Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 31
©8 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 Daði Sigurvins- son — Minning Fæddur 7. júlí 1974 Dáinn 20. febrúar 1989 Þegar hringt var í okkur og okk- ur sagt að Daði hefði veikst snögg- lega og væri kominn á sjúkrahús, þá vildum við ekki trúa því að það gæti verið neitt alvarlegt, ekki hann, hann sem alltaf var svo hress og kátur, hann sem var með okkur deginum áður, kvaddi okkur og fór á íþróttaæfingu — það gat ekki annað verið en að honum myndi batna. Jafnvel þegar í ljós kom að hann kæmi ekki aftur þá neituðum við að trúa. — Af hveiju hann? Daði var einstaklega elskulegur drengur, alltaf var hann jafn léttur í skapi þegar hann kom til okkar. Það var svo gaman að tala við hann. Hann sá alltaf björtu hliðamar á hlutunum, og sagði svo skemmti- lega frá. Oft töluðum við um það í fjölskyldunni hvað við værum rík að eiga hann. Þess vegna viljum við þakka elsku Daða fyrir allar yndislegu stundimar sem við fengum að eiga með honum. Þökkum fyrir öll bros- in hans, blíðuna og alla hjálpsemi og elskulegheit. Við skiljum ekki af hveiju við fengum ekki að hafa hann lengur hjá okkur, en við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum að eiga Daða. Elsku Kittý, Diddi og Ema litla, Guð geymi ykkur og styrki í þess- ari miklu sorg. Amma og afi og Addi. Kveðja frá Digranesskóla Það er erfitt fyrir okkur að trúa því að hann Daði sé dáinn. Fyrir nokkmm dögum mætti hann í skól- ann hress og glaður eins og venju- lega. En kallið kemur fyrr en varir og alltaf erum við eins óviðbúin. Daði Sigurvinsson lést skyndilega eftir stutta sjúkdómslegu aðeins 14 ára gamall. Daði var ákaflega lífsglaður drengur. Það fylgdi honum aldrei deyfð eða dmngi. Bekkurinn hans hefur alltaf verið vinnusamur og þar lét Daði ekki sitt eftir liggja. Hann hafði alltaf lifandi áhuga á öllu sem fram fór í skólastofunni, tók virkan þátt í umræðum og var ötull við vinnu. Verkefnum þurfti að ljúka fljótt og vel því fyrir utan veggi skólans biðu hans önnur við- fangsefni. Daði var vinsæll af félögum og tók virkan þátt í félagslífi. Hann stundaði íþióttir, knattspymu og handknattleik og þar birtust helstu eiginleikar hans, kappsemi og ákveðni. Minninff: ÓskarB. Óskar Bergmann Teitsson er nú látinn, 88 ára gamall, fæddur alda- mótaárið. Faðir Óskars var Teitur Teitsson og móðir hans Jóhanna Bjömsdóttir, bæði Húnvetningar og bjuggu þau flest sín ár í Víðidals- tungu í Vestur-Húnavatnssýslu. Jó- hanna og Teitur áttu 12 böm. Óskar gifti sig seint og var kona hans Hallfríður Bjömsdóttir frá Bessa- stöðum á Heggstaðanesi og áttu þau einn son, Ólaf Bergmann Óskarsson, sem nú býr á Víðidalstungu. Mig langar til að kveðja Óskar með fáum orðum. Ég kom til hans og móður hans þegar ég var á níunda árinu. Óskar var þá ráðsmaður hjá móður sinni, Jóhönnu. Jóhanna Bjömsdóttir var fyrirmyndarkona og heyrði ég hana aldrei segja hnjóðs- yrði til nokkurs manns og var það fátítt í þá daga. Það var stórt heimili á Víðidals- tungu í þá daga og margt heimilis- fólk. Á þessu heimili átti ég að vera vikapiltur og var oft nóg að gera. Það féll m.a. í minn hlut að reka af engjunum, en fast var sótt á þær frá bæjunum í nágrenninu. Gerði ég þetta oft hraustlega svo að það var fundið að af nágrönnum, en aldrei