Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 23 Jltargmifrlafrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið. Dæmd fyrir að leggja blóm á torg 111 tíðindi berast frá Prag, höfuðborg Tékkóslóvakíu. Vaclav Havel, leikritahöfundur, hefur verið dæmdur til fangels- isvistar og einnig Ota Vevereka og Jana Petrova. Þau voru dæmd fyrir það eitt að hafa viljað minnast þess 16. janúar síðastliðinn, að 20 ár voru liðin frá því að stúdentinn Jan Palach kveikti í sjálfum sér og fórnaði lifí sínu á Wenceslasar- torgi í Prag til að mótmæla hemámi Sovétrílq'anna og fjög- urra annarra Varsjárbanda- lagslanda. I ágúst 1968 sendu ríkin fímm skriðdreka og óvíg- an her inn í Tékkóslóvakíu til að kæfa frelsisandann þar. Jana Petrova var sakfelld fyrir uppsteyt á almannafæri og fyrir að hafa móðgað lög- regluþjón með ljótu orðbragði. Þegar dómur var genginn, sagði Petrova, sem er 22 ára, grátandi: „Ég tel mig ekki seka, af því að það er fáránlegt að kalla það uppsteyt að leggja blóm á torg í minningarskyni. Engar sönnur voru færðar á að ég hefði ráðist á lögreglu- mann með ljótu orðbragði. Mér er ekki tamt að bölva og ragna:“ Erfítt er að gera sér í hugar- lund, hvað fyrir yfírvöldum í Prag vakir með því að beita þessa þijá einstaklinga og fé- laga þeirra í mannréttindabar- áttunni slíku harðræði. Harkan er í andstöðu við hina almennu mynd, sem menn hafa af þróun mála fyrir austan jámtjald. Þá er rétt að minnast þess, að aðeins rúmur mánuður er síðan ráðstefnu innan ramma loka- samþykktarinnar frá Helsinki um öryggi og samvinnu í Evr- ópu lauk í Vínarborg. A þeim fundi var hert á skyldum þátt- tökuríkjanna, en Tékkóslóvakía er meðal þeirra, til að virða rétt manna meðal annars til þess að láta í ljós stuðning sinn við mannréttindi og frelsi. Aðför einræðisherranna í Prag að almennum borgurum vegna þess eins að þeir vildu leggja blóm á torgið, þar sem Jan Palach fómaði lífí sínu, brýtur í bága við samþykktina frá Helsinki og ályktun Vínar- ráðstefnunnar. Öllum ríkjum sem áttu fulltrúa á þeirri ráð- stefnu er skylt að láta til sín heyra og mótmæla því sem nú er að gerast í Prag. Snýr þetta ekki síður að íslenskum stjóm- völdum en öðrum. í byijun desember var Jiri Pelikan hér á landi í boði Sam- taka um vestræna samvinnu. Hann var háttsettur í Tékkósló- vakíu fram til 1968 en býr nú á Ítalíu og situr á Evrópuþing- inu fyrir ítalska sósíalista. Þeg- ar Pelikan var spurður, hvers vegna stjómin í Prag væri jafn ómannúðleg nú og áður, svar- aði hann meðal annars á þá leið, að í Prag teldu valda- menn, að Gorbatsjov og stjóm- arhættir hans væru aðeins tímabundin uppákoma; þeir næðu bráðlega aftur undirtök- unum í Kreml, sem myndu færa allt í gamla horfíð á ný. Réttarhöldin gegn Havel og félögum hans eru staðfesting á því að ekkert hefur breyst í Prag. Sú staðreynd er jafn sorgleg og grimmdin sem þeim er sýnd, er vilja minnast látins baráttubróður með því að leggja blóm á dánarbeð hans. Kammer- sveit Reykjavík- ur 15 ára ess er minnst um þessar mundir að 15 ár eru liðin frá því að Kammersveit Reykjavíkur hóf starfsemi sína. Undir merkjum hennar hafa verið flutt um 250 kammerverk og um 200 hljóðfæraleikarar hafa tekið þátt í um 60 tónleik- um hennar. Að stofnun Kamm- ersveitarinnar stóðu atvinnu- hljóðfæraleikarar á þjóðhá- tíðarárinu 1974 í því skyni að gefa tónlistargestum kost á að hlusta á kammertónlist og um leið hljóðfæraleikurum tæki- færi til að spreyta sig á annars konar verkefnum en til dæmis í Sinfóníuhljómsveit íslands. Til marks um