Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐEÐ íÞRárm PÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 43 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN í FRAKKLANDI íslendingar mæta Pólverjum í úrslitaleik í París á sunnudag: „Stórkostlegir strákar" - sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari, eftir að leikmenn hans höfðu tryggt sér sæti í úrslitaleik B-keppninnar STEMMNINGIN á hótel Altea í Strasbourg var góð í gær- kvöldi. Öll liðin í milliriðlinum búa hér - nema Vestur-Þjóð- verjar. Stuðningsmenn lands- liða íslands og Sviss komu hér við eftir leiki gærdagsins, sungu og trölluðu og fögnuðu sínum mönnum innilega. ísland komst ífyrsta skipti í úrslita- leik stórmóts og Sviss fer f A-keppnina á kostnað V-Þjóð- verja. Islensku landsliðsmennimir sögð- ust varla búnir að átta sig á því að þeir væru komnir í úrslit en vora þó frá sér numdir af gleði. „Ég er auðvitað himinlif- andi. Ég sagði við strákana í hálfleik hjá Sviss og Rúm- eníu að sá leikur Skaptí Hallgrímsson skrífarfrá Frakklandi Uppselt til Parísar Samvinnuferðir/Landsýn hugleiða að senda aukavél UPPSELT er í hópferðina með Samvinnuferðum/Landsýn á úrslitaleikina í B-keppninni f handknattleik í París. Eftir að Morgunblaðið sagði f rá því í gærmorgun að fyrirhugað væri að efna til hópferðar til Parfsar varð allt vitlaust, orðið uppselt f ferðina fyrir hádegi f gær og SO manns á biðlista. Eftir að ljóst varð í gærkvöldi að ísland leikur til úrslita f keppninni stoppaði síminn ekki hjá Samvinnuferðum/Landsýn og vildi fólk komast til að sjá úrslitaleikinn á sunnudaginn. Til marks um þann mikla áhuga á úrslitaleiknum hafði áhöfn eins togara samband við ferðaskrifstofuna og bað um að útveguð yrði 12-manna leiguflugvél til að koma þeim til Parísar fyrir úrslitaleikinn. Togarínn á að koma að landi á laugardag og vildu sjó- mennimir ólmir komast út til að styðja við bakið á handboltalands- liðinu. Forráðamenn ferðaskrifstofunn- ar era að vinna í því að fá aðra vél til að senda út með stuðningsmenn á sunnudagsmorgun. Það mun skýrast um hádegi dag hvort af aukaferðinni verður. MILLIRIÐILL1 STRASBOURG ÍSLAND - HOLLAND---------- 31:17 RÚMENÍA - SVISS ---------- 16:16 V-ÞÝSKALAND - BÚLGARlA.....25:13 ÍSLAND - HOLLAND---------- 31:17 RÚMENÍA - SVISS ---------- 16:16 V-ÞÝSKALAND - BÚLGARÍA.....25:13 Fj. lelkja U i T Mörk Stlg ÍSLAND 5 4 0 1 114: 91 8 RÚMENÍA 5 3 1 1 121: 103 7 SVISS 5 3 1 1 98: 88 7 V-ÞÝSKAL. 5 3 0 2 112: 89 6 BÚLGARlA 5 1 0 4 99: 120 2 HOLLAND 5 0 0 5 95: 148 0 MILLIRIÐILL2 MARSEILLE DANMÖRK - fSRAEL ........32:17 SPÁNN - KÚBA........... 28:20 PÓLLAND- FRAKKLAND.......27'24 DANMÖRK - fSRAEL ........32:17 SPÁNN - KÚBA........... 28:20 PÓLLAND- FRAKKLAND.......27'24 Fj. lelkja u J T Mörk Stlfl PÓLLAND 5 5 0 0 136: 109 10 SPÁNN 5 4 0 1 119: 106 8 FRAKKLAND 5 3 0 2 113: 99 6 DANMÖRK 5 2 0 3 126:117 4 KÚBA 5 1 0 4 111: 121 2 ÍSRAEL 5 0 0 5 88: 141 0 Morgunblaöiö/AFP Krlstján Arason er markahæstur fslensku leikmannanna í B-keppninni með 20 mörk. Hann gerði flögur mörk í gær og hér sést hann í baráttu við tvo hollenska vamarmenn. færi jafntefli, eða 1-2 marka sigur á annan hvom vegin," sagði Einar Þorvarðarson. Einar hefur lengi verið í eldlín- unni. Hann sagði: „Það er gaman að