Morgunblaðið - 24.02.1989, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.02.1989, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24.: FEBRÚAR 1989 NordEx NordEx * NORRÆNA VIÐSKIPTASÍMASKRÁIN 1989 Út er komin norræna viðskiptasímaskráin NordEx 1989. Hlutverk hennar er að greiða fyrir viðskiptasamböndum milli Norðurlanda og ætti hún að koma að góðum notum fyrir alla þá sem starfa við inn- og útflutning og ýmiss kon- ar þjónustu. Hún er sameiginlegt verkefni símastjórna Norðurlanda. NordEx er dreift ókeypis til þeirra sem þess óska á meðan upplag endist. í henni er að finna upplýsingar um rúmlega tíu þúsund norræn fyrirtæki og kemur hún út í um 70.000 eintökum. NordEx liggur frammi í söludeildunum í Kirkjustræti, Kringlunni og Ármúla 27 í Reykjavík, svo og póst- og símstöðvum um land allt. PÓST- OG SIMAMALASTOFNUNIN Tökum upp ídag nýjar vörurtrá Claudia Stráter: Dragtjr, pils, peysur, blússur, buxuro.fl. HVERTISQÖTU 39. S: 13069 Aldarafmæli Lágafellskirkj u Af fyrndum væringnm í Mosfellsprestakalli eftirBjarna Sigurðsson I Vígsluafmæli Lágafellskirlqu í Mosfellsprestakalli er í dag. Hún var fyrst vígð sunnudaginn fyrstan í góu árið 1889, sem þá bar upp á 24. febrúar. Sannast sagna hefir hún bæði stækkað og fríkkað síðan þá og hefir af sjálfri sér andað meiri trúarlegum ilmi til kirkjufólksins eftir því, sem árin liðu. Hún hefir raunar tvívegis verið endurvígð eftir gagngerar endurbætur hvoru sinni og stækkun í seinna skiptið, 29. nóvember 1931 og 29. júlí 1956. Um þessar mundir berast kirkjunni heillaóskir þakklátra, þeirra sem notið hafa helgi á þessum stað. Til nokkurs fróðleiks langar mig að rifla upp gamla og hálfgleymda atburði, sem á sínum tíma ollu harkalegum deilum og sársauka í þessari byggð, sem þá var einhver kyrrlátust sveita. Það er öllum að meinalausu nú, þar sem drengskap- armenn fyrri aldar sættust tiltölu- lega fljótt á orðinn hlut og slíðruðu sverðin. Nóbelsskáldið, Halldór Lax- ness, hefír og kynnt þessa fymdu sögu af kunnri snilld í verki sínu Innansveitarkroniku, er kom út skömmu eftir að Mosfellskirkja hin nýja var vígð 4. apríl 1965. Ég vitna hér í fyrsta kapítula bókar nóbelsskáldsins á stangli: „Þegar þjóðhetja íslands og höfuð- skáld Egill Skallagrímsson hafði um skeið bygt haug sinn í Mosfellsdal nær þjóðbraut þar sem heitir í Tjaldanesi af því ferðamenn_ tjalda þar, þá kom kristni í landið. A þess- um stað koma tvær ár saman og falla í einu lagi útúr dalnum milli hárra bakka. Voru nú bein skáldsins tekin upp og færð úr hauginum til kirkju þó skáldið hefði verið heiðinn maður. Kirkja hafði að öndverðu verið reist undir Mosfelli á þeim stað sem síðar hefur heitið Hrísbrú, og stóð þar uns skriða hljóp á túnið á 12tu öld, var þá flutt á hól einn leingra inn með fjallinu, Mosfellsstað sem nú heitir. Hrísbrú varð leigukot í Mosfellstúni vestan skriðunnar ... Sé litið heim að Mosfelli núna væri ætlandá að kirkjan hefði staðið þar á hólnum og tuminn borið við ský síðan í fomöld. Svo er þó eigi. Aftur og aftur hvarf kirkja þessi af honum. Æ ofaní æ var hún