Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 3 Borgarráð: Sebrabrautir yfir flórar akrein- ar lagðar niður Morgunblaðið/Bjöm Guðmundsson Vetrarríki í Ólafsvík BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja niður sebrabrautir fyrir gangandi vegfarendur, þar sem þær ná yfir Qórar akreinar þar af tvær í sömu átt. Að sögn Þórarins Hjaltasonar hjá umferðardeild Reykjavíkurborgar er þetta gert til að fækka slysum en komið hefur í ljós að hætta er á slysum þegar bifreið á hægri akrein stöðar fyr- ir fótgangandi vegfaranda en bifreiðin á vinstri akrein ekur hann niður. upplýsingamar fengnar erlendis frá. Þó hafa menn alltaf getað séð hættuna við fjögurra akreina götur, þar sem tvær akreinar eru í hvora átt.“ Flestar aðrar sebrabrautir auka slysahættu en athuga þarf aðstæð- ur á hveijum stað með tilliti til umferðarþunga og fjölda gangandi vegfarenda. Samkvæmt þýskum leiðbeiningum má ekki leggja sebrabraut yfir tvær akreinar og þegar um eina akrein í hvora átt er að ræða þá þarf fjöldi gangandi vegfarenda að vera 100 á klukku- stund og íjöldi bifreiða 300 til 600. Má þó vera 600 til 1200 ef um- ferðareyja er í miðjunni. „Að þess- um skilyrðum uppfylltum auka sebrabrautir umferðaröryggið ann- ars minnka þær það,“ sagði Þórar- inn. „Ef lítið er um gangandi veg- farendur muna bifreiðastjórar siður að það er sebrabraut á staðnum og ef umferðin er lítil þá gengur fólk gjaman yfir til hliðar við brautina.“ Fyrirhugað er að setja upp gang- brautarljós við Reykjaveg og ljós verða við Miklatorg, en á undan- fömum ámm hafa víða verið sett ljós í stað sebrabrauta. Þá er búið að samþykkja að setja upp gang- brautarljós yfir Lækjargötu við Skólabrú, yfír Hverfisgötu við Klapparstíg auk þess sem sett verða ljós yfír Kleppsveg við Laugames- veg. „Þekking manna á umferðarör- yggi á sebrabrautum hefur aukist undanfarin ár,“ sagði Þórarinn. „Tölfræðilega er erfitt að sýna fram á hættu á hverjum stað og em Tekju- og eignaskattur einstaklinga: Skattskuldir fyrir staðgreiðslu gerðar upp með skuldabréfiim 3,5 milljarðar úti- standandi FJÁRMÁLARÁÐHERRA kynnti í gær reglur um uppgjör á skatt- skuldum einstaklinga vegna tekju- og eignaskatts áður en staðgreiðsla var tekin upp. Verð- ur þeim einstaklingum sem skulda skatt boðið að gera upp skuld sina við rikissjóð með skuldabréfúm til 3, 4 eða 5 ára. Sagði Qármálaráðherra að um 3,5 milljarðar króna væru i van- skilum með þessum hætti og dreifðist sú upphæð á um 10.000 framteljendur. Síðustu 4-5 mán- uði hefðu verið gerðar upp 600 m.kr. af svona skuldum og taldi ráðherra það ábendingu um að í þessari ákvörðun væri að skatt- skuldir yrðu ekki felldar niður. Slíkt fordæmi hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það væri heldur ekki réttlátt né þjóðfélags- lega siðrænt. Ekki verður heldur gefinn neinn afsláttur af áföllnum dráttarvöxtum. Geta þeir einstaklingar sem eiga ógreiddar skattskuldir frá því fyrir staðgreiðslu samið um uppgjör á þeim með skuldabréfum til 3,4, eða 5 ára. Skuldabréfin verða með jöfn- um mánaðarlegum afborgunum með fyrstu afborgun þann 15. júní 1989 og verðtryggð miðuð við láns- kjaravísitölu. Skuldabréf til 3 ára munu bera 1,5% vexti, skuldabréf til 4 ára 2,5% vexti og skuldabréf til 5 ára 3,5% vexti. Skuldabréfin skulu verðtryggð með þeim hætti sem innheimtustofnanir telja viðun- andi, t.d. með fasteignaveði, banka- ábyrgð eða sjálfskuldarábyrgð tveggja manna. Skuldabréfin verða í innheimtu hjá ríkisféhirði. Reglur þessar ná einungis til ein- staklinga sem ekki höfðu tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starf- semi eða höfðu reiknað endurgjald og einungis er um að ræða skuldir sem eiga rætur sínar að rekja til álagningar fyrir tekjuárið 1986 eða fyrri ár. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. og sagði ráðherra þennan skamma frest eiga að gefa til kynna að um hreingemingu væri að ræða. Verður öllum einstaklingum sem sækja um að fá skuldir sínar greidd- ar með þessum hætti svarað fyrir 30. maí nk. Innheimtustofnunum verður falið að meta efnahag umsækjenda og hvemig samning hann geti staðið undir. Ef efnahagur umsælqanda er það góður að talið er að viðkom- andi geti greitt skuldina á skemmri tíma verður umsókn hans hafnað. Félagsmálastofiiun Reykjavíkur: stór hluti fólks vildi standa í skil- um þó að það hefði lent i erfið- leikum. Þeir aðilar sem ekki gerðu upp nú fyrir 15. apríl yrðu að horfast i augu við það að inn- heimtuaðilar gerðu viðhlítandi ráðstafanir. Ólafur Ragnar Grímsson sagði á blaðamannafundi í gær að kjaminn Nítján kynferðisafbrota- mál til meðferðar árið 1988 Sex mál kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins GREINARGERÐ um Qölda og vinnslu kynferðisafbrotamála, sem borist hafa Félagsmálastofiiun Reykjavíkurborgar hefúr verið lögð Eram í Félagsmálaráði. Að sögn Aðalsteins Sigfússonar sálfræðings fékk stofiiunin 15 mál til meðferðar á árunum 1984 til og með 1987 og tengdust 23 börn þeim málum, en árið 1988 var fjallað um 19 mál þar af voru 16, þar sem talið var að um meint kynferðisafbrot væri að ræða. 35 börn tengjast málunum á einn eða annan hátt og er meðalaldur þeirra 6,7 ár en börnin eru á aldrinum 1 til 15 ára. Nær undnatekningarlaust eru brotin framin innan heimilanna. Bjórinn: Frjáls álagn- ing í veit- ingahúsum Á fúndi sem ríkisstjórnin boðaði til með veitingamönnum i gær greindi Ólafúr Walter Stefáns- son skrifstofústjóri i dómsmála- ráðuneytinu frá því, að ákvæði um hámarksálagningu á áfengi sem selt er í veitingahúsum verði ekki látið gilda um bjór. Veit- ingamönnum verður þvi heimil fijáls álagning á þeim bjór sem seldur verður i veitingahúsum. Hámarksálagning á áfengi sem selt er í veitingahúsum er 50% fyr- ir áfengi sem selt er í heilum eða hálfum flöskum, en 80% fyrir áfengi sem selt er í minni skömmtum. Samkvæmt þessu hefði hámarksá- lagning á bjór sem seldur verður í flöskum í veitingahúsum mátt vera 50% , en hámarksálagning á bjór sem seldur verður úr krana hefði mátt vera 80%. „í greinargerðinni er tekið saman núverandi ástand við vinnslu kyn- ferðisafbrotamála og bent á hveiju þyrfti að breyta," sagði Aðalsteinn. „Þetta var alveg nýr málaflokkur fyrir starfsmenn stofnunarinnar að fást við í fyrstu og því nauðsynlegt að móta viðunandi vinnubrögð þeg- ar í upphafi. Snemma árs 1987 var komið á vinnuhóp sem mótaði ákveðnar reglur um starfshætti og í framhaldi var sett á laggimar svokallað sifjaspellsteymi. Upphaf- lega var ákveðið að halda .fundi á tveggja vikna fresti en þeir urðu 40 á síðasta ári og sýnir það best