þurfti ég að svara neinu um það — það gerði Óskar fóstri minn. Ég man aldrei eftir því að Óskar hafi skamm- að mig fyrir það né önnur prakkara- strik, sem ég gerði af mér þann tíma sem ég var á Víðidalstungu. Hitt er svo annað mál, að við Óskar vorum ekki alltaf sammála þegar ég fór að fullorðnast, eins og gengur. En alltaf vorum við sömu vinimir. Óskar tók ungur við búi sem ráðs- maður að föður sínum látnum, sem var mikið vandaverk. Hann var mik- ill drengskaparmaður og vel greind- ur. Af honum lærði ég margt sem hefur komið sér vel fyrir mig í gegn- um tíðina. Fóstri minn var duglegur bóndi og gekk til heyskapar af mikilli elju, enda hafði hann fram yfir marga aðra, hve hagur hann var og gat lagfært margt sem til féll á svo stóru búi. Þegar maður lítur yfir farinn veg var Óskar kjörinn verkstjóri og hafði allt sem slíkur maður þarf til að bera. Menn gleyma því stundum að Víðidalstunguheimilið var stórt og mikið heimili. í þá daga sem ég ólst upp leið varla sá dagur að ekki kæmu þar gestir og oft og tíðum margir næturgestir. Allir þeir sem bancað komu feneu eóða biónustu Teitsson og aðhlynningu sem bæði Jóhönnu og Óskari þótti sjálfsagt að veita og voru engin orð höfð um það. Víðidal- stunga er kirkjujörð og séð var um kirkjuna frá húsbændum að öllu leyti í þá daga og þótti sjálfsagt að veita og voru engin orð höfð um það. Víðidalstunga er kirkjujörð og séð var um kirkjuna frá húsbændum að öllu leyti í þá daga og þótti þeim vænt um hana. Óskar stofnaði veiðifélag Víði- dalsár og Fitjár og var formaður þess í fjölda ára. Hann var mikill veiðimaður og hafði glöggt auga hvar best væri að draga í net í ánni eins og tíðkaðist þá. Það sem ein- kenndi Óskar við þennan ádrátt var að hann dró aldrei net þar sem fisk- urinn var að hrygna en margir brenndu sig á því. Oskar var einnig ágætis skytta hvort sem um mink, ref eða ijúpu var að ræða. Óskar hafði alltaf áhuga fyrir velgengni sveitar sinnar og þótti vænt um hana og litu margir sveitungar upp til hans. Síðastliðið sumar hitti ég Óskar í hinsta sinn og sá þá að ekki var langt eftir hjá honum. Hann virtist vera sáttur við sitt og tilbúinn til að fara, enda samtíðarmennimir flestir famir. Hann var einn eftir frá því að ég kom í dalinn okkar. Ég vil þakka fóstra mínum fyrir öll árin sem við áttum samleið og ég væri ekki það sem ég er, ef ég hefði ekki kynnst honum. Guð blessi hann. PVíAwlr Vorloortn En þó að íþróttir og önnur áhuga- mál tækju sinn tíma sló Daði ekki slöku við námið. Það er ekki liðinn mánuður síðan hann kom í skólann til að taka við vitnisburði að loknum miðsvetrarprófum. Eftirvæntingin sem leyndi sér ekki f svipnum vék ■skjótt fyrir glettna brosinu þegar hann sá niðurstöðumar. Hann hafði sett sér ákveðin markmið og þejm hafði hann náð. Lífið blasti við þessum efnilega pilti en þá gripu örlögin í taumana. Við sendum Qölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja þau á erfiðri stundu. Við eigum öll minningar um góðan dreng. F.h. nemenda og starfsfólks, Hannes Guðmundsson, umsjónarkennari. „Þegar þú eit sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn.) Elskulegur frændi minn, Daði, er dáinn. Erfitt er að trúa því að Daði, aðeins 14 ára, sé kallaður burt. Mig langar að minnast hans og þakka honum, en þegar sorgin er mikil er erfitt að