Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐH) FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 14 Hjónaminning: Jónína Jóhanns- dóttir og Steinn Egils son — Þinghóli Fædd 11. maí 1907 Dáin 12. febrúar 1989 Fæddur 19. nóvember 1905 Dáinn 29. apríl 1988 Ég var lítill sveitamaður í mér, þegar ég fluttist tíu ára gamall með foreldrum minum frá Húsavík að Stórólfshvoli árið 1958. Égtók þess- um búferlaflutningum 'með ákveðn- um fyrirvara þótt gott orð færi af sunnlenzkum byggðum á heimilinu því ég sá ekki í fljótu bragði hvað gæti komið í staðinn fyrir fótbolta- völlinn og bryggjumar á Húsavík. Ég man vel þann heiðríka júlídag, þegar við keyrðum í fyrsta sinn aust- ur fyrir Þjórsá. Rangárþing skartaði sínu fegursta, Hekla á vinstri hönd, Eyjafjöllin og Fljótshlíðin framundan og þar upp af Þríhymingur en Vest- mannaeyjar í hillingum fyrir landi eins og oft verður á sólbjörtum sum- ardegi. Brátt sást Hvolsfjallið vel og fram undan þvi Bjallinn, læknis- bústaðurinn og kirkjan á Stórólfs- hvoli. Á næsta bæ, Þinghóli, sem var aðeins steinsnar í burtu, ofar og innar með fjallinu, bjuggu Steinn Egilsson og Jónína Jóhannsdóttir snotru búi með sonum sínum tveim, Jóhanni og Eyþóri. Ekki leið á löngu þar tii við Eyþór höfðum fundið hvom annan og síðan leið varla sá dagur næstu árin að við vinimir stæðum ekki fyrir einhveiju bralli. Það er skemmst frá því að segja að ég sótti mikið í að vera á Þinghóli og gerðist þar hálfgerður kostgang- ari um nokkurra ára skeið ásamt hundi mínum, Lappa, enda fengum við þar báðir góðan viðurgjömingv Ég held bara að uppáhald mitt þá og lengstum síðan, flatbrauð með hangikjöti, hafi nánast alltaf verið á borðum hjá Jónu en sú fæða hafði magnað aðdráttarafl á mig á þessum árum. Svo reyndist einnig um marga frændur mína og vini sem komust í tæri við þessa brauðgerð og reyndu ýmsir að ná samningum við Jónu um bakstur þó ekki væri nema á jólum. Á Þinghóli virtist ekkert eðli- legra en að hinn sjálfskipaði kost- gangari hcfði tekið sæti sitt við matborðið en foreldrum mínum fannst víst nóg um. í sveitinni gafst okkur ungu mönnunum kostur á nánum sam- skiptum við dýr og jarðargróður. Jaftiframt gafst betra tækifæri til nánari samskipta við hina fullorðnu heldur en oftast er f bæjum eða borg. Með góðum stuðningi Jónu og Steins stofnuðum við Eyþór félag um ræktun grænmetis, sem við köll- uðum Plantan hf. og lögðum inn í kaupfélagið. Við stóðum fyrir virkj- anaframkvæmdum upp við Skráp þegar annað brýnna lá ekki fyrir. Þegar gengið var til hinna daglegu starfa fór ekki hjá því að hin margv- íslegustu málefni bæri á góma og urðu oft lífleg skoðanaskipti við hina eldri. Þannig varð það sjálfgefíð að jafnvel stráklingar færu á unga aldri að hafa skoðanir á hinum ýmsu þjóð- málum, mismunandi vel rökstuddar að sjálfsögðu. Við fengum því að fljóta með í jeppanum á framboðs- fundi, sem oft voru hinir líflegustu enda stóð til að reisa við atvinnulífíð þá eins og oftar síðar. Ekki þurfti að óttast að við værum hvattir til öfganna með jafn sanngjaman ráð- gjafa og varkáran í dómum sínum um menn og málefni og Stein bónda á Þinghóli. Þá var ekki stður þro- skandi að spjalla við Jónu og hollt var að kynnast heilbrigðum við- horfum hennar til lífsins. Hún var ákveðin í skoðunum en sanngjöm. Hún gladdist innilega með vinum sínum, þegar þeim vegnaði vel en fann einnig sárt til með þeim ef sorgin knúði dyra. Hún var mjög áhugasöm og vel að sér um íslenzkt mál og var alveg til hins síðasta að svara spumingum íslenzkufræðinga um orðtæki og málfar á Suðurlandi. suufmmm í TAKT VÍÐ TÍMANN Viltu skara fram. úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Steinvör Gísladóttir, skrifstofumaður, Mjólkursamsölunni: „Námlð er yflrgripsmlkið og hagnýtt og reyndlst mér vel. Það hefur styrkt mig í sessi og umfram allt var þetta skemmtilegur tími í góðum og samhentum hóp.