Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.01.1989, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR FIMMTUI )AGUH 19. JANUAR 1989 T í wm faám FOLK ■ JUSTIN FASHANU gamal- þekktur miðhetji í ensku knatt- spymunni, bróðir John Fashanu hjá Wimbledon, hefur ekki ieikið í deildinni síðustu þrjú árin vegna meiðsla. Hefur hann dvalið í Banda- ríkjunum meðan að meiðsli hans hafa verið honum til trafala. Fyrir skömmu kom hann til Englands á ný og æfði um hríð með Manchester City með samn- ing í huga. En hann var vart byijað- ur að æfa á ný er meiðslin tóku sig upp og hvarf hann við svo búið aftur vestur um haf. Er líklegt að kempan leiki ekki framar á ferlinum úr því að þriggja ára hvfld dugði ekki til. FráBob Hennessy ÍEnglandi ■ ALEX FERGUSON stjóri hjá Manchester United hefur boðið júgóslavneskum unglingalands- liðsmanni til Old Trafford til reynslu. Heitir pilturinn Ivica Bar- baric og má reikna með orðaleikj- um með nafn hans verði úr að hann leiki fyrir enska áhorfendur. Hann er nú leikmaður með Velez Mostar. ■ JOHN BARNWELL fyrrum stjóri hjá Wolverhampton var ekki lengi atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Notts County. Hann var í gær ráðinn til Walsall, botnliðsins í 2. deild, en liðið hefur tapað 13 leilqum í röð. ■ NÚhefur það verið fastsett, að Liverpool og Celtic mun mæt- ast í hinni óopinberu Bretlands- eyjakeppni sem reyndar heitir Dubai Cup. Þessi tvö meistaralið Englands og Skotlands síðasta árs leiða saman hesta sína 4. apríl í Dubai. ■ SAKSÓKNARIí Belgíu hefur krafist þess að þeir sem sannanlega bera ábyrgð á manndauða á Heys- el-leikvanginum í Brussel um árið, verði dæmdir til þriggja og fjögurra ára fangelsisvistar. Málið er nú fyrir dómstólum í Belgíu. Kemur nokkuð á óvart að ekki skuli vera krafist hámarksrefsingar yfir Bretunum ungu. Alls eru þeir 15 talsins. BADMINTON / EVROPUKEPPNIN íslend- ingar mæta Finnum - í Evrópukeppni B- þjóða í Budapest í dag Islendingar taka þátt í Evrópu- keppni B-þjóða, sem er liða- keppni, og hefst í Budapest í Ung- veijalandi í dag. íslenska landsliðið fór utan á miðvikudag og skipa það eftirtaldir keppendur: Þórdís Edwald, Guðrún Júlíus- dóttir, Inga Kjartansdóttir, Bima Petersen, Þorsteinn Páll Hængsson, Broddi Kristjánsson, Guðmundur Adólfsson og Armann Þorvaldsson. Þjálfari liðsins er Huang Weicheng. Fimmtán þjóðir taka þátt í mót- inu sem nefndist Helvitia Cup og er þeim skipt í fjóra riðla. íslenska liðið er í riðli með Belgum, Finnum og ítölum. í hveijum landsleik eru spilaðir sjö leikir. Hrólfur Jónsson verður dómari á mótinu og er þetta í fyrsta sinn sem Islendingum er boðið að senda dóm- ara á þetta mót. íslenskir dómarar hafa áður dæmt í Finlandia Cup, sem er samsvarandi mót fyrir ungl- inga U-18 ára og svo í Evrópu- keppni félagsliða. Islenska liðið mætir Finnum í dag, Belgum á morgun og ítölum á laugardag. SUND Unglingamót KR Fjórða unglingamót KR í sundi fer fram 11. og 12. febrúar, þar sem fjórir aldursflokkar keppa í 50 greinum. Gert er ráð fyrir um 500 keppendum víðs vegar að af landinu, en skráning stendur yfír og lýkur þriðjudaginn 24. janúar. Sala getraunaseðla lokar kl. V laugardögum. l:4í 5 á 3. LEIKVÍKA - 21, JANÚAR 1989 II X il Leikur 1 Arsenal - Sheff. Wed. Leikur 2 Coventry - Wimbledon Leikur 3 Liverpool - Southampton Leikur 4 Luton - Everton Leikur 5 Middlesbro - Tottenham Leikur 6 Newcastle - Charlton Leíkur 7 Nott, For, - Aston Villa Leikur 8 Q.P.R. - Derby Leikur 9 West Ham • Man. Utd. Leikur 10 Blackburn • Chelsea Leikur 11 Cr. Palace - Swindon Leikur 12 Oxford - Leeds Símsvari hjá getraunum eftir ki á laugardögum er 91-84590 og - Muniö hópleikin 17:1 £ 84464 n . íslenska landsllðlA f badmlnton sem tekur þátt í Evrópukeppni B-þjóða í Ungveijalandi. Efrí röð frá vinstrí: Huang Weich'eng, þjálfari, Þorsteinn Páll Hængsson, Broddi Kristjánsson, Armann Þorvaldsson, Guðmundur