Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 Minning: Eiríkur Briem fv. framkvæmdastjóri Fæddur 3. nóvember 1915 Dáinn 17. febrúar 1989 Eiríkur Briem var enginn venju- legur maður. Hann var snjali verk- fræðingur, athafnamaður og slyngur stjómandi. Maður kímni og ljóða, listhneigður og elskur að íslenzku máli. Allt í senn. Starfsferill Eiríks hér á landi hófst hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en hans áttu síðar eftir að bíða tvö meginverkefni. Hið fyrra var að stjóma Raf- magnsveitum ríkisins og þvf mikla átaki sem rafvæðing stijálbýlisins var. Hið siðara var að stjóma Lands- virkjun og vinna að nýrri stóriðju á íslandi ásamt þeim stórvirkjunum, sem með því urðu að veruleika. Þeir sem bezt þekkja munu eflaust minnast þessara meginverkefna á starfsævi Eiríks Briem. Með þessum orðum vil ég hins vegar minnast þess ágæta sambands sem alla tíð héizt milli Eiríks Briem og stjómenda Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Á það bar aldrei skugga. Ég þykist vita, að sömu sögu er að segja af öðmm raforku- fyrirtækjum. Samtök þeirra, Samband islenzkra rafveitna, SÍR, nutu í ríkum mæli þekkingar Eiríks og reynslu. Hann var ætíð dyggur stuðningsmaður SÍR, flutti flölmörg erindi á fundum þess og sat lengi í stjóm, lengst af sem varaformaður allt til þess að hann iét af störfum. Var hann þá kjörinn heiðursfélagi SÍR. Á fundum SÍR og f féiagsskap rafveitumanna var hann „fremstur meðal jafningja". Þótt hann væri í raun stór í hugsun og þótt hann væri forstjóri „risans" í flölskyld- unni, Landsvirkjunar, hafði hann ekki síður áhuga á vandamálum hinna smærri rafveitna. Hann fylgdist ótrúlega vel með vísindum og tækni allt fram á síðustu ár. Yngri rafmagnsmönnum kom hann þvf oft á óvart í samræðum og á fundum. Þegar við bættist greind hans og yfirsýn hlaut Eiríkur að verða yngri mönnum sannur læri- meistari. Á stjómarfundum SÍR minnist ég þess, hve stranglega hann fylgdist með, að fundir gengju rösklega fyrir sig. Honum féllu málalengingar illa, enda sjálfur jafnan á undan öðrum að sjá kjama málsins. Þá þótti honum tímabært að taka ákvörðun. Eiríkur dáðist því að góðum fund- arstjórum. Þess minnist ég líka vegna setu okkar í norrænum sam- tökum raforkufyrirtækja, NORDEL. Þar hafði hann sérstakar mætur á formönnum, sem höfðu lag á að af- greiða mál áður en óþarfar umræður hæfust. Eiríkur Briem var sjálfur rögg- samur stjómandi, fylginn sér og eng- an veginn skaplaus. En hann var líka hreinskiptinn, talaði án tæpitungu. Þröngsýnir samferðamenn kunna að hafa reynt á þolinmæði hans á stund- um. En af því að hann skildi mann- legu hliðamar varð ekki af vandi. Ein var sú gáfa Eiríks, sem mér fannst hann eiga, umfram flesta menn. Það var einhvers konar inn- sæi, sem bættist við greind hans, menntun og reynslu. Þetta innsæi hefur trúlega auðveldað honum að sjá samhengi hlutanna, að leysa erf- ið verkefni og koma áformum í höfn. Þar hefur hæfíleikinn til að umgang- ast fólk líka notið sín. Vinátta okkar Eiríks fann sér einnig annan stað, en vettvang starfsins. Hún bjó líka um sig á heim- ilum okkar. Ekki síður þar fengu notið sín þær hliðar hans sem lýstu innra manni. í raun var hann viðkvæmur og ríkur tilfinninga, en einnig næmur fyrir tilfinningum annarra. Þessu skyld var hneigð hans til hvers kyns lista, ekki sízt tónlistar. Enda naut hann hennar mjög. Hann hafði einn- ig næmt auga