Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 17 sjálfkjörinn til forustu. Varð hann forstjóri Landsvirkjunar um mitt ár 1965 og hóf þá hvort tveggja í senn að byggja upp stjóm og rekstur hins nýja fyrirtækis og undirbúa útboð og framkvæmdir við Búrfells- virkjun. Var hin farsæla bygging þessa mikla mannvirkis ótvírætt hátindurinn á starfsferli Eiríks Briems. Með byggingu Búrfellsvirkjunar var brotið blað í tækniþróun hér á landi. Þetta var ckki eingöngu vegna stærðar virkjunarinnar, en hún fjórfaldaði nánast framleiðslu- getu vatnsorkuvera hér á landi, heldur krafðist bygging hennar lausnar á mörgum nýjum tæknileg- um vandamálum, sem fylgja beizlun hinna stóru jökulfljóta hér á landi. Má þar til dæmis nefna ísvandamál- in, en margir voru vantrúaðir á, að þau mætti leysa tryggilega, nema með óheyrilegum kostnaði. Þótt Eikríkur væri að sjálfsögðu ekki á meðal manna, sem glímdu beint við hönnunarvandamál virkjunarinnar eða sæi um daglega stjóm fram- kvæmda, hvíldi á herðum hans meg- inþungi ábyrgðarinnar á vali þeirra lausna og aðferða, sem að lokum var treyst á. Ekki er ofsagt, að Búrfellsvirkjun hafi verið eldvígsla íslenzkra verkfræðinga, tækni- manna og verktaka, sem eftir þetta voru fullfærir um að glíma við hvaða verkefni sem var við virkjun íslenzkra fallvatna. Sú erlenda þátt- taka í hönnun og framkvæmdum, sem nauðsynleg var við Búrfell, heyrir sögunni til, og íslendingar standa nú hverri þjóð annarri á sporði um alla þætti í virkjun, jafn- vel mestu stórfljóta hér á landi. Þar er nú enn að verki sá hópur hæfi- leikamanna, sem brutu ísinn við Búrfell undir forustu Eiríks Briems fyrir tæpum aldarfjórðungi. Framkvæmdum við Búrfell var vart lokið, þegar hafínn var undir- búningur að næstu stóráföngum við virkjun Þjórsár og Tungnaár. Komu þar fyrst miðlunarmannvirki við Þórisvatn, en síðan virkjanir Tungnaár við Sigöldu og Hraun- eyjafoss, en með hveijum áfanga jókst hlutur íslendinga í hönnun mannvirkjanna, framkvæmd verks- ins og eftirliti með því. Var Eiríki kappsmál, að svo mætti verða. í þessu naut hann þess eiginleika að vera mikill mannþekkjari og óvenju- lega glöggskyggn á hæfíleikamenn, sem hann valdi til samstarfs við sig. En fátt skiptir meira máli en gott mannval fyrir farsælan framgang í rekstri fyrirtækis, þegar til lengdar lætur. Þegar á leið áttunda áratuginn fóru heilsa og kraftar Eiríks að gefa sig, enda sparaði hann hvor- ugt, hvorki í starfi né leik. Hélt hann þó enn áfram störfum um hríð, þrátt fyrir vaxandi sjúkleika, unz hann óskaði lausnar á árinu 1983. Sjúkdómserfíðleikum sínum síðustu árin tók Eiríkur með þeirri karlmennsku og æðruleysi, sem ein- kenndi allt hans líf, og lífsgleði sinni og skopskyni hélt hann óskertu til hinzta dags. Nú að leiðarlokum stendur Eirík- ur Briem mér skýrar fyrir hugskots- sjónum en flestir aðrir, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni. í fari hans var ekkert hversdagslegt, geðið stórt, gáfumar djúpar og lífsgleðin leik- andi létt. Við erfíðustu vandamál glímdi hann af skarpri rökvísi, þekk- ingu og yfirvegun. Á