Morgunblaðið - 23.02.1989, Side 26

Morgunblaðið - 23.02.1989, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 PJttfgp Útgefandi mXítaíiiíi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Ásjcriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið. Umræður um vaxtamál Umræður um ýmsa þætti efna- hagsmála eru smátt og smátt að komast á faglegan grundvöll. Flokkspólitískar þrætur um þessi málefni, sem byggjast á stóryrðum og sleggjudómum eru á undan- haldi. Sú árátta að setja öll skoð- anaskipti í flokkspólitískt samhengi er líka á undanhaldi. Til marks um faglegar umræður um efnahags- mái, sem nú fara fram, eru tvær greinar, sem birzt hafa hér í Morg- unblaðinu síðustu daga eftir tvo í hópi virtustu hagfræðinga landsins, þá Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, og Þorvald Gylfason, pró- fessor. Athyglisvert er að kynnast mismunandi sjónarmiðum þeirra m.a. til vaxtamála. í grein sinni fjallar viðskiptaráð- herra að vísu nánast ekkert um breytingar á lánskjaravísitölunni en segir þó: „Grundvelli lánskjara- vísitölunnar hefur nýlega verið breytt í því skyni, að friður geti um hana orðið og óvissu eytt þann- ig, að sparifjáreigendur hafa trygg- ingu fýrir því, að sparifé þeirra heldur verðgildi sínu." Þorvaldur Gylfason segir hins vegar um breytingamar á láns- kjaravísitölunni: „Nú hefur láns- kjaravísitölunni verið breytt á þann veg, að það er ekki lengur hægt samkvæmt lögum að tryggja spari- fé að fullu gagnvart verðbólgu. Þetta er að mínum dómi einhver óviturlegasta stjómvaldsákvörðun, sem hefur verið tekin hér á landi um árabil og er þá langt til jafnað. Þá á ég ekki fyrst og fremst við það, að ríkisstjómin hefur rift samningum einstaklinga og fyrir- tækja aftur í tímann og kallað yfir sig lögsókn úr ýmsum áttum með því móti. Hitt er jafnvel enn alvar- legra, að ríkisstjómin dregur með þessu mjög úr líkum til þess, að henni takist að vinna bug á verð- bólguvandanum." Jón Sigurðsson segir m.a. um vaxtamálin: „Sá óstöðugleiki, sem ríkt hefur í efnahagsmálum hér á síðustu ámm með mikilli umfram- eftirspum á öllum sviðum, þar á meðal eftir lánsfé, hefur reynt mjög á þetta frjálsræðisfyrirkomulag varðandi vaxtaákvarðanir um leið og það hefur verið að slíta bams- skónum. Öllu frelsi þarf að fylgja ábyrgð og agi. Það er því að vonum að komið hafi í ljós, að þetta fyrir- komulag þurfí lagfæringar við. Þetta á við um heimild Seðlabank- ans til að hlutast til um vexti..." Þorvaldur Gylfason segir hins vegar: „Hin nýja vaxtastefna ríkis- stjómarinnar felur það í sér, að vextir verða knúðir niður „með handafli", eins og það er orðað. Þetta þýðir það, að Seðlabankinn verður skikkaður til þess að prenta meiri peninga handa ríkissjóði og viðskiptabönkunum, einfaldlega vegna þess, að það er ekki hægt að lækka vexti einhliða til lengdar nema með því að prenta peninga." Jón Sigurðsson segir m.a. um fjármagnsmarkaðinn: „Við þenslu- aðstæður á ófullkomnum fjár- magnsmarkaði er nauðsynlegt að stjómvöld hafí heimildir til að hlut- ast til um vaxtaákvarðanir í undan- tekningartilfellum til þess að þau geti gætt hagsmuna hinna dreifðu lántakenda, sem ekki eiga í mörg hús að venda til þess að verða sér úti um lánsfé." Þorvaldur Gylfason segir: „Þvert á móti hafa ráðherrar í ríkisstjóm fárazt yfír verðbréfaviðskiptum í tíma og ótíma og reynt að gera þau tortryggileg á ýmsan hátt án