Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 27
P8PI HAÍJHHPN US JTUOAOUTgfn UIG/uIU'/UOHOM' MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 32. 27 Efiiahagsstefina ríkisstjórn- arinnar hefiir beðið skipbrot - segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins Á fundi sameinaðs Alþingis í hefði þeim mistekist að lækka gær lauk umræðum um tilkynn- vexti, þrátt fyrir að þeir hefðu ingu frá ríkisstjórninni, sem Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra kynnti þann 6. febrúar. í umræðunum gagn- rýndi Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins ríkis- stjórnina harðlega og sagði að efnahagsstefha hennar hefði beðið skipbrot. Þorsteinn sagði enn fremur, að hvað sem ráð- herrarnir berðu sér á brjóst, þá reynt að beita „handafli" til þess að ná því markmiði. í raun væru allar aðgerðir ríkissfjórnarinnar til þess fallnar að þrýsta upp vöxtum. í upphafí máls síns sagði Þor- steinn Pálsson að forystumenn stjómarflokkanna hefðu haft mjög stór orð um það þegar þeir tóku við völdum á liðnu hausti, hvemig ætti að breyta til f þjóðarbúskapn- V erðlagsyfirvöld flalla um gjaldskrár orkufyrirtækja * í gær var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um verðlag, Gengisskráning krónunnar: Hefiir við- skiptaráð- herra farið að lögiim? Kristinn Pétursson (S/Al) hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra um gengisskráningu krón- unnar. Þingmaðurinn spyr, hvort ráð- herra telji sig hafa farið eftir fyrir- mælum 18. gr. laga um Seðlabanka íslands varðandi gengi íslensku krón- unnar og miðað við „að halda sem stöðugustu gengi og ná jöfnuði í við- skiptum við útlönd, en tryggja jafn- framt rekstrargrundvöll útflutnings- atvinnuvega og samkeppnisgreina," eins og kveðið er á um í greininni. samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Breytingin hefur í för með sér aukið svigr- úm verðlagsyfirvalda til af- skipta af verðhækkunum. Meðal annars er þeim nú faiið að fjalla um gjaldskrár orkuvinnslufyrir- tækja og dreifiveitna. Matthías Bjamason (S/Vf) mælti fyrir nefndaráliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar í þessu máli. Sagði hann meðal annars, að það væri skref aftur á bak að fela verðlags- yfírvöldum að §alla um gjaldskrár orkufyrirtælq'a og vísaði hann í umsagnir sfjóma Sambands íslenskra hitaveitna og Sambands íslenskra rafveitna þar að lútandi. Þingmaðurinn sagði að orkuverð hefði á undanfömum árum hækk- að minna en sem næmi hækkun framfærsluvísitölunnar. Afskipti verðlagsyfirvalda gætu nú leitt til sömu vándræða og árið 1983 þeg- ar verðsprenging varð í kjölfar of lítilla hækkana árin á undan. Hann sagði að lokum, að ef orkufyrir- tækin fengju ekki eðlilega gjald- skrá, þá myndu erlendar skuldir þeirra aukast og þar með skuldir þjóðarbúsins. um. Aðgerðir þeirra hefðu hins veg- ar verið smáar og þannig hefðu þeir valdið gengisfellingu stóryrð- anna. Rfkisstjómin hefði kallað fyrstu aðgerðir sínar biðleik og boð- að að gripið yrði til varanlegra ráð- stafana. Þessar varanlegu ráðstaf- anir virtust ætla að felast í varan- legum taprekstri fyrirtækja í sjáv- arútvegi og samkeppnisiðnaði. Þorsteinn benti á, að fyrir lægju upplýsingar frá Seðlabankanum um hækkun raungengis eftir efna- hagsráðstafanimar. Þó hefði for- sætisráðherra lýst því yfír, að það þyrfti að lækka. Taldi Þorsteinn að þetta ástand myndi leiða til viðvar- andi rekstrarhalla hjá útflutnings- fyrirtækjum. Síðan vék hann að verðbólgunni og sagði hana hafa aukist eftir að ríkisstjómin hefði haft forgöngu um að brjóta niður eigin verðstöðvun. Nú bentu spár til þess að hún yrði á bilinu 20 til 30 af hundraði á fyrri hluta þessa árs. Þetta hefði gerst þrátt fyrir þann ásetning