Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 Pétur Stefánsson úá Nöf- Minnmg Fæddur 19. maí 1898 Dáinn 15. desember 1988 Hinn 15. desember sl. lést á dval- arheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu í Hafnarfírði, Pétur Stef- ánsson frá Siglufírði. Þar hafði hann dvalið allmörg síðari ár sín. Pétur fæddist að Litlu-Brekku á Höfðaströnd 19. maí 1898, og var því rúmlega níræður þegar hann iést. Pétur var sonur hjónanna Dýr- leifar Einarsdóttur og Stefáns Pét- urssonar, sem þá bjuggu á Litlu- Brekku, en síðar í Málmey og á Nöf við Hofsós, og loks á Siglu- fírði. Fimm bama þeirra náðu full- orðinsaldri. Nú eru þau öll_ látin nema það yngsta, Friðþóra. Á hún heima á Siglufírði. Pétur fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Siglufjarðar árið 1922. Átti hann þar heima óslitið til ársins 1980, að hann flutt- ist á Hrafnistu í Hafnarfirði. Pétur kvæntist árið 1925 Ólöfu Jónínu Gunnlaugsdóttur frá Ólafs- fírði, en missti hana ári seinna. Þau eignuðust eina dóttur, Ólöfu. Er hún gift Guðjóni Jóhannessyni, skip- stjóra í Keflavík. Eiga þau fjórar dætur. Pétur kvæntist öðru sinni 1931, Jónínu Margréti Ásmundsdóttur frá Litla-Árskógssandi. Eignuðust þau sjö böm og em fjögur þeirra á lífí: Indriði, ókvæntur, búsettur í Reykjavík, Guðmundur, kvæntur Pálínu Bjamadóttur frá Bíldudal, eiga þau fjögur böm. Búsett í Reylq'avík. Dýrleif, gift Sveini Bjömssyni frá Hafnarfírði, eiga þau fjóra syni. Búsett í Hafnarfírði. Dröfn, fyrri maður hennar var Helgi Jónsson frá Keflavík. Hann dmkkn- aði. Áttu þau tvö böm. Seinni mað- ur Drafnar er Páll Þorsteinsson frá Hofsósi. Eiga þau einnig tvö böm. Búsett í Kópavogi. t LEIFUR HARALDSSON, andaöist aö morgni 9. janúar í sjúkrahúsinu Jönköpping í Svíðþjóð. Fyrir hönd aöstandenda, Ólöf Guðfinna Leifsdóttir, Ari Guðmundur Leifsson. t Vinur okkar, SIGURÐUR FRIÐMANN ÞORVALDSSON, Háaleitisbraut 48, lést 6. janúar 1989. Páll Ólafsson, Guðni Ólafsson. t Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES HAFSTEIN AGNARSSON, Álfheimum 72, lést í Landspítalanum þann 9. janúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, GUÐBJÖRG JÓNASDÓTTIR frá Hellissandi, andaðist í Landspítalanum laugardaginn 7. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Magnea Pótursdóttir, Hrefna Pótursdóttir, Pótur Pótursson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA SIGRÚN ZOÉGA, Álakvfsl 112, lést í Borgarspítalanum 6. janúar sl. Gústaf A. Valdimarsson, Reynir S. Gústafsson, Elfsabet Árnadóttir, Svala Gústafsdóttir, Jan Erik Lensvfk, Helga Gústafsdóttir, Gunnar Ö. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Heliuhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Jónína Margrét lést árið 1975. Síðustu ár sín á Siglufirði átti Pétur athvarf hjá systur sinni og mági, Jóhanni Þorvaldssyni. Þetta er í stómm dráttum ramm- inn um líf Péturs. Hann hóf ungur sjósókn með föður sínum, og eldri bróður. Eftir það má segja, að á sjó og við sjó hafí starf hans verið. Oftast var hann með eigin útgerð, en stundum með öðmm. Eftir að hann lét af sjómennsku hóf hann störf í