Morgunblaðið - 24.02.1989, Page 40

Morgunblaðið - 24.02.1989, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 4 €>1967 Untvf—» Prm Syndtcaf /rég sag'Bi þérak mig íexngaÁi a!b -fcL 3<5 \pCxs KC ra.frr\ognsh\jSrr)bor5ih i afm’ae.liSPjpf- Ast er. . . ... mikil forgjöf. TM Reg. U.S. Pat Oft.—att rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Hundurinn myndi ekki hreyfa sig- ef þú þættist vera hræddur... SNAíZlr-TÍMl." Hlutur fjölmiðlanna ófagur Til Velvakanda. Sagt hefur verið nú, er menn bíða þess í ofvæni að sterkur bjór verði almennt til sölu hér á landi, að það sé líkt því og að bíða eftir meiri háttar náttúruhamförum. Úr því sem komið er sé lítið hægt að gera fremur en við eldgos og jarð- skjálfta annað en bíða og sjá hvað setur og bjarga því sem bjargað verður. Flestir sem um þessi mál hugsa í alvöru bera þó verulegan ugg í bijósti vegna þess tjóns sem líklegt má telja, að bjórholskeflan valdi. Aðrir eru öllu glaðhlakka- legri og ber þar að sjálfsögðu hæst þá, sem ætla sér að græða. Fjöl- miðlar hafa sannarlega ekki látið sitt eftir liggja. Þar er akurinn plægður rækilega og birt viðtöl út og suður við menn, sem ætla að fagna sterka bjórnum með viðeig- andi hætti. Það eru birtar myndir í blöðum og sjónvarpi af hýsakynn- um, sem verið er að innrétta til að verða bjórstofur eða knæpur. Ekk- ert orð um það, hvort ekki þurfi sérstakt leyfi til að reka slíkar stofnanir. Það er eins og gert sé ráð fyrir því að það sé fyrir hendi þegar. Og óbeinu auglýsingamar um bjórinn eru blygðunarlaust birt- ar þvert ofan í lög og rétt. Hér er hlutur Qölmiðanna ófagur. Þótt allir Qölmiðlamenn eigi hér að sjálf- sögðu ekki hlut að máli er heildar- sjónarmið þeirra hið sama og hags- Til Velvakanda Það hlýtur að vera bjart fram- undan. Þjóð, sem hefir efni á að kaupa vímuefni fyrir milljarð króna, getur ekki verið á flæðiskeri stödd. Þjóð, sem hefir efni á að gera fram- tíðarböm sín að aumingjum, dvelj- andi á afvötnunarstofnunum í hundraðavís og drykkjumannahæl- um, getur ekki verið fátæk. Þjóð, sem safnar erlendum skuldum án þess að hafa áhyggjur af, kaupir bjór og brennivín upp á krít, hlýtur að sjá fótum sínum forráð. Þjóð, sem státar af mennt og menningu og drekkir henni svo í eiturlindum, hefír þá ábyggilega ekki neitt við svona mikla menningu að gera. Og þjóð, sem er komin inn í þá nútíma- menningu að allt glys og tóm og það að drekkja áhyggjum í eitri sé bara af hinu góða, hlýtur að vera hamingjusöm. Þjóð, sem hefir efni á að senda í lokin þegna sína á Guðs síns fund ofurölvi, uppgefna á sál og líkama og áttavillta í tilverunni, hlýtur að hafa úr miklu að moða. Þjóð, sem hefir „hag“ af því að þegnar hennar spásséri „breiða veg- inn“, er alls ekki úti að aka. Það getur varla verið fátæk þjóð munaaðilanna, bjórgróðamann- anna tilvonandi. Hlið himnaríkis opnast 1. mars og dagamir þangað til taldir líkt og böm telja dagana til jóla. Um hitt er ekki sinnt, enda sjálfsagt ekki viðeigandi í þessu sambandi, hver áhrif eru líklegast að bjórinn hafi á heilsufar manna. Þeir sem skipta mestu máli eru mennimir sem græða. Guðsteinn Þengilsson sem hefir efni á að hafa banka í tuga- og hundraðavís út um allt þar sem bankastarfsfólk er farið að slá sjómannastéttina út að fólksfjölda til. Og þar sem heilbrigðiskerfið hefír ekki frið fyrir sjálfsskaparvít- um er bjart framundan. Við tölum um heilbrigða sál í hraustum líkama, en öll sjúkrahús landsins eru yfirfull af líkömum sem þarf að klastra saman og það þarf sífellt fleiri og fleiri sjúkrahús. Já, það hefir margt breyst síðan ég var að alast upp og þó geisuðu pestir og sjúkdómar og þarf ekki nema að minnast á berklaveikina, „hvíta dauðann“. „Það er merkilegt margt í náttúr- unnar ríki," sagði karlinn. Það er alltaf verið að mennta þjóðina meira og eftir því sem menntunin verður meiri minnkar manngildið og heil- brigð hugsun á í vök að veijast. Eftir því sem læknum fjölgar, fjölg- ar sjúkdómum og sjúkrahúsum um leið. Og stjómmálamennimir, sem öllu em alltaf að bjarga, gefast upp í hrönnum nema við að bjarga sjálf- um sér. Og svo talar maður um vanda þjóðarinnar. Hvílík vitleysa! Árni Helgason Vandi þjóðarinnar Víkverji skrifar Allra augu beinast nú að lands- liðinu okkar í handknattleik, sem gert hefur garðinn frægan í