rækilega burt máð af blöðum sögunnar, num- in úr lögum guðs og manna, ekki nefnd í skilríkjum, ekki vísa um hana til í munnmælum. Hafi nokkur kirkja nokkm sinni getað hrópað með nokkmm rétti guð minn hví hefur þú yfirgefíð mig, þá er það Mosfellskirkja. Þegar kirkja var endurreist að Mosfelli í tíð okkar sem nú þreyum hér vom ekki liðin nema tæp 80 ár síðan kirkjan hafði horfið af hólnum síðast; má vera að enn hafi þá ein- hver verið á lífí skírður í gömlu kirkj- unni 1888 þó einginn gæfi sig fram. f fyrra skiftið þegar kirkjan hvarf af hólnum liðu ein 250 ár uns aftur A MlTSUBISHl JLgalant 1989 BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG HEKLA.HF g Laugavegi 170 -172 Simi 695500 856.000,- m Bjarni Sigurðsson „Mosfellingar voru engir upphlaupsmenn að eðli og vildu heldur hvergi halla réttu máli. Hvers vegna fór þetta svona úr böndunum? Andstæðingar kirkju- flutningsins og annað sóknarfólk gætir ekki hagsmuna sinna á fund- um heima í héraði.“ heyrðist gott orð á þessum stað. Á 13du öld er þessi kirkja ekki leingur til. Eigi alllaungu síðar er Mosfell komið úr kirkjunnar eign en jörðin talin í registri yfir jarðagóss ríkrar frúar vestanlands, Ólafar Bjöms- dóttur. Þegar kirkjan er reist aftur í lút- ersku á 16. öld, hafa allir gleymt hver sá dýrlíngur var sem kirkjan átti, enda búið að afnema dýrlínga. Og ekki em einir saman dýrlíngar horfnir heldur og sjálfur krossinn helgi; Vor Frú er týnd og tröllum sýnd ásamt hausnum á Agli Skalla- grímssyni: og einginn í fyrirsvari utan danakonúngur og Lúter. Hér verður frá því sagt er kirkjan var tekin niður og henni jafnað við jörðu í þriðja sinn á ofanverðri 19du öld.“ (Innansveitarkronika bls. 7-11.) II Enginn kostur er að segja og skýra þá sögu til hlítar, er kirkjan var ofan tekin á Mosfelli, en reist ný að Lágafelli. Þar virtist ýmislegt fara á milli mála þau sömu misseri, sem hún gjörðist. Þannig segir Bjöm Jónsson, ritstjóri ísafoldar, sem kynnti sér deilumar manna bezt og hvatti mjög til sátta í málinu: „Skal því ágreiningur málspartanna um hina „sögulegu" viðburðarás látinn liggja milli hluta, — með því líka að ekki mundir veita af gagn- gjörðri vitnaleiðslu til að útkljá sumt af því til fullnustu . . . Sr. Jóhanni Þorkelssyni var veitt Mosfell í Mosfellssveit árið 1877, varð dómkirkjuprestur í Reykjavík árið 1890 og andaðist þar 1944. Hann var áberandi maður í Reykja- vík, meðan hann var þar og hét. Sr. Jóhann var mikill heiðursmaður, ljúfmenni hið mesta og sýnist sum- um svipmóti hans bregða fyrir í ein- hveijum bókum Halldórs Laxness. Presturinn fluttist frá Mosfelli vorið 1884 eða 1885 á eignaijörð sína að Lágafelli. Þar var þá þing- staður hreppsins og þinghús, ekki ásjálegt í skúrbyggingu. Kirkja var þar engin og hafði aldrei verið, en kunnugt er um bænhús þar fyrir 1700. Um þessar mundir heyrast orðið einhveijar raddir um, að rétt sé að sameina Mosfells- og Gufunessóknir og reisa eina kirkju miðsvæðis að Lágafelli. Voru kirkjumar báðar í niðumíðslu. Mosfellskirkja var t.a.m. í mestu óhirðu, enda þótt hún væri ekki