þess að sýna nokkum skilning á því, að það uppbyggingarstarf, sem hefur verið unnið á verðbréfamark- aði hér síðustu ár, hefur átt mikinn þátt í því að efla spamað í landinu þrátt fyrir ýmsa uppvaxtarkvilla og hefur dregið með því móti úr verðbólgu og skuldasöfnun erlend- is. Sama skilningsleysi og sama sérhagsmunahyggja þröngsýnna stjómmálamanna hafa staðið í vegi fyrir umbyggingu bankakerfísins. Það er sama sagan." Jón Sigurðsson segir í grein sinni: „Ósanngjamar leikreglur á fjármagnsmarkaði leiða í raun til mikillar óvissu um langtímaávöxt- un sparifjár, þótt ávöxtunin geti verið rífleg til skamms tíma. Þetta á bæði við um fyrirkomulag vaxta- ákvarðana og vísitöluviðmiðun í verðtryggðum lánssamningum." Þorvaldur Gylfason segir. „Nú hefur almenningur í landinu átt þess kost í nokkur ár að eiga spari- fé í friði. Nú stendur ríkið straum af útgjöldum sínum með útgáfu spariskírteina í miklu ríkari mæli en áður og minni peningaprentun eftir því. Hvort tveggja hefur stuðl- að að betra jafnvægi í efnahags- málum þjóðarinnar. Þess vegna er það ekki hyggilegt af hálfu ríkis- stjómarinnar að ætla sér nú að knýja vexti niður „með handafli" og draga jafnframt úr verðtrygg- ingu sparifjár áður en verðbólgan hefur verið lögð að velli." Sennilega er skoðanamunur þessara tveggja hagfræðinga ekki eins mikill og þessar tilvitnanir gefa til kynna. Viðskiptaráðherra er í þessu tilfelli talsmaður þeirrar málamiðlunar, sem stjómarflokk- amir hafa komið sér saman um en tekur auðvitað sem slíkur ábyrgð á henni. Kjami þessa máls er sá, að enn hafa ekki komið fram nokkur skyn- samleg rök fyrir því, að hverfa eigi frá vaxtafrelsinu, sem tekið var upp haustið 1984, og verðtryggingu, sem upp var tekin nokkrum áram áður. Verðbólgan er auðvitað höf- uðvandinn en hvorki verðtrygging- in né vaxtafrelsið. Paul Zukofsky, hljómsveitarstjóri: Maður þekkir ailtaf Messiaen Hann er einstakur PAUL Zukofsky er okkur fslend- ingum af góðu kunnur. Hann hefur á síðustu misserum bragð- bætt tónlistarlíf okkar svo um rnunar og þá ekki síst með nám- skeiðum sem hann hefur haldið fyrir tónlistarfólk og fyrir störf sín með Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar. Zukofsky er enn kominn til íslands, nú til að stjóma flutn- ingi Kammersveitar Reykjavíkur á „Des Canyons aux Etoiles," eftir Olivier Messiaen. Olivier Messiaen er eitt sérkenni- legasta tónskáld tuttugustu aldar- innar og eitt hið áhrifamesta, því að sem kennari náði hann einstæð- um árangri. Hann lauk við „Des Canyons aux Etoiles" árið 1974 í tilefni af tvöhundrað ára afmæli Bandaríkjanna 1976. Messiaen er helst þekktur fyrir að nota fugla- söng og náttúrahljóð í verkum sínum, auk þess „hið guðdómlega," verður honum gjarnan að yrkisefni. „Des Canyons aux Etoiles, sem er í tólf köflum, er minnisvarði um almætti Guðs og sköpun hans." Zukofsky var spurður hvort Messia- en hefði fundið þessum þremur þáttum, fuglasöng, náttúrahljóðum og guðdóminum stað í „Des Cany- ons aux Etoiles," og hvernig það kæmi fram. „Þessu er kannski ekki hægt að svara á neinn einfaldann hátt. Fugl- ar era þáttur í sköpunarverkinu, þeir era Guðsverar og söngur þeirra því réttilega guðdómlegur," svaraði Zukofsky. „En við skulum tengja fuglana og náttúrana. Það er til- tölulega auðvelt að líkja eftir hljóð- um náttúrannar og það er hægt að líkja nákvæmlega eftir fuglasöng. Þú getur