Morgunblaðið - 23.02.1989, Side 33

Morgunblaðið - 23.02.1989, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 33 Ríddarar barborðsins Kvlkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Kokkteill - CocktaU Leikstjóri Roger Donaldson. Að- alleikendur Tom Cruise, Bryan Brown, Elizabeth Shue, Lisa Banes, Laurence Luckinbill, Kelly Lynch, Gina Gershon, Ron Dean. Bandarisk. Touchstone 1988. THX Þau skipta að öllum líkindum engu máli, gæði myndanna sem Tom Cruise leikur í um þessar mundir. Hann á ungpíumar, þær hrína þegar nafnið hans birtist á tialdinu. KokkteiU er upp og ofan. Oslípaður samsetningur gaman- myndar, unglingamyndar, tónlist- armyndbands og drama. Cruise leikur ungan bjartsýnismann sem sest að á Manhattan, til að koma, sjá og sigra. En jákvæð viðbrögð láta á sér standa svo Cruise má gjöra svo vel og fara að vinna á bar, undir handleiðslu Brown. Hann kennir honum smám saman tökin á flöskunum, kokkteilhristaranum, viðskiptavinunum, ekki síst þeim af veikara kyninu, auk sinnar eigin, barborðskenndu heimspeki. Þeir vinna sig í álit í starfi en peningam- ir koma hægt og slgandi. Að lokum slettist uppá vinskapinn um sinn og Cruise heldur til Jamaika þar sem hann kynnist ástinni. Og þá fyrst byrja vandamálin. Fyrir það fyrsta em bandarískir barþjónar heldur ósennilegir riddar- ar ástarinnar, hvað þá heldur þess- ir sirkusmenn, eða hvað svo sem á að kalla þessa glasaþeytara, flösku- kastara og hristaraslöngvara. Mað- ur telur sig allsjóaðan í barhoppi víða um lönd, það hefði ábyggilega framhjá manni farið ef maður hefði einhvemtíma rekist á svona gaura innan við barborðið. Slíkar íþróttir með brothætt glerið fara einfald- lega með viðskiptavininn á taugrnn! En gamanlaust, þá em söguhetjur Kokkteils ólíklegar, svo ekki sé meira sagt. Einkum Cmise, sem fer hamföram innan barborðsins, stæl- amir með ólíkindum, eða þá hann notar það sem ræðupall til ljóðalest- urs. Síðan kemur millikafli með ein- hveiju mest slítandi keleríi sem sést hefur og elur af sér lokakafla sem er með ólíkindum klént skrifaður. En það er l(ka góða hluti að finna. Heimsfræg tónlistin laumar á nokkmm smellum, Bryan Brown skilar vel sínu, og er trúverðugur, þrátt fyrir allt og myndin er fag- mannlega gerð f flesta staði, ef handritið er að miklu leyti undan- skilið. (Þó kemur á óvart að Donald- son, (No Way Out), heldur um stjómvölinn.) Og öll þessi litríku og gimilegu hafiastél æsa upp í mönn- um þorstann! Atriði úr myndinni „Hinir að- komnu“ sem Bíóhöllin sýnir um þessar mundir. Bíóhöllin sýnir „Hina aðkomnu“ BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- inga myndina „Hinir aðkomnu“. Með aðalhlutverk fara James Caan, Mandy Patinkin og Ter- ence Stamp. í fréttatilkynningu frá Bfóhöll- inni segir ma. um efni myndarinn- ar, að geimfar hafi brotlent á jörðu, nánar tiltekið í Mohve-eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Það var ljóst að geimfaramir mundu ekki eiga aft- urkvæmt til síns heima, svo að þeir vom settir í sóttkví og eftir nokk- um tíma urðu þeir fijálsir ferða sinna og gátu tekið þátt í atvinnulíf- inu. Mótmæla illri með- ferð á þing- mönnum FORMENN Norðuriandadeilda AlþjóðaþingmannaftamhandBÍnn, sem komu saman til fundar i Osló nýlega, hafa . sent stjóm- völdum í sex ríkjum bréf, þar sem hörmuð er meðferð þeirra á nokkrum nafrigreindum fyrr- verandi þingmönnum. Bréfin vora send rikissfjóraum Kólombiu, Hondúras, Malasiu, Indónesiu, Chile og Guineu-Biss- au fyrir milligöngu nálægustu sendiráða þeirra. í öllum tilfellum er um það að ræða að einstakir þingmenn hafa verið fangelsaðir án dóms og laga, horfið sporiaust eða verið teknir af lífi. Sérstök nefrid á vegum Al- þjóðaþingmannasambandsins hefur rannsakað málefni þessara ein- staklinga og eftir föngum aflað skjalfestra upplýsinga um örlög þeirra. Hefur sambandið æ ofan í æ skorað á viðkomandi stjómvöld að upplýsa þessi mál og leiða þau til lykta með eðilegum hætti, án viðunandi viðbragða. Norrænu þingmennimir sem undimtuðu bréfið vom Ivar Nördgaard frá Danmörku, Johann- es Virolainen frá Finnlandi, Carl Frederic Lowzow frá Noregi, Sture Ericson, Svfljjóð og Geir H. Haarde, formaður fslandsdeildar Alþjóða- þingmannasambandsins. (FréttatQkynning) Háskalegir heilaflutningar Kvlkmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Stjöraubíó: Margt er líkt með skyldum — Like Father Like Son Leikstjóri og handritshöfund- ur Rod Daniel. Aðalleikendur Dudley Moore, Kirk Cameron, Margaret Colin, Catherine Hicks, Patrick O’Neal, Sean Astin. Bandarisk. Columbia 1987. Enn ein