þetta hafí gengið svona vel í keppninni, sérstaklega vegna þess að við leikmennimir reiknuðum ekki með að komast svona langt. Voram passlega jarðbundnir. Ég hef farið í nokkur stórmót og veit því að best er að halda sér við jörðina - þá verður ánægjan mest þegar vel gengur. Þessi keppni hefur verið geysilega erfíð ekki síðri en HM í Sviss 86 og Ólympíuleikamir. Það hefur verið ofsaleg pressa á okkur, við höfum verið að vinna leiki en tryggðum okkur þó ekki endanlega sæti í A-keppninni fyrr en í dag,“ sagði Einar. „Stór dagur fyrir islenskan handknattleik" Bogdan landsliðsþjálfarí var vita- skuld ánægður með sína menn. „Þetta er stór dagur fyrir íslenskan handknattleik. ísland komst nú í fyrsta skipti í úrslit á stóra móti og það er mjög mikilvægt. Þetta er viðurkenning fyrir mikla vinnu, ekki aðeins síðustu 1 eða 2 mán- uði, heldur síðustu 5 árin,“ sagði Bogdan. Hann sagðist hafa verið ánægður með það hvemig liðið lék f Seoul, þó ekki hafí hann verið ánægður með úrslitin. „Og hér hef ég verið mjög ánægður með liðið. Nú er regla á hlutunum hiá þessu liði og ég vona og svo verði áfram. Þetta era stórkostlegir strákar," sagði þjálfarinn. „Eigum heima í A-keppninnl" Jakob Sigurðsson lék sérlega vel í leiknum í gær. „Við höfum sýnt í þessari keppni að við eigum heima f a-keppninni og hvergi annars stað- ar. Það er gaman að komast í úr- slitaleikinn, en verður öragglega erfítt að spila fyrir framan 12.000 áhorfendur. Menn verða fyrst og fremst að hugsa um að hafa gaman af þessu." „í skýjunum" Þorgils Óttar Mathiesen Ijómaði af ánægju er Morgunblaðið spjall- aði við hann í gærkvöldi. „Maður er alveg í skýjunum yfír þessum árangri. Þetta er eitthvað sem mann granaði aldrei, miðað við hve keppnin er í raun sterk. Sovétmenn era bestir í heiminum en breiddin er orðin svo mikil að 10-15 lið koma í einum hnapp þar á eftir.“ Þorgils sagði það ótrúlega sterkt að hafa „náð sér upp aftur eftir að hafa dottið niður í B-keppnina. Og hér hefur liðið leikið eins og það getur best. Með það er ég mjög ánægður og ég er ákaflega sáttur við það að við skulum skilja við Bogdan sem A-þjóð. Það er ekki nóg að segja og syngja að menn ætli að gera sitt besta — það verður líka að gera það. Það höfum við gert og vona að við geram það einnig í úrslitaleiknum, þó ég viti að það verður mjög erfitt að leika gegn Pólveijum," sagði fyrirliðinn. Bogdan í faðmlögum egar flautað var til leiksloka í viðureign Svisslendinga og Rúmena í gærkvöldi, og ljóst að íslendingar væra komnir í úrslit, fögnuðu íslendingar vitaskuld mjög. Bogdan Kowalczyk, lands- liðsþjálfari, tók á sprett ofan úr áhorfendastúku, niður á gólf og byrjaði á því að faðma fram- kvæmdastjóra svissneska hand- knattleikssambandsins að sér. Báð- ar þjóðimar hafa nú tryggt sér sæti í heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu á næsta ári. „Erfltt gegn Pólvetjum" Úrslitaleikurinn verður í París á ' sunnudaginn. „Það verður erfíður leikur — eins og allir leikir okkar gegn Pólveijum hafa verið. Við eig- um alltaf góða möguleika gegn Vestur— og Austur-Þjóðveijum og Dönum, og liðum sem leika svipað og þau, en gegn Pólveijum, Rúmen- um og Ungveijum höfum við yfír- leitt lent í erfiðleikum. Þessar þjóð- ir leika svo ólíkt okkur. En við eram komnir í