fyrir myndlist. í raun og veru held ég, að hann hafi elskað fegurð, verið sannur fagurkeri. Fegurð geturlíka lýst sér í góðu íslenzku máli. Á því hafði Eiríkur miklar mætur. Bundið mál varð hon- um líka svo hugleikið að auk ljóða- lestrar skemmti hann bæði sér og öðrum með snjöllum kveðskap ffam á síðustu daga. Ýmis gullkom sendi hann mér, mörg á fomu máli. Flest leiftra þau af kímni, en hana átti Eiríkur Briem ómælda. Hann var, á einföldu máli sagt, skemmtilegur maður. í návist hans leið öllum vel. Eiríks Briem er saknað. Með hon- um er góður maður genginn. Aðalsteinn Guðjohnsen Hann var óvenjulegur maður. Þakklátur er ég fyrir að hafa kynnst honum. Á vissan hátt finnst mér eins og hann hafi haft auga með mér síðan ég man eftir þó að stundum hafi lönd og höf aðskilið okkur ámm saman. Ég var fjögurra ára þegar foreldrar mínir og hann og Maja- Greta byggðu ásamt tveimur öðmm flölskyldum rsiðhús við Snekkjuvog 3-9 I Reykjavík fyrir þijátíuogsex ámm. Fjölskyldufeðumir unnu allir á Raforkumálaskrifstofunni og hjá Rafmagnsveitu ríkisins við Laugaveg 118. Þá vom þeir ungir menn. Nú em þeir allir dánir: Páll Sigurðsson, Eðvarð Ámason, Páll Hafstað og Eiríkur Briem. Allir komu þeir við sögu rafvæðingar og virkjanafram- kvæmda á íslandi, hver á sinn hátt. Það féll í hlut Eiríks að vera í for- svari fyrir tveimur stórfyrirtækjum. Aðrir kunna að greina frá hæflleikum hans til að stjóma þeim. En ég veit að þeir hæfileikar vom miklir. Ég held að hann hafi kunnað betur en aðrir að átta sig á aðalatriðum í hveiju máli. Hann nennti ekki að lesa langar skýrslur, því síður að þjarka um smámuni. Ég kynntist honum fyrst og fremst sem flölskyldumanni og nágranna. Heimilið var tignarlegt enda bland- aðist þar sænskt og íslenskt fegurð- arskyn. Málverk á hveijum vegg, flest eftir listamanninn Harald Erik- son, föður Maju-Gretu. Synir hennar og Éiríks vom leikbræður mínir. Frá fyrstu tfð hefur þetta heimili staðið mér opið og verið mér hugleikið. Þótt hann væri fæddur árið 1915 átti hann sterkar rætur í 19. öld- inni: Hann ólst upp undir handar- jaðri afa síns, sr. Éiríks Briem, al- þingismanns og prestaskólakennara. Oft vitnaði hann til orða þess manns. „Það er auðheyrt að þú hefur lært hjá séra Eiríki," sagði Ámi Pálsson við hann þegar hann 12 ára þuldi íslandssöguna á inntökuprófl í Menntaskólann í Reykjavík. Én hann var nútímamaður, horfði ekki síður fram en aftur. Daginn áður en hann var allur varð honum tíðrætt um túlkun erlends fréttablaðs á válegum atburðum úti í heimi. Líf hans var viðburðaríkt. Hann ferðaðist mikið, jafnvel til flarlægra heimsálfa og sagði sögur af flirðuleg- ustu upplifunum erlendis og heima. Það hefði getað orðið efni í merka bók. Eitt sinn var hann í afskekktu fjalialandi f Suðaustur-Evrópu. Þar heyrði hann tónfall sem minnti hann á íslenskan takt. Hann spurði síðar tónmenntamenn út í þetta og fékk þau svör að einmitt þetta atriði hefði vakið furðu fræðimanna í tónlistinni. Svona var hann fljótur að skynja það sem sérkennilegt var, hvort sem það var í lífi eða list. Sjálfur orti hann á síðari ámm snilldarlegar vísur. Ein sfðasta vísa hans var á þessa leið: Árin þau hverfa í hafíð djúpt handan við tímamörkin; hvort sem mér er það leitt eða ljúft - lífið er flatt en jörðin kúpt. Húmorinn yfirgaf hann aldrei. Síst þegar hann var orðinn ófær um að ganga og varð að láta hjólastólinn duga. Stærstur fannst