sálarflakksmyndin. Að þessu sinni víxlast heilabú fertugs skurðlæknis (Moore) og töffarans, skólastráksins sonar hans (Cameron) fyrir tilstuðlan töfralyfs, komnu frá indíánum! Nauðalfk Vice Versa, sem sýnd var í kvikmyndahúsinu fyrir ör- fáum vikum, en ekki eins fyndin. Moore er slakur í álappalegu hlutverki en myndin nær sér þó á strik um miðbikið og þá fær maður forsmekk af því hvað hefði getað orðið með matarmeira handriti. En stuðið kafriar í al- deilis yfirgengilega væmnum lokakafla þegar þessi smáfarsi á allt í einu að verða að hjartnæm- um boðskap um samheldni §öl- skyldunnar og traustri brúargerð kynslóðabilsins. Sem fyrr segir er Moore slak- ur, hefur reyndar verið það í fjölda ára, en Cameron stendur sig mun betur í myndinni sem geldur að sjálfsögðu fyrir það að vera þriðja eða fjórða myndin um nauðalfkt efni og lítt áhugavert. h Frá húsnæðisnefnd Sjálfstæðisflokksins Fundur í Valhöll fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17.00. Lögð fram drög að ályktun um hús- næðiamól vegna landsfundar Sjélf- stæðisflokksins. Fjölmonnið. Stjómin. Síðdegisfundur um varaflugvallarmálið f Átthagasal Hótel Sögu fimmtudaglnn 23. febrúar kl. 17.16. Ræðumenn: Jón Baldvin Hannlbalsson, utanrfkisréðherra, Albert Jónsson, framkvæmdastjóri örygglsmila- nefndar, Halldór Blöndal, alþlnglsmaður Sjólf8tæöisfiokk8in8, og Matthlaa A Mathie- sen, alþingismaður Sjálfstæðlsflokkalns. Vörður - Óðinn - Hvöt - Heimdallur. Formannaráðstefnu SUS frestað Formannaráðstefnu SUS sem halda átti laugardaginn 25. febrúar verður frestað til 18. mars nk. Formönnum verður sent fundarboð. SUS. Mosfellsbær - Kjalarnes -Kjós Aðalfundur fulttrúa- ráðs sjálfstæðisfó- laganna f Kjósar- sýslu veröur haldinn f hinum nýja fundar- sal Sjólfstæðisfé- lags Mosfellinga f Urðarholti 4 f Mos- fellsbæ fimmtudag- inn 2. mara og hefst kl. 21.00.___________________________________ _______________________ Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Guðmundur H. Garðarson og Salóme Þorkelsdóttir ræða stjóm- málaóstandið. 3. önnur mál. Fulltrúar fjölmennið. * Stjómin. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáaugl □ St.: St.: 69892237 VIII I.O.O.F. 11 = 1702238'/! = XX. Farfuglar BOóra AAalfundir Farfugladeildar Reykjavfkur og Bandalags fslenskra farfugla veröa haldnlr laugardaginn 26. febrúar nk. kl. 14.00 á Sund- laugavegi 34 (nýja Farfuglaheim- ilið). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjómlmar Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur biblfulestur f kvöld Id. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og19533. Ferftafólag fslands -aftalfundur 1989 Aðalfundur Ferðafélags fslands verður haldinn flmmtudaginn 2. mars f Sóknarsalnum, Skipholtl 50a. Fundurlnn hefst stundvfs- lega kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Ath.: Félagar sýnlð áraakfrtaini frá árlnu 1888 vtð innganginn. Stjóm Ferðafélags islands. Útivist, Grofmm 1 Helgarferöir 24.-26. febr. 1. Góuferð f Þórsmðrk. Þórs- mörk f vetrarskrúða er engu Ifk. Gönguferöir. Hægt aö hafa gönguskfði. Sólarkaffi, hvaö sem hver segir. Gist f Útivistarskálun- um Bósum. 2. Tlndflöll. Tilvallð að hafa gönguskfði. Gengið á Tindfjalla- jökul. Frábær fjallaferð. Gist f húsi. Uppl. og fsrm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Fáið yfckur farðaásstlun Útivlatar þogif þ|A iMpoltgQlð tumar- frflð. Garlat Útlvlstarfálagar. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. Skipholti SOb, 2. hæft. Samkoma f kvöld kl. 20.30. Allir velkomnlr. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Vakningarsamkomur með sænska fagnaðarboðanum, ofursta Fred Byhlin, á hvarju kvðldl kl. 20.30 þessa viku. Á samkomunni f kvðld syngur sönghópur frá Veglnum. Verið velkomln. AD-KFUM Fundur f kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstfg 2b. Blblfulestur. Yfir- skrift: Ávöxtun náðargjafarinnar. Sr. Kristján Búason, dósent. Kaffi eftir fund. Allir karlar velkomnir. f£mhjólp I kvöld kl. 20.30 er aimenn sam- koma f Þrfbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Vitn- isburölr Samhjálparvina. Kórinn tekur lagið. Ræðumaður: Gunn- björg Óladóttir. Ailir velkomnir. Samhjálp. KJUM4KWIK Wæ-a— «QtrlTrir»^iU«r»U Skfðaferð '89 Félagsfólk, efnt verður til skfða- og skemmtfferðar laugardaglnn 25. febrúar. Mætlng við Skfða- skálann f Hveradölum kl. 13.30. Samveni8tund verður I sklða- skálanum Id. 16.30. Kaffi til sölu á staðnum. Allir velkomnir. Fjölskyldudeildin. Vólritunarkennsla Vélritunarskóiinn, s: 28040.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.