Morgunblaðið - 23.02.1989, Page 31

Morgunblaðið - 23.02.1989, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 31 Rauðglóandi línur vegna útvarpsfréttar: Mikil eftirspurn eft- ir fiskvinnu í Hrísey „VIÐ höfum ekki haít frið fyrir símanum í allan dag. Fólk hvaðanæva af landinu er að hringja og spyija um vinnu,“ sagði Jóhann Þór Hall- dórsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslu KEA i Hrisey, í samtali við Morgunblaðið i gær. í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins i gær var frá þvi gTeint að mikill afli hefði borist á land í Hrísey og gætu Hríseying- ar tekið á móti allt að 200 manns i vinnu. „Ég veit ekki og skil ekki hvemig ekki borist á land í Hrísey eftir ára- þessar upplýsingar eru fram komn- ar. Við fyllum nú 37 heil störf sem 50 manneskjur skipta á milli sín og þurfum síst á fleira fólki að halda. Síminn hefur verið glóandi í allan dag og höfum við svarað því til að þessi frétt RÚV hljóti að vera á mis- skilningi byggð. Atvinnuástand er ágætt hér, en ekkert í líkingu við það sem gefið var til kynna í útvarps- fréttunum," sagði Jóhann Þór. Fiskvinnsla KEA í Hrísey hefur getað haldið uppi dagvinnu frá ára- mótum. Aðeins hefur fallið úr einn vinnudagur. Ferskur fiskur hefur þó mót fyrr en í gær þegar Súlnafell ÞH frá Þórshöfn landaði þar 55 tonn- um af þorski í gegnum Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík. KEA greiddi 43 krónur fyrir kg. Að sögn Hilmars Daníelssonar hjá Fiskmiðlun Norður- lands lætur nærri að útgerð skipsins fái rúmum 600.000 þúsundum krón- um meira fyrir hráefnið með því að fara í gegnum markaðinn heldur en að leggja upp í frystihúsi í heima- höfn þar sem verð er 28 krónur á kg auk kassa- uppbótar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Göngin f gegnum Ólafsfjarðarmúla eru nú orðin lengstu veggöng landsins. í dag verður búið að sprengja rúma 790 metra inn í Múlann. Þeir sem unnu við sprengingar I gær eru Njáll Haukur og Haraldur Kristjánsson og Norðmennirnir Paal Mork og Torbjörn Ubestad. Tónleikar strengjadeildar TÓNLEIKAR strengjadeild- ar Tónlistarskólans á Akur- eyri verða haldnir í sal skól- ans í kvöld, fimmtudags- kvöld, og hefjast þeir kl. 20.30. Flutt verður tónlist fyrir fiðlu, lágfiðlu, selló og píanó eftir þá Bach, Eccles, Mozart, Vivaldi, Wagner og Pepusch. Aðgangur er ókeypis. Strákagöug ekki lengnr lengstu veggöng landsins Jarðgangagerðinni í gegnum ÓlafsQarðarmúla miðar vel áfram og í dag verða göngin lengstu veggöng landsins. Strákagöng við SigluQörð hafa tíl þessa verið lengstu veggöng landsins, alls 783 metrar að lengd. Hinsvegar urðu þáttaskil f þeim efnum um miðjan dag f gær þegar starfsmenn Kraft- taks, sem vinna við gangagerð- ina f Múlanum, náðu þvf tak- marki. Um hádegi í dag verður búið að sprengja yfir 790 metra inn í.Múlann. Göngunum í gegnum Ólafsfjarð- armúla er ætlað að verða alls 3.130 metrar að lengd og er því nú búið að sprengja fjórðung þeirra. Þau verða sex metra há og fimm metra breið. „Verkið er á áætlun og eng- in óvænt óhöpp hafa komið upp enn sem komið er. Unnið er á tveimur vöktum, tíu og fjórtán tíma, og eru starfsmenn 25 tals- ins, þar af tólf Norðmenn. Sam- kvæmt áætlun, verðum við komnir í gegnum Múlann í marsmánuði á næsta ári og því er rúmt ár eftir f borunum og sprengingum. Vinna við ýmsan frágang svo sem við slitlag og veginn sjálfan nær fram til ársloka 1990. Þá er stefnt að verklokum ogopnunjarðganganna í gegnum Ólafs§arðarmúla,“ sagði Bjöm A. Harðarson; staðarverk- fræðingur Vegagerðar ríkisins í Ólafsfjarðarmúla. Fyrsta sprengjan var sprengd í Múlanum í byijun október og lengst af hefur vinna verið allan sólarhringinn. Starfsmenn fá tíu daga páskafrí, frá 17. til 28. mars, og síðan er áætlað nokkurra daga frí um hvítasunnu. Norðmennimir fara í þriggja vikna frí í júlímán- uði, en þrátt fyrir það verður unn- ið í vegagerðinni af krafti auk þess sem unnið verður við upp- steypu á forskálum, sem koma eiga við báða gangamunnana. T Ó N L E K A R í HÁSKÓLABÍÓI laugardagiim 25. febrúar kl. 5. I Jndirleilvari Lára Rafnsdóttir íslensk, skandinavísk og ítölsk lög og aríur. Aðgöiiguiniðasala í Háskólabíói

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.