Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 Listamaðurinn við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Júlíus Signrður Örlygsson sýnir í FÍM- salnum Sigurður Örlygsson opnar málverkasýningu í FÍM- salnum Garðastræti 6 fostudaginn 24. febrúar. Á sýningunni eru 5 stórar mynd- ir, allar 180x240 sentimetrar, sem málaðar voru í fyrra. Þær eru ný- komnar frá sýningu í Svíþjóð. Sýning Sigurðar Orlygssonar er opin klukkan 13-18 daglega og kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 14. marz. Utanrikisráðherra Sovétríkjanna: Mendingum þökkuð að- stoð vegna jarðskjálfta Utanríkisráðherra, Jóni Baldvin Hannibalssyni, hefur borist orð- sending frá Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, þar sem þökkuð er aðstoð íslendinga vegna jarðskjálftans i Sovétlýð- veldinu Armeníu. í orðsendingunni segir, að sov- éska þjóðin sé djúpt snortin vegna þeirra rausnarlegu aðstoðar, sem Islendingar hafí veitt, enda þekki þeir af eigin reynslu að einungis sé hægt að takast á við hrikaleg öfl náttúrunnar og standast þau með sameiginlegu átaki. Þá segir, að sú mikla hreyfíng samstöðu, sem komið hafí í ljós f harmleiknum í Armeníu, endur- spegli þær djúpstæðu og jákvæðu breytingar, sem nú eigi sér stað í samskiptum ríkja og fólks. „Það er sannfæring okkar að Sovétríkin og ísland geti f sameiningu lagt sitt af mörkum til að festa þessar breyt- ingar í sessi," segir í orðsendingu utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Framleiðendur og Neytenda- samtökin vilja staðla á skinku FRAMLEIÐENDUR skinku, er Morgunblaðið ræddi við i kjölfar könnunar Verðlagsstofíiunar á skinkuverði, töldu að nauðsynlegt væri að setja reglur um gæðastaðal á skinku og aðrar kjötvörur eins og Verðlagsstofiiun leggur til. Tók Jóhannes Gunnarsson, form- aður Neytendasamtakanna, i sama streng. Margir framleiðendur telja hins vegar ekki óeðlilegt að plastumbúðir utan um skinkuna séu vigtaðar með og seldar á sama kilóverði og skinkan. Þetta megi líta á sem pökkunarkostnað fyrirtækja, sem sé verulegur. Sam- kvæmt reglugerð um neytendaumbúðir, er tók gildi síðasta haust, á hins vegar að gefa upp nettóþyngd vöru, án umbúða, þó leyfð séu 5% frávik frá meðaltalsþyngd. „ Allar svona kannanir eru af hinu góða en það þyrfti að gera skýring- amar aðgengilegri fyrir hinn al- menna neytanda," sagði Þorvaldur Guðmundsson í Síld og físk. „í könnuninni er verið að tala um margar tegundir skinku en það er erfítt fyrir fólk að gera sér grein fyrir hvaða tegundir eru blandaðar vatni. Það hlýtur að gefa augaleið að slík skinka er ódýrari en önnur." Þorvaldur sagðist vera sammála því mati Verðlagsstofnunar að brýnt væri að setja reglur um gæða- staðal á skinku og aðrar kjötvörur. Það væri raunar nauðsynlegt í allri matvælaframleiðslu. Hins vegar væri ekki nóg að setja reglugerðir. Það þyrfti líka að fylgja þeim eftir. Aðspurður um þann verðmun á íslenskri og og danskri skinku sem kæmi fram í könnuninni sagðist Þorvaldur ekki þekkja til neinnar vöru sem væri ódýrari á íslandi en erlendis. Sævar Hallgrímsson, hjá Bauta- búrinu á Akureyri, sagði að sér fínndist það galli á könnun Verð- lagsstofnunar að ekki væri gefíð upp hvað kjötvinnslustöðvar í Dan- mörku borguðu fyrir sitt hráefni. Það væri mun minna en kjötvinnslu- stöðvar hér á landi þyrftu að greiða og yrði að taka það með í dæmið. „Hjá Bautabúrinu