Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 25 Krístskirkja: Samleikur á gitar TORVALD Nilsson frá Svíþjóð og Símon ívarsson halda tónleika i Kristskirkju, á morgun, laugar- daginn 25. febrúar klukkan 15.30. A efnisskránni eru verk frá fimm tímabilum, frá endurreisnartímanum og allt fram til okkar daga og leika þeir félagar ýmist dúetta eða einleik. Verkin sem þeir flytja eru m.a. eftir A. Vivaldi, J. Dowland, F. Sor, F.M. Torroba og I. Albeniz. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að þvi er ekið var á rauða Subaru bifreið við Iðnskólann i Reykjavík milli klukkan 13 og 16, þriðjudaginn 21. þessa mánaðar. Þá skorar lögregla á ökumann rauðrar Toyota Carina bifreiðar, konu um þrítugt, sem lenti í árekstri við gráan Colt-bíl, á Suðurlands- braut við bensínstöð Olís, um klukk- an 13 á miðvikudag að hafa við sig samband. Einnig er skorað á vitni að þessum árekstri að gefa sig fram. Loks eru vitni að árekstri hvítrar Daihatsu-bifreiðar og blárrar Fiat- bifreiðar, á mótum Suðurlandsbraut- ar og Kringlumýrarbrautar, um- klukkan 14, þann 21. nóvember síðastliðinn, beðin að hafa samband við Slysarannsóknadeild. Magnavaka í Hafnarborg MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Magni, Hafiiarfirði, gengst fyrir svo- nefndri Magnavðku f Hafiiarborg, menningar- og listastofnun Hafii- arflarðar, laugardaginn 25. febrú- ar. Á vökunni koma fram ýmsir lista- menn og flytja Qölbreytta dagskrá í tali og tónum. Vakan hefst klukkan 14.00 og mun standa yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Öllum er heimill aðgangur, en á vökunni verður tekið á móti fijálsum framlögum í menningar- og listasjóð Magna. Að þessu sinni mun það fé sem safnast í sjóðinn renna til kaupa á „konsertflygli“ fyrir Hafnarborg. (F réttatilkynning) Thorvald Nilsson lauk gítareinleik- araprófi frá Tónlistarháskólanum í Malmö árið 1971 hjá prófessor Per- Olaf Johnson. Þar að auki hefur hann stundað nám hjá Ulf Áhslund og Gunnari Hansson, hann er kenn- ari í klassískum gítarleik við Sunds- gárdens Folkhögskola við Tónlistar- skóla Helsingborgar og við Tónlistar- háskólann í Malmö. Símon ívarsson hóf gítamám 19 ára gamall hjá Gunnari H. Jónssyni við Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Hann tók lokapróf í gítarkenn- aradeild skólans vorið 1975 og sama ár hóf hann nám í einleikaradeild' prófessors Karls Scheit við Tónlistar- háskólann í Vínarborg. Þaðan lauk hann einleikaraprófi vorið 1980. Símon starfaði í eitt ár sem gítarkennari við Tónlistarskól- ann í Luzem í Sviss. Frá 1981 hefur hann starfað sem gítarkennari við Tónskóla Sigursveins, en kennir einnig kennslufræði við sama skóla. Dansráð Islands: Ófaglærðir kennarar annast dans- kennslu „ÓFAGLÆRÐIR danskennarar hafa f æ ríkara mæli annast og boðið danskennslu bæði einir sér og við stofhanir sem beinlinis villa um fyrir almenningi hvað um er að vera,“ segir f fréttatilkynningu. Þar segir að danskennaranám taki Qögur ár hérlendis en danskenn- arastarfið hafi ekki fengist lög- vemdað. Dansráð íslands stendur fyrir könnun á danskennslu og sendir öll- um, sem auglýsa hana, bréf þar sem spurt er hvort kenndir séu dansar hjá viðkomandi og þá hvaða, hvemig þessi kennsla hafi farið fram og hver annist hana, hvort kennarinn sé með danskennarapróf og þá hvaða og hvort hann sé auglýstur sem dans- kennari. