Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 11 Misbeitmg1 fram- kvæmdavalds eftírBarða Friðriksson Ýmsar þjóðfélagslegar grund- vallarbreytingar eru tæpast merkj- anlegar, þegar þær eiga sér stað. Samtíminn áttar sig oft ekki á þeim fyrr en um seinan. Sagnfræðingar síðari tíma fá þar hins vegar sögu- efni og undrast tíðum skammsýni genginna kynslóða. Staðreynd er að ekki eru allar breytingar til batn- aðar, þótt mannkyn þykist að jafn- aði sækja fram til betra lífs. Þær leiðir hafa þó svo sannarlega legið á krákustigum. Þeir, sem nú kemba hærur, voru stranglega og af alvöru aldir upp í hugsun um mikilvægt hlutverk lög- gjafarsamkundunnar, Alþingis. Þar væri að fínna sjálfan grundvöll og uppsprettu laga og réttar. Kyndill þjóðfrelsisins logaði þar glaðast, þar væru teknar ákvarðanir um allt það, er mestu varðaði þjóðina. Þetta er að sjálfsögðu rétt. Mikilvægi Alþingis verður ekki ofmetið. En þeim mun dapurlegra er að verða vottur að, hvemig Alþingi lætur misvitrum framkvæmdavaldsmönn- um líðast að virða að vettugi ákvarðanir sínar og varðbergs- stöðu. Er þar nærtækt að minna á Þjóðarbókhlöðumálið, þar sem framkvæmdavaldsmenn frömdu hrein lagabrot með því að eyða lög- bundnum, afmörkuðum tekjum, er renna skyldu óskertar til byggingar Þjóðarbókhlöðu, til annarra þarfa. Alþingi virðist ekki ætla að láta sér koma þetta við. Þar er þagað þunnu hljóði. Enn alvarlegra er þó, þegar ráð- herrar svo sem Ólaftir Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson taka sér fyrir hendur að kalla svokallað fræðslustjóramál, sem hafði grund- vallarfordæmisgildi, úr höndum æðsta dómstóls þjóðarinnar, Hæstaréttar, og virðist ætla að líðast það án þess, að Alþingi láti sig það varða. Ráðherrar þeir, sem hér um ræð- ir, vildu ekki sætta sig við væntan- legan dóm Hæstaréttar og létu sér sæma að beita þeim bolabrögðum, sem þama voru í frammi höfð, bola- brögðum, sem ég hygg algerlega fordæmalaus úr íslenskri réttar- sögu. Menn geta síðan leitt hugann að því hveijar afleiðingar slíks for- dæmis geta orðið, ef framkvæmda- valdsmönnum helst uppi að grípa fram fyrir hendur dómstóla að geð- þótta sínum á hvaða dómsstigi, sem mál er, ef þeir óttast óskapfelldan dóm. Ef aðfarir sem þessar verða ekki stöðvaðar er réttaröryggi og réttar- vitund þjóðarinnar í bráðri hættu. Höfimdw erhsestaréttartögmaður. Barði Friðriksson „Menn geta síðan leitt hugann að því hverjar afleiðingar slíks for- dæmis geta orðið, ef framkvæmdavalds- mönnum helst uppi að grípa fram fyrir hend- ur dómstóla að geð- þótta sínum á hvaða dómsstigi, sem mál er, ef þeir óttast óskap- felldan dóm.“ Ljóðalestur í Listasafiii Sigurjóns Olafssonar í LISTASAFNI Siguijóns Ól- afssonar á Laugarnestanga, verður ljóðalestur, sunnudag- inn 26. febrúar. Lesið verður úr verkum Qögurra skálda; Gyrðis Elíassonar, Kristinar Ómarsdóttur, Kristjáns Karls- sonar og Þorsteins frá Hamri. Viðar Eggertsson les ljóð eft- ir Gyrði Elíasson og Steinunn Sigurðardóttir les úr ljóðum Kristjáns Karlssonar. Krístín Ómarsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa eigin ljóð. Upplesturinn hefst klukkan hálf þijú og að honum loknum verðakaffíveitingar í hinni vist- legu kaffístofu safnsins. Síðast var bókmenntadagskrá á vegum safnsins um miðjan janúar. Þá var lesið úr þýddum skáldsögum og var dagskráin fjölsótt. í mars og apríl eru enn fyrirhugaðar bókmenntakynningar á vegum Listasafns Siguijóns Ólafsson- ar. Nýjasta eldhúsið á markaðnum heitir Sönderborg! Eldhúshomið hf. opnar á morgun verslun með Sönderborg eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og fataskápa. Auk þess verður boðið upp á parket frá ýmsum þekktum framleiðendum. Sönderborg eldhúsið er nú loksins komið til íslands. Þetta eldhús er ekki fjöldaframleitt, heldur er sérhver innrétting sérsmíðuð úr stöðluðum einingum eftir þörfum hvers og eins. Þetta gefur Sönderborg eldhúsinu það yfirbragð sem allir sækjast eftir. í Sönderborg eldhúsinu er hugsað fyrir öllum nútíma þægindum, sem gera hverja stund í eldhúsinu ánægjulega. Hjá Sönderborg er stöðugt verið að þróa nýjungar, sem auka enn á ánægjuna. Með Sönderborg eldhúsinu eignast þú góða innréttingu, sem þjónar þörfum heimilisins betur én hefðbundið eldhús. Sönderborg eldhúsið, - gerir meira. Verid velkomin á sýninguna um helgina. Opið laugardag firá kl. 10—17 og sunnudag firá kl. 13-17. \<Z Idhúshornið hf. Einkaumboð fyrir dönsku Sönderborg innréttingarnar á íslandi. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 84090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.