Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 15
auðgaði mig að kynnum við hlýtt og hugulsamt fólk, með fullum skiln- ingi á þðrf þess að ekki færu forg- öðrum hlutimir sem forfeður og for- mæður höfðu bjargast við í erfíðri lífsbaráttu og vom sem óðast að týna tölu á tíma mikilla breytinga í þjóðlífi. Jónína í Þinghól skipar mik- ið og gott rúm í þeim minnum. Næmleiki hennar á gildi gamalla minja tók flestu fram. Mér er enn í minni dagurinn er hún færði mér yfírlætislausan borðbút sem bar þess glögg merki á ávölu homi að hafa verið fyrir löngu dreginn á reiðings- hesti utan frá Eyrarbakka austur á Rangárvelli. Ekki er mér hann minna virði laslegi axlabandalindinn sem Jónína færði mér í annan tíma. Hann horfír við hverjum gesti í sýn- ingarpúlti í Skógasafni og ég minn- ist Jónínu í hvert sinn er ég hef yfír vísuna sem i hann er saumuð af list: Ljóst er letur á bandi, lýðir mega sjæ Hæstur heilagur andi, hjálpi þeim sem i Mörg fleiri dæmi gæti ég tilfært um þennan skilning vinkonu minnar á því að bjarga arfi íslendinga til framtíðar. Fólk af þessari gerð hef- ur skapað með mér safnið í Skóg- um. En við áttum fleira sameiginlegt, ástina á „fræði og sögnum sögu- lands.“ Jónína hafði alist upp á menningarheimili í Miðkrika í Hvol- hreppi, þar sem fólk, konur og karl- ar, undu við það að segja sögur úr fortíð. Móðir hennar var langminn- ug og oft vitnaði Jónína til ömmu- systur sinnar, Elínar Sigurðardótt- ur frá Eystri-Garðsauka, sem var geymin á gamlar sagnir og margar þeirra festust í minni. A þeim árum lærðist Jonínu líf og starf horfínnar aldar og samtíðar, sem hún skráði síðar af elju og áhuga um mörg ár í svörum við spumingaskrám þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins. Þar er nú brunnur fróðleiks sem margir munu af ausa. í nýútkomninni árbók Rangár- þings, Goðasteini, 1. árg., er ágæt- ur þáttur skrifaður af Jónínu með dularminnum föður hennar og dul- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 15 arminnum heimahúsa og heima- byggðar. Jónína var fædd í Miðkrika 11. maí 1907, dóttir Jóhanns P. Þor- kelssonar bónda frá Miðkoti i Vest- ur-Landeyjum, af ætt sr. Jóns Jóns- sonar í Mið-Mörk undir Eyjafjöllum (d. 1843) og konu hans, Valgerðar Guðmundsdóttur, móðursystur Guðmundar Daníelssonar skálds og þeirra systkina. Ætt Valgerðar er rakin til Elínar dóttur sr. Högna Sigurðssonar prestaföður á Breiða- bólstað (d. 1770). Þau hjón, Jóhann og Valgerður, voru bæði ágæta vel gefin og vel metin, gestrisni og góðir siðir réðu húsum hjá þeim og böm þeirra urðu nýtir borgarar í þjóðfélagi. Jónína giftist 18. júní 1939 Steini Egilssyni frá Stokkalæk á Rangár- völlum, traustum manni, álitlegum og góðum á alla grein. Mér fannst alltaf hann sameina alla bestu kosti bóndans. Þau reistu bú að Þinghóli í