forstöðumanns staðgreiðslu- deildar Ríkisskattstjóra. Launagreiðendur eiga að skila launamiðum í siðasta lagi 20. janúar og framtalsfrestur rennur siðan út 10. febrú- ar, eins og venjulega. Þrátt fyrir staðgreiðslu skatta þurfa allir að telja fram, að sögn Skúla. Framtalseyðublöðunum hef- ur verið breytt nokkuð með tilliti til staðgreiðslunnar. Reitum hefur verið fækkað verulega þar sem frá- dráttarliðir eru nú fáir, auk þess sem útliti er breytt vegna þess að gömlu eyðublöðin þóttu óþarflega flókin. Með framtalinu fylgja nú einfaldar skýringar, auk hefðbund- inna leiðbeininga. Helsta breytingin á skattframtalinu er sú að eignir eru taldar fram á baksíðu framtals- ins og eru því á sömu síðu og skuld- imar. Á forsíðunni eru aftur á móti reitir fyrir greinargerð um eignabreytingar og athugasemdir og þar á framteljandi að staðfesta með undirskrift sinni og „að við- lögðum drengskap“ að skýrslan sé gefin eftir bestu vitund. Inni í fram- talinu, á bls. 2 og 3, á að greina frá tekjum á svipaðan hátt og áð- ur. Eiginmaðurinn (og einhleyping- ur) á vinstri síðunni og eiginkonan á þeirri hægri. Á nýja skattframtalinu þurfa menn að gera grein fyrir hvað háar upphæðir hafa verið dregnar af launum þeirra í staðgreiðslunni. Vildi Skúli benda fólki á að geyma Gömlu skattkortín verða áfram í gildi Skatthlutfell og persónuafeláttur breytist launaseðla sína og launamiða, því ef launagreiðendur gerðu ekki full skil á staðgreiðslu gæti fólk þurft að sanna hvað dregið hefði verið að launum þeirra. Að öðrum kosti væri hugsanlegt 'að upp kæmi sú staða að viðkomandi þyrfti að tvígreiða skattinn. Við álagningu í sumar fer fram uppgjör á staðgreiðslu ársins 1988 með samanburði á afdreginni stað- greiðslu og álagningu. Ef gjaldand- inn hefur greitt of mikið fær hann endurgreiðslu 1. ágúst og á hún að vera verðtryggð með lánskjara- vísitölu frá miðju ári 1988 til miðs árs 1989. Á sama hátt þarf hann að greiða mismuninn ef of lítil stað- greiðsla hefur verið dregin af laun- um hans. Inneign gjaldanda getur til dæmis hafa myndast vegna þess að hann hafi verið í óreglulegri vinnu og ekki nýtt persónuafslátt sinn um tíma. Þá getur myndast inneign við uppgjör á ökutækja- styrk sem staðgreiðsla hefur verið greidd af og á ýmsan annan hátt. Skuld getur til dæmis hafa mynd- ast með því að viðkomandi hafi fengið tekjur sem staðgreiðsla hef- ur ekki verið dregin af, til dæmis sjúkradagpeninga eða eignatekjur. BSK 3^ K SKATTFRAMTAL1989 Kynnið ykkur vandlega ldðbainingar rflciúkattitjóra um útfyllingu ■kattframtala áriina 1989 Framteljendur KinnlUU emhleyptnai / elolnnunm n nnhieyptnoi/eigtnnunni 4; Böm heima hjá framteljendum fædd árið 1973 eða síðar Slysatiygging við heimisstörí (Þetr lem óika slyiatrygotngar við helmlliiitörf Qreinargerð um eignabreytingar (sem ekkl eru tengdar eigln atvtnnurekstri eda ijálíiteðrl starfiemi) Sérmerkmgar ikattitjóra Fjólikylda ayiatryggtng [ Athugaaecidlr| r Elnhleypwgur / etouunaðuz TUgrelntð kaup og aölu hven konar lauaafiir, e.s. ökutakja, hjólhýea, verðbréfa og eignarhluta 1 félögum áiamt kaup- eða iðluveröi, kaupanda, seljanda og dagi. iimnlnga. Kaup og iðlu fastelgna ikal tUgreina á eyðublaðir.u Kaup og sala algna. RSK3.02, en ......................... “13.03. Athugasemdir framteljenda j Ef elnstaklr liðir framtals nlma ekki þ»r upplýilngar sem gefa þarf skal ' ! fylla út framhaldseyðublað RSK 3.01. Athugið að ekattf ramtal launamanns þarf að berast