Morgunblaðið - 24.02.1989, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.02.1989, Qupperneq 19
MOKGUNBUÆIÐ FÖSTUDAGIXR 24. FEBRÚAR 1989 19 Stefiiumörkun ríkjsstjórnarmnar í flugmálum: Þjónusta o g bunað- ur aukinn á Akureyri SAMGÖNGURÁÐHERRA hefiir sent flugmálastjóra bréf þar sem hon- um er fidið að framfylgja samþykkt rfkisstjómarinnar um stefiau f flugmálum, en f henni felst m.a. að á þessu ári verði þjónusta og búnað- ur á Akureyraflugvelli aukinn svo hann verði betur f stakk búinn til að þjóna sem varaflugvöllur. Einnig á að gera breytingar á Egilsstaða- flugvelli. Jón Baldvin Hannibalsson, utanrfkisráðherra, segir þetta engu breyta um hugsanlega byggingu alþjóðlegs varaflugvallar hér á landi sem kostaður væri af Mannvirkjasjóð NATO. Flugmálastjóra er, samkvæmt bréfí samgönguráðherra, í fyrsta lagi falið að gera ráðstafanir til að auka þjónustu og búnað á Akureyrarflug- velli til að völlurinn geti betur þjónað sem varaflugvöllur fyrir millilanda- flug. I öðru lagi að gera ráðstafanir til að við undirbúning frekari fram- kvæmda við Egilsstaðaflugvöll verði tekið mið af því að þar geti í framtí- ðinni orðið um að ræða flugvöll sem bjóði upp á að nýta ýtrustu afkasta- getu tveggja hreyfla flugvéla og þjóna þörfum almenns farþegaflugs. M.a. verði athugað með útvegun lands í því skyni. í þriðja lagi að undirbúið verði í samvinnu við samgönguráðuneytið að gengið verði frá því með formleg- um hætti að eftirtaldir flugvellir verði aðaltollhafnir: Keflavík, Reykjavík, Rif, ísafjörður, Sauðárkrókur, Akur- eyri, Húsavík, Egilsstaðir, Homa- fjörður og Vestmannaeyjar. í fjórða lagi að taka að öðru leyti mið af þessari afgreiðslu ríkisstjóm- arinnar við vinnu að tillögu um end- urskoðun flugmálaáætlunar sem æskilegt væri að leggja fram á næsta þingi. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anrfkisráðherra, sagði þessa stefnu- mörkun varða tvennt. Annarsvegar hvaða innlendu flughafnir fengju staðfestingu sem tollafgreiðslustaðir og hins vegar þá væri staðfest hvaða flugvellir ættu að verða varaflugvell- ir við endurskoðun flugmálaáætlun- ar. Það væri gamalt mál, hefði legið fyrir í langan tíma, en væri nú stað- fest. Hugsanleg þátttaka Mannvirkja- sjóðs Atlantshafsbandalagsins í al- þjóðlegum varaflugvelli væri hins vegar sérstakt mál og breytti þessi afgreiðsia ríkisstjómarinnar engu um það. Það mál varðaði ýtmstu kröfur sem við gerðum til varaflug- vallar á fslenska flugstjómarsvæð- inu. Utanríkisráðherra hefur áður sagt, að hann vilji ná samvinnu við Bandaríkjamenn, um að þeir greiddu rekstrarkostnað af alþjóðlegum vara- flugvelli, ef hann yrði reistur hér á vegum Mannvirkjasjóðs NATO. Þetta mun m.a. stafa af því að Bandaríkjamenn era „gestgjafaþjóð" okkar gagnvart sjóðnum þar sem við eigum ekki aðild að honum, og er venja að gestgjafaþjóðir greiði rekst- arkostnað mannvirlga sem reist era á vegum hans. Þegar ráðherra var spurður hvort til greina kæmi að íslendingar gerðust aðilar að Mann- virkjasjóðnum sagði hann að það hefði komið til tals en engin ákvörð- un