landi, síðustu starfsár sín á Siglufírði, hjá frystihúsi Síldarverk- smiðju ríkisins. Pétur var samviskusamur og fylginn sér að hveiju, sem hann gekk. Stundvísi og vinnusemi vom honum í blóð borin. Hávaðalaust gekk hann að öllum sínum störfum, og lagði sig fram um það að leysa þau vel af hendi. Hann gerði ekki kröfur til annarra en sjálfs sín, og barst ekki á. Hógværðin og fallegt dagfar vom hans aðalsmerki. Hann leiddi allar deilur hjá sér, en vissi þó vel, hvað hann vildi. Aldrei sótt- ist hann eftir neinu, sem til metorða gat talist, hann lagði sig þeim mun meira fram um að verða fjölskyldu sinni að liði. Umtalsfrómur var hann svo af bar. Aldrei heyrði sá er þetta ritar Pétur leggja illt orð til nokkurs og er þó sameiginleg vegferð þeirra orðin yfir fimmtíu ár. Ekki íét hann erfíð uppvaxtarár og ástvinamissi draga úr sér kjark. Hann tók öllu sem að höndum bar með æðmleysi og jafnaðargeði, þó að stundum hafi það verið erfítt. Nú hefur Pétur lagt upp í sína hinstu för. Þrotinn að kröftum kvaddi hann þetta líf. Nú fær jarð- neskur líkami hans leg á meðal ástvina og ættirigja í Siglufjarðar- kirkjugarði, í skjóli hárra fjalla. Þar var meginhluti ævistarfsins leystur af hendi, og þar er nú Pétri, frænda mínum, búin hinsta hvíld. Hvíli hann í friði. Gunnlaugur Tr. Skaftason Hinsta stund frænda míns, Pét- urs Stefánssonar, var aðfaranótt 15. desember sl., er hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, farinn að kröftum. Vistaskiptin vom honum því líkn við þraut. Pétur fæddist að Litlu-Brekku á Höfðaströnd 19. maí 1898. Foreldrar hans vom hjónin Stef- án Pétursson, sjómaður, og Dýrleif Einarsdóttir. Systkinin vom fimm: Skafti, Pétur, Indriði, Guðveig og Friðþóra. Að Pétri gengnum lifír ein eftir systkinanna, móðir mín Friðþóra. Afí og amma fluttu út í Málmey með elstu synina tvo og þar eignuð- ust þau tvö böm. Stuttu eftir að fjórða bamið fæddist fékk afi slag. Hann hafði fótavist en skerta starfsorku. Amma flutti þá með bömin fjögur og afa að Nöf á Hofs- ósi. Þar fæddist yngsta bamið, móðir mín. Afi varð ósjálfbjarga. Amma hélt heimilinu saman með dugnaði, áræðni, hjálp eldri barn- anna og guðlegri forsjón. 1922 flutti fjölskyldan til Siglu- fjarðar, þar sem afí lést 7. desem- ber 1932 og amma 2. febrúar 1950. Pétur ólst upp í foreldrahúsum. Þar reyndi fljótt á þrek hans og ósérhlífni. Skólagangan var bama- skóli og síðar vélstjóranámskeið. Pétur stundaði sjósókn mikinn hluta ævinnar og er því sleppti vann hann hjá frystihúsi Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði. Pétur var tvíkvæntur. Árið 1925 kvæntist hann Ólöfu Jónínu Gunn- laugsdóttur frá Ólafsfirði. Hún lést 1926. Eignuðust þau eina dóttur, Ólöfu. Árið 1931 kvæntist hann Jónínu Margréti Ásmundsdóttur frá Litla- Árskógssandi. Hún lést árið 1975. Eignuðust þau sjö böm. Fjögur em á lífí: Indriði, Guðmundur, Dýrleif og Dröfn. Þijú böm þroskuðust á himnum. Bamabömin em tólf, barna- bamabömin em tíu og lifa níu þeirra. Árið 1980 flutti Pétur að Hrafn- istu í Hafnarfirði. Fyrir þá elsku sem hann mætti þar emm við öll sem áttum Pétur, innilega