þörfina og tíðni afbrotanna." Af þeim 19 kynferðisafbrotamál- um sem starfsmenn Félagsmála- stofnunar höfðu afskipti af árið 1988, beindist athyglin að aðstæð- um 21 bams auk systkina eða 35 bama. „Með nokkurri vissu átti gmnur um afbrot ekki við rök að styðjast í þremur tilfellum en hins- vegar varð niðurstað athugunar sú að svo hafi verið í 16 tilfellum," sagði Aðalsteinn. „Bamavemdar- nefnd Reykjavíkur kærði sex mál til Rannsóknarlögreglu ríkisins á síðasta ári en hafa ber í huga að sum mál em þannig vaxin að ekki er talið forsvaranlegt að leggja fram kæm. Þetta er matsatriði í hvert sinn og stjómast meðal ann- ars af því hversu vel tekst að afla upplýsinga." Sagði Aðalsteinn að starfsmenn Félagsmálastofnunar ynnu að mót- un og samræmingu í vinnubrögðum við vinnslu þessara mál milli þeirra sem eiga að Qalla um þau, en það em sjúkarhús, bamavemdanefndir, rannsóknarlögregla og meðferða- stofnanir. „Það er ekki nóg að Bamavemdamefnd Reykjavíkur ásamt öðram stærri nefndum fjalli um málin sem upp koma. Það þurfa fleiri að koma til, til að tryggja réttarstöðu bamsins. Þegar um sifjaspell er að ræða, hvílir sönnun- arbirgðin á ákæmvaldinu. Ef hinn ákærði neitar þá duga ekki skýrslur sérfræðinga, sem hafa kynnt sér ástandið, til að sakfella hann,“ sagði Aðalsteinn. Rétt er að taka fram að þó mál séu ekki kærð til Rannsóknarlög- reglunnar þá tekur Bamavemdar- nefnd undnatekningarlaust ákvörð- un í málefnum bamsins, sem á að tryggja því öryggi og viðeigandi meðferð. Ákvarðanir bamavemdar- nefndar em ekki háðar niðurstöðum undirréttar eða hæstaréttar hafi málin farið þá leið. „Bamavemdar- nefnd ber fyrst og fresmt ábyrgð gagnvart baminu og vinnur nefndin að því að finna með hvaða hætti er hægt að auka vægi þeirra upplýs- inga sem bamið gefur gagnvart geranda," sagði Aðalsteinn. „Vinnsla þessara mála er krefjandi fyrir alla málsaðila og mikilvægt að samstarf sé gott milli bama- vemdamefndar, rannsóknarlög- reglu og dómskerfis. Þetta em við- kvæm mál, vandmeðfarin og mikil- vægt að ffamganga starfsmanna sé yfirveguð og markviss. Það er ekki nóg að stærri bamavemdar- nefndir skipuleggi vinnu sína heldur verður að vera fullur skilningur á málefnum þessara bama annars- staðar í kerfinu. Það er algerlega óforsvaranlegt þetta misræmi, sem er í daglegri vinnslu málanna milli opinberra stofnana, sem oft leiðir til þess að bamavemdamefndir neyðast til að taka erfíðar ákvarð- anir en þegar þær hafa verið tekn- ar kemur fyrir að bömin séu van- rækt af hinu opinbera. Við eigum langt í land með að búa bömum það réttaröryggi sem þeim ber. Ég er viss um að kynferðisafbrot hafa alltaf átt sér stað þó mörg þeirra séu fyrst núna að koma í ljós. Fólk er opnara en áður gagnvart vísbendingum í aðbúnaði og hegðun bama. Þó vantar mikið þar á og þá sérstaklega held ég að bama- deildir og slysadeildir spítalanna megi taka sig á. Ég vil benda á að samkvæmt 18. grein laga um vemdun bama og ungmenna er kveðið sérstaklega á um skyldur opinberra starfsmanna, svo sem lækna, kennara og hjúkmnarfræð- inga um að gera bamavemdar- nefndum viðvart ef þeir verða varir við misferli í uppeldi og aðbúnaði bama og ungmenna í starfi sínu. Þetta á reyndar einnig við um allan almenning."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.