koma hugsunum sínum á blað, en minningin um Daða lifir. Margar góðar stundir áttum við Daði saman og allra þeirra stunda sem ég átti með honum á ég eftir að minnast með gleði og þakklæti. Daði var góður og prúður dreng- ur, foreldrum sínum og flölskyldu til mikils sóma. Og alltaf var Daði jafn traustur vinur og fór aldrei leynt með blíðu sfna. Og alltaf var hann kátur og hress og hlýlegur f viðmóti. Daði var duglegur strákur og áttu iþróttir hug hans allan og stóð hann sig alltaf mjög vel í þeim. Elskulegur drengur er nú farinn á braut en við eigum öll dásamleg- ar minningar um liðnar samveru- stundir með honum, sem munu hlýja okkur um.ókomin ár. Elsku Kittý, Diddi og Erna litla, megi góður Guð styrkja ykkur og vemda í þessari miklu sorg. Elsku Daða þakka ég fyrir allt og allt. Frænka. Kveðja frá bekkjarfélögnm Á mánudagsmorgun dó góður vinur okkar og bekkjarfélagi, Daði Sigurvinsson. Þegar við fengum að vita að hann væri dáinn urðum við harmi slegin enda eru ekki nema nokkrir dagar sfðan hann var með- al okkar, lifandi og glaður. Fæst okkar hafa áttað sig á því að hann kemur aldrei aftur f skóíann. Auður stóll hans mun vekja upp minningar um góðan vin sem okkur var öllum kær og við gleymum aldrei. Daði var glaðljmdur að eðlisfari, traustur og lét skoðanir sína ávallt í Ijós. Honum gekk vel í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur og setti alltaf markið hátt. íþróttimar vom hans yndi og hann stundaði þær af miklum krafti og áhuga. Hann var mikill keppnismaður og gafst aidrei upp. Daði var félags- lyndur og góður vinur vina sinna. Við kveðjum Daða í hinsta sinn með sárum söknuði en minningin um góðan félaga og góðan dreng lifir alltaf í huga okkar. Við biðjum Guð að gefa foreldr- um, systur og hans nánustu allan þann styrk sem þau þurfa á að halda við þennan ástvinamissi. Bekkjarfélagar 8.-K f Digranesskóla. Kveðja frá Hjallaskóla Daði fluttist með okkur úr Digra- nesskóla inn f Hjallaskóla við stofn- un hans haustið 1983. Hann var þá í elsta árgangi skólans sem fékk það hlutverk að vera mótandi og leiðandi í nýjum skóla. Það vom ekki aðeins settar fram kröfur um að elstu nemendumir ættu að vera fyrirmynd annarra en einnig leitað eftir hugmyndum og samráði við þá. Kom þá hugmyndaflug, hressi- leiki og dugnaður Daða skýrt í ljós. Haustið 1986 fluttist Daði í sitt gamla skólahverfi og fór þá aftur í Digranesskóla. Við minnumst hans hér sem hugljúfs drengs, sem gott og ánægjulegt var að starfa með. Þar sem stutt er á milli Digranes- skóla og Hjallaskóla hafa hin gömlu tengsl ekki rofnað. Og er hans sárt saknað af félögum úr Hjallaskóla. Við vottum foreldmm, systur og öðmm ættingjum okkar innilegustu samúð og vonum að minningin um góðan dreng megi létta harminn. Stella Guðmundsdóttír Birtíng af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð f Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofti blaðsins f Hafharstrætí 85, Akureyri. NORDMENDE NM-3001 hljómtækjasamstæða 2 x 50W magnari meö 2x5 banda tónjafnara, hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari, útvarp með FM stereo og MW, geislaspilari með fjarstýringu, tvöfalt segulband með hraðupptöku og hátalarar Fermingartilboð aðeins 39.980,- kr. eða 36.980,- stgr. vtsa E SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.