er notaður hreinn vöðvi í dýrustu skinkuna, lúxusskinkuna, og mældist fítu- magnið í henni 17% í könnuninni en er leyfílegt 15% samkvæmt er- lendum stöðlum. Þetta fitumagn getur verið örlítið mismunandi eftir bréfum og hækkað ef menn lenda t.d. á fíturönd. Við erum líka með aðra skinku sem er mun ódýrari, kostar um 500 krónur kílóið í heild- sölu, og inniheldur 45% vatn og milliflokk sem er með 30% vatns- magn. Dýrasta skinkan er hins veg- ar eins og áður sagði hreinn vöðvi." Sævar taldi mjög erfitt að bera saman verð mismunandi framleið- enda, margt spilaði þama inn í, t.d. framleiddu sumar verslanir sína eigin skinku. Hann taldi hins vegar að vinnslumar sjálfar væm með mjög jafnt verð. Varðandi það að umbúðir væru vigtaðar með og neytandinn látinn greiða fyrir það sama kílóverð og fyrir skinkuna sagðist Sævar telja að það hefði ávallt tíðkast og mætti líta á sem pökkunarkostnað fyrir- tækjanna. Verð á bréf væri um 3-4 krónur. Vildi hann taka fram að það væri oft sem þetta stæði ekki undir kostnaði vinnslunnar af pökk- uninni, t.d. þegar um ódýrt kjöt á borð við dilkalqot væri að ræða. Valur Blomsterberg, markaðs- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, sagði aðspurður um hinn mikla verðmun á innlendri skinku og þá staðhæfingu Verðlagsstofnunar, að ekki virtust vera tengsl á milli verðs og gæða, að það væri mjög mismun- andi eftir framleiðendum. „Slátur- félagið selur skinku undir tveimur vömmerkjum, annars vegar undir merki SS þar sem lögð er höfuð- áhersla á gæði, og skinkan þar af leiðandi dýrari, og hins vegar ódýr- ari skinku undir merkinu Búrfell. Við emm þar af leiðandi með eina dýmstu skinkuna í könnuninni en einnig ódýmstu skinkuna. Þama er einfaldlega verið að bjóða tvenns konar vöra. Hvort verð og gæði haldist I hendur hjá öllum framleið- endum er annað mál.“ Valur taldi jákvætt að verið væri að varpa ljósi á að skinka væri ekki það sama og skinka og gott að neytendur fengju að vita af því. „Við fögnum mjög þessari könn- un og gemm okkur vissulega vonir um að hún verði til þess að settir verði nauðsynlegir staðlar á alla kjötvöra," sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamta- kanna. „Sömuleiðis vonumst við að sjálfsögðu til þess að seljendur hætti að vikta umbúðir. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir neytendur, þegar um er að ræða vöm, sem er mjög létt og á háu kílóverði, að ekki sé verið að vikta umbúðir með. Við vonum að þessi könnun muni leiða til betri viðskiptahátta." Morgunblaðið hafði samband við Jón Gíslason hjá Hollustuvemd rikisins til að fá upplýsingar um hvaða reglur giltu um vigtun um- búða með vömnni. „Samkvæmt reglugerð um merkingu neytenda- umbúða, er tók gildi síðasta haust, með aðlögunartfma fram að ára- mótum, á að gefa upp nettóþyngd vömnnar sjálfrar en ekki með um- búðum," sagði Jón. „Við leyfum 5% frávik frá uppgefínni meðaltals- þyngd en þar með er ekki sagt að þessi frávik eigi að vera.“ Jón sagði það vera heilbrigðiseftirlitið á hverj- um stað sem hefði eftirlit með að þessum reglum væri ffamfylgt. Það sem það gæti gert væri að fara fram á að reglunum yrði fylgt og ef tilmælum væri ekki sinnt væri hægt að stöðva sölu á vöranni. Ef um ítrekuð brot væri að ræða væri hægt að kæra viðkomandi aðila. Utgerðin skuldar Lífeyrissjóði sjómanna um 300 milljónir Uppboðs óskað á 130 fískiskipiim vegna vanskila á iðgjöldum STJÓRN Lífeyrissjóð sjómanna hefúr farið fram á uppboð á 130 Sskiskipum vegna vanskila á iðgjaldi í sjóðinn að upphæð samtals 130 milljónir króna. Hæstu einstakar skuldir eru um 10 milljónir króna. 