Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 56. tbl. 77. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Tveir vertíðarbátar fórust í gærkvöldi: Fj órtán sj ómönnum var bjargað en eins er saknað > Sigurjón Oskarsson, skipstjóri, bjargar mönnum úr sjávarháska í flórða sinn FJÓRTÁN sjómönnum var í gær bjargað er tveir vertíðarbátar fórust, annar út af Reynisdröngum, hinn út af Rifí á Snæfells- nesi. Eins er enn saknað og verður leit að honum haldið áíram í dag. Siguijón Óskarsson, skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE, bjargaði 7 manns af Nönnu VE, en henni hvolfdi út af Reynisdröngum. Björn Erlingur Jónasson, skipstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH, bjargaði 7 manns úr áhöfíi Sæborgar SH, sem sökk eftir að hafa fengið á sig brot út af Rifí, en eins er sakn- að. Þetta er í fjórða sinn er Siguijón bjargar áhöfíium físki- skipa og hefúr hann nú bjargað yfír 20 manns. Fengu á sig tvö brot Sæborgin var á leið til hafnar eftir veiðiferð og var skammt undan Rifí, er skipið fékk á sig tvo brotsjói hvom á eftir öðrum með þeim af- leiðingum að það lagðist á hliðina og sökk. Við fyrra brotið fylltist skipið af sjó á stjómborðsvæng og reyndi skipstjórinn þá að keyra það upp í á fullu vélarafli til að reyna að losa það við sjóinn. í því kom seinna brotið og þá lagðist skipið á hliðina og sökk skömmu síðar. „Við sem björguðumst gátum allir skriðið út um gluggána bak- borðsmegin og upp á skipið þar sem við losuðum um gúmmíbjörgunar- bátinn," segir Eymundur Gunnars- son, stýrimaður á Sæborgu, í sam- tali við Morgunblaðið. „Við stukk- um frá borði og tókst að komast í gúmmíbjörgunarbátinn. Ólafur Bjamason kom síðan að okkur um 15 mínútum síðar og tók okkur um borð. Það sem einnig gerðist við seinna brotið var, að það drapst á vélinni og eftir það varð ekki við neitt ráð- ið,“ segir Eymundur. Héngu utaná björgunarbátnum Nanna VE fórst í illviðri út af Vík í Mýrdal um klukkan 20.00 í gær- kvöldi. Leó Óskarsson, skipstjóri á Nönnu sendi út neyðarkall skömmu áður, en þá var skipið komið á hlið- ina. Sjór hafði flætt inn um dráttar- lúgur og spilið stöðvaðist á sama tíma og verið var að hífa trollið. Skipveijar freistuðu þess að keyra skipið upp en tókst ekki og urðu þeir því að yfírgefa bátinn. Tæplega klukkustund eftir að neyðarkallið barst út, var Siguijón Óskarsson á Þómnni Sveinsdóttur VE, bróðir Leós, búinn að bjarga skipshöfninni af Nönnu. „Eg veit ekki hve lengi ég var að sigla þess- ar 10 mílur, sem við vomm frá slys- stað, en við keyrðum með allt í botni og meira en það í leiðinda veðri. Við vomm á lensi og Nanna rejmdist nær en ég hélt,“ segir Sig- uijón i samtali við Morgunblaðið. „Við renndum upp að björgunar- bátnum og tókum strákana hlémeg- in inn um dráttarlúguna og það gekk mjög vel. Þeir vom þá búnir að vera í björgunarbátnum í um hálfa klukkustund. Áhöfnin fór an en tveir glímdu við hinn. Honum hvolfdi og héngu þeir utan á hon- um, þar sem hann rak undan veðri og vindi þar til þeim barst hjálp frá félögum sínum," sagði Siguijón. Sjá nánari frásagnir af slysunum á bls. 19. Reuter Veisla ílausu lofti Hér má sjá þegar Qórum prúðbúnum fíallgöngumönn- um er færður glóðarsteiktur silungur 75 metrum ofar haf- fleti í liafnarmynninu í Sydn- ey í Ástralíu. Síðar á þessu ári ætla mennirnir með veislu í farangrinum upp á íjallið Huascarian í Perú sem er 6.897 metra hátt. Hyggjast þeir vera hærra uppi við veisluhöld en dæmi eru um. Ummæli James Bakers að loknum fundi með Edúard Shevardnadze: Sovétmenn hafa nálgast afvopnunartillögur NATO Hittast aftur í maí til að undirbúa næsta leiðtogafund risaveldanna Vín. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og hinn sovéski starfsbróðir hans, Edúard Shev- ardnadze , hittust í gærmorgun i Vínarborg. Var þar um að ræða fyrsta ráðherrafund risaveldanna síðan George Bush tók við emb- ætti forseta Bandaríkjanna i jan- úar. Ráðherrarnir ákváðu að hitt- ast á ný í Moskvu í fyrrihluta maimánaðar til að undirbúa fyrsta leiðtogaiund Bush og Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga en dag- setning hans hefíir enn ekki verið ákveðin. Baker og Shevardnadze hittust daginn eftir að hafa lýst stefhu ríkja sinna i Vínarviðræð- um NATO og Varsjárbandalagsins um fækkun hefðbundinna vopna i Evrópu sem hefjast í þessari viku. Sagði Baker að frumtillögur þær sem komu fram í ræðu Shev- ardnadze á mánudag væru nær hugmyndum NATO en hann hefði búist við. í ræðu sinni á mánudag lagði Shevardnadze til að á næstu þremur árum yrði hefðbundinn herafli NATO og Varsjárbandalagsins i Evrópu skorinn svo niður að hjá hvorum um Reuter James Baker og Edúard Shevardnadze við upphaf fundarins í gær. bréf afvopnunarviðræðnanna sem nú eru að hefjast fæli vígbúnað af slíku tagi ekki í sér. Baker sagðist styðja perestrojku í Sovétríkjunum en því miður hefði nýrrar hugsunar ekki orðið vart í afstöðu Sovétmanna til framgöngu klerkastjómarinnar í íran í Rushdie- málinu. Sovésk yfirvöld hafa ekki fordæmt írani opinberlega fyrir morðhótun á hendur Salman Rush- die, höfundi Söngva Satans, og sagði Shevardnadze til dæmis á mánudag að virða bæri „íranskt gildismat". sigyrði hann 10-15% minni en núver- andi herafli NATO. Baker sagði við fréttamenn í gær að hugmyndir Shevardnadze færu furðu nærri til- lögum NATO, sem fela í sér að stað- ar yrði numið þegar búið væri að fækka svo hjá báðum að samsvaraði 90-95% af núveirandi hefðbundnum herafla NATO í Evrópu. Shevardn- adze sagði á mánudag að þegar vígbúnaðaijafnvægi í Evrópu væri metið þyrfti að taka skammdrægar kjarnaflaugar og flotastyrk með í reikninginn og hlaut hann ámæli fyrir hjá Baker sem sagði að erindis- Rjúfa stjórnmálatengsl London. Reuter. ÍRÖNSK stjórnvöld slitu í gær stjómmálasambandi við Bretland þegar frestur sá rann út sem bresku stjóminni hafði verið gefínn til að refsa Salman Rushdie fyrir bókina Söngva Satans. í gærkvöldi höfðu bresk stjóm- írönskum stjómvöldum. Þetta er í völd ekki gefið út opinbera yfírlýs- fyrsta skipti sem íranir eiga form- ingu vegna málsins því ekki hafði legt frumkvæði að því að draga borist formleg tilkynning frá úr samskiptum við vestrænt ríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.