gert það með því að nota bara hefðbundna vestræna tón- skala. Þegar fugl syngur þér nokkrar myndir, geturðu léttilega leikið það eftir. Þú getur notað blástursvél til að líkja eftir vindinum og enn aðra vél til að líkja eftir grjóti, klettum, hellum og svona mætti lengi telja. Það er hinsvegar erfíðara að líkja eftir guðdóminum í tónlist. Það er ekki hægt að skrá hann niður og endurgera hann - eins og fugla- sönginn. Þú verður að fínna upp aðferð sem er táknræn fyrir „hið guðdómlega," en getur aldrei orðið- „hið guðdómlega" sjálft. En hér ertu ekki að líkja eftir, eins og í fuglasöngnum, heldur að lýsa. Tón- listarsagan á sér langa hefð í að- ferðum til að lýsa guðdóminum. Eitt af grandvallar einkennum guð- dómsins í tónlist er talan þrír. Þessi tala, sem stendur fyrir heilagri þrenningu hjá kristnum mönnum, hefur alltaf verið til í tónlistinni - frá upphafí - Guði til dýrðar. Talan tveir hefur hinsvegar alltaf táknað eitthvað sem er meira veraldlegt. En svo við höldum okkur við Messiaen, þá kemur talan þrír fram á margvíslegan hátt í „Des Canyons aux Etoiles." Verkið er þrír þættir. í því er geysilega mikið af þríhljóm- um. Sjöundi kaflinn er byggður á E-dúr hljómnum, tíundi kaflinn á C-dúr og síðasti kaflinn á A-dúr. Þeir era allir byggðir á þríhljómum. Þrenningin kemur einnig fram í Kammersveit Reykjavíkur 15 ára: Að leggja mikla vinnu á sig og hafa gaman af Tónverkið Frá gijúfrunum til stjarnanna á afinælistónleik- um í Langholtskirkju í kvöld Kammersveit Reykjavíkur ræðst í mikið stórvirki í efnisvali í tilefni 15 ára afmælis sveitarinnar, en á tónleikum í Langholtskirlqu í kvöld mun Kammersveitin flytja tónverkið Frá gljúfrunum til stjamanna, en það er samið í tilefni af 200 ára afmæli Bandaríkjanna af tónskáld- inu Olivier Messiaen. Þetta er viða- mesta tónverk sem Kammersveitin hefur ráðist í að flytja. Svaitin er að þessu sinni skipuð 44 hljóð- færaleikuram undir stjóm Pauls Zukofskys. Kammersveit Reykjavíkur hefur notið forustu Rutar Ingólfsdóttur frá upphafí, en hún er konsertmeistari á afmælis- tónleikunum. Á 15 ára tímabili hef- ur sveitin flutt um 250 kammerverk og um 200 hljóðfæraleikarar hafa tekið þátt í starfí sveitarinnar. Kammersveitin hefur starfað allan þennan tíma vegna brennandi áhuga hljómlistarmanna sem era atvinnu- menn, en hafa lagt þessu menning- arstarfí lið í frístundum sínum til þess að auðga möguleika íslenskra tónlistarannenda í þágu tónlistar- gyðjunnar og vegna metnaðar fyrir hönd íslensks tónlistarlífs og tengsla þess við nútíð og fortíð, en á um 60 tónleikum sem sveitin hefur hald- ið hafa kammerverkin mjög sjaldan verið endurleikin. Sveitin hefur leik- ið kammerverk allt frá verkum bar- okktímans leiknum á uppranaleg hljóðfæri og til framflutnings íslenskra verka. Hljómsveitarverkið Frá gljúfran- um til stjamanna var boðið af hálfu Kammersveitarinnar til flutnings á Listahátíð 1988, en boðið var ekki þegið. „Okkur fannst leiðinlegt að gefast alveg upp,“ sagði Rut Ing- ólfsdóttir formaður Kammersveitar- innar í samtali við Morgunblaðið," og við ákváðum að kanna hvort við gætum ekki gert þetta á eigin veg- um.