Adólfsson og Sigríður Julíusdóttir, fararstjóri. Fremri röð frá vinstri: Þórdís Edwald, Guðrún Júlíusdóttir og Bima Petersen. NOREGUR / VETRAROLYMPIULEIKARNIR 1995 Tapar600 þúsund á ÓL sex Frá Sigurjóni Einarssyni ÍNoregi Eins og flestum er kunnugt var Lillehammer í Noregi úthlut- að vetrar ÓL 1995, á þingi Al- þjóða ÓL nefndarinnar í Seoul í haust. Þegar það var gert kunnugt braust út mikil gleði í Noregi eins og vænta mátti, og margir hugðu sér gott til glóð- arinnar. Einn af þeim sem ætlaði sér að verða ríkur með skjótum hætti á því að Liilehammer hlaut ÓL, var maður einn á fertugsaldri, búsett- ur í Vestur-Noregi. Maður þessi rauk upp til handa og fóta strax og ákvörðun ÓL-nefndarinnar var gerð iýðum ljós, og skrásetti 25 svokölluð „skúffufyrirtæki" öll með nöfnum sem tengdust Ólympíuleikunum. í safninu mátti sjá nöfn eins og Lillehammer Oljrmpic hotel A/S, Lillehammer Olympia hotel A/S, Lillehammer Olympiat A/S, Lillehammer Olympic Town A/S o.s.frv. Hug- myndin var svo sú að seija nöfnin til fyrirtækja og einstaklinga sem hygðust hefja ýmiskonar rekstur { Ólympíubænum. Maðurinn greiddi sem nemur ísl. kr. 600.000,- í skrásetningargjald fyrirtækjanna og ísl. kr. 5.500.000,- í hlutafé fyrirtækj- anna. Mikill tími og pappírsvinna hefur svo án efa farið í skrásetn- ingu og stofnskjalagerð. Þegar þetta brambolt mannsins barst til eyma nefndarmanna í norsku ÓL-neftidinni kámaði gaman manngreysins. Þannig er nefni- lega um hnútana búið hjá alþjóða ólympfunefndinni, að hún og ólympíunefnd lands þess sem leik- ana heldur hveiju sinni, hefur eiiikarétt á Ólympía nafninu, og. nefndimar einar geta selt nafnið út til aðila sem áhuga hafa á að kaupa. Þannig má því maðurinn frá vesturlandinu afskrá öll fyrir- tækin, og tapar í það minnsta 600.000,- ískr. sem hann greiddi fyrir skrásetninguna, en einhveiju heldur hann nú eftir af hlutafénu. Maðurinn sem ætlaði að verða ríkur er sennilega fyrsti Norðmað- urinn sem beint hefur tapað pen- ingum á Ólympíuleikum sem halda á 1995 eða eftir 6 ár!!! KNATTSPYRNA / SPANN Atkinson fór án leyfis til Englands Ron Atkinson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Atletico Madrid í 94 daga, var í gær rekinn frá félaginu. Jesus Gil, forseti fé- lagsins, lýsti því yfir að Atkinson tæki starfið ekki nægilega alvar- Iega og yrði því að fara. Atkinson var í nokkurra daga fríi í Englandi, án leyfís Atletico, brást hinn versti við þessum frétt- um. „Ég tel mig hafa náð góðum árangri með liðið. Að taka við iiði í 18. sæti og koma því upp í það þriðja á nokkmm mánuðum ætti að vera nóg fyrir hvaða þjálfara sem er til að halda starfi sínu,“ sagði Atkinson. Við starfi Atkinsons tekur Colin Addison, sem verið hefur aðstoðar- maður Atkinsons í mörg ár. Mjög ör þjálfaraskipti hafa verið í herbúð- um Atletico og er Addison sjöundi þjálfarinn sem ræðst til starfa hjá félaginu síðustu 18 mánuðina. ■ Ron Atkinson FELAGSMAL Herrakvöld Vals Herrakvöld Vals verður haldið föstudaginn 20. janúar og hefst dagskrá í félagsheimili Vals kl. 18. ÍÞfémR FOLK ■ BÚIÐ er að ráða eftirmann Alans Ball sem rekinn var frá Portsmouth í vikunni. Er það John Gregory, aðstoðarmaður stjórans brottræka. Gregory þessi lék á árum áður og fram undir síðasta ár með ýmsum liðum, m. a. Aston Villa og QPR. ■ BRIAN Stemmle frá Kanada liggur enn á gjörgæslu á sjúkra- húsi í Innsbruck, en hann meiddist í brunkeppni heimsbikarmótsins um helgina, er annað skíðið festist í öryggisneti. ■ ALBANIR og GRIKKIR léku vináttulandsleik í knattspymu í Tirana í gærkvöldi. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1. I MICK BAXTER sem lék fyrir nokkrum árum með Preston og Middlesbrough, lést f gær, aðeins 34 ára gamall. Hann var nokkuð efnilegur og fór fyrir 300.000 pund er Boro keypti hann af Preston fyrir 4 árum. Baxter var með krabbamein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.