nema 36 ára er hún var niður lögð, vígð 1852. Hún var timbur- kirkja, en áður hafði staðið þar torf- kirkja. Ekki var það samt af fé- leysi, að Mosfellskirkju væri ekki haldið sómasamlega við, því að í fardögum 1887 átti hún kr. 1.853,70 í sjóði, en fróðir menn töldu að ekki þyrfti nema 700—800 kr. til að koma henni í viðunandi horf. Að afloknu manntalsþingi að Lágafelli vorið 1884 bar presturinn fram þá spumingu, hvort ekki væri hagkvæmt að leggja kirkjumar tvær niður, en reisa eina að Lágafelli. Tekið var líklega í þessa hugmynd prestsins, en reyndar hafði ekki verð minnzt á þetta efni í fundarboði. Hinn 13. ágúst 1884 er svo haldinn formlegur fundur um þessi mál að Lágafelli. Fundarsókn var afar dræm, en niðurstaða fundarins var þó sú, að stefnt skyldi að sameiningu sóknanna og ein kirkja reist að Lágafelli. Á héraðsfundi, sem haldinn var í Reykjavík 10. sept. 1884 ber málið á góma. Þann fund sóttu 10 manns af 23 úr öllu prófastsdæminu, en enginn úr Mosfells- og Gufunessókn- um nema presturin einn. Sameining- in var samþykkt þar í einu hljóði. Telja nú landshöfðingi og biskup ekkert því til fyrirstöðu að horfið verði að þessu ráði, að reist verði kirkja að Lágafelli. I bréfi sem hér- aðsfiindi barst frá sóknamefnd í Mosfellssókn eða hluta hennar, dag- sett 7. sept. 1884, segir, að „almenn- ur áhugi“ sé í Mosfells- og Gufunes- sóknum á þessari breyttu skipan. Sóknamefnd Gufunessóknar stóð og að þessari tillögu. Fólkið virðist láta sig málið litlu varða allt að einu, sækir lítt fundi, enda kynning á því heldur slæleg og óformleg. III En árið 1885, þegar fólk hafði melt með sér spumir af héraðs- fundinum haustið áður, virðist nokk- uð snögglega rísa harðnsnúin and- staða við hugmyndir prests og bisk- ups sem og margra sóknarmanna. Menn bauka ekki lengur hver í sínu homi né láta sér nægja að tuldra í barm sér. Hestar eru jámaðir og riðið á bæi. Búendur í Mosfellsdal og í Leirvogstungu sem og Kjalnes- ingar austan Kleifa, sem löngum hafa heyrt til Lágafellssókn, taka saman alvarlegt tal, hvar sem hitt- ast á fömum vegi. Þeir halda líka með sér nokkra fundi, bændumir hittast á bæjunum 10-16 talsins og bera saman ráð sín. Það er alveg ljóst, að einhver eða einhveijir hafa ráðizt til forystu og leggja nú metn- að sinn í að halda Mosfellskirkju áfram í dalnum. Samþykktir eru gjörðar, bréf skrifuð. Nokkuð virðist ljóst, hver sé í fyrirsvari, Gísli Gísla- son bóndi og sýslunefndarmaður í Leirvogstungu, kappsfullur og greindur maður, ritfær vel og var sjálfur einn þriggja sóknamefndar- manna í Mosfellssókn. En hann stendur ekki einn. Búendur á fyrr- greindu svæði fylgdu honum fast eftir, en nánasti samheiji var þó vafalaust nágranni hans, Þorlákur bóndi Jónsson í Varmadal. Ólafur bóndi Magnússon á Hrísbrú lét og málið mjög til sín taka svo og synir hans. Því má skjóta hér inn í, að afkomendur þessara þriggja bænda búa enn á býlum forfeðra sinna, sumir frændmargir í Mosfellsdal. En hvað er til ráða? Samhetjum þykir komið í óefni, og málið að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.