12 fyrirtæki hafa óskað þess, að sjóðurinn taki skuldabréfum atvinnutryggingasjóðs að upphæð um 50 mi4jónir króna sem greiðslu vangoldinna iðgjalda, en sjóðstjómin er þvi andvíg, meðal annars vegna lágra vaxta á bréfunum. Guðmundur Hallvarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og einn stjómarmanna, segir ennfrem- ur að verði skuldabréfín tekin sem greiðsla komi holskefla beiðna um slíkt yfír sjóðinn, en innheimta iðgjaldanna verði áfram erfið vegna þess að rekstrarstaða útgerðarinnar batni ekkert með lánum út Atvinnutryggingasjóði. Hann telur réttast að öll greiðsla iðgjalda verði tekin í gegn um greiðslumiðlun sjávarútvegsins, en ekki hluti eins og nú er. Sá hluti iðgjalda, sem er f vanskilum er fé, sem þeg- ar hefúr verið tekið af launum sjómanna. Morgunblaðið ræddi við Guð- mund Hallvarðsson um þetta mál og byijaði hann á því að rekja gang samskipta sjóðsins við ríkisvaldið: „{ umræðunni, sem fram fór um kjaramál 1979 um svokallaða fé- lagsmálapakka, höfðu ýmsir hópar fengið einhveija umbun frá ríkinu fyrir að slá af launakröfum," sagði Guðmundur. „Þá hafði bæði kaup- trygging sjómanna og fiskverð ekki hækkað eins og laun fólks í landi. Á kjaramálaráðstefnu Sjómanna- sambandsins 1979 var samþykkt að leita eftir sambærilegum félags- málapökkum og fallið höfðu öðmm í skaut. SSðan gerðist það í árs- byijun 1981 að farið var að ræða um Iækkun á aldursmarki sjómanna til lífeyrisréttinda úr 65 ámm í 60. Útvegsmenn vísuðu því til stjóm- /alda og þaðan kom fyrirheit um breytingu á lögum um sjóðinn. Þá var rætt um að eðlilegt væri að ríkisstjómin bætti Lífeyrissjóði sjó- manna upp þær auknu skuldbind- ingar sem fólust S lækkun aldurs- marksins. í viðræðum fulltrúa sjó- manna við þáverandi félagsmála- ráðherra, Svavar Gestsson og að- stoðarmann hans Ammund Bach- mann, vildu menn fá staðfest fyrir- heit um greiðslu inn S sjóðinn. Þeir sögðust þá ekki tilbúnir til að leggja fram óútfyllta ávfsun til sjóðsins og vildu sjá hve mikil upphæðin yrði. Síðan hefur nánast ekkert gerzt nema skipun tveggja nefnda, sem ekki komust að niðurstöðu. Það var þvi tilgangslítið að leita til ríkis- stjómarinnar eftir lausn kjarasamn- inga, sem deiluaðilar gengu frá sjálfír. Lögin um lækkun aldurs- marksins urðu að vemleika og nú er breytingin farin að Sþyngja sjóðn- um vemlega. RSkisvaldið var sem sagt ekki til- búið til að leggja til fé vegna þessa, en gerir sívaxandi kröfur til kaupa lífeyrissjóðanna til kaupa á skulda- bréfum Byggingasjóðs ríkisins. Á síðasta ári keypti Lífeyrissjóður sjó- manna slSk skuldabréf fyrir um 700 milijónir króna. Við höfum beðið um upplýsingar um það hve stór hluti umsækjenda sé sjómenn. Þær upplýsingar fást bæði seint og illa. Þar sem húsnæðiskerfíð er löngu spmngið og biðlistinn langur, væri eðlilegast að Lífeyrisssjóður sjó- manna lánaði félagsmönnum sínum beint til húsnæðiskaupa. Vextir yrðu þá eitthvað hærri, en á móti kæmi að biðtími eftir láni yrði styttri og fjátmagnskostnaður á biðtímanum yrði úr sögunni. Hús- næðismálastofnun liggur svo á féinu frá okkur, að fljótlega upp úr áramótum kemur bréf um að við séum of seinir með greiðslur og þvi komi