Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 Olís: Alþýðubank- inn veitir bankaábyrgð ALÞÝÐUBANKINN hefur ákveðið að veita Olís banka- ábyrgð vegna olíufarms á veg- um fyrirtækisins sem nú er á leiðinni frá Sovétríkjunum. Landsbankinn hefur neitað að veita Olís þessa ábyrgð. Björn Björnsson, bankastjóri Alþýðubankans, sagði í samtali við Morgunblaðið, að OIÍs hefði snúið sér til bankans vegna þessa máls og að athuguðu máli og settum tryggingum hefði ver- ið ákveðið að veita bankaábyrgð vegna olíufarmsins. Þegar hann var spurður hvers vegna Alþýðubankinn treysti sér til þess að veita ábyrgð sem Landsbankinn treysti sér ekki til að veita sagði Bjöm að þama væri ekki um heildarviðskipti Olfs að ræða heldur einungis til- tölulega lága ábyrgð. Leikstjórafélagið: Helga sent áminning- arbréf Á félagsfundi Leikstjóra- félagsins f gærkvöldi var samþykkt að senda Helga Skúlasyni áminningarbréf, vegna ummæla hans í §öl- miðlum nm Ingu Bjamason leikstjóra. Engin tillaga kom um að vísa Helga úr félaginu vegna ummælanna, en að sögn Maríu Kristjánsdóttur formanns fé- lagsins voru raddir á fundinum sem töldu að það ætti að gera. María sagði, að á fundinum hefði verið samþykkt sú tillaga stjómar Leikstjórafélagsins, að fara fram á það við Félag íslenskra ieikara, að félögin settu sér sameiginlegar siða- reglur. 8 bestu aug- lýsingarnar 1988 valdar ÁTTA athyglisverðustu aug- lýsingar ársins 1988 voru valdar á auglýsingahátíð ís- lenska markaðsklúbbsins f Broadway í gærkvöldi. Besta dagblaðsauglýsingin var valin „Fyrirgefðu", sem GBB auglýsingaþjónustan gerði fyrir Áhugahóp um bætta umferðar- menningu. Besta tímaritaaug- lýsingin var valin „Stundum banvænt, stundum ekki“, sem Svona gerum við/íslenska aug- lýsingastofan gerði fyrir Land- læknisembættið. Besta sjón- varpsauglýsingin var valin „Get- urðu hugsað þér jól án bóka?“, sem íslenska auglýsingastofan gerði fyrir Félag Sslenskra bóka- útgefenda. I flokki auglýsinga á vegg- spjöldum varð fyrir valinu „Osta- veisla í farangrinum", sem AUK hf. gerði fyrir Osta- og smjörsöl- una. Fyrir valinu sem besta dreifirit varð „Iceland offers you the best“, sem Gylmir/Samein- aða auglýsingastofan gerði fyrir Markaðsnefnd landbúnaðarins. Besta auglýsingaherferðin var valin „1X2“, sem GBB auglýs- ingaþjónustan gerði fyrir ís- lenskar getraunir. Fyrir valinu sem besta útvarpsauglýsingin varð „Fáðu þér fjarka", en hana gerði Gott fólk fyrir Mark og mát. Loks var valin óvenjuleg- asta auglýsing ársins 1988, og varð þar fyrir valinu „Amerísk" sem AUK hf gerði fyrir 0. John- son og Kaaber, Kolumbia kaffí. Sýslumaðurínn á ísafírði: — Morgunblaðið/Sverrir Viðræðunefadir samgönguráðherra og Flugleiða sefjast niður tíl fundar í gærmorgun. Bylgjan á Suður- eyri og rækjuskipið Haþór innsigluð Astæðan vanskil á staðgreiðslu skatta EMBÆTTI sýslumannsins á ísafirði hefur stöðvað rekstur Bylgjunnar á Suðureyri og inn- Amarflug segir Flugleiðir hagnast verulega á að kaupa félagið: siglað vinnslusali hennar vegna vanskila á staðgreiðslu skatta. Rækjuskipið Hafþór hefur einnig verið stöðvað af sömu sökum og mörg fyrirtæki f ísaQarðarsýslum eiga lokun yfir höfði sér vegna vanskila af þessu tagi. Áætlar tekjuauka af fargjalda hækkun 300 milljónir á ári ARNARFLUG telur að fjárhagslegur ávinningur Flugleiða af því að kaupa Arnarflug, sé mikill. Þar á meðal telur Amarflug að einok- unaraðstaða Flugleiða á farþegaflutningum til og frá Evrópu muni leyfe 1.000 króna hækkun á hvern svokallaðan legg milli á&nga- staða. Þessir leggir séu um 300 þúsund á ári og því yrði nettótekju- auki Flugleiða 300 milljónir á ári. Þá telur Amarflug að hækkun á fragt muni skila Flugleiðum 50 milljóna króna tekjuauka á ári. Þetta kemur