stórhuga brautryðjendastarf Kammer- sveitar Reykjavíkur eru af- mælistónleikamir sjálfír, þar sem frumflutt var hér á landi verk eftir franska tónskaldið Olivier Messiaen fyrir 44 hljóð- færaleikara undir stjóm Pauls Zukofskys. Eins og Jón Ás- geirsson, tónskáld, segir hér í blaðinu í gær eru það stórtí- ðindi, að í slíkan flutning sé ráðist. Þeim mun merkara, þegar haft er í huga, að það er gert af áhuga og hugsjón, eins og annað hjá Kammer- sveit Reykjavíkur í 15 ár. íris Erlingsdóttir. Hildigunnur Rúnarsdóttir. Eyþór Arnalds. Katarína Óladóttir. Rosemary Kajioka. Tónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar íslands: Stórkostlegt að fá að vinna með Sinfóníuhljómsveitinni - segja sjö nemendur Tónlistarskól- ans sem eru að ljúka lokaprófiim TÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveit- ar íslands verða haldnir á morgun, laugardag, í Langholts- kirkju. Tónleikamir, sem hefíast kl. 14.30, eru hluti af lokaprófi nokkurra nemenda Tónlistarskólans í Reykjavik. Á tónleikunum koma fram þær íris Erlingsdóttir, sópransöngkona, Rosemary Kajioka, flautuleikari og Katarína Óladóttir, fiðluleikari, en einn- ig verða frumflutt lokaverkefhi eftir Eirík Árna Sigtryggsson, Eyþór Arnalds, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorvald B. Þorvalds- son, sem eru að ljúka lokaprófi tónfræðadeildar. Stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands á tónleikunum verður Tuomas Pirilá frá Finnlandi. Morgunblaðið ræddi við nemend- uma, sem nú eru að ljúka lokapróf- um frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, þar sem þau vom stödd á æfingu með Sinfóníhljómsveit fs- lands í Háskólabíói fyrr í vikunni. Kom þeim saman um _að framtak Sinfóníuhljómsveitar íslands að vinna með nemendum skólans að lokaverkefnum þeirra væri stór- kostlegt, þar sem í því væri fólginn ómetanlegur lærdómur. Væri fátítt að hljómsveitir af þessu tagi spiluðu útskriftarverkefni tónlistamem- enda. Þau vom spurð um náms- feril, lokaprófsverkefni og fram- tíðaráform. Stórkostleg upplifun íris Erlingsdóttir, sópran, er fædd 1959 og lýkur hún fyrri hluta einsöngvaraprófs. Hún lauk stúd- entsprófi árið 1979, en hóf nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1981. „Ég hef verið hjá sama kenn- aranum allan tímann, Elísabetu Erlingsdóttur, sem er frábær kenn- ari. An hennar leiðsagnar væri ég ömgglega ekki komin svona langt í söngnáminu," sagði íris. Síðari hluta einsöngvaraprófs lýkur íris með sjálfstæðum tónleikum sem haldnir verða í Norræna húsinu í maí næstkomandi. Aðspurð sagðist hún stefna að því að fara í fram- haldsnám erlendis, en hún væri þó ekki búin að taka neinar ákvarðan- ir í þeim efnum. Á tónleikunum á laugardaginn syngur íris aríur eftir Weber, Puc- cini og Donizetti. „Það er vissulega mikil spenna sem fylgir þessu, og þetta tækifæri að fá að syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands þau verk sem ég hef verið að æfa er eitthvað það stórkostlegasta sem ég hef upplifað, og varla hægt að lýsa því með orðum." Mikil vinna að baki Katarína Óladóttir, fiðluleikari, er fædd 1967 og lýkur fyrri hluta einleikaraprófs frá skólanum. Kennari er Guðný Guðmundsdóttir. Katarína lauk stúdentsprófi 1987. „Ég hóf sjö ára gömul nám í fiðlu- leik í Tónmenntaskólanum í Reykjavík, og fimmtán ára gömul hóf ég nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en þar stunda ég jafn- framt nám í fiðlukennaradeild, sem ég lýk einnig í vor.