þakklát. Samvemstundimar með Pétri á herbergi hans á Hrafnistu urðu margar. í minningunni em þær perlur. Eitt sinn kom ég í heimsókn með bamabam mitt og lagði í rúm hans og ætlaði að gefa Pétri gleði- stund. Hlý hönd lögð á kinn mína, vakti mig til meðvitundar um að ég hafði sofnað og bamið líka. Pétur var hæglátur, hlýr og ham- ingjusamur. Hann átti þann innri frið sem allir þrá en of fáir öðlast. Hann naut kærleika allra bama sinna og ástvina. Samband móður minnar og hans er eitt hið fegursta sem ég hef orð- ið vitni að. Systkinaþel auðsýnt hvort öðm var aðeins það sem get- ur gerst milli systkina sem þekkjast og skilja hvort annað. Ég man Pétur alla tíð frá því ég var í föðurhúsum á Siglufírði. Þeg- ar hugur minn reikar til baka er hann umvafinn björtum minningum um það fólk sem umlék mína hvers- dagslegu umgjörð. Ég fylgdi þessu fólki áfram með heimsóknum. Ég gerði það ekki fyrir þau heldur mig sjálfa. Hvergi var betra að hvílast eða endurmeta gildi lífsins en við beð þessa fólks. Mér finnst því þáttaskil í lífi mínu er Pétur frændi fer á annað tilvemstig. Á herbergi Péturs var stór gluggi og sat hann þar í stól sínum og horfði út. Hann sá þar lendingar flugvéla í fjarska, sem hann sagði alltaf að kæmu að norðan. Hugur hans dvaldi þar. Jarðarför Péturs fór fram á Siglufirði 27. desember sl. Blessuð sé minning hans. Sigríður Jóhannsdóttir + Systir mín, JÓHANNA MARGRÉT SESSELÍUSDÓTTIR, sem andaðist í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 30. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Sesselíusson. t Unnusta mín, dótturdóttir, dóttir og systir, ANNA JÓHANNESDÓTTIR, Öldugötu 47, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heila- verndar. Hafsteinn Karlsson, Anna Pálsdóttir, Jóhannes Þ. Jónsson, Brynhildur Kristinsdóttir, Jón Ólafur Jóhannesson, Helga Sólveig Jóhannesdóttir, Jóhanna Steínunn Jóhannesdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, BJARNI INGIMARSSON skipstjóri, Eiðfstorgi 6, Seltjarnarnesi, verðurjarðsunginnfrá Neskirkju miðvikudaginn H.janúarki. 13.30. Elfsabet Hjartardóttir, Hjörtur Bjarnason, Guðrún Sigurjónsdóttir, Halldóra M. Bjarnadóttir, Ragnar Ingimarsson, Margrét K. Bjarnadóttir, Svandfs Bjarnadóttir, Ólafur Karvel Pálsson, Guðrún Bjarnadóttir, Geir Lúövfksson, Ingimar Bjarnason, Rut Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför GUÐMUNDAR L. GUÐMUNDSSONAR fyrrv. skipstjóra fer fram frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, miðvikudaginn 11. jan- úar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á SlBS. Guðrún Jónsdóttir, Marfa Guðmundsdóttir, Haukur Þórðarson, Jón Guðmundsson, Dóra G. Wilde, Þorkell Geirsson, Egill Þorkelsson. + Útför eiginmanns míns og föður okkar, PÁLMA FRÍMANNSSONAR heilsugæslulæknis, Stykklshólmi, fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Bægisá. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi eða Krabbameinsfélag Islands. Heiðrún Rútsdóttir. Guðbjörg Rut Pálmadóttir, Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, HildurSunna Pálmadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.