fram í greinargerð sem Kristinn Sigtryggsson forstjóri Amarflugs hefur gert um verðmæti félagsins fyrir Flugleiðir, vegna við- ræðna ríkisins við Flugleiðir um kaup á Amarflugi. Til viðbótar þessum 350 milljónum, telur Krist- inn að fjárhagslegur ávinningur Flugieiða af því markaðsstarfi, sem unnið hefur verið á vegum Araar- flugs í Evrópu, sé að lágmarki 20% af 900 milljóna króna veltu Amar- flugs á síðasta ári, eða 200-265 milijónir, eftir því hvort miðað er við veltu síðasta árs, eða áætlaða veltu þessa árs. Hins vegar megi telja, að eðlilegt verðgildi þessa lið- ar fyrir Flugleiðir svari til 50% árs- veltu félagsins, eða 500-660 millj- óna króna. Þá telur Kristinn, að hluti Amar- flugs í söluhagnaði flugvélar, sem nú er eign ríkissjóðs, sé 150 milljón- ir króna. Einnig megi verðleggja þjálfun starfsfólks Amarflugs á 40 milljónir, og með því að tengjast Corda-bókunarkerfí KLM, sem Amarflug er í, myndu Flugleiðir spara sér 25 milljónir króna. Höfuðstóll Amarflugs er nú tal- inn vera neikvæður um 450 milljón- ir króna miðað við síðustu áramót, og segir Kristinn að þá upphæð eigi að sjálfsögðu að draga frá verð- mæti félagsins. Hann segist síðan ekki halda því fram, að samtala hæstu matstalna að frádreginni neikvæðri eiginQárstöðu sé ekki endilega hið eina og sanna kaup- vérð sem til greina komi, heldur sé það að sjálfsögðu samkomulagsat- riði milli allra aðila málsins. Hlutafé Amarflugs er 240 millj- ónir á nafnvirði, en er talið vera 350-400 milljónir, sé það uppreikn- að til núvirðis. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins leggur ríkis- stjómin áherslu á, að hluthöfum Amarflugs verði bættur sá skaði sem þeir hafa orðið fyrir. Þegar þetta var borið undir Steingrím Sigfússon samgönguráðherra, sagðist hann ekki vilja ræða ein- staka þætti málsins, en sagði þó ljóst, að ríkið væri eini bakhjarl hluthafanna og því væri eðlilegt að það hefði þeirra hagsmuni í huga. Viðræðunefiid samgönguráð- herra hélt tvo fundi í gær með full- trúum Flugleiða. Samgönguráð- herra sagði að áhersla væri lögð á, að niðurstaða fengist innan fárra daga um hvort mögulegt væri að Flugleiðir tælq'u yfir rekstur Amar- flugs með einhveijum hætti, eða hvort önnur leið kæmi til greina til bjargar Amarflugi. Tveir lögregluþjónar frá sýslu- mannsembættinu komu um miðjan dag í gær til Suðureyrar og stöðvuðu vinnlu í Bylgjunni. Þar var þá verið að þurrka hausa og safna lifur til braeðslu. Starfsfólkið var sent heim og húsnæðið annað en skrifstofur innsiglað. Sæmundur Jóhannesson, verkstjóri í Bylgjunni, sagði að stjómendur fyrirtækisins hefðu óttazt að til þessa gæti komið, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Rafn Sigurðsson, formaður stjóm- ar Bylgjunnar, sagðist hafa óljósar fregnir af atburði þessum. FVam- kvæmdastjóri fyrirtækisins væri á leið til Reykjavíkur og stjóm fyrir- tækisins myndi ræða málið á fundi í vikulokin. Hann gæti á þessu stigi ekki tjáð sig frekar, en sagðist hafa átt von á fresti til 15. marz sam- kvæmt yfirlýsingum fjármálaráð- herra í tjölmiðlum. Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður, sagði í samtali við Morgunblaðið, hvað Bylgjuna varðaði, að um væri að ræða vanskil frá þvl í október og um töluverða upphæð að ræða. Pétur sagði nokkur brögð vera að vanskil- um sem þessum og hefðu mörg fyrir- tæki fengið lokaaðvörun. Hann sagð- ist vona að til frekari lokana þyrfti ekki að koma. Evrópubandalagið: Vegabréf I slendinga skoðuð í Danmörku Uppsafnað tap Amarflugs nemur nú 900 milljónum króna, og telur Kristinn að Flugleiðir geti sparað sér tekjuskattsgreiðslu upp á 460 milljónir króna með kaupum á Am- arflugi. Algengt söluverð skatta- tapsstofns sé um 20% af upphæð stofnsins, eða um 180 