verið tekin. Hækkaðír útláiisvext- ir hjá fimm bönkum NOKKRAR hækkanir á vöxtum tóku gildi þann 21. febrúar sl. Finun bankar hækkuðu vexti af vfxlum um 2-4,5% og vexti af yfirdráttar- lánum um 1,5-7%. Þá hækkuðu tveir bankar, Búnaðarbanki og Iðnað- arbanki, jafinfiramt vexti af almennum skuldabréfiim um 4-5%. Hækk- anir urðu einnig á vöxtum sérkjarareikninga hjá Búnaðarbanka, Samvinnubanka og Iðnaðarbanka um allt að 7% en tveir hinir fyrr- nefiidu hækkuðu sömuleiðis vexti af sértékkareikningum um 2-2,5%. Landsbankinn breytti aðeins vöxtum lítilsháttar á innlendum gjald- eyrisreikningum og er nú óvenjumikill munur á útlánsvöxtum hans og annarra banka og sparisjóða. Hvað einstaka banka varðar hækkuðu vextir af víxlum hjá Bún- aðarbanka úr 14,5% í 19% og af yfirdráttarlánum úr 17,5% í 21%. Þá hækkuðu nafnvextir af almenn- um skuldabréfum hjá Búnaðar- bankanum úr 15% í 19%. Bankinn hækkaði jafnframt vexti af Gullbók úr 13% í 17% miðað við óverðtryggð kjör í sex mánuði. Hjá Iðnaðarbankanum hækkuðu vextir af víxlum úr 17% í 20% og vextir af yfírdráttarlánum úr 18% í 25%. Vextir af almennum skulda- bréfum miðað við kjörvexti með lægsta álagi hækkuðu úr 15,5% í 19,75%. Samvinnubankinn hækkaði nafnvexti af Hávaxtabók úr 15% í 18% og vexti af sértékkareikning- um úr 8% í 10%. Jafnframt hækk- uðu víxilvextir úr 17% í 20% og vextir af yfírdráttarlánum úr 21% í 25%. Minni breytingar urðu hjá öðram bönkum. Hefði kosið miimi breyt- ingar en raun ber vitni - segir Jón Signrðsson viðskiptaráð- herra um vaxtahækkanir bankanna „Ég tel að hluta til, að þarna sé um að ræða að bankamir séu að jafiia kjörin. Þarna eru bankar, sérstaklega Búnaðarbankinn, sem lágu eftir f ákvörðun á grunnvöxtum skiptikjarareíkninga og þar með hugsanlega að einhveiju leyti f útlánsvöxtum, “ sagði Jón Sig- urðsson, viðskiptaráðherra, aðspurður um vaxtahækkun bankanna 21. þessa mánaðar. Hann sagði ennfremur að hann teldi hækkunina til dæmis á nafn- vöxtum skiptikjarareikninganna nokkuð mikla. Þama væri á ferð- inni ákveðið vandamál í vaxta- ákvörðunum í bankakerfinu og þess vegna væri ástæða til þess, eins og komið hefði fram í samþykkt ríkis- stjómarinnar, að huga að þessu fyrirkomulagi skiptikjarareikninga. Kannski væri ástæða til þess að lengja binditímann, sem væri núna sex mánuðir. „Ég hefði kosið að þessar breyt- ingar væra minni en raun ber vitni. Ég tel það mikinn ábyrgðarhluta að setja tölu á vexti og verðbólgu- stig við þær óvissuaðstæður sem ríkja núna og treysti því að bank- amir fari varlega fram í því. Seðla- bankinn er í viðræðu við bankana um þessi mál," sagði Jón ennfrem- ur. Hann sagðist ekki eiga von á vaxtahækkunum um mánaðamótin og benti á að það væri verið að fjalla um frumvörp um banka- og vaxtamál í þinginu nú og línur myndu skýrast þegar þau hefðu verið afgreidd. MITSUBISHI lCOLT 1989 BILL FRA HEKLU BORGAR SIG HEKLAHF verðfrakr. Laugavegi 170-172 Simi 695500 611.000,- útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vtírumarkaöurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.