Morgunblaðið - 24.02.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.02.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 13 formi til komið í höfti án þess að verulegum vömum hafi verið hreyft. Rósemd hversdagslífsins á bænda- býlunum er rofin. Veturinn 1885—1886 rita and- stæðingar málsins landshöfðingja bréf, æðsta embættismanni innan lands. Vísa þeir til þess, að málið hafi fengið lítinn og hæpinn undir- búning heima i sóknunum, flutning- ur þ. á m. ekki samþykktur í Mos- fellssókn, Lágafell sé vafasamur kirkjustaður, jörðin sé í einkaeign og óvíst um, hvort þar verði prests- setur í framtíðinni, sumir eigi þang- að yfir þijár ár að sækja og margir eigi þangað langan kirkjuveg að fara o.fl. „ .. .Og lýsum því yfir af framanrituðum ástæðum, að við af- segjum að sækja kirkju að Lágafelli og gjalda til hennar að einu og öllu og væntum þess, að okkur verði skiptur tiltölulegur hluti úr Mosfells- og Gufuneskirkju eignum, sem nú eru að komast undir umsjón alls safnaðarins með þeim skilmálum, er yður kynni þykja nauðsynlegt að taka fram.“ IV Árangur af andspymu manna varð sá, að biskup fór þess á flot við prófastinn, að hann reyndi að koma á sáttum og skyldi efnt til sameiginlegs fundar sóknarmanna í báðum sóknum, þar sem endanleg og ljós úrslit málsins yrðu ráðin. Þessi fundur var haldinn að Korp- úlfsstöðum 28. ágúst 1886. Boðaði prófastur sjálfur til fundarins og það skilmerkilega. í fundarboði lét hann að því liggja til að örva fundarsókn, að Qöldi þeirra, sem heima sætu, skyldi talinn og hann lagður við at- kvæðatölu meiri hlutans á fundinum. Ekki varð þó prófasti að þeirri ósk sinni, að fundarsókn yrði verulega góð. Atkvæðisrétt í safnaðarmálum höfðu 57 manns en ekki sóttu nema 35 fundinn. Haft var á orði eftir fund þennan, að dalbúar og sam- heijar þeirra hefðu smaiað rækilega. Féllu atkvæði svo, að 20 voru andvígir sameiningu og því að kirkja yrði flutt, en 15 voru því fylgjandi. Nú bregður prófastur á það ráð í trássi við fundarboð, að riðið skuli á bæi og safnað atkvæðum þeirra, sem heima höfðu setið. Þar fundust þá önnur 15 atkvæði, sem fylgdu sameiningu og að Mosfellskirkja yrði niður tekin. Taldi prófastur því úr- slit þau, að fylgjendur sameiningar og nýrrar kirkju að Lágafelli hefðu farið með sigur af hólmi. Var málið í ljósi þessa lagt fyrir héraðsfund að nýju hinn 10. sept 1986. Þessi héraðsfundur var slælega sóttur sem hinn fyrri. M.a. kom enginn úr.um- ræddum sóknum nema safnaðarfull- trúinn úr Gufunessókn, en hvorki sr. Jóhann né safnaðarfulltrúi Mos- fellssóknar, enda kvaðst hann ekki hafa fengið fundarboðið. Tillagan um sameiningu var enn samþykkt á héraðsfundinum. „Þykir fundinum til fullra vandræða horfa, geti sam- einingin nú eigi komist á.“ Fullnað- arsamþykkt landshöfðingja um, að kirkjur skuli ofan teknar að Gufu- nesi og Mosfelli, sóknirnar samein- aðar og ein kirkja reist að Lágafelli er staðfest með bréfi 24. september 1886 eða 14 dögum eftir héraðsfund. V En búendur eru ekki enn af baki dottnir. Hinn 15. desember 1886 rita þeir biskupi bréf, sem 15 bænd- ur undirrita. Telja sig órétti beitta eftir Korpúlfsstaðafund og beiðast þess að mega halda kirkju sinni að Mosfelli, en frábiðja sér allan kostn- að af kirkjusmíð að Lágafelli. Einnig rita þeir prófasti 20. júlí 1888. Beið- ast þeir þess þá enn að mega halda Mosfellskirkju og bjóðast til að leggja 1.000 kr. af sjóðum hennar til Lágafellskirkju, sem þá er í smíðum. En allt kom fyrir ekki . . . Dagar Mosfellskirkju voru taldir. Þar var seinast sungin messa í sept- ember 1888. Kirkjan var rifin á tíma- bilinu 15.