milljónir króna í þessu tilviki. Brussel. Frá Kristófer Má Krútinssyni fréttaritara Morgunblaðsins. LANDAMÆRI Evrópubanda- lagsins, gagnvart Norðurlönd- unum, verða um Danmörku, þegar innri markaður EB verð- ur kominn á 1992. Ef hin Norð- urlöndin, sem standa utan Evr- Skákmótið í Linares: Jóhann með betrí stöðu gegn Sókolov ópubandalagsins, gera ekki sér- stakan samning um afiiám vegabréfaskyldu við bandalag- ið, munu Danir taka upp vega- bréfaskoðun gagnvart íbúum hinna Norðurlandanna. Danir hafe, að frumkvæði hinna Norð- urlandanna, undanferið rætt um það innan EB, að núverandi fyrirkomulag milli Norðurland- anna verði áfram, en ekkert orðið ágegat. Martin Bangemann, fram- kvæmdastjóri innri markaðar EB, sagði á bl aðamannafundi í Brassel í gær, að útilokað væri að ytri landamæri EB verði á milli Vest- JÓHANN Hjartarson er talinn hafe betri stöðu í biðskák sinni við Andrei Sókolov, en þeir tefldu saman í 4. umferð skák- mótsins í Linares á Spáni í gær. Karpov vann landa sinn Jú- súpov, en þeir mætast í undan- úrslitum áskorendaeinvíganna síðar á þessu ári. Skákum Ivantsjúks og Gúlkós, og Timmans og Shorts lauk með jafntefli, en skák Beljavskrjs og Portischs fór í bið. Eftir 4. umferðir er Ivantsjúk efstur með 2V2 vinning og yfir- setu. Karpov er með 2'h vinning. Jóhann er með tvo vinninga og biðskák, og Ljúbojevic með 2 vinn- inga og yfirsetu. Gúlkó og Júsúpov eru með 2 vinninga. Helgi vann BALASJOF er einn efetur á Fjarkaskákmótinu eftir 9 um- ferðir, með 7 vinninga, eftir sigur á Björgvini Jónssyni I gær. Helgi Ólafeson kemur næstur með 6 vinninga, en hann vann Hodgson. Aðrar skákir I 9. umferð fóru þannig að Tisdall og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli og Jón L. Ámason og Þröstur Þórhallsson. Watson vann Sævar Bjamason, Mar- geir Pétursson vann Sigurð Daða Sigfússon og Eingom vann Karl Þorsteins. ur-Þýskalands og Danmerkur og vegabréfaeftirlitið hlyti að flytjast frá þýsku landamæranum, þar sem það er nú. Hann sagðist telja ólíklegt, að til vandræða kæmi, vegna þessa. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra, sagði við Morg- unblaðið, að því hefði verið hreyft af hálfu Norðurlanda, og Danir síðan tekið það mál upp innan EB, að gerður verði samningur milli Norðurlanda og EB, um að sömu reglur gildi áfram innan Norður- landanna að ekki þurfí vegabréf til að ferðast á milli þeirra. Þetta hefði verið rætt talsvert lengi en engin niðurstaða fengist, svo þar væri um að ræða óleyst, og býsna flókið vandamál. Jón Baldvin sagði að samræm- ing frjálsa vinnumarkaðarins á Norðurlöndum við frjálsan vinnu- markað EB eftir 1992, hefði einn- ig verið rædd alllengi milli Dana og hinna Norðurlandanna, og af hálfu Norðurlanda sem EFTA- rílqa við EB. Hann sagði það vera sjónarmið Norðurlandanna, að vinnumarkaðurinn væri einfalt mál úrlausnar. Fijáls vinnumark- aður væri á Norðurlöndum og stefnt væri að því að koma á frjáls- um vinnumarkaði í Evrópubanda- laginu. Þegar hann væri kominn á, ættu engin vandamál að koma upp milli þessara svæða. Bangemann sagði á blaða- mannafundinum, að nú væri verið að §alla um ýmis tækniatriði varð- andi niðurfellingu landamæra á milli aðildarrílqa EB. Hann sagði ljóst, að eftirlit á ytri landamæram bandalagsins, yrði að vera sameig- inlegt. Það væri til dæmis varla mögulegt að írar eða Grikkir sinntu því án aðstoðar eða þátt- töku annara aðildarrilcja. Landa- mæraeftirlit eins og það væri nú, skipti ekki sköpum I báráttunni gegn glæpum og hryðjuverka- starfsemi. I henni dygðu betur samræmdar lögregluaðgerðir og eftirlit sem byggðist t.d. á skyndi- skoðunum. Bangemann vísaði á bug hugmyndum um evrópska „alríkislögreglu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.