“ Viö erum viö símann til kl. 22 í kvöld. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Steinn og Jóna höfðu bæði gaman af að ferðast og ég minnist ógley- manlegra ferða með þeim upp á Rangárvelli og upp í Þjórsárdal og víðar um Suðurland. Ekki er síður að minnast líflegra spilakvölda á Þinghóli enda var spilamennskan sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Jóna og Steinn brugðu búi 1963 og fluttust til Reykjavíkur. Þegar ég kom í Menntaskólann í Reykjavík næsta ár varð ég tíður gestur á heimili þeirra. Mér var þá eins og alltaf fyrr og síðar sýnd vinátta sem aldrei bar skugga á. Steinn heilsaði alltaf með þéttu handtaki og hlýjan skein úr augum hans. Hann var ekki margorður um fánýta hluti en með afbrigðum hraustur og áreiðan- legur maður og vinfastur. Þetta voru í mínum huga þeir eiginleikar sem einkenndu hann mest. Steinn var þrekvaxinn og hraust- menni lengst af ævinnar, en síðustu árin átti hann í stríði við erfíðan sjúkdóm, sem hann varð um síðir að beygja sig fyrir. í veikindum hans sýndi Jóna fádæma ósérhlífni og dugnað sem gerði Steini fært að dvelja á heimili sínu mun lengur en nú er títt þegar erfíð veikindi koma til. Hann lézt 29. apríl 1988. Jóna missti mikils, þegar hennar tryggi lífsförunautur skildi við. Hún tók því samt með æðruleysi. Hún hafði alla tíð verið við góða heilsu og tæpast orðið misdægurt um ævina. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu þann 12. febrúar sl. Útför Jónu verður gerð frá Stór- ólfshvolskirkju í dag og þá eru þau bæði heiðurshjónin komin heim í orðsins fyllstu merkinu því kirkju- garðurinn á Stórólfshvoli er alveg við túnfótinn á Þinghóli. Þar er frið- sælt og sér vítt um Suðurlandsundir- lendið til þeirra blómlegu byggðar- laga sem vinir þeirra og ættingjar byggja. Þegar ég kveð nú þessa fyrrum granna og góðu vini hinztu kveðju skal þeim báðum þakkað fyrir vin- skap og tryggð í öll þessi ár i minn garð og minna. Jóhanni, Eyþóri og öðrum vanda- mönnum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Gestur Þorgeirsson Það er skammt stórra höggva í milli í fjölskyldunni okkar. Aðeins eru um 9 mánuðir liðnir síðan tengdafaðir minn lést eftir erfið veik- indim þar til nú að tengdamóðir mín andaðist 12. febrúar sl. Nú heyrist ekki lengur tifíð í pijónunum hennar í Hátúni 8, og ekki er lengur heitt á könnunni. Steinn er þar ekki leng- ur til að bjóða gesti velkomna í bæinn og spyija frétta. En þetta er gangur lífsins og við sem eftir erum eigum ljúfar og kærar minningar um þau sem alltaf voru tilbúin til að leggja lið og hjálpa af einskærri umhyggju og kærleik til sinna nán- ustu. Með fáum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Jónínu Jóhannsdóttur, sem í dag verður jarðsungin frá Stórólfshvols- kirkju í Hvolhreppi. Jónína var fædd 11. maí 1907 að Miðkrika í Hvolhreppi. Foreldrar hennar voru Valgerður Guðmunds- dóttir ættuð úr Hvolhreppi og Jó- hann Pétur Þorkelsson, barnakenn- ari úr Larideyjum og síðar bóndi í MiAVrilrn nor >>arnakpr»r»an í hreppi. Foreldrar Jónínu bjuggu í Miðkrika frá árinu 1902 þar til Jó- hann lést árið 1937. Valgerður bjó áfram í Miðkrika með bömum sínum þar til hún lést árið 1962. Þau Val- gerður og Jóhann eignuðust sjö böm. Af systkinunum frá Miðkrika em nú fimm látin, þau Pálmi, Þorkell, Sigurður