“ Á meðan við Rut ræddum saman hljómaði tónverkið Frá gljúfrunum til stjamanna frá upp- tökutæki og fór ekkert á milli mála að hér er um mjög forvitnilegt tón- verk að ræða og flókið, en í því hljóma margs konar stemmningar og náttúramunstur og það er fullt af fuglasöng, enda hefur tónskáldið sérhæft sig í að skrá niður hljóð Rut Ingólfsdóttir hefur veitt Kammersveitinni forustu frá upphafi. hinna ólíkustu fuglategunda. Tón- verkið tekur 90 mínútur í flutningi og það liggur mikil vinna að baki hjá Kammersveitinni, enda hefur undirbúningur staðið yfír í heilt ár. Gljúfrastemmningar og stjarnaleikur Það era mest hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni sem taka þátt í þessum afmælistónleikum Kammersveitar Reykjavíkur og starfið hefur kallað á mikla skipu- lagningu og vinnu." Það sem er stór- kostlegast við þetta að mínu mati,“ sagði Rut, „er það að hljóðfæraleik- aramir skuli vera reiðubúnir að eyða tíma og vinnu í þetta starf án þess að eiga von á nokkurri borgun fyr- ir. Þetta verk er afar erfitt í flutn- ingi og það hefur krafíst mikils undirbúnings og mikillar heima- vinnu áður en samæfingar hófust og að auki er það mikið sameigin- legt átak að taka þátt í þessu. Ekki síst hefur þetta kostað mikla vinnu hjá einleikuranum, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur sem leikur einleik á píanó og það er viðamesta einleiks- hlutverkið, en aðrir einleikarar era Joseph Ognibene á hom, Eggert Pálsson á klukkuspil og Maarten van der Valk á xylorimba." Markmiðið að auðga tónlistarlífið Kammersveitin var stofnuð 1974 af hópi atvinnuhljóðfæraleikara í Reykjavík. „Við höfðum öll spilað saman kammertónlist í mismunandi hópum og fannst vanta skipulag," sagði Rut. „Því ákváðum við að sameina hópana og skipuleggja starfsemina þannig að ákveðið yrði á hveiju hausti hvað yrði spilað yfír veturinn og að gefín yrði út dag- skrá með föstum dögum og ákveð- inni efnisskrá. Á þessum áram var ekki svo mikið um kammertónleika í Reykjavík, og Kammersveitinni var strax mjög vel tekið og fólk kunni vel að meta ákveðna dagskrá á sviði Kammertónlistar. Markmið Kamm- ersveitarinnar í upphafi var að gefa tónlistargestum kost á að hlusta á kammertónlist, en um leið að gefa hljóðfæraleikuram tækifæri til þess að spreyta sig á verðugum verkefn- um. Fyrir tónlistarmenn er mjög mikilvægt að halda sér í góðu formi og að spila kammertónlist er mjög gott mótvægi við það að spila í hljómsveit þar sem maður heyrir ekki svo vel til sín sjálfs í samræmi við það að maður er hluti af heild- inni í stóram hóp. Þannig hafa markmið Kammersveitarinnar verið óbreytt frá upphafi fyrir 15 áram. Við reyndum frá byijun að hafa efnisvalið fjölbreytt og við höfum einmitt reynt að kynna verk sem annars hefðu líklega ekki verið flutt hérlendis ennþá. Paul Zukofsky hef- ur mjög komið við sögu Kammer- sveitarinnar undanfarin ár og hann hefur verið óþreytandi að leggja sveitinni lið, bæði með góðum ráðum um efnisval og ekki síst hefur hann stjómað hjá okkur mörgum stór- kostlegum verkum. Þar má nefna verk Schönbergs, t.d. Peroliner, Kammersinfóníu nr. 1, Kvartett nr. 2, Serenöðuna og blásarakvintett- inn, verk eftir Alban Berg og Strav- insky, og nýjasta verkið eftir Mess- iaen. Samstarfíð við Paul hefur að mínu mati verið eins konar nám- skeið hveiju sinni fyrir okkur hljóð- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 « J > 27 Paul Zukofsky formi verksins; í byggingu ein- stakra þátta og hversu oft sumir hljómar era endurteknir. Og svona mætti lengi telja." Tónlist Messiaens er sögð bera keim af tónlist Austurlanda. Gætir þeirra áhirfa í