úrslit — fáum því öragg- lega verðlaunapening. Þetta hefur verið mjög góður tími hér. Úrslita- leikurinn verður erfíður og þegar lið fer í sinn fyrsta úrslitaleik ætti. það venjulega að tapa. En ég og strákamir munum gera allt sem við getum til að vinna þennan leik,“ sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðs- þjálfari. Bjarkimeð slKið iiðband Bjarki Sigurðsson, homa- maður úr Víkingi, leikur ekki með íslenska landsliðinu úrslitaleikinn gegn Pólveijum í París á sunnudaginn. Það kom fram í læknisskoðun í gær, að Bjarki er með siitið liðband milli sköflungs og dálks í ökkla hægri fótar. Bjarki meiddist á síðustu æf- ingu landsliðsins áður en haidið var til Frakklands. Hann lék tvo fyrstu leikina í B-keppninni, gegn Búlgaríu og Kúvait, en hefur ekki verið með slðan. Meiðslin virðast ekki há hon- um mikið þrátt fyrir allt, ef hann notar sérstaka spelku til að vemda ökklan. Hugsanlegt er að hann geti leikið með Víkingum út keppnistímabilið og láti siðan gera að meiðslunum í sumar. ísland í fyrsta sinn í úrslit SPENNAN íRhenus höllinni í Strasbourg í gœrkvöldi, er líða tók að lokum leiks Sviss- lendinga og Rúmena, var ótrúleg. Rúmenar máttu vinna með allt að fjórum mörkum til að ísland kœmist í úrslit. Með jafntefii yrði ís- land einnig efst í riðlinum, bœði Sviss og Rúmenía fœru upp í A-flokk, en Vestur- Þjóðverjar sœtu eftir. Og sú varð raunin. Svisslendingar börðust frá- bærlega í leiknum, höfðu yfír í hálfleik og hleyptu Rúmen- um aldrei fram fyrir sig. Oft var Skapti Hallgrímsson skrifar frá Frakktandi jafnt I seinni hálf- leik. Þegar tvær mínútur vora til leiksloka hófu Svisslendingar sókn, staðan var jöfn 16:16, og umræddri sókn lauk ekki fyrr en fímm sek. voru eftir. Þá misstu Svisslendingar boltann, og tíminn var stöðvaður. Rúmenar reyndu ekki að sækja - knötturinn var gefínn á Vasili Stinga og hann fór upp í hom við eigin vítateig, skoppaði honum þar til flautað var til leiksloka og brutust þá út stórkostleg fagnaðarlæti. Rúmenar og Svisslendingar fögnuðu innilega, en ekki minnst fögnuðu íslendingar - leikmenn, aðstandendur liðsins og stuðn- ingsmannahópurinn. ísland var komið í úrslit á stórmóti í fyrsta skipti. Stórkostlegur áfangi í glæsilegri handknattleikssögu landsins - og það rættist sem þeir Gunnar Þór læknir og liðs- stjórinn Guðjón sögðu við undirrit- aðan áður en keppnin hófst: „ís- lendingar mæta Pólveijum." Þá vildu þeir ekki upplýsa í keppni um hvaða sæti, en nú er það ljóst. Eftir glæsilegan stórsigur ís- lendinga á Hollendingum var ljóst að ísland kæmist upp í A-keppn- ina, en menn settust niður og biðu - um hvaða sæti kæmu þeir til með að leika? Hveijir yrðu mót- heijamir? ÚrslitaJeikurinn verður það og mótheijamir engir aðrir en Pólveijar - landar Bogdans landsliðsþjálfara. Leikið verður í Bercy-höllinni í París á sunnudag- inn. Það verður stór dagur fyrir Bogdan og landsliðsstrákana sem urðu fyrir svo miklum vonbrigðum á Ólympíuleikum í Seoul í haust — en hafa svo sannarlega náð að hrista af sér_ taugaslenið hér í Frakklandi. íslenska landsliðið hefur sýnt frábæran handknatt- leik. „Slæmi“ leikurínn svokallaði og margumræddi hefur enn ekki litið dagsins ljós og gerir það von- andi ekki á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.