gleðifundum var hann hveijum manni skemmti- legri og betri félagi. Eftir standa minningamar um allar góðu stund- imar, sem við Dóra áttum með Eiríki og Maju-Gretu og vináttu sem aldrei féll skuggi á. Ég vil fyrir hönd okkar beggja og félaga minna í stjóm Landsvirkjunar færa Maju- Gretu, sonunum tveimur og fjöl- skyldum þeirra innilegustu samúð- arkveðjur. Jóhannes Nordal Gamall vinur er kvaddur í dag. Með Eiríki Briem er horfínn einn af brautryðjendum íslenskra orkumála. Undirritaður kynntist Eiríki á unga aldri. Mér er í minni glampinn í augum föður míns þegar hann sagði að Eiríkur ætlaði að líta við eftir vinnu því í nafna sínum Briem hafði hann séð manninn sem gæti stuðlað að því að draumar hans um virkjan- ir fallvatna landsins mundu rætast. Enda skrifaði hann í gestabók Búrfellsvirlq'unar eftir gangsetningu hennar, að eftir þessum degi hefði hann beðið í 50 ár, og lætur það nærri, því Sætersmoen lagði fram áætlanir og teikningar Búrfellsvirkj- unar árið 1918. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Eiríki þá alúð sem hann sýndi föður mínum til æviloka, en hann færði honum kærkomnar fréttir stórhuga manna um virkjanir og stórfram- kvæmdir en í fararbroddi í þeim hópi stóð Eiríkur. Hann lagði það á sig að sitja einn hjá gömlum nafna sínum sem hafði tapað það mikilli heym að hann naut helst samskipta við einn mann í einu. Það er ekki aðeins athafnamaður- inn Eiríkur Briem sem kvaddur er í dag heldur gagnmerkur maður sem ekkert var óviðkomandi. Hann var jafn upplýstur um heimsmálin samt- íðarinnar, um mannkynssöguna og sögu lands og þjóðar. Minni hans var ótrúlegt. Það var eins og það sem hann hafði einhveiju sinni numið væri honum ávallt tiltækt. Eiríkur annaðist marga stærstu verksamninga sem gerðir hafa verið á íslandi. Lipurð hans og ekki síður festa, skapaði honum virðingu við- semjenda sinna og auðveldaði það framgang mála. Leikni hans í stærð- fræði var honum til mikillar hjálpar við öll þessi flóknu mál. Honum var lagið að kasta fram stöku við ýmis tækifæri og eru marg- ar ferstiklur hans gjaman á vörum þeirra sem til þekktu, svo hnyttnar voru þær og skemmtilega fram sett- ar. Ég lýk þessum fátæklegu orðum með þakklæti fyrir kjmni við góðan dreng og samvistir við hann og hans fjölskyldu í gegnum árin og bið Guð að blessa minningu hans. Karl Eiríksson Kveðja frá Rafinagns- veitum ríkisins Hinn 17. febrúar sl. lézt Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar og þar áður rafmagnsveitustjóri ríkisins. Með honum er horfínn einn af merkustu brautryðjendum þjóðar okkar í rafvæðingu landsins. Eiríkur Briem, rafmagnsfræðingur, tók við starfí rafmagnsveitustjóra rikisins 1. janúar 1947, eða þegar við stofn- un Rafmagnsveitna ríkisins. Að lo- knu námi f raforkuverkfræði við Tækniháskólann í Stokkhólmi árið 1939 starfaði hann við Statens Vatt- enfallverk í Svíþjóð, hjá Rafmagn- sveitu Reykjavíkur og Rafmagnseft- irliti ríkisins og öðlaðist þar þá þekk- ingu og reynslu, sem nauðsynleg var til að takast á við þau verkefni, sem framundan voru við rafvæðingu landsins og þá sérstaklega