Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 44
.SJOVA-ALMENNAR Nýtt félag með sterkar rætur JR*f0tuiMfifrUÞ EINKAREIKNINGUR ÞINN ílANDSBANKANUMg FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Samgönguráðherra: Aukið efitir- lit með einka- leyfíshöfum STEINGRÍMUR J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði á Alþingi í gær, að efla þurfi verðlagseftirlit með einkaleyfishöfum f fólks- flutningum. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspum frá Hjör- leifi Guttormssyni varðandi at- hugun á ástæðum hárra fargjalda f innanlandsflugi. Hjörleifur spurði samgönguráð- herra hvað stjómvöld hefðu aðhafst í framhaldi aif ályktun Alþingis frá liðnu vori um athugun á ástæðum hárra fargjalda í innanlandsfiugi og samanburð á fargjöldum á flugleið- um innanlands og til útlanda. í svari ráðherra kom fram, að á vegum Flugmálastjómar hefði verið samin greinargerð um málið og hún send Flugleiðum. Fyrirtækið hefði síðan skilað sérstakri greinargerð, sem stangaðist allvemlega á við greinar- gerð Flugmálasyómar. Sagði sam- gönguráðherra að hugsaniega þyrfti að kalla til nýja óháða aðila til að kanna málið. Kjúklingabændur: _Sameiginleg1 dreifíngar- fyrirtæki FJÖGUR alifuglasláturhús og kjötvinnsla þeirra hafr stofnað sameiginlegt dreifingarfyrirtæki, Alifugiasöluna sf., sem tekur við sölu á ölium þeirra kjúklingum og afurðum úr þeim um mánaða- mótin. Framleiðendur um 90% ali- fuglaframleiðslunnar standa að þessu nýja fyrirtæki. Búist er við að verðlagsnefindir landbúnaðar- ins verðleggi kjúklinga frá og með 1. mars. Bjami Ásgeir Jónsson, fram- ■ ktæmdastjóri Reykjagarðs hf., sem á sæti í stjóminni segir að tilgangur- inn með stofnun fyrirtækisins sé fyrst og fremst að spara kostnað við dreifíngu og bæta innheimtu og minnka þar með áhættu framleið- enda vegna gjaldþrota verslana og veitingastaða. Stofnendur Alifugiasölunnar sf. em sláturhúsin Fjöregg, Móar, Markaðskjúkiingur og Reykjagarður auk Matfugls hf. sem er kjötvinnsla þessarra sláturhúsa. Vetrarrósir íHveragerði Morgunblaöið/Ragnar Axelsson. Það veitir sannarlega ekki af blómum, litum og sumarstemmningu í öilum umhleypingunum að undanförnu, en rósarækt er nú stunduð veturlangt í fyrsta sinn hérlendis í Gróðrarstöðinni Gróður- mörk 1 í Hveragerði.Þar hefur aukin birta með lömpum og aukin koltvísýringsgjöf frá Hæðarenda í Grímsnesi skilað þeim árangri að fslenskar rósir hafr verið á boðstólum í allan vetur og standast vel samkeppnina við innfluttar rósir. A myndinni er Björg Haildórsdóttir með kraftmiklar og frgrar íslenskar rósir. 12 merktir laxar í afla Færeyinga TÓLF örmerktir laxar af Norð- urlandi hafa fundist í afla Fær- eyinga það sem af er þessari vertíð. Eru það mun fleiri laxar en tiðkast hefur síðan rann- sóknir hófust á afla Færeyinga árið 1982. Þessar upplýsingar koma fram í bréfi sem veiði- málastjóri hefur sent Eyjólfi Konráði Jónssyni, alþingis- manni, vegna fyrirspumar frá honum um þetta mál. Skiptust merkin þannig að sex laxar voru úr Laxá í Þingeyjar- sýslu, tveir úr Miðfjarðará, þrír úr Svartá í Húnavatnssýslu og einn úr Hjaltadalsá í Skagafirði. Eyjólfur Konráð hefur miklar áhyggjur af þessum veiðum Fær- eyinga og telur að þær beri að stöðva ef ekki eigi að stofna íslenska stórlaxastofninum á Norður- og Austurlandi í hættu. Ámi ísaksson, veiðimálastjóri, segir þetta fyrst og fremst gefa upplýsingar um göngur laxins. Ekki sé hægt að draga þá ályktun af þessu eina ári að íslenski stofn- inn sé i hættu. Laxveiðar í sjó séu þó alltaf óæskilegar og einungis leyfðar í lögsögu Færeyinga og innan við 40 mílur við Grænland. Laxafli Færeyinga á síðasta ári var um 200 tonn. Sjá frásögn á bls. 4. Sjávarútvegsráðherrar EB: Heimilt að flytja inn 49.000 tonn af saltfiski á 6% tolli Ánægjuleg tíðindi segir Magnús Gunnarsson hjá SÍF Brussel. Frá Kristófer M. Kristóferssyni, Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- bandalagsins samþykktu á fundi { Brussel í gær, að heimila inn- flutning til bandalagsins á 49.000 tonnum af blautverkuðum salt- fiski með 6% innflutningstolli. Jafriframt var heimilaður inn- fréttaritara Morjfunblaðsina. flutningur á 500 tonnum af söltuð- um flökum með 10% tolli. Fyrri hugmyndir um innflutning á salt- fiski á lágum toUi voru okkur óhagstæðari og segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, þessa niðurstöðu koma sér vel. Almennur toUur á saltfiski er 13%. Evrópubandalagið heimilar árlega innflutning á hráefni til vinnslu- stöðva innan bandalagsins á lækkuð- um innflutningsgjöldum. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjómarinnar. Lífeyrissjóður sjómanna: Uppboða krafizt á 130 skípum Útgerðin skuldar lífeyrissjóði sjómanna rúmlega 300 milljónir ÚTGERÐIR 130 skipa um aUt Upphæðir þessar eru hæstar um land, að Vestfiörðum og Aust- 10 miHjónir á fyrirtæki, en þar Qörðum undanskildum, skulda sem skuldabréfin pjóta ekki Lífeyrissjóði sjómanna nú um 300 miiyónir og hefur verið far- ið fram á uppboð á þessum skip- um tíl Iúkningar kröfunni. „Féð, sem kemur í gegn um greiðslu- miðlun sjávarútvegsins, skilar sér vel, en það, sem upp á vant- ar, eru 4% sem útgerðin tekur af launum sjómanna og skilar sfðan ekki. Við höfum fengið bréf frá 12 fyrirtækjum, sem hafe óskað þess að við tökum skuldabréf Atvinnutrygginga- sjóðs að upphæð um 50 milþ‘ónir króna sem greiðslu á iðgjöldum. ríkisábyrgðar og vextir á þeim eru lágir vijjum við ekki taka þau,“ sagði Guðmundur Hall- varðsson, formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur og Lífeyris- sjóðs sjómanna, f samtali við Morgunblaðið. „Kaup á þessum bréfum stang- ast á við lög sjóðsins, sem kveða svo á að ávaxta skuli fé hans eins vel og frekast sé unnt,“ sagði Guð- mundur. „Greiðslumiðlun sjávarút- vegsins tekur 15% af brúttóverð- mæti afla og deilir því niður á ýmsa sjóði útvegsins og þar af fara 1,84% til iðgjalda í lífeyrissjóðinn. Útgerðarmenn reiknuðu með að það dekkaði þau 6% af launum sem vinnuveitandinn á að standa skil á og þetta fé skilar sér vel. Svo taka þeir 4% af launum sjó- manna og það fé skilar sér ekki nógu vel. Mér virðist nauðsynlegt, eigp iðgjöldin að skila sér, að hækka verði hlutfall aflaverðmæta sem fer í greiðslumiðlunina úr 15% í 17%, þannig að 3,84% komi þá leið í Lífeyrissjóð sjómanna, sem dreifir greiðslum síðan á viðkomandi sjóði. Skuldabréf Atvinnutrygginga- sjóðs bera 5% vexti og með þeim er sem sagt ætlunin að greiða van- skil á fé, sem þegar hefur verið tekið af sjóðsfélögum, sem síðan þurfa að greiða 8% vexti af lánum úr sjóðnum. Útgerðarmenn eru sem sagt að biðja um lán úr Lífeyris- sjóði sjómanna til fimm ára á lægri vöxtum en sjóðsfélagar greiða. Á að verðlauna útgerðarmenn fyrir fjánlrátt með þessum hætti? Ég held varla. Að auki er þetta aðeins skammtímalausn, útgerðin heldur örugglega áfram að safna skuldum, þar sem raunveruleg rekstrarskilyrði batna ekkert," sagði Guðmundur Hallvarðsson. Sjá viðtal við Guðmund Hall- varðsson á bls. 18. sem lagðar voru fram í lok síðasta árs, var gert ráð fyrir því, að á þessu ári yrði heimilað að flytja 30.000 tonn af blautverkuðum saltfiski inn til EB með 9% tolli. Það var umtals- verð lækkun frá fyrra ári, en þá námu þessar heimildir 52.500 tonn- um á 5% tolli. Þessar tillögur voru í samræmi við þá stefnu EB að draga úr innflutningi og afla tekna til að reka sjávarútvegsstefnuna með inn- flutningsgjöldum á sjávarafurðir. Eðlilegur tollur á saltfisk innan EB er 13%. „Þetta eru betri skilmálar en upp- haflegu tillögumar voru,“ sagði Magnús Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég held að þama hafi kaupendur á íslenzkum saltfiski og íslenzk stjómvöld beitt sér af miklum krafti til að fá fyrri hug- myndum breytt. Þetta er að sjálf- sögðu mun betri kostur en upphaf- lega, en þetta er hins vegar litlu slak- ari kostur en á síðasta ári. Kvótinn var þá 52.500 á 5% tolli. Það er erfitt að segja hve miklu af þessum kvóta við íslendingar getum náð. Miklar birgðir em til í Portúgal, stærsta viðskiptalandi okkar, og við eigum eftir að semja við þá um skilmála þessa árs. í stað þess að semja í upphafí janúar eins og undanfarin ár, höfum við verið að bíða eftir þess- um niðurstöðum til að átta okkur á því hvaða áhrif þær hafa á markað- inn á þessu ári. Við fluttum um 60.000 tonn á síðasta ári til EB og þá lenti hluti af innflutningi okkar í 13% tolli og svo verður einnig nú,“ sagði Magnús Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.