“ Seinni hluta einleikaraprófsins lýkur Katarína í maí, en hún stefnir á að fara í fram- haldsnám erlendis næsta haust og þá helst í Evrópu. Á tónleikunum leikur Katarína Óladóttir Fiðlukonsert eftir Stravin- sky. „Þetta er erfitt virtúósastykki, sem er undir miklum áhrifum frá Bach. Ég hef æft þetta verk frá því í fyrrasumar, þannig að baki liggur mikil vinna, og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að spila það með hljómsveitinni, þó það sé á vissan hátt erfítt og því fylgi mikil spenna. Kannski er þetta líka eina tækifærið af þessu tagi sem manni býðst á ævinni,“ sagði Kat- arína. Flókið og erfítt verk Rosemary Kajioka, flautuleik- ari, er fædd í Bandarílq'unum 1965. Hún lýkur fyrri hluta einleikara- prófs, en kennari hennar er Bem- harður Wilkinson. Móðir Rosemary er íslensk en faðir kanadískur. „Ég hef lengst af búið í Kanada, en flutt- ist til Islands 1985. Fimmtán ára gömul hóf ég nám í flautuleik í tónlistarskóla í Toronto, og 1986 byijaði ég í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en i vor lýk ég jafnframt kennaraprófi frá skólanum.“ Ro- semary hyggur á framhaldsnám erlendis næsta vetur, en hefur ekki ákveðið hvar. Eiríkur Árni Sigtryggsson, Verkið sem Rosemary Kajioka leikur á tónleikunum hetir „Halil", og er eftir Leonard Bemstein. „Þetta verk er fyrir einleiksflautu, strengjasveit og slagverk. Verkið samdi Bemstein 1981 í minningu 19 ára drengs sem var flautuleikari og lét lífið í stríði í ísrael. Verkið lýsir vonum og draumum, martröð og vonleysi, stríð og friði, og er nokkuð flókið og erfitt í flutningi," sagði Rosemary. Mikil eldskírn Eyþór Arnalds er fæddur 1964. Hann lýkur lokaprófi tónfræða- deildar, en kennari hans er Atli Heimir Sveinsson. Eyþór lauk stúd- entsprófí 1985. „í vor lýk ég einnig burtfararprófi í sellóleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík, en það nám hóf ég sextán ára gamall. Kennari minn í því námi er Gunnar Kvaran. Ég hef reyndar verið í margvíslegu tónlistamámi alveg frá því ég var fimm ára gamall.“ Næsta vetur stefnir Eyþór að því að sækja einkatíma hjá í tónsmíðum og sellóleik hjá Frances Marie Uitti í Hollandi. Verkið sem leikið verður eftir Eyþór á tónleikunum heitir „Terta". „Það má segja að þetta sé „terta" í mörgum skilningi. Bæði er það byggt eins og terta í mörgum lög- um, og einnig er það byggt á þríundum og þríhljómum, eða tert- ian. Verkið skiptist í inngang og Þorvaldur B. Þorvaldsson. þrjú tilbrigði af þríundarkeðjum, og er samið fyrir fullskipaða sinfóníu- hljómsveit. Það er mikil eldskím að fylgjast með hljómsveitinni spila verkið, og tilfinningamar eru mjög blendnar, bæði hrollur og sæla,“ sagði Eyþór. Lærdómsríkt að vinna með hljómsveitinni Eiríkur Ámi Sigtryggsson er fæddur 1943. Hann lýkur lokaprófi tónfræðadeildar, en tónsmíðakenn- ari hans er Atli Heimir Sveinsson. Eiríkur Ámi lauk prófi frá söng- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1963, en áður hafði hann stundað tónlistamám í Keflavík hjá Ragnari Bjömssjmi. „Frá því ég lauk söngkennara- prófi hef ég starfað við tónlistar- kennslu og kórstjóm. Ég var meðal annars kennari í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og einnig kenndi ég í Tónlistarskóla Keflavíkur, en auk þess hef ég þrívegis verið búsettur í Svíþjóð og starfað þar við tónlist- arkennslu. Þá var ég við við nám í tónfræðum í Bandaríkjunum 1984-85, og hóf síðan nám á öðru ári við tónfræðadeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík haustið 1986.