—20. september þá um haustið. Bóndinn á Hraðastöðum, Bjarni Eiríksson, var við slátt úti á engjum, er hann heyrði fyrstu ham- arshöggin og rifin var Mosfells- kirkja. Varð honum að sögn svo mikið um, að hann lagði frá sér orf- ið og fleygði sér niður í teiginn. Meðan þessir atburðir gjörast er unnið ötullega að þvi að reisa kirlq'u að Lágafelli. Viðurinn var pantaður frá útlöndum og honum komið með Lágafellskirkja skipi í Kollafjörð. Þaðan voru stór- viðir dregnir á sleðum veturinn 1887—1888. Um vorið var hafízt handa um að grafa fyrir kirkjunni. Gekk allur undirbúningur svo og smíði hennar greiðlega og áfalla- laust og var vígð með eðlilegum hætti hinn 24. febrúar 1889. Kirlqan þótti vönduð og standa með reisn. Segir prófastur um hana við úttekt 29. júlí 1890: „Kirkjan er yfír höfuð prýðileg, og á söfnuðurinn mikið þakklæti skilið fyrir þann áhuga, sem hann hefir haft á að prýða hana.“ Harmonium hefur verið keypt fyrir samskot. VI En mótstöðumenn þess, að Mos- fellskirkja yrði tekin niður, voru samt ekki af baki dottnir. Með stjómarskránni 1874 öðlaðist þjóðin trúfrelsi. Önnur löggjöf komst svo smám saman á í samræmi við það. Vorið 1882 voru sett lög um leysing sóknarbands. Menn vom ekki skyld- ir að nýta sér þjónustu sóknarprests- ins. Hægt var að velja sér kjör- prest. Enda þótt Mosfellskirkja hafi verið tekin ofan, vilja menn ekki láta hlut sinn með öllu. Sr. Þorkell Bjamason var um þessar mundir sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós. Hann var prestur á Mosfelli á undan sr. Jóhanni, hafði setið á Alþingi er þessir atburðir verða, og naut mikill- ar virðingar. Með þeim Gísla í Leir- vogstungu var vinátta. Hinn 2. sept. 1888, um hálfum mánuði áður en kirkjan var rifín, er sr. Þorkeli skrifað bréf, sem 12 sókn- arbændur undirrita, og þar lýsa þeir því yfír, að „vér hér með kjósum yður til að vera „kjörprest vom“ og framkvæma þau prestsverk, er hér greinan ...“ Eftirþettaverðabréfa- skriftir milli sr. Þorkels og Gísla fram eftir haustinu og allt fram í marz 1889. Sr. Þorkell lýsir fúsleika sínum að takka þetta að sér. í sein- asta bréfínu lýsir hann þó þeim ugg sínum, að hann verði sveigður frá þessu verki, „þar sem prófastur, biskup og landshöfðingi em allir hver með öðmm við þetta riðnir". Hér em yfírboðarar hans og „þeir sem undir þeim standa verða að vera varkárir". Hefir hann meira að segja frétt, að svipta eigi hann möguleika á að fá nýjan aðstoðar- prest, er sr. Ólafur Finnsson, sá sem fékk Kálfholt 14. jan. 1890, hverfi frá sér. Upp frá því heyrist ekki framar minnzt á kjörprestinn, svo að ætlast má á um endanlegt svar prestsins á Reynivöllum við málaleit- an búenda úr Mosfellssókn. vn „Þú tryggir ekki eftir á.“ Það er víst og rétt. En sumir þykjast verða vitrir eftir á. Ég hefi oft velt því fyrir mér, hvers vegna þetta gekk svona á skjön hjá þeim mætu mönn- um, sem tókust á í Mosfellspresta- kalli á þessum missemm fyrir rúmri öld. Prófastur og biskup áttu vafa- laust þá ósk helzta, að leiða mætti málin friðsamlega til lykta. Mosfell- ingar vom engir upphlaupsmenn að eðli og vildu heldur hvergi halla réttu máli. Hvers vegna fór þetta svona úr böndunum? Andstæðingar kirkju- flutningsins og annað sóknarfólk gætir ekki hagsmuna sinna á fund- um heima í héraði. Fundir em hunz- aðir, en risið upp eftir á, og prófast- ur túlkar lögin með mjög svo umdeil- anlegum hætti. Hyggjum að því, að trúfrelsi hafði aðeins staðið einn áratug í landinu, er deilur hófust. Lög um sóknamefndir og safnaðar- fulltrúa vom að kalla ný af nálinni, sett fyrst 1880. Til þess tíma var lýðræði óþekkt í söfnuðum landsins. Menn vom „hreinlega ekki búnir að læra á kerfíð". Þar held ég, að fisk- ur liggi undir steini. En það fólk, sem þama sórst í andstæðar fylking- ar, hafði hins vegar það víðsýni til að bera, að það lét ekki átökin smækka sig. Smám saman tókst góð eining um kirkjuna fögm, sem nú hefir tekið móti söfnuði sínum í heila