Morgunblaðið - 23.02.1989, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.02.1989, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 t Móðir mín og tengdamóðir, SIGRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR, saumakona, Vesturströnd 29, Seltjarnarnesi, lést í Landspítalanum að kvöldi 21. febrúar. Auður Aradóttir, Kjartan Norðfjörð. t Elskuleg eiginkona mín, HJÖRNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR, Barðaströnd 33, Seltjarnamesl, lóst í Borgarspítalanum að kvöldi 21. febrúar. Jón Hilmar Björnsson. t Sonur okkar og bróðir, SVERRIR KJARTANSSON, Grófarsell 7, verður jarðsunginn frá Kirkju Óhóða safnaðarins föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Magnea Guðmundsdóttlr, KJartan Ólafsson, Ólafurog Hjördfs. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN JÓNASSON, Hróarsdal, verður jarösunginn fró Sauðárkrókskirkju laugardaginn 25. febrúar. Elfnborg Þórarinsdóttir, Ulja Þórarlnsdóttir, Ágúst Waltersson og barnabörn. t Systir mín, ERLENDÍNA ÉRLENDSDÓTTIR frá Hurðarbakl, Vonarlandl 2 vlð Sogaveg, Reykjavfk, verður jarösungin fró Blönduóskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Bústaða- kirkju. Björg Erlendsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR BRIEM, Snekkjuvogi 7, verður jarðsunginn 24. febrúar nk. kl. 15.00 frá Hallgrímskirkju. Haraldur Briem, Eirfkur Brlem, Maja-Greta Briem Snjólaug Ólafsdóttlr, Guörún Briem og barnabörn. Steindórl. Steindórs- son - Minningarorð Fæddur 3. mars 1917 Dáinn 13. febrúar 1989 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Hann afi okkar er dáinn. Það er þungbær og sár staðreynd. Afi sem alltaf átti að verða allra manna elst- ur, einhvem veginn vorum við alla tíð svo viss um að við fengjum að hafa hann lengi hjá okkur enn. Það var hressileiki hans og lífsgleði sem heillaði alla sem í kringum hann voru og leiddu hugann frá veikindum hans síðustu mánuðina. Afí var enginn venjulegur afí, hann var líka félagi og vinur sem alltaf var hægt að leita til og ræða við sem jafningja. Hann sagði sína skoðun hreinskilnislega og var alltaf heiðarlegur og stóð við sitt. En hann tróð sínum skoðunum aldrei upp á neinn og tvöfeldni var ekki að hans skapi. Hann erfði aldrei neitt við neinn og aldrei munum við eftir að hafa heyrt hann halla á nokkum mann. Hann var þeim eiginleika gæddur að gera ávallt gott úr öllum hlutum. Afí átti eitt áhugamál sem stóð öðmm ofar, það var hestamennska. Það átti hann líka með bamabömun- um sínum og nutum við öll þeirra stunda. Oft hefur reynt á þolrifín hjá honum, stundum með fímm fjör- kálfa fulla af uppátækjum og prakk- arastrikum. En afí var svo mikill strákur í sér að hann gat alltaf gert grín að öllu með okkur. Aldrei mun- um við eftir að hann hafí reiðst alvar- lega við okkur, sama hver uppátæk- in vom svo framarlega sem þau snem að honum. Afí var mikill söngmaður og var nánast alltaf syngjandi við allt sem hann gerði. Minnisstæðar em stund- imar með honum í bílnum, á leiðinni upp í hesthús, eða upp í sveit og við sungum öll með honum. Hann kenndi okkur að meta öll gömlu góðu ísiensku sönglögin og við lærð- um meðvitað og ómeðvitað textana af honum. Ef lífið lék hann hart, sem það stundum gerði, söng hann bara þess meira, það var hans háttur til þess að gleyma. Allir sem þekktu afa vissu um greiðasemi hans. Hann mátti hvergi vamm sitt vita og einnig var hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef hann gat orðið að liði. Hann var líka þeim hæfíleika gæddur að tala ekki um hlutina heldur lét hann verk- in tala. Ferðalögin með afa voru alltaf jafn skemmtileg. Hann fór þá alltaf einn með okkur öll bamabörnin og skemmtum við okkur konunglega. Það var lagt af stað með nesti til margra daga, en yfirleitt var stoppað í hverri sjoppu á leiðinni og keypt eitthvað. Þá naut afí sín. Eftir að við eltumst og fórum að móta okkar framtíð fylgdist afi mjög grannt með öllum hlutum og var alltaf innan handar ef hans var þörf. Það verður erfitt að venjast til- hugsuninni um að afí sé ekki lengur virkur þátttakandi í okkar lífi. En við höfum ótæmandi brunn minn- inga um hann sem allar er svo ljúft að rifja upp, enda laða þær flestar fram bros því að afi var engum öðr- um líkur. Þær munum við geyma í hjartanu alla ævi og þær gera okkur örugglega að betra fólki. Að lokum biðjum við algóðan Guð að blessa elsku afa okkar og veita honum frið. Einnig biðjum við hann að gefa okkur öllum styrk á þessari sorgarstundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrri allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdim. Briem) Anna, Steindór, Dagbjört og Jón Þorberg. