Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989
Morgunblaðið/Sverrir
Jóhann G. Bergþórsson frá Hagvirki hf. afhendir Sigurgeir Sigurðssyni bæjarstjóra
Selijarnarness „Iykilinn“ af nýja íþróttahúsinu.
Bæjarstjóri Seltjarnarness Sigurgeir Sigurðsson ásamt framkvæmdastjóra íþrótta-
hússins, Magnúsi Georgssyni.
Nýtt íþróttahús tekið í
notkun á Seltjarnarnesi
NÝTT íþróttahús var formlega
tekið í notkun á Seltjarnarnesi á
sunnudaginn. Húsið er tengt eldra
íþróttahúsi.
Við vígslu nýja íþróttahússins lék
lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjamar-
ness. Forstjóri Hagvirkis hf., Jóhann
G. Bergþórsson, afhenti húsið. For-
seti bæjarstjómar, Guðmar Magnús-
son, og bæjarstjórinn, Sigurgeir Sig-
urðsson, fluttu ávörp. Að því búnu
léku Gróttufélagar innanhússknatt-
spymu, handknattleik og sýndu fim-
leika. Fyrsti heimaleikurinn var
síðan háður kl. 20.00 á sunnudags-
kvöld þegar IBV sótti Gróttumenn
heim í meistaraflokki karla.
Samningur um smíði hússins var
undirritaður þann 17. desember
1987 og hafist var handa við jarð-
vegsvinnu síðast í febrúarmánuði.
Húsið er byggt fyrst og fremst með
flokkaíþróttir í huga og eru gólf-
merkingar fyrir einn handknattleik-
svöll, átta badmintonvelli, fjóra bla-
kvelli, einn körfuboltavöll og einn
tennisvöll.
Skrifstofutækninám
Tölvuskóli íslands
Símar: 67-14-66
67-14-82
RÆÐUMENNSKA OG
MANNLEG SAMSKIPTI
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn
fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30 á
Sogavegi 69.
Allir velkomnir.
★ Námskeiðið getur hjálpað þér að:
★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust.
★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring-
arkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér viröingu og
viðurkenningu.
★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und-
ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra.
★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu-
stað.
★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða.
Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma 82411
o
STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM
9ó Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðm"
500 erlendir læknar á
lyflakynningu í Reykjavík
Amsterdam. Frá blaðamanni Morgfunblaðsins, Birni Vigni Signrpálssyni.
HOLLENSKA lygafyrirtækið
Gist Brocades eftiir dagana 6.
Gripnir við
innbrot
LÖGREGLAN í Reykjavík greip
þijá unglingspilta, 14-15 ára, við
innbrot aðfaranótt föstudags.
Piltamir höfðu komist inn í
myndbandaleigu og sölutum við
Sólvallagötu. Þegar lögreglan kom
að höfðu þeir nælt í eitt mynd-
bandstæki og ýmislegt smálegt, svo
sem sígarettur.
Rut Rebekka
sýnir í Kaup-
mannahöfii
í GALLERÍ Gammel Strand í
Kaupmannahöfii mun Rut Re-
bekka Siguijónsdóttir opna mál-
verkasýningu miðvikudaginn 11.
janúar.
Rut Rebekka er Reykvíkingur og
nam hún myndlist í Myndlistaskól-
anum í Reykjavík og í Myndlista-
og handíðaskóla íslands. Þetta er 5
einkasýning Rutar.
til 9. apríl til fjölmenns lækna-
móts í Reykjavík. Að sögn R.
S. Cortissos, framkvæmdastjóra
markaðssviðs Gist Brocades er
tilefiii þessa læknamóts að fyr-
irtækið er um þessar mundir
að setja nýtt lyf gegn húðsjúk-
Aðalfundur
fulltrúaráðs
sjálfstæðis-
félaganna
í Reykjavík
AÐLFUNDUR fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík
verður haldinn annað kvöld, mið-
vikudagskvöld 11. janúar, kl.
21.00 í Átthagasal Hótels Sögu.
Á dagskrá fundarins verða venju-
leg aðalfundarstörf. Auk þess mun
gestur fundarins, Friðrik Sophus-
son, fyrsti þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík og varafor-
maður, flytja ávarp.
Friðrik Sophusson
dómum á markað og ætlar fyr-
irtækið að kynna það fyrir
læknum í Norður-Evrópu á ís-
landi. /
Cortissos kvaðst gera ráð fyrir
að alls myndu um 500-550 erlend-
ir læknar koma til íslands á vegum
fyrirtækisins af þessum sökum og
myndu þeir búa á sex hótelum í
Reykjavík á meðan á kynningunni
stendur. Læknarnir koma frá
Belgíu, Hollandi, Lúxembúrg og
öllum Norðurlöndunum. Þátttaka
íslenskra lækna í kynningunni er
alfarið í höndum Pharmaco, um-
boðsfyrirtækis Gist Brocades á
íslandi.
Cortissos kvaðst fagna því sér-
staklega að Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands, hefði fallist á að
setja mótið, enda væri það við
hæfi, því hugmyndin að því að
halda kynninguna á íslandi hefði
kviknað eftir heimsókn Vigdísar
til Hollands fyrir fáeinum misser-
um í tengslum við íslandskynn-
ingu sem þá var hér haldin.
Leiðrétting:
Rekstrar-
vörur í nýtt
húsnæði
Fyrirtækið Rekstrarvörúr var
ranglega nefiit Rekstrartækni í
Morgnnblaðinu á föstudag.
Þá var sagt í fréttinni að fyrir-
tækið hefði opnað verslun að Lyng-
hálsi 3, eftir brunann sem eyðilagði
fyrra húsnæði fyrirtækisins að
Réttarhálsi 2. Rétt er að fyrirtækið
Rekstrarvörur hefur flutt starfsemi
sína að Lynghálsi, en þar er ekki
verslun heldur heildverslun. Loks
var talað um að Kristján Einarsson
væri einn eigenda fyrirtækisins, en
hið rétta er að hann er eini eigand-
inn.