Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24.: FEBRÚARi 1989 Ábyrgð forystu- manna launþega eftir Ottó A. Michelsen Ekki hafa farið fram hjá þjóðinni viðbrögð nokkurra forystumanna launþega við því, að Vinnuveitenda- samband íslands vill fá skorið úr fyrir dómi vissum ágreiningi um framkvæmd verkfalla. Þegar aðrir aðilar eiga í hlut heitir þetta að leita réttar síns, en í þessu máli er engu líkara en Vinnuveitendasambandið og Flugleiðir, sem eru hinn formlegi aðili að málinu, hafí framið meiri háttar glæp. Viðbörgð launþegaforystunnar eru afar fróðleg. Ögmundur forseti BSRB telur hér vera tekist á um sjálfan tilverurétt launþegasamtak- anna og möguleika þeirra til að semja um kaup og kjör. í yfírlýsingunni felst, að forsetinn telur verkalýðs- baráttu ómögulega innan ramma laga og réttar. Svo langt er hans hugmyndaheimur frá siðuðu nútíma- þjóðfélagi. Ásmundur forseti ASÍ hefur gefíð til kynna, að hann kunni að beita áhrifum sínum í stjóm stærstu ferðaskrifstofu landsins til að hafa viðskipti af Flugleiðum verði ekki látið af ætlan VSÍ að leita rétt- ar síns. Ögmundur hefur raunar gef- ið hið sama í skyn að því er varðar utanlandsferðir félaga BSRB. Guð- mundur J. formaður Dagsbrúnar hefur nú tekið í sama streng og í sínum véfréttarstíl gefíð Flugleiðum til kynna hvers er þörf til að flutning- ar Dagsbrúnarmanna til útlanda verði ekki í höndum erlendra flugfé- laga. Þessi þrenning hótar purkunar- laust viðskiptum við erlend flugfélög fremur en Flugleiðir, nema VSIhætti við þá ósvinnu að láta reyna á rétt félaga sinna fyrir dómi. Þetta er umbúðalaus tilraun til fjárkúgunar af hálfu forystumanna almannasam- taka, sem telja tugi þúsunda manna innan sinna vébanda og í þeirra nafni. Með þessari afstöðu eru for- ystumennimir að gera kröfu til að vera óbundnir af réttarríkinu og dómstólum þess. Flugleiðum er ógn- að með verulegum missi viðskipta ef VSÍ heldur hugsanlegum rétti fé- laga þess til laga. Og krafan að baki hótuninni er í allri sinni nekt krafan um, að verkalýðsfélag megi í kjara- deilum gera hvað sem er og aldrei þurfa að standa ábyrgt gerða sinna þvert á það, sem öllum öðrum aðilum í þjóðfélaginu er ætlað að gera. Hvað svo sem áður var er þetta ekki leng- ur siðaðra manna háttur. Forystumenn launþegasamtaka hafa tekið að sér mikilvægt þjóð- félagslegt verkefni og þeirra ábyrgð í störfum er mikil. Enginn getur láð þeim, að þeir vilji ganga eins langt í baráttunni fyrir málstað umbjóð- enda sinna og þeim er kostur. En því eru takmörk sett hvað þeir geta leyft sér. Meðal þess, sem ekki má í því efni, er að gera kröfu til, að þeir og verkalýðshreyfíngin séu yfír réttarríkið hafnir. Þeir mega ekki Ottó A. Michelsen. „Þessi þrenning hótar purkunarlaust viðskipt- um við erlend flugfélög- fremur en Flugleiðir, nema VSI hætti við þá ósvinnu að láta reyna á rétt félaga sinna fyrir dómi.