Hvoihreppi 1939 og bjuggu þar notalegu þrifabúi til 1963. Fluttu þá til Reykjavíkur, þar sem þau hjón bjuggu í Hátúni 8, meðan til entist ævi. Steinn vann þar um mörg ár hjá Eimskip, vel látinn af öllum samstarfsmönnum. Jónína hélt hlýlegt heimili þeirra í góðu horfí alla tíð og vann, hvenær sem tóm gafst til, fagra hluti úr íslenskri ull, að ógleymdum yndisstundum við lestur góðra bóka og ritstörfum fyrir þjóðháttadeild. Steinn átti við heilsubrest að stríða mörg síðustu árin og Jónína annaðist hann af einstakri alúð og nærgætni. Hann andaðist 29. apríl 1988. Þá var eins og hlutverki Jónínu væri lokið og tómið var mik- ið í lffí hennar. Hún andaðist 12. þessa mánaðar. Synir þeirra hjóna eru Jóhann, forstöðumaður í bú- vörudeild Sambandsins, kvæntur Hildi Magnúsdóttur frá Kirkjulælq- arkoti í Fljótshlíð, og Eyþór raf- virki, sambýliskona Sigrún Ingi- bergsdóttir frá Drangsnesi. Jónínu Jóhannsdóttur, þessari friðu, fjölhæfu, glaðværu og við- kynningargóðu konu flyt ég hug- heila þökk að leiðarlokum. Þórður Tómasson YONO PP 7000 hljómtækjasamstæða 40W magnari með 5 banda tónjafnara, hálfsjálfvirkur, reimdrifinn plötuspilari, útvarp með FM stereo, MW og LW, tvöfalt segulband með hraðupptöku og síspilun, geislaspilari með fjarstýringu og CD Digital hátalarar Fermingartilboð aðeins 33.980,- kr. eða 29.980, stgr. SKIPHOLT119 SÍMI29800 Stórútsfilumaikaðar Ótrúlegl yerð Föstudaga.....Id. 13-19 Laugardaga.... Id. 10-16 Aðradaga......Id. 13-18 Fjöldi fyrirtækja Þessi markaður stendur aðeins 11. mars Jakkar Fínni buxur 2.900,- 1.800,- Jakkaföt Pils 4.500,- 900,- Kjólar Frakkar 1.900,- 1.000,- Gallabuxur Bamasængurverasett 900,- 490,- Bómullarefni 190,- Eldhúsgardínuefni fra 180,- Dúnúlpur 2.950,- Bamakjólar 500,- Snjóqallasett 1.900,- Vettlinqar 150,- Treflar 200,- Úlpur 1.000,- Varalitir 160,- 95,- Sængurverasett m/laki 1.290, - Sængur 2.290, - Reiðstígvél 1.790,- STENDUR SEM HÆST í FAXAFEN114 (2. HÆÐ), SÍMI 689160 Fínar ullarpeysur 1.690,- Dragtir 3.900,- Loðfóðraðir kuldaskór dömu 1.500,- Herrakuldaskór 1.500,- Vinnuskyitur 490,- Hitateppi 1.980, Stórir burknar 450,- Túlípanabúnt 290,- Jakkaföt úr góðum efnum 8.900,- Hljómtæki fra 14.550,- Ferðasjónvarp m/útvarpi _ 10.880,- Símar frá 1.990,- Eriendar og íslenskar plötur og kassettur frá 99,- Geisladiskar frá 599,- STEINAR HLJOMPLÖTUR - KASSETTUR KARNABÆR BOGART - GARBÓ - TÍSKUFATNAÐUR HUMMEL SPORTVÖRUR ALLS KONAR SAMBANDIÐ FATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA RADÍÓBÆR HLJÓMTÆKI O.M.FL. Þ.H. ELFUR BARNAFATNAÐUR HERRAHÚSID/ADAM HERRAFATNAÐUR MÍLANO SKÓFATNAÐUR BLÓM BLÓM OG GJAFAVÖRUR NAFNLAUSA BÚÐIN EFNI ALLS KONAR THEÓDÓRA KVENTÍSKUFATNAÐUR MÆRA SNYRTIVÖRUR - SKARTGRIPIR PARTY TÍZKUVÖRUR SKÓGLUGGINN SKÓR O.M.FL. FYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.