dreifbýlis- ins._ Á undangengnum árum hafði Raf- magnseftirlit ríkisins undir stjóm þáverandi framkvæmdastjóra þess, Jakobs Gíslasonar, síðar raforku- málastjóra, verið falið að sjá um ýmsar framkvæmdir við rafvæðing- una, en Rafmagnsveitur ríkisins og Héraðsrafmagnsveitur ríkisins tóku við því verkefni við stofnun fyrirtækj- anna. Eiríkur Briem hófst þegar handa, í samvinnu við Jakob Gíslason, ra- forkumálastjóra, við lausn þeirra gífurlegu verkefna, sem fyrir lágu, en á þessum tíma má segja að raf- væðing næði einungis til helztu þétt- býlisstaða, en rafvæðing dreifbýlisins var á algjöru byijunarstigi. Á fyrstu árum Rafmagnsveitna ríkisins var ráðist í byggingu Göngu- skarðsárvirkjunar, Rjúkandavirkjun- ar, Þvi-rárvirkjunar og endurbygg- ingu Laxárvatnsvirkjunar. Háspenn- ulínur voru lagðar frá Elliðaánum tii Suðumesja og frá Sogi að Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og Hvera- gerði. Þá var lögð lína frá Laxárvirlq'- un til Húsavíkur. í framhaldi af þessum fram- kvæmdum tók við árið 1953 svoköll- uð 10 ára áætlun um rafvæðingu landsins, sem varð eitt meginverk- efni Eiríks Briem, sem rafrnagn- sveitustjóra ríkisins á næsta ára- tugnum. Hér var um að ræða virkjan- ir, stofnlínur og viðamikið dreifíkerfi. Erfitt er, í stuttu máli, að lýsa áhrifum þeirra miklu framkvæmda, sem fylgdu í kjölfarið með tilliti til þeirra breytinga á lifnaðarháttum og í atvinnulífi þjóðarinnar sem raun varð á. Eiríkur sagði mér oft sögur af þvi, hver breyting varð á högum manna þegar rafmagnið kom heim í sveitarfélagið, heim á bæinn og hver viðbrögð manna urðu. Við, sem búum við rafmagnið sem sjálfsagðan hlut nú á tímum, skiljum slíkt vart. Á þessu tímabili stjómaði Eiríkur m.a. lagningu um 3.800 km há- spennukerfís til um 65 kaupstaða, kauptúna og byggðakjama og um 3.000 býla í sveitum, byggingu 7 vatnsorkuvera auk neðri virkjunar í Laxá í umboði Laxárvirkjunar, yfir- töku, endurbyggingu og stækkun Qölmargra dísilrafstöðva og um 40 innanbæjarkerfa í kaupstöðum og kauptúnum. Árið 1965 tók Eiríkur Briem við starfí framkvæmdastjóra Lands- virkjunar, þar sem hann átti giftu- ríkan starfsferil, en um það munu aðrir fíalla. Við hjá Rafmagnsveitum ríkisins njótum enn ávaxta hins mikla starfs Eiríks fyrir fyrirtækið og erum þakk- lát fyrir þann tíma, sem við vomm honum samferða. 1 ÚTSÍ Allt að ^ D iLA 10% afsláttur .. fl. ^ 1 piU * gluggat r 1 jöld Suðurlandsbraut 6, Sími: 91 - 8 32 15. 1 Um leið og mikilhæfur forystu- maður er kvaddur sendum við hjónin Maju-Gretu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Kristján Jónsson FERMINGARVEISLAN - í GLÆSILEGUM VEISLUSÖLUM OKKAR. f ÁR BJÓÐUM VIÐ HAGSTÆTT FERMINGARTILBOÐ: ÞRÍRÉTTUÐ VEISLUMÁLTÍÐ OG GOSDRYKKUR AÐEINS KRÓNUR; 1.985,- FYRIR MANNINN, ENGIN AUKAGJÖLD - ÖLL ÞJÓNUSTA INNIFALIN. ATHUGIÐ: TAKMARKAÐUR FJÖLDI DAGA LAUSIR. HAFIÐ SAMBAND VIÐ VEITINGASTJÓRA SEM GEFUR ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR. VEISLUSALIR ÞÓRSHALLAR FYRIR VEISLUR OG MANNFAGNAÐI HVERT SEM TILEFNIÐ ER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.