Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.01.1989, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR FIMMTUI )AGUH 19. JANUAR 1989 T í wm faám FOLK ■ JUSTIN FASHANU gamal- þekktur miðhetji í ensku knatt- spymunni, bróðir John Fashanu hjá Wimbledon, hefur ekki ieikið í deildinni síðustu þrjú árin vegna meiðsla. Hefur hann dvalið í Banda- ríkjunum meðan að meiðsli hans hafa verið honum til trafala. Fyrir skömmu kom hann til Englands á ný og æfði um hríð með Manchester City með samn- ing í huga. En hann var vart byijað- ur að æfa á ný er meiðslin tóku sig upp og hvarf hann við svo búið aftur vestur um haf. Er líklegt að kempan leiki ekki framar á ferlinum úr því að þriggja ára hvfld dugði ekki til. FráBob Hennessy ÍEnglandi ■ ALEX FERGUSON stjóri hjá Manchester United hefur boðið júgóslavneskum unglingalands- liðsmanni til Old Trafford til reynslu. Heitir pilturinn Ivica Bar- baric og má reikna með orðaleikj- um með nafn hans verði úr að hann leiki fyrir enska áhorfendur. Hann er nú leikmaður með Velez Mostar. ■ JOHN BARNWELL fyrrum stjóri hjá Wolverhampton var ekki lengi atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Notts County. Hann var í gær ráðinn til Walsall, botnliðsins í 2. deild, en liðið hefur tapað 13 leilqum í röð. ■ NÚhefur það verið fastsett, að Liverpool og Celtic mun mæt- ast í hinni óopinberu Bretlands- eyjakeppni sem reyndar heitir Dubai Cup. Þessi tvö meistaralið Englands og Skotlands síðasta árs leiða saman hesta sína 4. apríl í Dubai. ■ SAKSÓKNARIí Belgíu hefur krafist þess að þeir sem sannanlega bera ábyrgð á manndauða á Heys- el-leikvanginum í Brussel um árið, verði dæmdir til þriggja og fjögurra ára fangelsisvistar. Málið er nú fyrir dómstólum í Belgíu. Kemur nokkuð á óvart að ekki skuli vera krafist hámarksrefsingar yfir Bretunum ungu. Alls eru þeir 15 talsins. BADMINTON / EVROPUKEPPNIN íslend- ingar mæta Finnum - í Evrópukeppni B- þjóða í Budapest í dag Islendingar taka þátt í Evrópu- keppni B-þjóða, sem er liða- keppni, og hefst í Budapest í Ung- veijalandi í dag. íslenska landsliðið fór utan á miðvikudag og skipa það eftirtaldir keppendur: Þórdís Edwald, Guðrún Júlíus- dóttir, Inga Kjartansdóttir, Bima Petersen, Þorsteinn Páll Hængsson, Broddi Kristjánsson, Guðmundur Adólfsson og Armann Þorvaldsson. Þjálfari liðsins er Huang Weicheng. Fimmtán þjóðir taka þátt í mót- inu sem nefndist Helvitia Cup og er þeim skipt í fjóra riðla. íslenska liðið er í riðli með Belgum, Finnum og ítölum. í hveijum landsleik eru spilaðir sjö leikir. Hrólfur Jónsson verður dómari á mótinu og er þetta í fyrsta sinn sem Islendingum er boðið að senda dóm- ara á þetta mót. íslenskir dómarar hafa áður dæmt í Finlandia Cup, sem er samsvarandi mót fyrir ungl- inga U-18 ára og svo í Evrópu- keppni félagsliða. Islenska liðið mætir Finnum í dag, Belgum á morgun og ítölum á laugardag. SUND Unglingamót KR Fjórða unglingamót KR í sundi fer fram 11. og 12. febrúar, þar sem fjórir aldursflokkar keppa í 50 greinum. Gert er ráð fyrir um 500 keppendum víðs vegar að af landinu, en skráning stendur yfír og lýkur þriðjudaginn 24. janúar. Sala getraunaseðla lokar kl. V laugardögum. l:4í 5 á 3. LEIKVÍKA - 21, JANÚAR 1989 II X il Leikur 1 Arsenal - Sheff. Wed. Leikur 2 Coventry - Wimbledon Leikur 3 Liverpool - Southampton Leikur 4 Luton - Everton Leikur 5 Middlesbro - Tottenham Leikur 6 Newcastle - Charlton Leíkur 7 Nott, For, - Aston Villa Leikur 8 Q.P.R. - Derby Leikur 9 West Ham • Man. Utd. Leikur 10 Blackburn • Chelsea Leikur 11 Cr. Palace - Swindon Leikur 12 Oxford - Leeds Símsvari hjá getraunum eftir ki á laugardögum er 91-84590 og - Muniö hópleikin 17:1 £ 84464 n . íslenska landsllðlA f badmlnton sem tekur þátt í Evrópukeppni B-þjóða í Ungveijalandi. Efrí röð frá vinstrí: Huang Weich'eng, þjálfari, Þorsteinn Páll Hængsson, Broddi Kristjánsson, Armann Þorvaldsson, Guðmundur