til greina að að svipta þá fé- laga okkar, sem fengið hafí lánslof- orð, því. Þeim liggur ósköp á pen- ingunum okkar, en svo bíða félagar í lífeyrissjóði okkar ámm saman eftir peningum frá stofnuninni. Útgerðir 130 skipa um allt land, að Vestfyörðum og Austfjörðum undanskildum skulda sjóðnum nú um 300 milljónir og hefur verið farið fram á uppboð á þessum skip- um til lúkningar kröfunni. Féð, sem kemur í gegn um greiðslumiðlun sjávarútvegsins, skilar sér vel, en það, sem upp á vantar, em 4% sem útgerðin tekur af launum sjómanna og skilar síðan ekki. Við höfum fengið bréf frá 12 fyrirtækjum, sem hafa óskað þess að við tökum skuldabréf atvinnutryggingasjóðs að upphæð um 50 milljónir króna sem greiðslu á iðgjöldum. Upphæð- ir þessar em hæstar um 10 milljón- ir á fyrirtæki, en þar sem skulda- bréfín njóta ekki ríkisábyrgðar og vextir á þeim em lágir viljum við ekki taka þau. Kaup á þesusm bréf- um stangast á við lög sjósins, sem kveða svo á að ávaxta skuli fé hans eins vel og frekast sé unnt. Greiðslumiðlun sjávarútvegsins tek- ur 15% af brúttóverðmæti afla og deilir því niður á ýmsa sjóði útvegs- ins og þar af fara 1,84% til iðgjalda í lífeyrissjóðinn. Útgerðarmenn reiknuðu með að það dekkaði þau 6% af launum sem vinnuveitandinn á að standa skil á og þetta fé skil- ar sér vel. Svo taka þeir 4% af laun- um sjómanna og það fé skilar sér ekki nógu vel. Mér virðist nauðsyn- legt, eigi iðgjöldin að skila sér, að hækka verði hlutfall aflaverðmæta sem fer í greiðslumiðlunina úr 15% í 17%, þannig að 3,84% komi þá leið í Lífeyrisjóð Sjómanna, sem dreifír greiðslum sfðan á viðkom- andi sjóði. Sjóðsstjóm er því andvíg að taka við þessum skuldabréfum. Sam- þykkti hún það kæmi einhver hol- skefla slíkra beiðna yfír hana. Skuldabréf Atvinnutryggingasjóðs bera 5% vexti og með þeim er sem sagt ætlunin að greiða vanskil á fé, sem þegar hefur verið tekið af sjóðsfélögum, sem síðan þurfa að greiða 8% vexti af lánum úr sjóðn- um. Útgerðarmenn em sem sagt að biðja um lán úr Lífeyrissjóði sjó- manna til fímm ára á lægri vöxtum en sjóðsfélagar greiða. Á að verð- launa útgerðarmenn fyrir fjárdrátt með þessum hætti? Ég held varla. Að auki er þetta aðeins skammtíma lausn, útgerðin heldur ömgglega áfram að safna skuldum, þar sem raunvemleg rekstrarskilyrði batna ekkert. Þetta allt, frekja ríkisins til §ár sjóðsins, og óskir um að taka skuldabréfin upp í skuldir, rýrir möguleika sjóðsins til að ávaxta fé sitt sem bezt og taka á sig auknar byrðar vegna lækkunar aldurs- marksins. Sjómenn hafa hugsað mikið um lífeyrisréttindi og oft dregið úr kaupkröfum til að öðlast aukin réttindi og þykir því orðið nóg um ásælni ríkisins. Kannski kemur fljótlega af því að ríkið sendi öllum lífeyrissjóðum í landinu bréf og tilkynni að aldrei verði greidd þau skuldabréf, sem sjóðimir hafa keypt af Byggingasjóðnum. Réttast væri líklega að lífeyrissjóðimir tæku að sér bein húsnæðislán til félaga sinna og jafíivel mætti hugsa sér að bankamir tækju þetta allt yfír. Bankastarfsmenn em jafn- margir og fískimenn og til að nýta þann mannafla mætti ávöxtun og útlán fara í gegn um bankakerfíð. Fyrir 20 ámm vom íbúar í Ólafsvík 1.000 og fjórir starfsmenn í einum sparisjóði. Nú em íbúar 1.100, en bankar þrír með 40 manna starfs- lið. Það ætti því að vera hægt að bæta við sig verkefnum,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.