Morgunblaðið - 24.02.1989, Page 4

Morgunblaðið - 24.02.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 Mikið af íslenskum örmerkjum í laxafla Færeyinga: Efla þarf laxastoftiinn í stað þess að strádrepa hann - segir Eyjólfur Konráð Jónsson MUN MEIRA hefur undanfarið fundist af islenskum örmerkjum í lax- afla Færeyinga en hingað tíl hefur tíðkast. Hafa alls tólf örmerki komið fram það sem af er þessari vertíð og voru allir laxamir af Norðurlandi. Laxamir vora á öðra ári i sjó og hefðu gengið til baka sem tveggja ára Iaxar á þessu ári. Einnig hefur veiðst við Færeyjar einn hoplax, sem merktur var í Blöndu sumarið 1987. Kemur þetta fram í bréfi sem veiðimálastjóri hefur sent Eyjólfi Konráði Jónssyni, alþingismanni, vegna fyrirspuraar frá honum um þetta mál. Árni ísaks- son, veiðimálastjóri, segir þetta fyrst og fremst gefa upplýsingar um göngur laxa og ekki sé hægt að draga þá ályktun, af þessu eina ári, að islenski laxastofiiinn sé í hættu. Laxveiðar i sjó séu hins vegar allt- af óæskilegar. Eyjólfur Konráð Jónsson segir að stöðva beri þessar veiðar Færeyinga og telur að íslenski laxastofiiinn á Norður- og Aust- urlandi sé i hættu ef þær halda áfram. Þyrftu þjóðirnar við hin nyrstu höf að ná samkomulagi um að efla laxastofninn í stað þess að strá- drepa hann. íslendingar hafa frá árinu 1982 tekið þátt í rannsóknarverkefni þar sem leitað er að útvortis merkjum og örmerkjum í afla Færeyinga. Sjá færeyskir vísindamenn um fram- kvæmd verkefnisins en Færeyjar, Noregur, írland, Skotland og ísland taka þátt í kostnaði. Hingað til hefur hlutur íslenskra merkja verið fremur lítill í aflanum en þó komu fram ör- merktir laxar úr Miðfjarðará og Selá i Vopnaflrði fyrir um það bil tveimur árum. Á yfirstandandi vertíð hefur mun meira af íslenskum merkjum komið fram en áður, alls tólf, sam- kvæmt bráðabirgðatölum, sem gæti verið vísbending um breytt göngu- mynstur hjá norðlenska laxinum á þessu ári og/eða betri afkomu í sjó. Skiptast merkin þannig að sex laxar voru úr Laxá í Þingeyjarsýslu, tveir úr Miðfjarðará, þrír úr Svartá í Húnavatnssýslu og einn úr Hjalta- dalsá í Skagafírði. Árni ísaksson, veiðimálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta gæfi fyrst og fremst upplýsing- ar um göngur laxa. Virtist það aðal- Iega vera lax af Norðurlandi sem gengi þarna en lítill sem enginn af Suðurlandi eða Suðvesturlandi. Ekki væri hægt að draga þá ályktun af þessu eina ári að fslenska laxastofn- inum stafaði hætta af þessum veið- um. Þetta gæti líka verið vísbending um að meira af laxi væri í sjónum en venjulega. Veiði á Norðurlandi hefði verið góð undanfarin ár og benti ekkert' til þess að tekið hefði verið of mikið af stofninum úr sjón- um. Laxveiðar í sjó væru þó alltaf óæskilegar og ávallt verið mótmælt af upprunalöndum laxins. Þær væru nú einungis leyfðar í lögsögu Færey- VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: yeðursiofa islands (Byggt á veóurspá kl. 16.15 i gær) VEBURHORFUR / DAG, 24. FEBRÚAR YFIRLÍT f GÆR: Á Grænlandshafi er 983 mb kyrrstæð smálægð. Skammt norðaustur af Færeyjum er 959 mb lægð sem þokast austur. Kalt verður áfram. SPÁiNorðaustan gola eða kafdi og frost um allt land. Él við norður- ströndina en þurrt og víða lóttskýjað syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Hvöss norðanátt um allt land. Él norðanlands en úrkomulaust syðra. Frost 5—15 stig. TÁKN: o a Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / zrz Þokumóða Hálfskýjað * / * 9 9 9 Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik htti +4 +6 v«Aur skýjað skýjað Björgvin B skýjað Heislnki 0 þokumóða Kaupmannah. vantar Narssarssuaq +26 helðskfrt Nuuk +14 skafrenningur Óslð 6 hálfskýjaö Stokkhólmur 2 slydda Þórshöfn S skýjað Algarve vsntar Amsterdam 7 skýjað Barcelona 16 skýjað Berlfn 9 alskýjað Chicago +16 léttskýjað Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 6 rigning Glasgow 3 úrkoma Hamborg 6 skýjsð Las Palmas 18 hálfskýjaó Lundúnir 7 léttskýjað Los Angelea 16 léttskýjað Lúxemborg 3 rigning Madrfd 7 rlgnlng Malaga 14 skýjað Mallorca 16 skýjað Montraal +13 léttskýjað New York 2 alskýjað Orlando 7 léttskýjað Parfs 7 skýjað Róm 16 þokumóða San Diego 1« alskýjað Vfn 7 þokumóða Washlngton 3 þokumóða Winnlpeg +21 skafrenningur inga og innan við 40 mílur við Græn- land. Samkvæmt samkomulagi innan vébanda Laxavemdarstofnunarinn- ar, NASCO, má meðalveiði hvers árs ekki fara yfír 590 tonn. Mestar voru veiðar Færeyinga í kringum 1980 en á síðasta ári veiddu þeir 200 tonn. Ámi sagði laxveiðar í úthöfum eiga undir högg að sækja af ýmsum öðr- um ástæðum. Það hefði gengið illa að manna skipin og útgerðin stæði í jámum. Gæti vel verið að þær fjör- uðu út af sjálfu sér á næstunni. Stöðva ber laxveiðar Færeyinga „Það er ljóst samkvæmt 67. grein Hafréttarsáttmálans að allar lax- veiðar í sjó eru bannaðar öðrum þjóð- um en þeim, sem höfðu stundað vanabundnar og langvarandi lax- veiðar, og þannig öðlast venjubundin réttindi," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður. „Þessar veiðar má þó stöðva ef ekki verður af því efnahagslegt áfall fyrir við- komandi ríki.