þessu verki? Ég mundi ekki segja að í tónlist hans sé austurlensk áhrif að fínna. Það sem hann hefur gert er að taka vissa hrynjandi úr indverskri tónlist og samlagar hana vestrænni tón- list. Það er ekkert austurlenskt við það. Við getum líkt þessu saman við þetta „cousine nouvelle," sem nú er geysivinsælt. Það er ekkert nýtt við það. Þetta er hugmynd frá Kínveijum og Thailendingum um að léttsjóða grænmeti. En þegar þú borðar þennan mat er hann franskur - alls ekki kínverskur. En hlutirnir era vissulega settir í nýtt samhengi og það er það sem Messiaen gerir. Austræn tónlist hefur haft þau áhrif á hann að tón- list hans er einstök. Ekki einstök frönsk, heldur einstök Messiaen. Hann fer til mjög undarlegra staða í tónlist sinni - þar sem enginn hefur komið áður, en þetta era ein- stakir staðir og mörg yngri tón- skáld hafa nýtt sér tækni hans sem rót til að dafna frá. Þessi yngri tónskáld hafa þó far- ið meir út í „alþjóðlegan stfl.“ í dag er í rauninni ekki hægt að heyra frá hvaða landi nýtt tónverk kem- ur, því tónskáldin era farin að nota einskonar alþjóðlegt tungumál. En Messiaen þekkist alls staðar og er alveg sér á parti. Honum hefur tek- ist að safna saman alls kyns tækni og samsama hana sínum eigin ein- kennum Það er orðið einstakt og er mikils virði. Ég hef engan sér- stakan áhuga á lokaniðurstöðu í tónverki, heldur spyr ég um heilind- in. Þegar ég fínn að tónskáld reyn- ir virkilega að gefa persónuleika sinn í tónlistina, þá er hún fyrir mér mjög mikilvæg. Ekki þarmeð sagt að mér líki hún - en það er önnur saga.“ Líkar þér tónlist Messiaens? „Já, ég er mjög hrifínn af henni." Finnst þér slæmt að tónlistin skuli vera að taka þessum breyting- um sem þú talar um; að til sé að verða alþjóðlegur stíll?e „Allir hlutir hafa eitthvað gott við sig og allir eitthvað slæmt. Ég var að ræða við einn vin minn hér fyrir nokkram dögum um hvað væri að gerast á íslandi og hvað þið ætluð- uð að gera til að spoma gegn árás erlendra strauma á menningarlíf ykkar. Gamlar íslenskar hefðir sem gerðu fsland svo sérstætt era smátt og smátt að hverfa. Ég er að tala um sérstæðan stfl, ekki varðveislu tungumálsins eða neitt slíkt og ekki um tæknilega hluti, því auðvitað dettur engum í hug afturhvarf til torfkofa eða kolakyndingar. En ef við notum líkingarmál má segja að vegna alþjóðlegra áhrifa sé verið að fletja allt landslag héma út. Það sem er hveiju tónskáldi nauðsynlegt er að nota hið algilda, eða alþjóð- lega, til að koma hinu sérstæða á framfæri. Þá er allt unnið. ssv Morgunblaðið/Ragnar Axelsson. Frá æfingu Kammersveitar Reykjavíkur í Langholtskirkju fyrir tónleikana í kvöld. Hljóðfæraleikararnir eru 44 talsins og það er Paul Zukofsky sem heldur á tónsprotanum. færaleikarana sem höfum verið þátttakendur og þar með hefur ver- ið sameinað markmið Kammersveit- arinnar, að leika spennandi tónlist og gefa hljóðfæraleikuram tækifæri til þess að þroskast sem listamenn. Ég held að hjá flestum hljóðfæralei- kuram sé tónlistin ekki aðeins at- vinna, heldur einnig tómstunda- starf, en samt þarf mikinn vilja til þess að eyða öllum sínum frístund- um í að æfa kammermúsík. Nær allir meðlimir Sinfóníuhljómsveitar- innar hafa lagt hönd á plóginn í gegnum árin, flestir starfandi píanó- leikarar og söngvarar. Kammer- sveitin hefur verið eins konar áhugastarf atvinnuhljóðfæraleikara í Reykjavík. Það sem ég sakna