“ gera kröfu til að nú undir lok 20. aldarinnar beri að heyja kjarabaráttu utan við lög og rétt okkar hinna. Þær aðferðir mátti vetja meðan ver- ið var að slást um hagsmuni, sem ekki verða metnir til peninga eins og samningsréttinn sjálfan. Eftir að baráttan féll í þann farveg að vera eingöngu um krónur, og í seinni tíð fyrst og fremst um innbyrðis skipt- ingu þeirra innan verkalýðshreyfing- arinnar sjálfrar, eiga ólögmæt meðöl ekki rétt á sér. Sá málstaður er góður að knýja á um batnandi kjör launþega og þeim mun betri sem launþeginn er lakar settur fyrir. Þeim málstað er hins vegar ekki gert gagn með því að ala á ófriði og frelsi til handalögmála í skiptum launþega og atvinnurek- enda. Þaðan af síður er það mál- staðnum til framdráttar að láta ágreining þessara aðila bitna á óvið- komandi, blásaklausu fólki. Reynsla launþega af þessum að- ferðum undanfama áratugi er mjög slæm og þar er ekki eingöngu um að kenna íhaldssemi í atvinnurekend- um-og vondum ríkisstjómum, því að kaupmáttur launþegans verður víða til. Og vafalaust má innan ramma réttarríkisins sækja af fullum þunga öll þau svið, sem í raun búa til kaup- mátt launþegans. Þessum góða mál- stað er alla vega freklega misboðið, þegar forystumenn reyna að beita Qárkúgun í hans þágu. Það meðal helgar tilgangurinn ekki. Höfundur er skrUtvélameistnri. Opið bréf til heilbrigðis- ráðuneytísins eftir Guðrúnu Marteinsson Ég undirrituð leyfí mér hér með að senda þetta bréf í eign-fiafni til að ræða þau vandamál sem sjúkra- húsin í Reykjavík standa nú and- spænis og leyfí mér að taka orðrétt úr bréfí frá Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu dags. 1. febr- úar 1989. „Samkvæmt nýsamþykktum fjár- lögum fyrir árið 1989 hefur launalið- ur allra stofnana verið lækkaður um 1,5% frá því sem var í frumvarpi til fjárlaga. Var þetta gert í þriðju umræðu í Alþingi. Til viðbótar þess- ari lækkun verður greiðsluáætlun hverrar stofnunar lækkuð um 2,5% og er því í raun um 4% lækkun á launalið að ræða.“ í bréfinu segir ennfremur: „I raun þýðir þetta að stjómendur stofnana þurfa að taka á launamál- um sinna stofnana strax og gera áætlun fyrir árið út frá þessum for- sendum. Það sem nefnt hefur verið til endurskoðunar fyrir stjómendur eru yfirvinnu- og álagsgreiðslur, af- leysingar og námsleyfi. Einnig er boðað stóraukið eftirlit með launa- greiðslum og að óheimilt sé að ráða í nýjar stöður nema fyrir Iiggi heim- ild fjármálaráðuneytis og að áætlað sé fyrir þeim stöðum í fjárlögum." Eins og fram kemur í bréfinu hef- ur verið ákveðið að skerða fjárlög um 4%, l*/2% skerðing fyrst af upp- hafs fjárlögum. Sfðan nú 2'/2% f við- bót. Hjá Landakotsspítala, þar sem ég starfa, nemur þetta um 26 millj- óna skerðingu á launum starfsliðs. Allt síðastliðið ár hafa mjög mikl- ar lokanir verið í gangi, unnið hefur verið að því að draga úr yfirvinnu og álagsgreiðslum, afleysingum og námsleyfum. Það virðist samt í bréf- inu eins og þetta sé alveg ný hug- mynd! Til að mæta þessari skerðingu hefur sú ákvörðun verið tekin á St. Jósefsspítala, Landakoti, að loka um 40 rúmum af 141 rúmi sem við höf- um til umráða — í 4 mánuði — með- an á sumarleyfum stendur. Sfðan einni deild — 28 rúma — út árið. Þetta þýðir að það eru nú aðeins 100 rúm til staðar til að veita þá þjón- ustu sem ætlast er til. Til að skýra þetta nánar verðum við í fyrsta lagi að veita langlegu- sjúklingum, sem eru að meðaltali um 22 á mán., þjónustu. Þetta eru aldraðir sjúklingar, bæði úr Reykjavík og utan af landsbyggð- inni. Það verður að viðurkenna, að sú þjónusta sem þeir fá á okkar