B-heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi. Liðið hefur sýnt sínar beztu hliðar og leikið margfalt betur en á Ólympíuleikunum í Seoul. Þá vantaði alla leikgleði í liðið en nú er hún svo sannarlega til staðar. Ekki ætlar Víkveiji að ræða frek- ar um íslenzka landsliðið. Aftur á móti er ástæða til að fara nokkmm orðum um forystumenn Alþjóða- handknattleikssambandsins(IHF). Um langa hríð hafa örfáir menn ráðið þar ríkjum og hefur þessi hópur oft verið nefndur IHF-maf- ían. Með ýmsum ráðum hafa þessir menn tryggt sínum liðum forrétt- indi í mótum á vegum IHF, bæði í mótum landsliða og félagsliða. Þeir sem em ekki í náðinni hjá þessum hópi lenda utangarðs og hafa ís- Iendingar mátt þola mörg óþverra- brögðin í gegnum tíðina. I leik Islendinga og Vestur- Þjóðveija á mánudaginn sáu íslend- ingar svart á hvítu hvemig vinnu- brögðin em hjá IHF. Dómaranefnd sambandsins raðaði dómumm á leikina og var séð til þess að fransk- ir dómarar dæmdu leiki Þjóðveija og þýzkir leiki hjá Frökkum. Þann- ig átti að tryggja að bæði Þjóðveij- ar og Frakkar kæmust áfram í keppninni. Dómgæzlan hjá Frökk- unum var algert hneyksli eins og sjónvarpsáhorfendur sáu. Greini- legt var að þeir ætluðu með öllum ráðum að koma þeim Alfreð Gísla- syni og Kristjáni Arasyni út úr leiknum. Þeim var vísað útaf fyrir smávægileg brot og svo fór að lok- um að þeir fengu báðir rauða spjald- ið í seinni hálfleik. Margoft högnuð- ust Þjóðveijar á dómum Frak- kanna. Þeir fengu að taka alltof mörg skref og lögleg mörk vom dæmd af íslendingum og aukaköst dæmd í staðinn. Það sem gerði ráðabmgg IHF- mafíunnar að engu var það að íslenzka liðið tvíefldist við mótlætið og hlutdrægni dómaranna dugði hreinlega ekki til að koma í veg fyrir glæsilegan sigur okkar manna. Því má segja að þennan dag hafi íslendingar ekki aðeins unnið glæsi- legan sigur á Þjóðveijum heldur einnig unnið eftirminnilegan sigur á IHF-mafíunni. Víkveiji dagsins hefur starfað fyrir handknattleiksdeild, sem um margra ára skeið hefur tekið þátt í Evrópukeppni. Hann hefur því langa ogbitra reynslu af samstarfi við IHF. í hans huga var mánudag- urinn tvöfaldur sigurdagur. XXX Ipistli í fyrra lýsti Víkveiji undmn sinni á því hve margir hafa af því atvinnu hér á Iandi að fylgjast með íslenzku efnahagslífi og spá fyrir um framtíðina. Slíkar spár og athuganir em gerðar af Þjóðhags- stofnun, Seðlabanka, Hagstofu, Verzlunarráði, VSÍ, ASÍ, iðnrek- endum og fleirum og fleimm. Sjaldnast standast þessar spár enda varla við öðm að búast í hinu óstöð- uga efnahagslífi okkar. Vafalaust má spara mikla fjármuni með því að skera þessa starfsemi niður og fela fólkinu önnur verkefni. Annað fyrirbæri virðist vaxa hér hröðum skrefum og hefur orðið mörgum undmnarefni. Á Víkverji þar við það sem hann vill kalla ráð- stefhufarganið. Á flestum virkum dögfum að undanfömu hefur einhver ráðstefna verið í gangi. Algengast- ar em ráðstefnur í atvinnulífinu. Sömu andlitin sjást aftur og aftur þegar myndir frá ráðstefnunum em skoðaðar. Þessir menn em fyrirles- arar, taka þátt í pallborðsumræðum eða em einfaldlega þátttakendur. Víkveiji hefur verið að velta því fyrir sér upp á síðkastið hve marg- ir vinnudagar fari í ráðstefnusetur hjá nokkmm helstu forkólfunum í atvinnulífinu. XXX Víkveiji hefur dáðst að góðri frammistöðu borgarstarfs- manna í ófærðinni að undanfömu. Þar hafa farið fremstir í flokki þeir garpar, sem stjóma snjómðnings- tækjum. Þeir hafa haldið götunum opnum en gangstéttir hafa orðið útundan, eins og minnst var á hér í dálkinum á þriðjudaginn. Nú hefur borizt stutt tilskrif frá gatnamálastjóranum í Reykjavík svohljóðandi: Nokkuð hefir verið kvartað, ekki að ófyrirsynju, um færð á gang- stéttum og stígum í þeim snjó- þyngslum, sem verið hafa hér í borginni. Um þessar mundir stend- ur yfír á vegum gatnamálastjóra könnun á hentugum tækjum, sem hægt er að nota við hreinsun á mjóum gagngstéttum og sem geta smogið milli ljósastaura, brunahana og eftir þröngum gangstígum. Ver- ið er að bera saman verð, rekstrar- kostnað og afköst þessara tækja svo hægt sé að auka hagkvæmni og þjónustu á þessu sviði. Tekið skal fram að ekki hefir verið farið út í brottakstur á snjóruðningum í umtalsverðum mæli þar sem slík aðgerð allt að þrefaldar kostnaðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.