Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 11 STOFNAÐ 1913 46. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Krafa, Grænlendinga: Norðmenn - hætti þegar selveiðum Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR stjómmálaflokka á Grænlandi hafa fordæmt þær að- ferðir við selveiðar sem sýndar eru í hinni umdeildu sjónvarps- mynd, er byggist á myndböndum Odds Lindbergs. Formaður land- stjóraarinnar, Jonathan Motzfeldt úr Siumut-flokknum, segir að þetta sé svo alvarlegt mál fyrir Grænlendinga að hann muni segja norsku fúlltrúunum á væntanleg- um fúndi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi að Grænlendingar geti ekki sætt sig við slíkar veiði- aðferðir. Talsmenn hins stjómarflokksins, Atassuts, kreflast þess að selveiðam- ar milli Jan Mayen og Austur- Grænlands verði tafarlaust stöðvað- ar. Hefur flokkurinn hrundið af stað undirskriftasöfnun gegn veiðunum í bæjum og byggðum Grænlands og segir Norðmenn kvelja dýrin með veiðiaðferðum sínum. Formaður flokksins, Otto Steenholdt, hefur beðið danska utanríkisráðuneytið að koma mótmælum flokksins á fram- færi við norsk yfirvöld. Arqaluk Lynge, formaður róttæka vinstrisinnaflokksins Inuit Ataqatigi- it, hefur lagt til að rætt verði um selskinnaútflutning Grænlendinga samhliða viðræðum um sjávarút- vegsmál við Evrópubandalagið (EB). Grænlendingar selja eingöngu skinn af fullvöxnum selum og krefst Lynge þess að þeir fái einir leyfi til að selja selskinn til EB-landa. Einn af þing- mönnum flokksins, Jens Geisler, seg- ir veiðiaðferðir Norðmanna grimmd- arlegar og þær séu í andstöðu við grænlenskar veiðihefðir og menning- ararf. Samtök grænlenskra veiðimanna hafa tekið undir gagnrýnina á Norð- menn. Óttast samtökin og græn- lenska landstjómin að veiðar Norð- manna muni skaða selveiðar og skinnasölu Grænlendinga. Morgunblaðið/Vincent Mouchel * Islendingar leika til úrslita íslendingar sigruðu Hollendinga, 31:17, í B-keppninni í handknattleik í Strasbourg í gærkvöldi. Sá sigur, og jafntefli Rúmena og Svisslendinga í næsta leik, tryggði íslendingum efsta sætið í milliriðlinum og úrslitaleik gegn Pólveijum í París á sunnudaginn. Búist er við að á annað hundr- að íslendingar fari til Parísar, gagngert til að sjá úrslitaleikinn. Á myndinni fagna Ilrafn Mar- geirsson, Guðmundur Guðmundsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Sjá íþróttir bls. 42 og 43. Hvetja til stofiiunar ungverskrar Samstöðu Búdapest. Reuter. NOKKRIR tugir ungverskra verkamanna hafa dreift 90 þús- und flugritum þar sem boðaður er stoftifúndur sjálfstæðs, ung- versks verkalýðssambands í likingu við Samstöðu í Póllandi. Fundurinn verður á laugardag. Farið er hörðum orðum um stjómarfar kommúnista í flugritinu. „Valdhafinn í landi okkar, sem nefnt hefur sig Hinn sósíalíska verkamannaflokk Ungveijalands í 32 ár, hefur lagt landið í rúst í okkar nafni. Allir geta nú séð að leiðtogar flokksins em án tengsla við okkur, óbreytta verkamenn. Þeir hafa hælt sér af stuðningi okkar en kastað vinnuframlagi okk- ar á glæ.“ Vestrænir stjómmálaskýrendur álíta að stofnfundurinn geti skipt sköpum fyrir stjómvöld en fram til þessa hafa andófsmenn nær ein- göngu komið úr röðum mennta- tr.anna. Gorbatsjov varar við tals- mönnum róttækari umbóta Stjórnvöld stöðva sjónvarpsþátt Sajudis í Litháen fram yfir kosningar Moskvu. Reuter. Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleið- togi heimsótti í gær borgina Tsjernobyl í Úkraínu, þar sem skelfilegasta kjarnorkuslys sög- unnar varð fyrir tæpum þrem árum. Málgagn Sovétstjóraar- innar, ísvezt(ja, segir að leið- Hirohito jarðsettur í dag: Leiðtogar firá 150 þjóðum viðstaddir Tókýó. Reuter. ÞJÓÐHÖFÐINGJAR og stjórnmálaleiðtogar frá rúmlega 150 rikjum, auk um 10.000 annarra opinberra gesta, eru nú komnir til Tókýó til að vera viðstaddir útför Híróhftós Japanskeisara, sem fram fer í dag. Á meðal þeirra er George Bush, sem er I sinni fyrstu ferð erlendis i embætti Bandaríkjaforseta, og notar hann tækifærið til þess að ræða friðarhorfúr fyrir botni Miðjarðarhafs og önnur alþjóðamál við nokkra af leiðtogunum. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í gær að Bush hefði rætt við Francois Mitterr- and Frakklandsforseta og Noboru Takeshita, forsætisráðherra Japans, um málefni ríkjanna fyrir botni Mið- jarðarhafs, samskipti austurs og vesturs og umhverfísmál. Banda- rílqaforseti ræddi einnig friðarum- leitanir fyrir botni Miðjarðarhafs við Hosni Mobarak, forseta Egypta- lands, Hussein Jórdaníukonung og Chaim Herzog, forseta ísraels. Ja- mes Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að allir leið- togarnir þrír hefðu bent á „mögu- leika sem ekki hafa verið fyrir hendi á svæðinu til þessa". Fulltrúar Kínveija og Indónesa, sem staddir eru í Tókýó, skýrðu frá því að ákveðið hefði verið að bæta samskipti ríkjanna en grunnt hefur verið á þvi góða með þeim í 22 ár, eða síðan stjómin i Jakarta sakaði Kínveija um að hafa stutt misheppn- aða valdaránstilraun í Indónesíu. Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, og Murdiono, utanríkisráðherra In- dónesíu, sögðu að ríkin hétu því að láta innanríkismál hvors annars af- skiptalaus, en þau hefðu hins vegar ekki orðið ásátt um að taka upp stjómmálasamband þegar í stað. toginn hafi rætt um öryggisráð- stafanir og mengunarvarnir við verkamenn í kjarnorkuverinu og fjölmarga íbúa borgarinnar Slav- útísj sem byggð var handa þeim 100.000 borgurum er fluttir voru á brott vegna geislunarhættu eftir slysið. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir að verja ekki fólk fyrir geislun- inni. Á ferðalagi sínu hefúr Gorbatsjov ráðist á þá sem hann segir misnota sér umbótastefti- una og aukið tjáningarfrelsi; með þvi að heimta mun hraðari um- bætur séu sumir þeirra að skara eld að eigin köku. Sovétleiðtoginn ræddi við verka- menn í borginni Dónetsk á miðviku- dag og sagði þá að lélegur árangur umbótastefnunnar á sumum sviðum efldi andstöðu við áætlanir hans. Oft væm það lágt settir embættis- menn sem þar fæm í fararbroddi. Hann varaði einnig við of snöggum breytingum. „Við vísum ofurrót- tækni og hugmyndum um risastökk fram á við á bug eins og hverri annarri vitleysu," sagði Gorbatsjov. Þjóðemiskennd hefur látið á sér kræla í Úkraínu eins og mörgum öðmm Sovétlýðveldum og hefur lögregla fengið skipun um að bijóta á bak aftur allar mótmælaaðgerðir í nánd við ferðaleið Gorbatsjovs. í borginni Lvov vom níu forystumenn úkraínskra þjóðemissinna teknir í vörslu lögreglu meðan leiðtoginn var þar á ferð í byijun vikunnar. Talsmenn þjóðemissinna sögðu að mörgum borgarhverfum hefði verið lokað til að koma í veg fyrir „óvænt- ar uppákomur". Reuter Míkhail S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi og eiginkona hans, Raísa Gor- batsjova, ræða við starfsmenn í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu í Ukr- aínu í gær. Flokksmálgagnið Pravda réðst nýlega harkalega á litháensku þjóð- arhreyfinguna Sajudis og þykir stjómmálaskýrendum allt benda til þess að örvænting hafí gripið um sig í flokksforystunni. Sajudis gerir sér vonir um að fá allt að 30 af 42 þingsætum Litháens á sameigin- legu fulltrúaþingi Sovétríkjanna sem kosið verður til 26 mars. Sum- ir af leiðtogum Kommúnistaflokks Litháens em opinberlega félagar í hreyfíngunni, sem ekki kallast stjómmálaflokkur en berst fyrir auknu pólitísku sjálfstæði og vemd- un litháenskrar menningar. rravda sagði vissa hópa innan Sajudis taka undir kröfur þjóðemissinna er krefj- ist fulls sjálfstæðis Litháens. Þjóð- emissinnar hefðu í hávegum „borg- aralegar þjóðfélagskenningar“ og sumir háttsettir félagar í miðstjóm kommúnistaflokksins hefðu látið í ljós „andúð á Sovét-Litháen“, þ.e. tekið undir sjálfstæðiskröfumar. Heimildarmenn segja lögreglu hafa ráðist með bareflum á þátttak- endur í nokkur þúsund manna mót- mælagöngu í Tíflis í Georgíu síðast- liðinn laugardag. Sjá einnig bls. 20: „Sajudis hugsar sér____“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.