ríkisstjómarinnar að lækka verð- bólguna. Ríkisstjómin hefði líka ætlað sér Þorsteinn Pálsson að lækka vexti. Það hefði mistek- ist, hvað sem ráðherrar berðu sér á brjóst. Hin nýja handaflsleið hefði ekki borið árangur. Hún hefði hins vegar leitt til mikillar óvissu í pen- ingamálum. Til dæmis væru fram- undan langvarandi málaferli vegna ákvörðunar stjómarinnar um nýja lánskjaravisitölu. Hann bætti því við, að ríkisstjómin væri að kalla yfir þjóðina stórfelldar erlendar lán- tökur og þar mætti fínna eina orsök vaxtahækkana. í raun væm allar aðgerðir ríkisstjómarinnar til þess fallnar, að þrýsta upp vöxtunum. Þorsteinn ræddi síðan um þau markmið stjómarinnar að koma af stað uppstokkun og skipulagsbreyt- ingu í atvinnulífinu. Spurði hann hvort ná ætti því marki með því að dæma undirstöðuatvinnuvegina til hallareksturs, koma upp viða- miklu sjóðakerfi og ná í gegnum það valdi yfír fyrirtækjum vítt og breitt um landið. Það væri beðið eftir því að best reknu fyrirtækin kæmust í sömu stöðu og sjóðafyrir- tækin em í í dag. Þetta væri vissu- lega skipulagsbreyting, en skyn- samleg væri hún ekki, því þetta leiddi til minni verðmætasköpunar og versnandi lífskjara. Þorsteinn Pálsson sagði í lok ræðu sinnar, að á síðustu vikum hefðu ýmsir úr stjómarherbúðunum komið fram á ritvöllinn og kveðið þyngri dóma yfír stjómarstefnunni heldur en stjómarandstaðan hefði gert. Vitnaði hann meðal annars í Guðjón B. Ólafsson forstjóra Sam- bandsins og Skúla Alexandersson alþingismann Alþýðubandalagsins ( því sambandi. Sagði Þorsteinn, að sú efnahagsstefna, sem stjómin hefði boðað með komu sinni og ■ síðan endumýjað í tilkynningunni 6. febrúar hefði nú beðið skipbrot. í ljósi þess ætti að knýja á um breyt- ingar á stjómarstefnunni. Sala áfengs öls: Höfiim staðið okkur illa í forvarnarstarfinu - segir Svavar Gestsson, menntamálaráöherra Þijár fyrirspurnir varðandi fræðslu og forvarnir vegna sölu áfengs öls hér á landi voru til umræðu á fimdi sameinaðs Alþingis í gær. Svavar Gestsson menntamálaráðherra sagði að ekki hefði verið nægilega mikið að gert I sambandi við fræðslu meðal skóla- fólks. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) sagðist harma það vonleysi, sem hefði gætt í máli ráðherrans. Til umræðu voru þijár fyrir- spumir um fræðslu og forvamir í áfengismálum; ein frá Inga Bimi Albertssyni (B/Vl) og tvær frá Guðrúnu Agnarsdóttur (Kvl/Rvk). Forsætisráðherra: 40% fyrirtækjanna hafa ekki rekstrargrundvöll Um 200 fyrirtæki hafa sótt um fyrirgreiðslu hjá Atvinnutryggingarsjóði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði ( þing- ræðu sl. föstudag, að Atvinnu- tryggingarsjóður hafi afgreitt u.þ.b. 90 umsóknir af tæplega tvö hundruð. Af þessum umsóknum hafi nálægt 55 verið afgreiddar jákvætt, það er skuldbreyting hefiir fengizt. Önnur fyriríæki hafi fengið neitun. Það er álit starfsmanna Byggðastofnunar, sagði forsætisráðherra, að 40% fyrirtæiga sem þarna sækja um, „fái neitun á þeirri forsendu að þau hafi ekki rekstrargrundvöll að mati samstarfsnefhdarinnar“. Sum þessara fyrirtækja hafa já- kvæða eiginfjárstöðu, sagði forsæt- isráðherra, þótt rekstrargrundvöll skorti. Önnur hafa mjög neikvæða Bækur um Exel töflureikni HJÁ fyrirtækinu Tölvutali eru komnar út tvær bækur fyrir töflu- reikninn Exel og er önnur bókin sniðin fyrir Macintosh-tölvur, en hin fyrir IBM og samhæfðar vél- ar. Höfundar bókanna eru Guðjón ísberg og Rafii Sigurðsson. Forritinu má skiptaí fjóra hluta; Töflureikni, Gagnasafn, Gröf og Macro. Bækumar fjalla um þijá fyrstu hlutana og vikið er að þeim fjórða, en sérstök bók um hann er í smíðum. í fréttatilkynningunni segir að, bækumar séu ætlaðar jafnt byij- endum sem og þeim sem þegar hafa kynnst Exel. Fjallað er um allar skip- anir og áhrif þeirra útskýrð með dæmum. Tekin eru fyrir atriði eins og töflu- og eyðublaðagerð, uppsetning og notkun gagnasafna, teiknun sam- felldra falla, notkun fjármálafalla og uppsetning reikninga. Báðar eru bækumar um 300 bls. að stærð og fjölritaðar af Stensli hf. Hönnun kápu annaðist Guðjón Ingi Hauks- eiginfjárstöðu „og alls ekki séð, hvemig þeim verður komið til að- stoðar án þess að málið sé gengið í gegnum gjaldþrot eða nauðungar- samninga ...