og Elísabet auk Jónínu sem hér er minnst. Eftir lifa Guðmundur í Miðkríka og Valgerður búsett á Selfossi. Miðkrikaheimilið var að segja má í þjóðbraut, á fyrri hluta aldarinnar þegar samgöngum var öðm vísi hátt- að en nú er. Það vom miklar gesta- komur að Miðkrika og sagði Jónína oft frá góðum heimsóknum vina og venslamanna úr Landeyjum. Þaðan átti húsbóndinn ættir sínar og við- hélt góðum kunningsskap við það frændfólk meðan hann lifði. Gest- risni og greiðasemi var ávallt ein- kennandi fyrir Miðkrikaheimilið. Svo var einnig um heimilishald Jónínu og Steins alla þeirra búskapartíð. Þeim var umhugað um að veita og láta gestum sínum líða vel. Eins og til siðs var á þeim ámm þá vann Jónína æskuheimilinu í Mið- krika frá því hún gat lagt lið þar til hún stoftiaði sitt eigið heimili með þeim undantekningum þó að hún fór í vist sem kallað var, mest að vetrart- ímanum, bæði í Reykjavík og til Vestmannaeyja. Það urðu þáttaskil þegar Jónína kynntist eiginmanni sínum, Steini Egilssyni frá Stokkalæk á Rangár- völlum. Þau gengu í hjónaband 18. júní 1939 og höfðu því átt saman nær 49 ár í hjónabandi þegar Steinn lést 29. apríl á sl. ári. Þau hófu búskap að Þinghóli I Hvolhreppi sama ár og bjuggu þar til ársins 1963 en þá fluttu þau til Reykjavík- ur og áttu þar heimili í Hátúni 8, alla tíð sfðan. Jónína og Steinn eignuðust tvo syni, Jóhann Birki, fæddan 1940 og Eyþór, fæddan 1947. Jóhann er kvæntur Hildi Magnúsdóttur frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og eiga þau þijá syni. Sambýliskona Eyþórs er Sigrún Ingibergsdóttir frá Drangsnesi. Á ámnum að Þinghóli tók Jónfna virkan þátt í starfí kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi og minntist hún þeirra starfa ávallt með hlýhug. Hún var kirkjurækin og átti góðan þátt í að hlynna að málum kirkjunn- ar að Stórólfshvoli og sérstaklega vann hún að fegrun kirkjugarðsins sem er nánast í túnfætinum að Þing- hóli. Garðrækt var henni hugleikin og átti hún marga ánægjustund við blóma- og tijárækt í Þinghóli. Eitt áhugamála Jónínu var varðveisla fomra muna og hafði hún ávallt augun opin fyrir slíku og kom mörg- um hlutnum til varðveislu hjá Þórði Tómassyni í Byggðasafninu að Skógum. Sömuleiðis hafði hún ánægju af að fylgjast með íelsnsku máli, skráði gömul heiti, munnmæli og vann ýmsar upplýsingar fyrir þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins. Allt þetta vann hún sér til ánægju fyrst og fremst og fáir vissu um þessi áhugamál hennar. Enginn, sem til þekkti, er þó í vafa um að heimil- ið var hennar aðalvettvangur þar sem hún hlynnti að sínum nánustu með ást og móðurlegri umhyggju alla tíð. Samheldni þeirra Jónínu og Steins, var viðbn erfiðum veikindum Steins síðustu ár hans hjúkraði Jónína honum af einstökum kærleika og ósérhlífni. Eftir að Steinn lést var strengur brostinn og tókst Jónínu ekki að komast yfir þann mikla missi. Henni var því tilhlökkun til vistaskiptanna og treysti á endurfundi við eigimann og horfna vini. Við leiðarlok eru þökkuð öll árin sem við áttum saman og það sem hún gaf okkur og kenndi í góðri við- kjmningu alla tíð. Söknuðurinn er mikill en minningamar um þau góðu hjón, Jónfnu og Stein, eru allar góð- ar. Tengdadóttir hjóna. Lífíð er fljótt í förum. Undrastutt finnst mér liðið síðan ég hitti fyrst heiðurshjónin Stein og Jónínu í Þing- hól í Hvolhreppi, þó nær 40 ár Iiðin hjá. Nú eru þau bæði horfin af heimi. Starf mitt við að færa f heild minjar gamallar bændamenningar hjá Rangæingum og Vestur-Skaftfell- intmm í bvaprtasafnifl í SlrAonim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.