mér þessi heimsborgari vera hin síðustu árin þar sem hann sat við skrifborðið sitt og geislaði af þvílíkum krafti að við sem rólfær töldumst máttum öfunda hann. Vissulega naut hann þá sem endranær sinnar yndislegu konu og það kunni hann að meta. Af fundi hans fór ég ævinlega glaður í bragði, með bijóstsykur handa bömunum og koss til konu minnar. „Farðu vel með þig,“ sagði hann að skilnaði. Fjölskylda mín öll saknar nú Viðeyingsins góða. Heim- urinn verður þó nokkuð öðru vísi — lífíð flatara — hjá okkur nú þegar snillingurinn er fallinn. Fjölskylda mín sendir Maju-Gretu og bræðrunum Haraldi og Eiríki, konum þeirra og bömum samúðar- kveðjur. Baldur Hafstað Ég kynntist Eiríki fyrst árið 1964 er ég réðst til starfa hjá Verkfræði- stofu Rögnvaldar Þorlákssonar, sem vann þá eingöngu að verkefnum fyrir Rafmagnsveitur ríkisins. Nokkru áður en þetta gerðist höfðu mál þannig skipast að Eiríkur í embætti rafmagnsveitustjóra ríkis- ins stjómaði undirbúningi að Búr- fellsvirkjun og naut við það verk aðstoðar m.a. ráðgjafarfyrirtækis- ins Harza í Chicago og verkfræði- stofu Rögnvaldar. Þeir stórkostlegu draumár Einars Benediktssonar um virkjun íslenskra fallvatna í tengsl- um við uppbyggingu orkufreks iðn- aðar höfðu nýlega verið endurvaktir og hillti nú undir að þeir byijuðu að rætast. Ég, sem nýorðinn verk- fræðingur, hafði heillast mjög af þessum hugmyndum. Hjá Rögnvaldi fékk ég þannig tækifæri til þess að vera með í undir- búningi þessara miklu ráðagerða, en jafnframt vann ég við ýmis önn- ur verkefni fyrir rafmagnsveitumar sem til féllu. Ég hafði ekki starfað þama lengi, þegar Eiríkur bað mig einn góðan veðurdag að taka að mér bílstjórastarf um stund og aka sér til fóstru sinnar á Barónsstígn- um, Höllu, sem hann lýsti með mörgum fögrum orðum. Þetta var óvenjulegt hlutverk fyrir unga verk- fræðinginn, en mér fannst það spennandi að kynnast yfirvaldinu á þennan hátt. Þá þegar í fyrstu ferð- inni til Höllu skildi ég, að Eiríkur hafði gaman af ljóðum og var það mér mikil upplifun að sjá Eirík laða fram nokkrar frábærar vísur frá gömlu konunni. Þetta voru mín fyrstu persónulegu kynni af Eiríki. Mér varð strax ljóst að Eiríkur var mjög óvenjulegur maður og áhugaverður persónuleiki. Ekki var þó laust við að ég fymdi til nokkurs minni máttar í návist hans, vegna kunnáttuleysis í ýmsum þýðingar- miklum efnum, þrátt fyrir verk- fræðipróf upp á vasann. Mér er minnisstætt eitt atvik þegar ég kom hróðugur inn á skrifstofu hans og tjáði honum að nú væri ég búinn að leysa það verkefni, sem mér hefði verið falið, þ.e.a.s. að láta hanna nýtt rafveitustjórahús á tilteknum stað, útvega alla iðnaðar- og verka- menn og nú væri hægt að heljast handa um byggingu strax. Eiríkur leit á mig og sagði: „Ungi maður, hefurðu athugað hvort það er nokk- ur þörf fyrir þetta hús.“ Ég stóð eins og álfur og áttaði mig á því að ég hafði ekki spurt sjálfan mig mikilvægustu spumingarinnar varð- andi verkefnið. Þó ég reyndi þá að hugga mig við, að það hefði ekki verið mitt hlutverk að glíma við þessa spumingu varð þetta atvik mér holl lexía og hvatning til þess að líta síðan á mín verkefni frá víðara sjónarhomi en sem takmark- ast við tæknileg vandamál ein- göngu. Síðar varð ég oft vitni að því hvað Eiríkur var fljótur að átta sig á aðalatriðum hvers máls sem fyrir hann var lagt. Eftir því sem ég kynntist Eiríki betur varð mér ljósara að hér fór