Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 41 Þessir hringdu . . Hveraig viðrar í Bláflöllum? Gunnar Ólafsson hring’di: Það fer fyrir mér eins og hundr- uðum og jafnvel þúsundum ann- arra, sem hringja í veðursímann í Bláfjöllum. Þá segir í símsvaran- um, að svæðið verði opið á ein- hveijum tilteknum tíma og síðan kemur ófullkomin veðurlýsing, sem því miður er enginn vegur að treysta. Ekkert er um það sagt, hvenær skilaboðin eru lesin inn. Segjum, að það sé gert klukkan átta um morguninn, en tveimur tímum seinna er útlitið ef til vill gerbreytt. Símsvarinn segir klukkan hálftíu, að í Bláflöllum sé „gott veður" og heiðskírt. Þeg- ar maður kemur upp eftir klukk- utíma seinna eða svo, með flöl- skylduna með sér, þá er þoka nið- ur í dalbotna eða kannski él og hvassviðri, þar sem farið er úr lyftunni. Þetta er dýrt spaug, pen- ingalega, en hitt er verra, að böm- in verða treg til að koma næst. Þama verða að koma til staðlaðar upplýsingar um veðurlagið í fyöll- unum, þannig að fólk viti, að hveiju það gengur, að því er helstu veðurþætti varðar, bæði uppi og niðri. Einnig verður að koma fram klukkan hvað veður- lýsingin er lesin inn og loks verð- ur að endumýja veðurlýsinguna á um það bil tveggja tíma fresti. Smekkleysa 7996-9788 hringdi: Ég varð bæði undrandi og reið yfir þeirri smekkleysu, hvemig Geirfinnsmálið var riijað upp í þættinum „Á því herrans ári 1974“ í sjónvarpinu á þriðjudags- kvöld. Allir hljóta að skilja, hvað aðstandendur mannsins hafa mátt líða á sínum tíma, svo að það hefði einnig mátt vera ljóst, að hæpið væri að vega nú í sama knémnn með því að ýfa upp göm- ul sár. Það var margt vel gert í þessum þætti, eins og þeim sem á undan eru gengnir, en þama gættu umsjónarmennimir ekki að sér og fóra yfir strikið. Heiðrum Bogdan Anton Erlendsson hringdi: Mig langar til að koma þeirri hugmynd á ML 1 framfæri, að við fw W * s jpj íslendingar heið- ram handbolta- þjálfarann okkar góða, Bogdan Kowalczyk, sem nú hefur tekist öðra sinni að koma okkur í kastljós heimsins. Hefur hann ekki unnið til, að við sæmum hann fálkaorðunni? Aldamótakyn- slóðin man hrein- ar gangstéttar Pétur Pétursson hringdi: Ég var að lesa viðtal við Þóri Guðbergsson, yfírmann ellimála- deildar Reykjavíkurborgar, á bak- síðu Morgunblaðsins um snjóm- okstur hér í borginni. Á kreppuár- unum vora götumar hreinsaðar af snjó, og gangstéttamar llka. Það var gert í atvinnubótavinnu. Kallaðar vora út heilar hersveitir af verkamönnum og mokað með handafli, því að þá vora engar stórvirkar vinnuvélar tiltækar. Þá var séð fyrir, að borgaramir gætu gengið um sínar eigin gangstéttir. Nú virðist ekki nóg að hafa gatna- málastjóra, heldur virðumst við einnig þurfa á gangstéttamála- stjóra að halda. Hugsa sér þetta ástand — að dæma gamalt fólk í stofufangelsi og setja á það út- göngubann. Það er ekki sæm- andi. Þó að aldamótakynslóðin, sem alltaf er verið að tala um, sé nú á fallanda fæti, þá man hún hreinar gangstéttar í Reykjavík. Og raunar granar mig, að það standi einhvers staðar í lögreglu- samþykkt, að hveijum sé skylt að hreinsa frá sínum eigin dyram. Þegar menn era ekki lengur-fær- ir um slíkt, þarf borgin að koma til hjálpar. Það ætti heldur ekki að vera vandkvæðum bundið á þessari vélaöld, þegar hálfur ann- ar Reykvíkingur er um hvem bíl. Hvers vegna notum við ekki frá- rennslisvatn hitaveitunnar til að leysa þetta vandamál á ódýran hátt? Við sjáum það víða gert með ágætum árangri héma í mið- bænum. Og svo sjáum við skaf- lana og svellbunkana annars stað- ar, þar sem þessi auðlind okkar er ekki nýtt, jafnvel fyrir framan flölsótt veitingahús, sem ekki virðast ráða við að gera hreint fyrir sínum dyrum. HEILRÆÐI \ Ökumenn: Áfengi er slæmur förunautur. Ölvaður maður við stýri er stórhættulegur og getur valdið sj&lfum sér og öðrum ólýsanlegu tjóni. Sýnið ábyrgð, verið allsgáð við stýrið. r STORKOSTLEG VERÐLÆKKUN r A KLASSÍSKUM GEISLADISKUM VERÐ FRÁ con KRONUM Geturn nú boðið um 600 titla af klassískri tónlist á geisla- diskum frá helstu útgefend- um heims svo sem Philips, CBS, Deutsche Grammo- phon, EMI, Decca og Archiv. Aðeins er til eitt til þrjú ein- tök af hverjum titli. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Opið er á laugardögum til kl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.