Adólfsson og Sigríður Julíusdóttir, fararstjóri. Fremri röð frá vinstri: Þórdís Edwald, Guðrún Júlíusdóttir og Bima Petersen. NOREGUR / VETRAROLYMPIULEIKARNIR 1995 Tapar600 þúsund á ÓL sex Frá Sigurjóni Einarssyni ÍNoregi Eins og flestum er kunnugt var Lillehammer í Noregi úthlut- að vetrar ÓL 1995, á þingi Al- þjóða ÓL nefndarinnar í Seoul í haust. Þegar það var gert kunnugt braust út mikil gleði í Noregi eins og vænta mátti, og margir hugðu sér gott til glóð- arinnar. Einn af þeim sem ætlaði sér að verða ríkur með skjótum hætti á því að Liilehammer hlaut ÓL, var maður einn á fertugsaldri, búsett- ur í Vestur-Noregi. Maður þessi rauk upp til handa og fóta strax og ákvörðun ÓL-nefndarinnar var gerð iýðum ljós, og skrásetti 25 svokölluð „skúffufyrirtæki" öll með nöfnum sem tengdust Ólympíuleikunum. í safninu mátti sjá nöfn eins og Lillehammer Oljrmpic hotel A/S, Lillehammer Olympia hotel A/S, Lillehammer Olympiat A/S, Lillehammer Olympic Town A/S o.s.frv. Hug- myndin var svo sú að seija nöfnin til fyrirtækja og einstaklinga sem hygðust hefja ýmiskonar rekstur { Ólympíubænum. Maðurinn greiddi sem nemur ísl. kr. 600.000,- í skrásetningargjald fyrirtækjanna og ísl. kr. 5.500.000,- í hlutafé fyrirtækj- anna. Mikill tími og pappírsvinna hefur svo án efa farið í skrásetn- ingu og stofnskjalagerð. Þegar þetta brambolt mannsins barst til eyma nefndarmanna í norsku ÓL-neftidinni kámaði gaman manngreysins. Þannig er nefni- lega um hnútana búið hjá alþjóða ólympfunefndinni, að hún og ólympíunefnd lands þess sem leik- ana heldur hveiju sinni, hefur eiiikarétt á Ólympía nafninu, og. nefndimar einar geta selt nafnið út til aðila sem áhuga hafa á að kaupa. Þannig má því maðurinn frá vesturlandinu afskrá öll fyrir- tækin, og tapar í það minnsta 600.000,- ískr. sem hann greiddi fyrir skrásetninguna, en einhveiju heldur hann nú eftir af hlutafénu. Maðurinn sem ætlaði að verða ríkur er sennilega fyrsti Norðmað- urinn sem beint hefur tapað pen- ingum á Ólympíuleikum sem halda á 1995 eða eftir 6 ár!!! KNATTSPYRNA / SPANN Atkinson fór án leyfis til Englands Ron Atkinson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Atletico Madrid í 94 daga, var í gær rekinn frá félaginu. Jesus Gil, forseti fé- lagsins, lýsti því yfir að Atkinson tæki starfið ekki nægilega alvar- Iega og yrði því að fara. Atkinson var í nokkurra daga fríi í Englandi, án leyfís Atletico, brást hinn versti við þessum frétt- um. „Ég tel mig hafa náð góðum árangri með liðið. Að taka við iiði í 18. sæti og koma því upp í það þriðja á nokkmm mánuðum ætti að vera nóg fyrir hvaða þjálfara sem er til að halda starfi sínu,“ sagði Atkinson. Við starfi Atkinsons tekur Colin Addison, sem verið hefur aðstoðar- maður Atkinsons í mörg ár. Mjög ör þjálfaraskipti hafa verið í herbúð- um Atletico og er Addison sjöundi þjálfarinn sem ræðst til starfa hjá félaginu síðustu 18 mánuðina. ■ Ron Atkinson FELAGSMAL Herrakvöld Vals Herrakvöld Vals verður haldið föstudaginn 20. janúar og hefst dagskrá í félagsheimili Vals kl. 18. ÍÞfémR FOLK ■ BÚIÐ er að ráða eftirmann Alans Ball sem rekinn var frá Portsmouth í vikunni. Er það John Gregory, aðstoðarmaður stjórans brottræka. Gregory þessi lék á árum áður og fram undir síðasta ár með ýmsum liðum, m. a. Aston Villa og QPR. ■ BRIAN Stemmle frá Kanada liggur enn á gjörgæslu á sjúkra- húsi í Innsbruck, en hann meiddist í brunkeppni heimsbikarmótsins um helgina, er annað skíðið festist í öryggisneti. ■ ALBANIR og GRIKKIR léku vináttulandsleik í knattspymu í Tirana í gærkvöldi. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1. I MICK BAXTER sem lék fyrir nokkrum árum með Preston og Middlesbrough, lést f gær, aðeins 34 ára gamall. Hann var nokkuð efnilegur og fór fyrir 300.000 pund er Boro keypti hann af Preston fyrir 4 árum. Baxter var með krabbamein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.