skattyf irvðldum algi slðar an 10. ftbnlar an skattfrai aigi liðar an 1B. man. Barist skattf ramtai ikki lnntn tliiklUni Iraiti ktnn fnmtiljandl tð uti álagl á ikattstofna. StaðfoitiriB framuljenda Hér með luðfeitlit að vtðlögðum drengakap að akýrala þess) er gefin eftlr bestu vítund. (Athugið að hjón þurfa baðt að undirrita). RÍKISSKATTSTJÓRI sendir ekki út ný skattkort í upphafi þessa árs eins og upphaflega var gert ráð fyrir í staðgreiðslulög- unum. Sú breyting var gerð á lögunum fyrir jólin að Ríkis- skattsfjóra var heimilað að halda áður útgefhum kortum í gildi en gert skylt að auglýsa hlutfall staðgreiðslu og Qárhæð persónu- afsláttar i byijun hvers árs. Skúli Eggert Þórðarson forstöðu- maður staðgreiðsludeildar Ríkis- skattstjóra segir að þessi breyting laganna þýði að ekki þurft_ að gefa út ný skattkort árlega. í byrjun hvers árs þurfi þó að gefa út skatt- kort til allra þeirra unglinga sem verði 16 ára á því ári og nú sé búið að senda út skattkort til þeirra sem verða 16 ára á þessu ári. Þau kort eru að því leyti frábrugðin eldri skattkortum að ekki er getið um skatthlutfall og fjárhæð persónuaf- sláttar. Skúli sagði að menn þyrftu að hafa í huga að þó gömlu skattkort- in giltu áfram væru upplýsingar í þeim um hlutfall staðgreiðslu og fjárhæð persónuafsláttar ekki leng- ur í gildi. Samkvæmt auglýsingu Ríkisskattstjóra er almennt skatt- hlutfall 37,74%, skatthlutfall barna 6%, persónuafsláttur 17.842 krónur á mánuði og sjómannaafsláttur 492 krónur á dag. Skúli sagði að þó skattkortin giltu áfram gæti fólk ekki flutt ónýttar. persónuafslátt á milli ára, þannig að þó það hafi ekki nýtt afslátt sinn að fullu á síðasta ári, gæti það ekki nýtt hann í ár. Þá sagði hann að ef hjúskaparstaða fólks breyttist, til dæmis ef það stofnaði til hjúskapar eða sliti, þyrfti það að sælq'a um ný skatt- kort. Nýtt mat vegna endurgjalds- lausra einkanota vinnubíla RÍKISSKATTSTJÓRI hefiir breytt skattmati vegna endur- gjaldslausra einkaafiiota launa- manns af fólksbifreið, skutbif- reið eða jeppabifreið sem vinnu- veitandi hans lætur honum í té tíl fullra umráða. Á nýbyijuðu ári þarf launþegi að reikna sér tekjur og greiða af þeim stað- greiðslu í hlutfalli við kostnaðar- verð bifreiðarinnar en á síðasta ári voru tekjurnar reiknaðar út frá eknum kilómetrum og var miðað við 10 þúsund km. á ári. Samkvæmt nýju reglunum skal meta hlunnindi, vegna bíla sem teknir voru í notkun á árunum 1987 og 1988 eða teknir verða í notkun í ár, sem 20% af staðgreiðsluverði bílsins samkvæmt verðlista og skal miðað við verð á árgerð 1989. Af eldri bflum skal meta hlunnindi til tekna sem 15% af kostnaðarverði bflsins. Greiði launamaður sjálfur rekstrarkostnað bflsins er hlunn- indamatið lækkað, ef hann sem dæmi greiðir eldsneytiskostnaðinn lækkað matið um 4%. Hafí launamaður takmörkuð einkaafnot af bíl í eigu launagreið- anda síns gilda sérstakar reglur um mat á þeim hlunnindum og er tekið tillit til áætlaðs aksturs. 