mest úr starfi sveitarinnar er það að hafa ekki haft tækifæri vegna fjárskorts til þess að leika oftar úti á landsbyggðinni. Síðast þegar við fóram út á land, til ísafjarðar, urð- um við veðurteppt, og síðan höfum við ekki farið út á landsbyggðina því Sinfónían krefst þess að starfs- fólk hennar sé í bænum. En þó að við höfum notið lítillar aðstoðar hins opinbera þá höfum við notið mikillar velvildar, bæði fyrirtækja og ýmissa stofnana, til dæmis kirkna sem við spilum í og hjá forustumönnum staða sem við höfum haldið tónleika í. Vegna mikillar velvildar margra aðila hefur þetta starf gengið. Það liggur svo mikil vinna að baki þessu starfi að vissulega óttast maður að menn gefist upp ef þeir fá aldrei viðurkenningu fyrir það sem vel er gert. Hugsjónin skiptir miklu máli, en fáar hugsjónir verða að veruleika ef ekki kemur Qármagn til. En á meðan hljóðfæraleikarar era reiðubúnir til þess að leggja alla þessa vinnu á sig og hafa gam- an af heldur Kammersveitin áfram. - áj. Kaup lífeyrissjóðanna á skuldabréfum Byggingasjóðs: Almenn áhrif vaxta- lækkunar verði könnuð STJÓRN Sambands almennra lífeyrissjóða hefur í hyggju að setja á laggirnar nefiid sérfræð- ,.iga til þess að kanna almenn áhrif lækkunar vaxta á skulda- bréfum Byggingarsjóðs ríkisins, en lífeyrissjóðirnir kaupa þessi skuldabréf fyrir allt að 55% af ráðstöfimarfé sínu til þess að félagar þeirra hafi full lánsrétt- indi hjá Húsnæðisstofnun. Þessir vextir eru tæp 7% á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs, en ríkis- stjórnin hefiir sett fram hug- myndir um að lækkun þeirra í 5% myndi stuðla að almennri lækkun raunvaxta í landinu. Framkvæmdastjóm Verka- mannasambands íslands telur að setja þurfí i gang könnun á hver áhrif samningur um slíka vaxta- lækkun hefði í raun og vera. í álykt- un stjómarinnar er minnt á það meginhlutverk lífeyrissjóðanna að greiða öldraðum og öryrkjum lífeyri. Þess vegna megi ekki missa sjónar á hversu áríðandi það sé að sjóðimir hafí sem besta ávöxtun og að þeir láni ekki fé nema gegn ör- uggum tryggingum. Síðan segir: „Eftir því sem árin líða, safnast æ stærri hluti af spam- aðinum í þjóðfélaginu í lífeyrissjóð- ina og er því ljóst að áhrif þeirra í hagkerfínu fara vaxandi. Þau áhrif og hvemig með þau er farið getur haft meiri þýðingu þegar til lengri tíma er litið fyrir sjóðfélaga og laun- þega alla en það eitt hvort eitthvað hærri eða lægri vextir fást í augna- blikinu. Framkvæmdastjórnin telur því tímabært að verkalýðshreyfing- in endurmeti stöðu sjóðanna og hvemig þeim verði best beitt til hagsbóta fyrir félagsmenn.“ Olivier Messiaen árið 1961 Frá gljúfinnum til stjarnanna Tónllst Jón Ásgeirsson Olivier Messiaen er spámaður. Tónlist hans er meira en tækni- lega vel gerð sköpun. Hún er miðill háleitra orðsendinga. Guð er þar í hásæti og maðurinn og öll náttúran er sköpun hans. Sam- spil náttúra og dýra og undur þessara fyrirbæra er inntakið í þeim lofsöng, sem Messiaen vill fá mennina til að syngja með sér. Hann veit að maðurinn hefur gleymt einhveiju mikilvægu og að leyndardómar þeir era fólgnir í furðum náttúrannar, söng fugl- anna, trúnni á Guð, ekki aðeins ákveðinnar kirkju, heldur þess Guðs sem allt mannfólkið og al- geimurinn lofsyngur í eilífri fram- vindu tímans. Messiaen er spámaður fyrir það að hann tjáir mönnum trú sína og náttúrahyggju af upphaf- inni einlægni, á tímum