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla ti! sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi þvi, sem eilíft er. (Sb. 1886. V. Briem.) Mánudagsmorguninn 13. febrúar vaknaði ég við að síminn hringdi. Ég kveið fyrir að taka upp tólið, því eitthvað sagði mér að ég myndi fá miður góðar fréttir. Það er svo skrítið, hvemig undirmeðvitundin getur sagt manni hlutina fyrirfram. Kvöldinu áður hafði ég það á tilfinn- ingunni að eitthvað myndi gerast daginn eftir. Þess vegna kveið ég fyrir að svara sfmanum. Jú, undir- meðvitund mfn hafði haft rétt fyrir sér. Anna frænka mín hringdi til að segja mér að afí Steini væri nýskilinn við. Ég óskaði þess svo innilega að mig væri bara að dreyma. En þegar sonur minn stóð við rúmstokkinn hjá mér og sagði: „Mamma, hvað er að?“ vissi ég að þetta var enginn draumur. Spáin okkar Önnu frænku fyrir um 18 árum um að afí yrði örugg- lega 100 ára fauk út í veður og vind. Hann sem alltaf var svo hraustur og gustaði af honum hvar sem hann var. Það gat bara ekki annað verið t Eiginmaður minn, faöir, fósturfaöir, tengdafaöir, afi og langafi, KRISTJÁN KARL PÉTURSSON frá Skammbeinsstöðum, Holtum, veröur jarðsunginn fró Marteinstungukirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Marteinstungu- kirkju. Ferð frá BSf kl. 11.30. Sólveig Eystelnsdóttir, böm, fóstursynlr, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA JÓHANNSDÓTTIR frá Þinghóli, Hátúni 8, sem lóst sunnudaginn 12. febrúar sl., verður jarðsungin fró Stórólfshvolskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferöarmiðstööinni við Hringbraut kl. 11.30 og frá Fossnesti ó Selfossi kl. 12.30 sama dag. Eyþór Stelnsson, Slgrún Inglbergsdóttir, Jóhann B. Stelnsson, Hlldur Magnúsdóttir og sonarsynir. t Bróðir minn, mágur og frændi, BJARNI SIGURÐSSON loftskeytamaöur, Austurbrún 4, Reykjavfk, veröur jarösunginn fró Víðistaðakirkju, Hafnarfiröi, i dag, fimmtu- daginn 23. febrúar, kl. 15.00. Elín Slgurðardóttir, Trausti Ó. Lárusson, Auður Traustadóttir, Anna Krlstfn Traustadóttlr, Slgrún Traustadóttir, Óskar Lárus Traustason. t Jarðsettur hefur verið í Bolungarvík SIGURJÓN INGI SIGURJÓNSSON stýrlmaður, fyrrum til heimilis á Laugavegi 49, Reykjavfk, sem fórst 8. nóvember 1983. Fyrir hönd annarra vandamanna, Hlöðver Reyr Slgurjónsson, Sunna Reyr Slgurjónsdóttir, Svelnn Reyr Sigurjónsson. en að hann yrði að minnsta kosti þetta gamall. En enginn veit sína ævina, né annarra, fyrr en öll er. Við eigum öll erfíðan tíma í vænd- um. Það tekur langan, langan tíma að sætta sig við það að sjá afa ekki aftur. Að fá hann ekki í kaffísopa, hitta hann ekki á keyrslu um bæinn, eða hringja á Bæjarleiðir og láta kalla upp 11 til að redda okkur í nauðsynlega leiðangra, eða bara að segja honum að kíkja í heimsókn. Allt var þetta hluti af okkar daglega lífi. Oft hefur það komið mér til að brosa, er ég minnist þess er við bamabömin vorum lítil. Allar sam- vemstundimar með afa í hestunum, vestur á fjörðum, allur bamahópur- inn með afa einum. Heyskapur á Álftanesinu, og þá var sko slegið upp tjöldum fyrir alla grislingana, og var það mikið flör. Hann naut sín alla tíð best með bömum. Allt vom þetta yndislegir dagar. Minningar sem hann skildi eftir hjá okkur. Afí var alla tíC léttur í lund. Ég held að það séu ekki margir leigubíl- stjórar sem blístra eða syngja fyrir farþegana sína. Það gerði hann. Glettinn tók hann ósjaldan upp skiptimyntabudduna sína, tók upp úr henni pening og sagði: Þessi er alveg handónýtur, ég get ekkert not- að hann. Lítill lófí tók við peningnum og alltaf fékk hann bros og koss í staðinn. Við gátum alltaf notað þessa ónýtu eins og afí kallaði þá. Þegar við urðum svo fullorðin og hættum að taka við ónýtu peningunum hans afa, hélt hann samt áfram leiknum og lét litlu langafabömin sin taka við. Hann var enginn venjulegur afí. Það emm við öll sammála um, sem vomm svo lánsöm að eiga hann að. Öll elskum við afa, og ég veit að hann elskaði allan hópinn sinn inni- lega. Hann kveikti á minningarkerti í hjörtum okkar allra, sem ávallt mun loga og aldrei slokkna, hvemig sem blæs. Ég þakka Guði fyrir að hafa feng- ið að eiga þennan afa. Við vomm og emm rík að hafa átt hann og eigum að þakka Guði fyrir það. Ég veit að Guð hefur tekið opnum örm- um á móti afa mínum, og ég bið Guð að geyma hann vel. Fyrir mér er afí minn ekki dáinn. Hann lifir ávallt í hjarta mínu. Hans sonardóttir, Bryndís f dag, fímmtudag, fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði útför Bjama Sigurðssonar loftskeyta- manns. Minningargreinar um Bjama birtust í blaðinu í gær, mið- vikudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.