“ Sum þessara fyrirtækja „em meginstoð atvinnulífs í byggðarlög- um allt í kringum landið," sagði hann ennfremur. „Ég hef óskað eftir því við Byggðastofnun að hún skoði slík fyrirtæki mjög vandlega og sömuleiðis hef ég beint þeirri ósk til viðskiptabanka og Fiskveiða- sjóðs að þeir geri það. Ríkisstjómin hefur ekki sjálf haft afskipti af þeim málum. Að mati forstjóra Byggðastofnunar eru það 15-20 fyrirtæki sem eru máttarstoð at- vinnulífs í byggðarlögunum." Forsætisráðherra sagði að ríkis- valdinu væri skylt „að skoða það atvinnuástand sem skapast á ýms- um stöðum ef fyrirtækin stöðvast ... Ég tel fyrir mitt leyti að hluta- ijársjóður Byggðastofnunar geti orðið mjög mikilvægur í þessu sam- bandi ...“ Svavar Gestsson menntamálaráð- herra var spurður hvort hann hefði beitt sér fyrir sérstöku fræðsluá- taki vegna sölu áfengs öls hér á landi 1. mars næstkomandi. Ráð- herra sagði að eitt og annað hefði verið gert í málinu; staðið hefði verið fyrir samkeppni meðal skóla- nema um einkunnarorð og texta með myndbandi, bæklingar hefðu verið sendir í skóla og kennurum bent á að þeir gætu nálgast fræðsluefni hjá Námsgagnastofn- un. Annars vegar væri þama á ferðinni almenn fræðsla um fíkni- efni en hins vegar um bjórinn sér- staklega. Menntamálaráðherra talaði um að fjölmiðlar hefðu verið fullir af umfjöllun um bjórinn og í sumum tilvikum væri engu líkara en að jólin væru að koma þann 1. mars. „Ég dreg enga ijöður yfír að við höfum ekki staðið okkur nógu vel,“ sagði hann. „Við höfum reynt fræðslu, en við höfum ekki ráðið yfír aðferðum sem duga til að andæfa gegn þessu óskaplega flóði." Ráðherra bætti því við, að nauðsynlegt væri að hoifast I augu við staðreyndir og ekki hefði verið nægilega mikið að gert f þessum efnum. Ingi Bjöm Albertsson sagði að víða virtist pottur brotinn í frasðslumálunum og f mörgum skólum hefði ekkert forvamastarf átt sér stað. Athyglisvert væri, að ráðherra og ráðuneyti hans virtust gersamlega' ráðþrota í málinu. Guðrún Agnarsdóttir lýsti von- brigðum sínum vegna þess hve seint fræðslustarf hefði hafíst vegna sölu bjórsins. Sagðist hún að lokum harma vonleysið, sem gætt hefði í máli menntamálaráð- herra. Áfengisvarnaráð: Lögaldur við kaup á áfengi hækkaður í Bandaríkjunum HVAÐ má helst tíl varnar verðaT, spyr Áfengisvamarráð f frétt sem blaðinu hefiir borist. Þar segir að nú sé mikið rætt um forvamir f tengslum við að sala á áfengum bjór hefiist hér á landi á næst- nnni í fréttinni segir að Bandaríkja- menn hafí nýverið hækkað lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár og að Banda- ríkjaþing hafi samþykkt í haust að á öllum áfengisumbúðum yrðu fram- vegis viðvaranir, líkt og á tóbaksum- búðum hér. Sovétmönnum hafi tekist að draga úr drykkju um meira en helming frá árinu 1985 og hefur tjón vegna dryklqu minnkað að sama skapi. „Þama hafa komið til svipaðar að- gerðir og Bandaríkjamenn beita, m.a. hækkun lögaldurs til áfengis- kaupa, svo og víðtækari hömlur aðr- ar og efling bindindissamtaka." Þá segir og að í mörgum þróunarl- öndum, þar sem áfengi er selt, eru takmarkanir litlar, hömlur lélegar og lögaldur til áfengiskaupa lágur. Loks er spurt: Hvað gerum við?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.