öld, og allir, sem staðið höfðu í bar- daga fylkinganna, urðu menn að meiri. vm Þessir horfnu atburðir höfðu samt dálítil eftirmál. Búendur þeir, sem andvígir vom flutningi kirkjunnar, skomðust undan að greiða gjald það, sem jafnað var niður á sóknar- menn til að kosta timburgirðingu um kirkjugarðinn á Lágafelli, kr. 4,50 á hvem. Synjun sína reistu þeir á þeim skilningi á lögum, að aðeins væri hægt að jafna niður vinnukvöð, en ekki fégreiðslum, þeg- ar reist væri kirkja eða kirkjugarður girtur. Hreppstjórinn tók þá lögtaki hjá Gísla í Leirvogstungu „hárreipi á 10 hesta". Gísli skaut úrskurði sýslumanns til landsyfirréttar, en búendur höfðu áður skuldbundið sig skriflega til að standa saman um málarekstur. Dómur var kveðinn upp í réttinum 28. sept. 1891. „Því dæm- ist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógeta- réttarúrskurður ásamt eftirfarandi lögtaksgerð skal úr gildi felldur. Hin stefnda sóknamefnd í Lágafellssókn greiði áftýjanda, Gísla bónda Gísla- syni í Leirvogstungu, sem máls- kostnað 30 kr., er lúkist innan 8 vikna frá lögbirtingu dóms þessa undir aðför að lögum.“ Héma var dálítil sárabót. IX Á gömlum blöðum segir, að „framkvæmdamenn og hreppstjór- ar“ hafí látið „rífa og bijóta ofan Mosfellskirkju og velta helgidómum hennar út um kirkjugarðinn, er lágu þar viku lengur undir hunda og hrafna driti". Það komst þvi ekki í hámæli fyrst í stað, að við þessa útivist hafði klukka kirlq'unnar horf- ið, sú sem er ein elzt kirkjuklukkna á íslandi. Því siður varð uppskátt, að kaleikur kirkjunnar fom og for- kunnar fagur týndist við útivist þessa. Seinna varð þó uppskátt, að næsti nágranni Mosfellskirkju og formælandi hennar ákafur, Ólafur á Hrísbrú, hafði komið höndum yfir klukkuna og varðveitti hana síðan. Það heimili varð og til þess að ala upp frá ungum aldri pilt úr Reykjavík, sem morgun einn að út- hallanda sumri sást rölta þar í holt- inu blautur, svangur og kaldur. Stef- án Þorláksson, seinna hreppsstjóri í Mosfellssveit, óx upp með þessari klukku. Og er hann lézt árið 1959 ókvæntur og bamlaus hafði hann gjört erfðaskrá, þar sem hann kvað svo á, að þorra eigna sinna skyldi varið til að reisa Mosfellskirkju að nýju. Bóndinn á Hrísbrú, Ingimund- ur Ámundason, skilaði klukkunni í Mosfellskirkju daginn fyrir vígslu hennar, 4. apríl 1965. Áður höfðu og Hrísbrúarbændur jafnan komið klukkunni í sáluhlið á Mosfelli þegar þar var greftrað, m.a. við útför Guð- rúnar nokkurrar Jónsdóttur. X En kaleikurinn, sem lítt var minnzt á, átti einnig örlagasögu. Gísli bóndi í Leirvogstungu hafði hann heim til sín. Frá honum komst hann í hendur Guðrúnar Jónsdóttur, stjúpdóttur hans, þeirrar sem Hall- dór Laxness hefír sagt um söguna af brauðinu dýra. Gunna stóra, eins og hún var oft kölluð, var sú kona, að aðrir Mosfellingar hafa ekki verið henni ófúsari að afsala sér nokkru af sjálfræði sínu. Og þegar hún gam- almenni lézt að Æsustöðum í Mos- fellsdal árið 1936 fannst þessi kal- eikur ófágaður og ósélegur i föggum hennar. Hjónin á Æsustöðum skil- uðu honum fægðum til kirkjunnar. (Heimildir: Prestsþjónustubækur og manntalsbækur úr Mosfeilsprestakalli, gðgn úr fórum landshöfðingja, visi- tazíubækur biskups og prófasts, gjörðabók héraðsftinda í Kjalarnes- prófáatadæmi, blaðið tsafold 1888, gðmul sendibréf, gnlnuð blöð, fráaagn- ir 6(júgfróðra vina minna i MoaféUa- preatakalli 116 og Hðinna.) Höfundur erprófessor í guðírseði við Há&kóla fslands ogfymim prestur að Mosfelii. GoldStcir GSM-6330 hljómtækjasamstæða 2 x 15W magnari meö 5 banda tónjafnara, hálfsjálfvirkur plötuspilari, útvarp meö FM stereo, MW og SW, tvöfalt segulband meö hraöupptöku og hátalarar Fermingartilboð aðeins 17.980,- kr. eöa 16.720,- 5 stgr. E SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.