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 23. febrúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lasgsta Meðal- Magn Heildar- varð varð varð (lestir) verð (kr.) Þorskur 52,00 43,00 48,97 53,780 2.633.382 Þorskur(ósf) 49,00 45,00 46,48 21,763 1.011.556 Ýsa 71,00 30,00 54,24 6,835 370.780 Ýsafósl.) 65,00 33,00 60,14 3,794 228.168 Ýsa(2.fl.) 35,00 35,00 35,00 4,500 157.600 Karfi 32,50 23,00 25,52 50,558 1.290.335 Ufsi 16,00 16,00 16,00 0,170 2.728 Steinbítur 38,00 20,00 29 jS3 3,016 89.378 Steinbítur(ósf) 25,00 25,00 25,00 1,661 41.525 Koli 40,00 35,00 35,74 0,587 20.980 Lúöa 225,00 200,00 201,55 0,194 39.110 Keila 15,00 15,00 15,00 0,764 11.464 Skata 40,00 40,00 40,00 0,041 1.640 Skötuselur 115,00 115,00 115,00 0,022 2.530 Hrogn 130,00 100,00 110,30 0,500 60.718 Samtals 40,21 148,237 5.961.694 Selt var aðallega úr Otri HF, Stakkavík ÁR, Núpi ÞH, Gullfara HF, Náttfara HF, fró Hafbjörgu sf. og Stakkholti hf. I dag verða meðal annars seld 70 tonn af þorski, 35 tonn af karfa og 3 tonn af blálöngu úr Otri HF og óákveðið magn af blönduöum afla úr Stakkavík ÁR, frá Jóa á Nesi SH og Tanga hf. FAXAMARKAÐUR hf. f Reykjavík Þorskur 46,00 39,00 47,08 2,797 131.686 Þorskur(ósf) 46,00 33,00 43,79 40,023 1.752.452 Ýsa 44,00 29,00 36,78 1,234 45.389 Ýsa(ósf) 54,00 26,00 45,22 0,724 32.740 Ýsa(umálósl) 15,00 13,00 13,47 0,081 1.091 Ufsi 26,00 15,00 25,82 1,333 34.416 Karfi 18,00 13,00 17,36 0,940 16.315 Steinbítur 26,00 15,00 18,78 0,463 8.694 Steinbítur(ósf) 23,00 23,00 23,00 0,090 2.070 Skarkoli 68,00 25,00 60,34 0,149 8.990 Lúöa 270,00 215,00 230,99 0,086 19.865 Rauömagi 120,00 120,00 120,00 0,014 1.680 Samtals 42,88 47,934 2.055.361 Seit var úr Freyju RE og netabátum. ( dag verður selt úr neta bátum. Fjarskiptauppboö verður klukkan 11 ef á sjó gefur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 55,00 30,00 45,41 14,684 668.230 Ýsa 65,00 25,00 53,10 4,802 254.990 Ufsi 20,00 15,00 16,35 5,000 81.750 Karfi 16,00 15,00 15,00 1,246 18.696 Steinbítur 26,00 9,00 19,96 2,486 49.616 Langa 29,50 29,50 29,50 1,020 30.090 Skarkoli 44,00 44,00 44,00 0,250 11.000 Lúða 320,00 65,00 248,71 0,145 36.063 Keila 14,00 11,00 13,86 1,070 14.830 Samtals 37,95 30,703 1.165.265 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Goða GK, Matta GK og Happa- sæli SF. i dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Menningarverðlaun DV fyrir árið 1988 voru afhent í gær og er þetta í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt. Að þessu sinni hlutu verðlaunin: Björn Th. Björnsson rithöfundur og listfræðingur fyrir bók sfna, „Minningarmörk í Hólavallagarði" (Mál og menning.) Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari fyrir störf sín með íslensku kammersveitinni sem nú heldur upp á fimmtán ára afinæli sitt. Róbert Arnfinnsson leikari fyrir leik sinn i „Heimkomunni" eftir Harold Pinter sem P-leikhúsið stóð fyr- ir. Sigurður Örlygsson myndlistarmaður fyrir framlag sitt til islenskrar myndlistar á árinu 1988. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og Leifur Blumenstein byggingarfræðingur fyrir endurbyggingu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður fyrir sjónvarpsmyndim- ar „Tilbury" og „Guðmund Kamban". Valgerður Torfadóttir textílhönnuður fyrir fatahönnun sína. DV skipaði þriggja manna dómenfhdir gagnrýnenda og annarra sérfræðinga fyrir hveija list- grein, og tilnefhdu nefiidhmar iistafólkið til verðlauna. Verðlaunagripina gerði Öm Þorsteinsson myndlistarmaður en þeir eru í formi sjö marmaraskúlptúra. Á myndinni eru frá vinstri Þorsteinn Gunnarsson, Leifur Blumenstein, Sigriður Þorvaldsdóttir (fyrir Róbert Amfinnsson), Bjöm Th. Bjömsson, Rut Ingólfedóttir, Viðar Víkingsson, Sigurður Örlygsson. Á myndina vantar Valgerði Torfadóttur. (DV mynd GVA.) Málverkasýning opnar í Hafimrborg’ EDDA María Guðbjörasdóttir opnar málverkasýningu í Hafn- arborg, menningar- og lista- stofiiun Hafnarfjarðar, i dag föstudaginn 24. febrúar klukkan 17.00. A sýningunni verða 28 oliumálverk sem máluð era á siðustu áram bæði hér heima og erlendis. Edda María er fædd og uppalin í Hafnarfírði, dóttir hjónanna Juttu D. Guðbergsson listmálara og Guð- bjöms Guðbergssonar bygginga- meistara. Hún stundaði myndlistamám í Þýskalandi samfara öðm námi á ámnum 1970-1974. Þetta er fyrsta einkasýning Eddu Maríu, en mynd- ir hennar vora sýndar í glugga Málarans við Bankastræti árið 1972. Sýningin í Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 14.00-19.00. « Edda María Guðbjömsdóttir. Steindór Steindórs- Danskennara- samband Islands: Danssýning á Hótel íslandi DANSSÝNING á vegum Dans- kennarasambands íslands sem átti að vera fyrir hálfum mánuði síðan, en var frestað vegna veð- urs, verður á sunnudaginn kl. 15 á Hótel íslandi. Á danssýningunni koma fram nemendur og kennarar úr skólum innan Danskennarasambands ís- lands, og sýna bamadansa, nýja og gamla dansa, samkvæmisdansa, jassballett og klassískan ballett. Umferðin um Oseyrarbrú Eyrabakki. í VEÐURHAMNUM undanfarið hefur mikil umferð verið um Óseyrarbrúna, enda oftast að- eins fært um Þrengsli, sem er mikið snjóléttari leið en Hellis- heiði. Trúlega sparast miklir fjármunir, sem annars hefði verið varið til snjómðnings á heiðinni. Menn hafa haft á orði að upphæðin sem þann- ig sparast, jafnist á við stóran hluta Qármagnskostnaðar vegna brúar- innar. — Óskar son — Kveðjuorð Fæddur 3. mars 1917 Dáinn 13. febrúar 1989 Þótt ung við séum að ámm og skiljum ekki gang lífsins að öllu leyti, þá vitum við að Steini afi hefur verið kallaður burt. En okkur langar að þakka fyrir allar þær góðu stund- ir og minningar sem við eigum um hann. Hvar sem hann fór, fylgdi ferskur blær, og margt kenndi hann okkur sem við komum síðar til með að virða og meta þegar við þrosk- umst. Á þessum alltof fáu ámm sem við áttum saman hefur hann verið sannur afi í orði og verki. Þó hann komi ekki aftur í heimsókn I Grana- skjólið, eða fari með okkur út að keyra eins og við gerðum stundum, þá eigum við öll skemmtilegar minn- ingar frá þessum tíma sem geymast hjá okkur meðan við lifum. Guð geymi og blessi elsku afa. Afabörnin í Granaskjóli. t Elginkona mín, HREFNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Skálholtl 16, Ólafsvfk, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSÍ á laugardagsmorgun kl. 8.00. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Krlstjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.