“ Eyjólfur Konráð sagði Færeyinga ekki hafa byijað laxveiðar í sjó, að neinu marki, fyrr en eftir að hafrétt- arráðstefnunni lauk og hafréttarsátt- málinn orðinn að lögum de facto. Þeim hefði því aldrei átt að líðast að heija meiriháttar veiðar þó lítið væri hægt að segja við því úr þessu. Það hefðu verið mistök sem erfítt yrði að bæta úr. Nú væri hins vegar ljóst að Norð- menn hefðu bannað allar laxveiðar í sjó og hlyti að verða knúið á um að Færeyingar gerðu slíkt hið sama, þegar ljóst væri orðið, að þeir væru að drepa niður íslenska laxastofninn í stórfelldu mæli. Að hans mati ættu Færeyingar að snúa sér að hafbeit. Þeir hefðu þegar unnið stórvirki í kvíaeldi og skilyrði til hafbeitar í Færeyjum væm örugglega mjög góð. „Þetta er eitt þeirra mála sem þjóðimar við hin nyrstu höf eiga að ræða um í einlægni og komast að samkomulagi um,“ sagði Eyjólfur Konráð. „Það á að efla laxastofninn í stað þess að strádrepa hann. Ég endurtek, að um þá fiska, sem upp- runnir eru í ám og vötnum, gilda samkvæmt hafréttarsáttmálanum strangari reglur en um nokkura aðra fiska og ber strandríkjum skylda til að vemda stofnana. Við höfum brugðist þeirri skyldu, með því að beita ekki aðstöðu okkar, þegar við emm að ívilna Færeyingum við veið- ar á ýmsum físktegundum, og krefj- ast þess, að þeir hættu veiðum á laxi sem uppmnninn er á íslandi. Þeir hafa raunar haldið því fram að þetta væri norskur lax, atferli þeirra er ekkert betra fyrir það, en nú er sannað að íslenski stórlaxastofninn er í útrýmingarhættu á Norður- og Austurlandi ef þetta athæfi heldur áfram." Drög að reglugerð um afurðastöðvar iyrir kartöflur og grænmeti: Verið að hverfa til einokunarkerfísins - segir Magnús Gíslason hjá Banönum hf. NEFND sem unnið hefur að undlrbúningi reglugerðar um afúrða- stöðvar fyrir kartöflur hefúr, með samþykki landbúnaðarráðuneyt- is, bætt grænmetinu við og samið drög að reglugerð um afúrðastöðv- ar fyrir kartöflur, nýtt grænmeti og sveppi. Reglugerðardrögin eru nú til meðferðar hjá samtökum garðyrkjubænda og verður lokatil- laga nefiidarinnar afhent landbúnaðarráðherra að því loknu, að sögn Ólafs G. Vagnssonar formanns nefndarinnar. I reglugerðardrögunum er gert grænmeti. Ólafur Vagnsson segir ráð fyrir að sala á þessum vömm fari aðeins í gegn um viðurkenndar afurðastöðvar. Þessar afurðastöðv- ar hafa síðan einar rétt til að ann- ast innflutning kartaflna þegar inn- lend framleiðsla nægir ekki. Þá er innflutningur grænmetis á meðan innlend framleiðsla og innflutning- ur skarast falinn uppboðsmarkaði Sölufélags garðyrkjumanna. Magn- ús Gíslason hjá dreifingarfyrirtæk- inu Bananar hf. segir með þessu væri verið að hverfa aftur til gamla einokunarkerfísins á kartöflum og hinsvegar að ekki sé fyrirhugað að koma á einokun því þær afurða- stöðvar fái viðurkenningu sem full- nægi ákveðnum skilyrðum. Magnús sagði að fulltrúar nokk- urra fyrirtækja sem versla með þessar vömr og fleiri aðilar hefðu komið saman til fundar hjá Verslun- arráði íslands nýlega til að ræða þetta mál. Komið hefði fram ein- dregin andstaða við þessi reglu- gerðardrög og ákveðið að mótmæla þeim. Dómsmálaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen: Mál til embætt- ismissis þingfest MÁL Halldórs Ásgrímssonar dómsmálaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen hæstaréttardómara var þingfest fyrir bæjarþingi Reykjavíkur í gær. Lögmanni Magnúsar, Jóni Steinari Gunnlaugs- syni, var veittur frestur til 30. mars til að leggja fram greinargerð í málinu. Málið höfðar dómsmálaráðherra í samræmi við 61. grein stjómar- skrárinnar til þess að Magnúsi verði með dómi endanlega vikið úr embætti dómara við Hæstarétt. Ráðherra hefur sem kunnugt er vikið Magnúsi úr embætti um stundarasakir vegna áfengiskaupa hans á sérstökum kjörum hand- hafa forsetavalds. AÐ sögn Friðgeirs Björnssonar yfírborgardómara hefur ekki verið ákveðið hvaða dómari fær mál þetta til meðferðar og er ákvörð- unar ekki að vænta fyrr en grein- argerð stefnda hefur borist. Frið- geir sagði þó Ijóst að fjölskipaður embættismannadómur þriggja dómara mundi fjalla um málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.