bráða spítala er ábótavant, þótt allir séu af vilja gerðir, til að mæta þörfum þeirra. Þessir einstaklingar eru komnir til okkar vegna bráðra veik- inda. Þeir fá þá lækningu og hjúkrun sem þeir eiga rétt á, meðan verið er að sinna þessum bráðaveikindum, hvað svo sem það kann að vera, slys, með mismunandi alvarleg brot, lungnabólga, magasár, heilablóðfall o.s.frv. En hvað gerist? Þessir öldr- uðu einstaklingar eiga síðan ekki f önnur hús að venda, búa oft aleinir heima, hafa enga aðstöðu til að geta farið heim aftur. Húsnæði heima ekki til þess fallið að taka á móti þeim, þrengsli, þröskuldar, þröngar dyr, óhentug eldunaraðstaða og snyrting, vegna þess að göngugrind- ur eða hjólastólar eru yfírleitt nauð- synlegt tæki fyrir þessa sjúklinga. Sumir hafa maka eða jafnvel „böm“ sem eru orðin 70 ára og eldri heima fyrir og lítið betur á sig komin en sjúklingamir. Engin hjúkrunarpláss. Á sjúkra- húsi, eins og St. Jósefsspítala, er þessum einstaklingum hjúkrað vel, en þar er lítil sem engin sjúkraþjálf- un, föndur, iðjuþjálfun eða dægra- stytting. Engin aðstaða eða mögu- leikar til að endurhæfa, eða mæta félagslegum og andlegum þörfum þessara sjúklinga. Síðan eru það bráðavaktirnar , 7-8 dagar í mánuði allt árið. Þá fáum við inn 22 sjúklinga á sólarhring að meðaltali, fárveika, bæði af höfuð- borgarsvæðinu, svo og utan af landi. Nægur útbúnaður er fyrir hendi og læknisaðstaða á flestum sviðum. Nú sem stendur er ekki skortur á hjúkmnarfræðingum eða sjúkralið- um, aðeins fáliðað á gjörgæslu og svæfingadeild. En aðeins 100 rúm. Hvar lendir þetta bráðveika fólk? Á göngum!!, sem er engan veginn forsvaranlegt. Guðrún Marteinsson „Deildum er lokað — vegna sparnaðar. Getur verið að ráðamönnum heilbrigðis- og §ár- málaráðuneytanna sé ókunnugt um það alvar- lega ástand sem blasir nú við?“ Sjúklingamir eru alveg furðu skilningsgóðir — þakklátir og þolin- móðir. Starfslið reynir að gera hið besta við erfiðar aðstæður. Hvar á að leggja næsta sjúkling? Það er hávaði, kuldatrekkur, engin aðstaða í rauninni til að hjúkra eða lækna viðkomandi, en allir hafa látið sig hafa þetta. Þar sem öll sjúkrahúsin eru neydd til að loka deildum vegna þess að skerðing fjárlaga til sjúkrahúsa neyðir þau til að minnka þjónustuna, eru allir í sömu vandræðum og þörf- in fyrir bráðaþjónustu eykst, þetta er því miður langtímavandamál, og fer nú versnandi. Hægt er að færa rök fyrir að ekki verði mögulegt að sinna bráðavöktum eins og áður hef- ur verið gert með öllum þessum lok- unum deilda. Og nú er ákveðið að við skerum niður um 26 milljónir á Landakoti í viðbót! Hveijir eru_ forsvarsmenn þessara sjúklinga? ASÍ, BSRB og önnur stétt- arfélög berjast fyrir rétti launafólks. Öldrunarfélög, Félag aldraðra, fé- lagssamtök ýmis, einkastofnanir og sjálfseignarstofnanir hafa barist fyr- ir hinum öldruðu, þótt þeir komist að vísu ekki langt, eins og lesa má um í grein í tímaritinu Þjóðlíf í jan- úar 1989. En biðlistar þeirra sem þjáðir eru og þungt haldnir í þjóð- félaginu af öllum mögulegum sjúk- dómum lengjast. Sem dæmi: Á St. Jósefsspítala, Landakoti, má sjá á yfirliti fjölda sjúklinga á biðlistum og biðtíma: Heildarfjöldi sjúklinga á biðlista: 320 dagar Meðalaldur sjúklinga á