maður óvenjulega góðum gáfum gæddur og með afbrigðum skemmtilegur þegar sá gállinn var á honum. Það fór því fyrir mér eins og svo mörgum sem áttu náin sam- skipti við Eirík að hann ávann sér mína virðingu og vinarhug og tel ég mig lánsaman að hafa orðið handleiðslu hans aðnjótandi. Árin hafa liðið ótrúlega fljótt. Eiríkur gerðist framkvæmdastjóri Landsvirkjunar árið 1965 og gegndi því starfi til ársins 1983 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á þessum tíma hafa orðið ótnílegar framfarir í raforkumálum íslend- inga. Hver stórvirkjunin á fætur annarri hefur sprottið upp, við Búr- fell í Þjórsárdal, Sigöldu og Hraun- eyjafoss við Tungnaá, landið hring- tengt í einu samfelldu orkukerfí sem næstum allir landsmenn hafa nú aðgang að. Til allra þessara verk- efna lagði Eiríkur dijúgan skerf, eins og allir vita sem gerst fylgdust með ffamvindunni í þessum efnum. Verður sá þáttur ekki rakinn hér, en vert væri að honum yrðu gerð góð skil, þegar saga þessarar þróun- ar verður rituð. Eins og áður er sagt var Eiríkur ljóðelskur maður, sem kom mér í fyrstu á óvart þar sem mér fannst þessi ljóðræna í nokkru ósamræmi við hans hörðu yfírborðsskel í dag- legri umgengni. Ég átti þó eftir að reyna að undir yflrborðinu sem stundum virtist hijúft bjó viðkvæmt geð og listamaður. Þegar aldurinn færðist yfir Eirík varð hin listræna æð í Eiríki meira áberandi. Fór hann þá í auknum mæli að kynna sér kvæði stórskáldanna og leggja fyrir sig að yrkja eigin ljóð, oftast til að senda vinum og kunningjum þeim til uppörvunar og skemmtunar. Eru til eftir Eirík margar smellnar vísur oftast í ferskeytluformi, en einnig felldi hann andagiftina að öðrum ljóðformum. Gott dæmi um leikandi létta vísu eftir Eirík er þessi vorvísa: Þegar vorið veitult er og vetur horfinn sýnum. Þá er líkt og leiki sér ljóð í huga mínum. Þó að flest Ijóð Eiríks væru í létt- um stíl átti hann þó til að yrkja kvæði með alvarlegu ívafi. Það ljóð sem hér fer á eftir er mér einna minnisstæðast af því tagi, sem ég heyrði frá honum. Ég fetaði fjöllin [ gær fónnin var hvít, sem endranær. Náttúran öll í sinni nekt nikkaði til mín i ró og spekt. En tröllið í klettinum kvað við raust komdu til veislu, sæti er laust. Nú er ég bundinn með hlekk við hlekk hlekkjaður niður við skessurekk. Hættur leynast i hamraborgum líkt og glyðrur á gleðitorgum. Nú er Eiríkur allur. Viðburða- ríkri ævi merks manns er lokið. Hann fékk hægt andlát og hélt skyndilega yfir landamæri lífs og dauða frá orðabók og óleystri kross- gátu, glaður og reifur til hinstu stundar. Þessi viðskilnaður var vissulega í samræmi við lífsstíl Eiríks. Eftirlifandi konu hans, Maju- Gretu, sem ætfð stóð eins og klett- ur við hlið manns síns í lífs- baráttunni, sonunum tveimur og þeirra fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð. Jóhann Már Maríusson Með Eiríki Briem, rafmagnsverk- fræðingi og fyrrverandi rafmagns- veitustjóra ríkisins og síðar forstjóra Landsvirkjunar, er fallinn frá einn af brautryðjendum tækniframfara og betri lífskjara á íslandi á síðara helmingi þessarar aldar. Vinir hans og samstarfsmenn eiga á bak að sjá heillandi persónuleika, sem með fjölþættum gáfum sínum, skarpri hugsun og leiftrandi skopskyni brá birtu hins óvænta jafnvel yfir hvers- dagslegustu hluti. Eiríkur var höfð- ingi í lund og stórlyndur, og það leyndi sér ekki, að að honum stóðu merkar ættir fjölhæfra