Morgunblaðið - 23.02.1989, Side 52

Morgunblaðið - 23.02.1989, Side 52
SltaQgnnfclðfrtfe SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Afram norðan- og norðaustanátt Fyrsti bjórinn íhús hjá Á TVR Fyrsti bjórinn sem ATVR kaupir inn er nú kominn Morgunblaðið/Sverrir í hús. Það var síðdegis í gær sem fyrsti gámurinn, fullur af Budweiser bjór, var fluttur í birgða- geymslu ÁTVR við Stuðlaháls f Reykjavík og er myndin tekin við það tækifæri. Hinar erlendu teg- undimar koma um mánaðamótin, Kaiser 28. febrúar og Tuborg 1. mars. Búast má við að handagangur verði \ öskjunni við að koma þeim tegundum í versl- anir ÁTVR, enda hefst bjórsalan 1. mars. Samning- ar hafa náðst við innlenda bjórframleiðendur um innkaupsverð til ÁTVR og er það rúmar 20 krónur fyrir hveija 33 sentilítra dós, sem er nálægt því að vera helmingi hærra en erlenda bjórsins. Útsöluverð á innlendum bjór var ákveðið í gær. Dós af Egils gull mun kosta 100 krónur, dós af Sanitas pilsner 93 krónur, dós af Lövenbrau 105 krónur og dós af lager 110 krónur. Verð á Budweiser og Tuborg verður ákveðið í dag en Kaiser mun kosta 120 krón- ur dósin. Fyrsti samningafundur BHMR, HÍK, KÍ og ríkisvaldsins Tugi prósenta ber „Það gerðist ekki neitt. Þeir höfðu ekkert fram að færa annað en ummæli Qármálaráðherra um ''•^öreyttan kaupmátt fyrsta árs- fjórðungs þessa árs. Það var í raun þeirra tilboð,“ sagði Páll Halldórsson, formaður Banda- lags háskólamenntaðra rikis- starfsmanna eftir fyrsta samn- ingafund BHMR, Hins íslenska kennarafélags og Kennarasam- bands íslands annars vegar og samninganefndar rikisins hins vegar i gær ura kjarasamninga fyrir næsta ár. Annar fundur hefur verið ákveðinn í næstu viku, en hann hefur ekki verið tímasettur nánar. BHMR lagði fram kröfugerð sína á fundinum. Páll sagði að megin- krafan væri sú að ríkið greiddi sömu laun og greidd væru háskólamönn- um á_ hinum almenna vinnumark- aði. í þessari atrennu væri ekki verið að fara fram á mögulegar jrfirborganir, sem tíðkuðust á al- menna markaðnum, heldur „skil- greinum við markaðslaun eftir þeim töxtum sem við þekkjum bæði frá verkfræðingum og tæknifræðing- um. Til skilningsauka lögðum við einnig fram launatöflu verkfræð- inga,“ sagði Páll. Hann sagði að þetta þýddi mis- munandi hækkanir eftir því hvar menn væru staddir í taxtakerfinu, sem væri mjög flókið. Svo dæmi væri tekið af handahófi væru lægstu laun tæknifræðings um 76 þúsund krónur á mánuði, en lægstu laun samkvæmt taxta Félags íslenskra náttúrufræðinga væru í kringum 50 þusund krónur. HIK og KÍ gera kröfu um að laun hækki verulega. Aðrar kröfur félaganna eru endurskoðun á gildi menntunar og á starfsaldurskerfi og full verðtrygging. BHMR gerir kröfu um hækkun yfirvinnustuðuls, styttingu vinnutíma, endurskoðun á desemberuppbót, auk ýmissa atriða eins og dagvistunarmála, endurbóta á reglugerðum um veikindaforföll og bamsburðarleyfi og aukin fram- lög til endurmenntunar. HÍK og KI gera kröfu um að kennsluskylda í grunnskólum og framhaldsskólum lækki, afsláttur verði á kennslu-- skyldu eftir 10 og 15 ára starf, sem og vegna sérstakra starfsþátta. VEÐURSPÁIN fram á sunnudag gerir ráð fyrir áframhaldandi norðan- og norðaustanátt með éljagangi um norðan- og austan- vert landið en úrkomulaust eða léttskýjað verður í öðrum lands- hlutum. Áfram verður kalt í veðri eða á bilinu 5-15 stiga frost. Þá er búist við að vindur verði hægur í dag og á morgun, en gæti orðið all hvass á laugar- dag og sunnudag. Þrátt fyrir óvenju mikla snjó- komu og ótíð á þessum vetri hefur varla farið framhjá neinum þessa dagana að smám saman lengir dag- inn. Nú eru liðnir rúmir tveir mán- uðir frá vetrarsólstöðum 21. desem- ber og nýtur dagsbirtu fimm og hálfri klukkustund lengur nú en þá. Þann 21. desember kom sólin upp í Reykjavík klukkan 11.22 og sett- ist kl. 15.30 og var sólarhæð á hádegi 2,7 gráður. í dag kemur sólin upp klukkan 8.56 og sest kl. 18.28. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt Almanaki Háskóla íslands sest sólin í Reykjavík í dag á sama tíma og 9. október síðastlið- inn. ímilli „Við kynnum þessa niðurstöðu fyrir félagsmönnum okkar og þeir verða að taka afstöðu til þess hvern- ig þeir vilja snúa sér í þessu," sagði Páll aðspurður um framhaldið. „Ætla menn að láta það ganga eft- ir sem fjármálaráðuneytið býður upp á eða ætla menn að snúast til vamar. Það er sú spuming sem snýr að hinum almenna félags- manni.“ Sólarhæð á hádegi í Reykjavík í dag er 16,2 gráður, svipuð og var 18. október síðastliðinn. Sjá veðurkort á bls. 4. 2000 ára gamallísúr Vatnajökli til Evrópu í ÞESSARI viku verður 20 tonn- um af 2000 ára gömlum is úr Vatnajökli skipað um borð í skip á Höfii í Hornafirði. Þaðan fer isinn á markað til Norðurlanda og Bretlandseyja. Það er norsk/- sænska fyrirtækið Fecon A/S sem stendur að þessiun útflutn- ingi en bændurnir á Hala II, Steinþór og Fjölnir Torfasynir, hafa séð um að afla íssins og pakka honum. Steinþór segir að ísinn hafi þeir fengið úr lóninu í Jökulsá á Breiða- merkursandi sem er í um 15 km fjarlægð frá Hala. ísinn saga þeir > köggla 30X40 sm að stærð. Um- boðsmenn Fecon A/S höfðu sam- band við þá og báðu þá um þetta verk fyrir um hálfum mánuði. Isinn verður notaður í drykki. Hann er mjög þéttur í sér og er hann bráðnar í glasi heyrast snark og hvellir í nokkum tíma. Japanir munu til dæmis kaupa jökulís af Bandaríkjamönnum vegna þessara eiginleika hans. í Evrópu mun Fecon markaðs- setja ísinn undir nafninu Eldelis. Steinþór segir að hann geti ekki sagt um á þessari stundu hvort þessi ísvinnsla geti orðið dijúg aukabúgrein hjá þeim. Það verði reynslan af fyrstu tilraunasending- unni að leiða í ljós. Verðið sem þeir bændur fá fyrir ísinn dugir hinsvegar vel fyrir vinnu- og til- kostnaði. Óprúttnir viðgerðarmenn; Viðgerð dýrari en nýr dyrasími MARGAR kvartanir hafa boríst til Félags ísienskra rafverktaka vegna tveggja manna sem gengið hafa á milli Qölbýlis- húsa í borginni og gert við eða kannað ástand dyrasíma, án þess að íbúar hafi óskað aðstoð- ar þeirra. Morgunblaðinu er kunnugt um tvö dæmi þess að símakerfi fjölbýlishúsa hafi verið í lamasessi eftir heim- sóknir mannanna. Einn heim- ildarmaður Morgunblaðsins sagði að reikningur, sem menn- irnir hugðust leggja fram fyrir óumbeðna vinnu með notuðum varahlutum, hafi verið dýrarí en nýtt símtæki og uppsetning á því en sú aðgerð hafi reynst óhjákvæmileg að lokinni heim- sókn þessara viðgerðarmanna. Að sögn Árna Brvnjólfssonar, ffamkvæmdastjóra FIR, eru dæmi þess að mennimir hafi gefið rang- lega í skyn að þeir hafi verið fengnir til verksins af umsjónar- mönnum eða forsvarsmönnum húsfélaga. Hann sagði að sér væri kunnugt um að kvartað hefði verið símleiðis til RLR vegna þessa en þar hefði verið sagt að ekkert væri hægt að gera. Eina leiðin væri að vara fóik við þessum heimsóknum. Hann sagði að ann- ar mannanna væri rafvirkjalærð- ur en hefði ekki löggildingu til sjálfstæðra starfa I Reykjavík. Ami sagði að fólk virtist granda- laust fyrir heimsóknum af þessu tagi og tæki mönnunum, sem helst munu vera á ferð að kvöld- lagi eða um helgar, í góðri trú. Talið væri að í einu húsi hefðu mennimir haft um 30 þúsund krónur upp úr krafsinu á einni kvöldstund. Hins vegar hefði fjöldi manns lent í því að bilana hefði fyrst orðið vart að lokinni heim- sókn mannanna. Morgunblaðið/Rúnar Þór Múlagöngin orðin lengst Göngin í gegnum ÓlafsQarðarmúlann verða í dag lengstu jarð- göng á tslandi. í gær náðu göngin 783 metrum en það það er sama lengd og á Strákagöngum við SigluQörð. Með sprengingum í dag ná Múlagöngin forystunni. Á myndinni sést Björn A. Harð- arsson staðarverkfræðingur, til hægrí, bera mælingar undir einn star&manna í göngunum í gær. Sjá nánar á Akureyrarsíðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.