biðlista: 55,2 ár Meðalbiðtími á handlækningadeild: 413 dagar Hver berst fyrir því að þessir sjúkl- ingar fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á? Hver tekur upp hanskann fyrir bóndakonu sem býr i sveit og hringir? Hún er búin að bíða í IV2 ár, hún spyr kurteislega hvort von sé til að hún komist á næstunni í aðgerðina, svo hún geti orðið starf- hæf fyrir vorannir og sinnt heimili. Slíkar fyrirspumir eru daglegur við- burður, stundum oft á dag. Hvað sparast þegar á heildina er litið við að láta þetta fólk lönd og leið? Er ekki komið nóg? Mælirinn orðinn fullur. Og starfslið sem starfað hefur, sumt svo ámm skiptir, við þjónustu- grein sem það hefur kosið að vinna við af áhuga og lífslöngun, það horf- ir á þetta öngþveiti í kringum sig, læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkra- liðar og margt annað mikilvægt starfslið í heilbrigðisstéttum. Deildum er lokað — vegna spam- aðar. Getur verið að ráðamönnum heilbrigðis- og íjármálaráðuneyt- anna sé ókunnugt um það alvarlega ástand sem blasir nú við? Fróðlegt væri að fá svör við þessum spuming- um hjá háttvirtu heilbrigðismála- ráðuneytinu. Er þjóðin samþykk þessum ráð- stöfunum stjómvalda? Sem hjúkmn- arforstjóri þætti mér gagnlegt að vita hvemig bregðast megi við þessu ófremdarástandi nú þegar, á ein- hvem viðunandi hátt. Við emm ráð- þrota. Lokun deilda á sjúkrahúsum er ekki lausn á efnahagsvanda þjóðar- innar. Höfundur er hjúkrunarforstjóri á Landakotsspítala. Píanótónleikar Tónllst Jón Ásgeirsson Evrópusamband píanókennara, EPTA, var stofnað fyrir ellefu ámm og á vegum íslandsdeildar þessara samtaka verða haldnir femir tónleikar fram til vors og vom þeir fyrstu haldnir í íslensku ópemnni sl. mánudag. Á þessum fýrstu tónleikum EPTA lék Þor- steinn Gauti Sigurðarson verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Liszt, Chopin og Ravel. Fyrsta verkið var ítalski kon- sertinn eftir Bach sem Þorsteinn Gauti lék vel, með skýrri fram- setningu ste§a en án þess þó að leikur hans væri gæddur þeirri hlýju, sem leggja má í Bach án þess að túlkunin verði rómantísk. Þetta sama má reyndar segja um Waldstein-sónötuna eftir Be- ethoven, Þorsteinn hefur þá tækni að valda slíku verki ágætlega vel en hættir stundum til að vera of harðhentur. í Liszt-verkinu Vallée d’Oberman og fjórðu Ballöðunni eftir Chopin vantaði þá ró- mantísku tilfinningasemi er var Liszt og Chopin uppspretta skáld- skapar og lífsaflið í tónsköpun þeirra. An tilfínningalegs út- streymis geta verk þeirra næstum umtumast í vera aðeins tækniæf- ingar. Verk Ravels, Scarbo, úr Ga- spard de la Nuit, lék Þorsteinn Gauti afburða vel. Tóntúlkun Ra- vels er leikræn, jafnvel myndræn og í Scarbo sýndi Þorsteinn að hann er feikna ömggur píanóleik- ari, er ætti með tíð og tíma að geta unnið upp sterkan og per- sónulegan leikmáta, sem þó mun trúlega ávallt vera nokkuð harð- ur. Takist Þorsteini hins vegar Þorsteinn Gauti Sigurðsson að gæða leik sinn meiri hlýju og tilfinningalegri einlægni, mætti ætla honum stóran hlut sem píanóleikara. Það var auðheyrt að Þorsteinn Gauti hafði lagt vinnu í undirbún- inginn og leiktæknilegt öryggi og íhygli einkenndi tónleikana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.