130 þúsund útlendingar til landsins á síðasta ári Alls komu til landsins 128.830 útlendingar á árinu 1988 frá 125 þjóðum. Aðeins á árinu 1987 voru þeir heldur fleiri, eða 129.315, frá 108 þjóðum. Ef hinsvegar komur íslendinga til landsins eru teknar með á síðasta ári, hefur aldrei jafiimikill fjöldi komið til landsins á einu ári. Alls komu 149.211 íslendingar til landsins á síðasta ári og komu því alls 278.041, tæpum sex þúsundum fleira en árinu áður. Árið 1986 komu 113.528 útlend- Hætt að endurflytja Jassþátt Jóns Múla „Mér þykir þú segja fréttir, er búið að þurrka mig út á þriðju- dögum?,“ sagði Jón Múli Árnason útvarpsmaður með meiru þegar Morgunblaðið spurði hann hverju það sætti að jassþáttur hans er ekki lengur á dagskrá Ríkisút- varpsins á þriðjudögum, eins og verið hefur um langt skeið. Jón Múli hefur séð um jassþátt í Ríkisútvarpinu að mestu leyti í tæplega hálfa öld og undanfarin ár hefur miðvikudags kvöldþátt- urinn verið endurtekinn síðdegis á þriðjudögum. Jón Múli var spurður hvort hann hafi ekki vitað um þessa breytingu. „Nei, ég verð nú að játa það að ég hef ekkert heyrt um þetta. En, ég heyrði um það ávæning f fyrrahaust að þeim þætti kynningamar leiðin- legar og músíkin sjálfsagt vond og ég elliær sérvitringur." Hvað er svona vont við kynningar þínar? „Það er nú svo margt og mikið. Til dæmis að ég hef alltaf endað jassþáttinn, í tæplega hálfa öld, með því að segja: „Svo verður þetta ekki meira í kvöld, takk fyrir, góða nótt,“ í stað þess að segja: „Við kveðjum," eða: „Við bjóðum góða nótt,“ eins og nú þykir sæt- ast,“ sagði Jón Múli. Hann var spurður hveijir hann telji að ráði þessari ákvörðun. „Það er náttúrulega dagskrárstjómin sem ræður þessu," sagði hann. Hefur útvarpsráð ekkert með þetta að gera? „Ég sat einu sinni í útvarpsr- áði og þess vegna veit ég að svona ráðstafanir eru ekki gerðar nema með vitund og vilja útvarpsráðs," sagði Jón Múli Árnason. Jassþátturinn er áfram á dagskrá Rásar 1 á miðvikudagskvöldum, samkvæmt prentaðri dagskrá. ingar til landsins, árið 1985 komu 97.443 og árið 1985 vom þeir 85.290 talsins. Flestir útlending- anna er hingað komu á síðasta ári, vom frá Bandaríkjunum, 28.724. Frá Svíþjóð komu 17.322, frá Dan- mörku 16.398, frá Vestur-Þýska- landi 15.894, frá Bretlandi 10.525, frá Noregi 9.767, frá Frakklandi 6.141, frá Finnlandi 3.676, frá Hollandi 2.832, frá Ítalíu 2.822, frá Austurríki 2.142, frá Kanada 1.277, frá Japan 993 og frá Póll- andi 505 svo dæmi séu tekin. Að sögn Áma Siguijónssonar hjá Utlendingaeftirlitinu komu tæpum sjö þúsundum færri Bandaríkja- menn til landsins í fyrra en á árinu 1987, en þá voru þeir alls 35.669 talsins. Svíþjóð hefur hinsvegar sótt vemlega á hvað fjölda ferðamanna varðar, ijölgaði um rúm 1.700 ferðamenn á milli áranna. Frá hin- um Norðurlöndunum hefur fjöldi ferðamanna til íslands nánast stað- ið í stað á sama tíma. Eitt þúsund fleiri ferðamenn komu frá Sviss og Frakklandi í fyrra frá árinu áður og á sama tíma fjölgaði pólskum ferðamönnum um helming. Ámi sagði að allir útlendingar aðrir en Norðurlandabúar þyrftu að hafa farseðil til baka þegar þeir kæmu inn í landið. Ef þeir hygðust stunda atvinnu í landinu, þyrftu þeir að hafa atvinnuleyfi upp á vasann áður en komið væri til ís- lands. Þetta gilti um alla útlendinga aðra en Norðurlandabúa. Morgunblaðið/Sverrir Siguijón Sighvatsson, annar framieiðandi Bláu eðlunnar, ræðir við Sigurð Sverri Pálsson, kvikmyndagerðarmann, á forsýningu myndar- ínnar. Forsýning á kvik- myndinni Bláa eðlan Forsýning á kvikmyndinni Bláa eðlan var í Laugárbíói laug- ardaginn 7. janúar. Framleiðend- ur myndarinnar eru Sigurjón Sighvatsson og Steven Golin. Leikstjóri og handritshöfundur er John Lafía. Bláa eðlan er spennumynd með gamansömu ívafi, í senn einkaspæj- aramynd með hefðbundnu sniði og skopstæling slíkra mynda. Almenn- ar sýningar á myndinni hefjast um næstu helgi. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.