er trúleysi og vísindahyggja hefur gert marga listamenn að strengja- brúðum tæknilegra hugmynda, þar sem rómantísk tilfínninga- semi er löstur. Nú gefst tónlistarannendum tækifæri til að setjast við fótskör meistarans og meðtaka boðskap hpns, er Kammersveit Reykjavík- ur, undir stjóm fíðlusnillingsins Paul Zukofsky flytur stórverkið Frá gljúfranum til stjamanna, sem er samið fyrir hljómsveit og flóra einleikara. Verkið er í 12 atriðum, sem skipt er í þijá kafla, en á hljóðfærin þarf 23 blásara, 13 strengjaleikara, sjö slagverks- menn og einn píanista. Heiti atriðanna gefa nokkra hugmynd um yrkisefnið en atriðin fimm í fyrsta þætti heita 1. Eyði- mörkin, 2. Spörvamir, 3. Það sem skráð er í stjömumar, 4. Hvítbrýndi glóbrystingurinn, 5. Cedar Breaks og gjöf óttans. Gjöf óttans vísar til sjöunda verksins í Orðskviðum Salómons en þar stendur: „Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir." Annar þáttur er í tveimur atrið- um. Það fyrra nefnist óp stjam- anna og það siðara Bryce-gljúfrin og rauðgulu klettamir. Þriðji þáttur skiptist í fímm atriði eins og sá fyrsti. í þeim kafla er mað- urinn hafínn til stjamanna og eftir þijú atriði, þar sem fugla- söngur er undirstaðan, er aftur horfið til jarðarinnar og lýkur verkinu á hugleiðingu um. Zíon- garðinn í Utah og drauminn um himnaríki á jörðu. Eyðimerkurgangan (1. atriði) hefst og lýkur á homeinleik sem skilja má sem túlkun á einsemd mannsins en fuglamir og eyði- mörkin sjálf sé túlkuð í samspili hljómsveitar og píanóeinleiks. Smæð spörvanna (2. atriði) gerir tilvist þeirra sérlega merkilega andstæðu stórleikans í náttúranni og frá þeim snýr tónskáldið sjón- um sínum til stjamanna (3. atrið- ið) og les þar örlagaspádóm þann er Daníel spámaður flutti Belsaz- ar forðum. Fjórða atriðið er píanóeinleikur og er þar aftur horfíð til fugla himinsins og lýkur fyrsta kaflanum (5. atriði) á Ced- ar Breaks og gjöf óttans. Annar þáttur (6. atriði) hefst á homeinleik þar sem einmana maðurinn hrópar örvæntingar- fullur en þögnin birtir honum þann sannleik, að hjá Guði einum sé hjálpar að vænta og í seinni hluta annars þáttar (7. atriði) stendur maðurinn andspænis stórbrotinni náttúrasköpuninni, sem vitnar um mikilleik Guðs. Þetta atriði er einn mikilfengleg- asti kafli verksins og þungamiðja þess. Þriðji þáttur hefst á himnaferð hinna upprisnu og söng Aldebar- an-stjömunnar, sem er bjartasta stjaman í nautsmerkinu. Næstu þijú atriðin era byggð á fugla- söng. Söngur hermikrákunnar (9. atriði) er fyrir píanóleik en and- stæða hans er söngur skógar- þrastarins (10. atriði). Næstsf- ðasta atriðið (nr. 11) er tónsetn- ing á austurlenskum fuglasöng og verkinu lýkur á afturhvarfí til jarðarinnar og heitir loka-atriðið Garðurinn Zton og himnaríki á jörðu. í þessu verki er píanóhlutverk- ið sérlega erfitt og lætur nærri að um 30 mínútur sé hreinn píanóeinleikur. Að öðra leyti spannar tónmál verksins allt frá því einfaldasta til tröllaukins hljómbálks og er merkilegt hve vel Messiaen nýtir þau 43 hljóð- færi sem hljómsveitin samanst- endur af. Það verða að teljast stór tíðindi að Kammersveit Reykjavíkur ræðst í það verkefni að flytja eitt af meiriháttar hljóm- sveitarverkum snillingsins Olivier Messiaen og ekki að efa, að Paul Zukovsky mun stýra sínu fólki til ýtrastu átaka við þetta inn- blásna verk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.