gáfumanna. Faðir hans var Eggert Briem, stórbóndi í Viðey á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar, sonur Éiríks Briems, prestaskólakennara og al- þingismanns, sem var með mestu framfaramönnum á sinni tíð, áhuga- maður um ijármál og atvinnuþróun og reikningshaus hinn bezti. Bjó Eiríkur lengi hjá Eggerti syni sínum í Viðey, á meðan Eiríkur yngri var að alast þar upp. Áttu þeir nafnam- ir mikið sálufélag, enda var Eiríkur yngri námfús og bráðþroska, og stærðfræði lá honum ekki síður í augum uppi en afa hans. Jafnframt hlaut hann að drekka í sig fram- farahug gamla mannsins, sem þó var alltaf blandaður raunsæju mati og eðlislægri íhaldssemi ættarinnar. í móðurætt Eiríks er hins vegar margt skálda og listamanna, en móðir hans var Katrín, dóttir Péturs Thorsteinssonar, systir Muggs list- málara (Guðmundar Thorsteins- sonar) og systurdóttir skáldkonunn- ar Theodóru Thoroddsen. Var list- hneigð þessa fólks rík í fari Eiríks Briems, þótt lífsstarf hans yrði á öðm sviði. Að loknu stúdentsprófi árið 1934 hélt Eiríkur til Svíþjóðar, þar sem hann lauk prófi í raforkuverkfræði frá tækniháskólanum í Stokkhólmi vorið 1939. Réðst hann síðan sem verkfræðingur til Statens Vatten- fallsverk í Svíþjóð og starfaði þar í fjögur ár. Hlaut hann þar mikilvæga starfsreynslu hjá einu ffemsta vatnsorkufyrirtæki heimsins, sem varð honum dijúgt veganesti síðar á ævinni. Ekki var það Eiríki minna virði, að í Svíþjóð kynntist hann konu sinni, Maju-Gretu, dóttur Haralds Eriksons, listmálara, hinni mestu mannkosta- og gáfukonu. Eignuð- ust þau tvo syni, Harald lækni og Eirík rekstrarhagfræðing. Árið 1943 tókst Eiríki að komast til íslands, þrátt fyrir styijaldar- ástand, sem þá lokaði öllum venju- legum ferðaleiðum. Hér biðu hans næg verkefni næstu árin, enda raf- væðing landsins utan helztu kaup- staða skammt á veg komin. Fyrstu tvö árin starfaði Eiríkur sem verk- fræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en tók síðan við for- stöðu Rafmagnseftirlits ríkisins fram til ársins 1947. Það ár var Eiríkur skipaður fyrstur manna í starf rafmagnsveitustjóra ríkisins, en meginhlutverk ríkisveitnanna var að annast rafvæðingu hinna dreifðu byggða landsins. Með starfi sínu að þessum málum næstu átján ár átti Eiríkur öðrum mönnum meiri þátt í skipulagningu og framkvæmd raf- væðingaráætlunarinnar, sem gjör- breytti lífsskilyrðum stórs hluta þjóðarinnar. Um þennan merka þátt í framþróun raforkumála hér á landi og hlut Eiríks í honum eru þó aðrir betur færir að rita en ég. Við Eiríkur kynntumst ekki að neinu ráði fyrr en árið 1961, þegar við hófum báðir störf í hinni svoköll- uðu stóriðjunefnd, er sett var á lagg- irnar til þess að vinna að undirbún- ingi byggingar álvers á íslandi. Átti ég eftir það og þar til Eiríkur lét af störfum sem forstjóri Landsvirkj- unar árið 1983, nánara samstarf við hann en flesta menn aðra. Fékk ég þá að kynnast hinum frábæru hæfileikum hans sem verkfræðings og stjómanda, dómgreind hans og skilningi jafnt á verkfræðilegum sem fjárhagslegum vandamálum, en ekki síst mannkostum hans og heil- indum. Bar aldrei nokkum skugga á þá vináttu, sem með okkur tókst þá þegar í upphafí. Þegar störfum stóriðjunefndar var svo langt komið, að ákveðið var að stofna Landsvirkjun til þess að hrinda virkjun Þjórsár við Búrfell í framkvæmd, var Eiríkur Briem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.