“ Verkið sem Sinfóníuhljómsveit íslands leikur eftir Eirík Áma á tónleikunum á morgun heitir Sin- fónía nr. 1. „Sinfónían er í þremur þáttum, og er miðþátturinn þeirra lengstur og viðamestur. Fyrsti þátt- urinn byggist á tónaröðum sem ganga upp, og má segja að hann sé dálítið loftkenndur. Síðasti þátt- urinn er líflegur og með ákveðnari laglínur, og endar með hröðum leik í allri hljómsveitinni. Það er mjög lærdómsríkt að vinna að flutningi verksins með Sinfóníuhljómsveit- inni, og reyndar má segja að þetta framtak hljómsveitarinnar sé alveg einstakt," sagði Eiríkur Ámi. Að- spurður sagðist hann stefna að því að fara i framhaldsnám til Banda- ríkjanna að einu ári liðnu og ljúka þaðan meistaraprófi í tónsmíðum. Sinfónískt ljóð Hildigunnur Rúnarsdóttir er fædd 1964, og lýkur lokaprófi tón- fræðadeildar. Tónsmíðakennari hennar er Þorkell Sigurbjömsson. „Ég byijaði að læra á fíðlu í Tónlist- arskólanum í Garðabæ þegar ég var sjö ára gömul, en einnig hef ég stundað nám í fíðluleik í Tónskóla Sigursveins. Ég lauk stúdentsprófi 1983 og hóf síðan nám í fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, en nám við tónfræðadeildina hóf ég haustið 1986.“ Verkið sem Sinfóníuhljómsveit íslands flytur eftir Hildigunni heitir „Myrkvi". „Verkið er samið fyrir strengi, málmblásara og slagverk. Það má segja að þetta sé sinfónískt ljóð, en það er í einum kafla og tekur um níu mínútur í flutningi," sagði Hildigunnur. Hún sagðist stefna að því að fara í framhalds- nám í tónfræðum erlendis, en hefur ekki ákveðið hvert. Mikið starfað við popptónlist Þorvaldur B. Þorvaldsson er fæddur 1966, og lýkur lokaprófí tónfræðadeildar, en tónsmíðakenn- ari hans er Hjálmar H. Ragnarsson. „Ég lauk burtfararprófí á klassísk- an gítar frá Tónskóla Sigursveins árið 1987, og ég hef starfað tölu- vert við popptónlist og samið tals- vert á því sviði. Næsta ár ætla ég að starfa við tónlist hér á landi, en að því loknu stefni ég að því að fara til Bandaríkjanna í framhalds- nám í tónsmíðum." Verkið sem Sinfóníuhljómsveit íslands flytur eftir Þorvald á tón- leikunum heitir „Kross". „Verkið er byggt í kringum fimmundar- hringinn og sigtaður úr honum pentatóníski skalinn, en verkið er fyrir fullskipaða sinfóníuhljóm- sveit," sagði Þorvaldur, þegar hann var beðinn að lýsa verkinu. Morgunblaðið/Sverrir Mikill fíöldi var samankominn á Hót- el Sögu í _gær að hlýða á hátíðardag- skrána. A innfelldu myndinni sést Svavar Gestsson, menntamálaráð- herra, aíhendajieim Svanhildi Kaab- er, formanni KI, og Wincie Jóhanns- dóttur, formanni HÍK, gjafabréf fyrir húsi gamla kennaraskólans. Hundrað ár liðin frá stofiiun fyrsta kennarafélagsins: Kennarafélögimum gefið hús kennaraskólans við Laufósveg EITT hundrað ár voru i gær liðin firá því fyrsta kennarafélagið var stofhað hér á Iandi, en það hét „Hið islenzka kjennarafélag". Af þessu tilefni tilkynnti Svavar Gestsson, menntamálaráherra, að rikis- stjómin hefði ákveðið að gefa kennarafélögunum tveimur, Kennara- sambandi íslands og Hinu íslenska kennarafélagi, hús gamla kennara- skólans við Laufásveg. Sérstök dagskrá var í tilefni eitt- hundrað ára afmælis fyrsta kenn- arafélagsins á Hótel Sögu í gær. í ávarpi sem Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, flutti við það tækifæri greindi hann frá þeirri ákvörðun ríkisstjómar að afhenda kennarafélögunum hús gamla kennaraskólans við Laufásveg til eignar í tilefni af hundrað ára af- mæli kennarasamtaka á íslandi. Hann sagði að gjöfin væri háð þeim skilyrðum að Rannsóknastofnun uppeldismála yrði áfram í húsinu þar til sú stofnun fengi annað hent- ugt húsnæði til afnota og þiggjend- um væri óheimilt að selja eignina eða láta af hendi til annarra aðila en ríkissjóðs. Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags sagði í samtali við Morgunblaðið að gjöf ríkisstjórnarinnar væri rausnarleg og kæmi sér mjög vel. „Þetta er sérstakt hús sem tengist kennurum mikið og því emm við mjög glöð að fá það til eignar. Það er þó ljóst að það verður mjög fjárfrekt að gera það upp eins og við ætlum okkur að gera. Við munum nýta húsið fyrir þá starfsemi sem er á vegum félaganna beggja, en bæði félögin em núna í mjög þröngu húsnæði. Fagkennarafélög, sem nú hafa enga aðstöðu, eiga að geta fengið aðstöðu í húsinu, og vonandi skapast þama betri aðstaða til fundahalda og samkoma á vegum félaganna. Þetta á að verða lifandi staður, en ekki eingöngu þur- pumpulegar skrifstofur." Pálmi Jónsson, alþingismaður óskaði eftir umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær vegna þeirrar frétt- ar, að Svavar Gestsson mennta- málaráðherra hygðist gefa samtök- um kennara hús Kennaraskólans við Laufásveg. Spurði hann ráð- herra hvort þessar fregnir væm réttar og sagði að ef svo væri, þá færi ráðherra þama býsna fijáls- lega með eignir ríkisins, því valdið til að ráðstafa þeim væri í höndum Alþingis. Kennarar og samtök þeirra ættu allt gott skilið en óeðli- lega væri staðið að þessu máli. Menntamálaráðherra sagði að ráð- herrar gætu auðvitað ekki gefið hús ríkisins upp á sitt eindæmi. Ríkis- stjómin hefði hins vegar samþykkt að beita sér fyrir þessu, með þeim áskilnaði að Rannsóknarstofnun uppeldismála fengi að vera þar áfram. Af afhendingu gæti þó ekki orðið fyrr en tillaga um þessa gjöf hefði verið samþykkt á Álþingi. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda: Meðalverð lægra en í fyrra BÓKAMARKAÐUR Félags íslenskra bókaútgefenda hófst í gær, fimmtudag, á þriðju hæð í Kringlunni. Meðalverð bóka á bókamarkaðinum er nú um 200 krónur, en mörg hundruð bó- katitlar eru fiáanlegir fyrir minna en 100 krónur. Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, er verð- ið á bókamarkaðinum nú lægra en verðið var i fyrra, og lögð hefiir verið sérstök áhersla á lágt verð nú i tilefni af 100 ára af- mæli félagsins á þessu ári. í fyrra var tekin upp sú nýbreytni að bjóða einnig sérstaka bókapakka á bókamarkaðinum, og er það einnig gert nú. Bækumar eru þá flokkaðar eftir efni og aldurshópum og seldar nokkrar saman í pakka á enn hag- stæðara verði en í fyrra. „Sem dæmi má nefna að við erum með bó- kapakka með fimmtán bókum og kostar hann 2.853 krónur, sem er ríflega verð meðalbókar um- síðustu jól, og pakki með átján bamabókum kostar 1.600 krónur.“ sagði Eyjólfur Sigurðsson. Hann sagði að á bóka- markaðinum í fyrra hafi selst 110 þúsund eintök fyrir 25 milljónir króna, og væri ástæða til að ætla að því marki væri hægt að ná aftur. Unnt er að panta bækur og bóka- pakka í síma 91-678011 allan sólar- hringinn, og tekið er við greiðslu með greiðslukortum bæði í síma og á staðnum. Bókamarkaðurinn stend- ur yfir frá 23. febrúar til 5. mars. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga er opið frá kl. 10-19, á föstudögum er opið frá kl. 10-20, á laugardögum frá kl. 10-18 og á sunnudögum frá kl. 12-18. Er þetta í fyrsta sinn sem bókamarkaðurinn er einnig opinn á sunnudögum, en það hefur ekki verið heimilað áður innan borgarmarkanna. Morgunblaðið/Júlíus Við opnun bókamarkaðar Félags íslenskra bókaútgefenda í gær var strax orðið margt um manninn, en bókamarkaðurinn verður opinn til 5. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.