Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 43
morgunblaðið IÞROTTIR MŒMKUDAGUR 8. MARZ 1989 43 AÐALFUNDUR / OLYMPIUNEFND ISLANDS Guðfinnur kjörínn ritari Aðeins þrír kosnir einróma í sjö manna framkvæmda- nefnd. Fulltrúarsérsambandanna þar í meirihluta GUÐFINNUR Ólafsson, for- maður Sundsambands ís- lands, var kjörinn ritari Ólympíunefndar íslands til næstu fjögurra ára á aðal- fundi hennar f gærkvöldi, en Guðfinnur var áður með- stjórnandi. Bragi Kristjáns- son, sem gegnt hefur ritara- embættinu frá 1960 var einn- ig íkjöri. í framkvæmdastjórn eru sjö menn og hlutu fjórir f ulltrúar sérsambandanna kosningu. Kosið var um þijá meðstjóm- endur og voru sjö tilneftidir. Hreggviður Jónsson, fyrrverandi formaður Skíðasambands íslands, Ágúst Ásgeirsson, formaður Fijálsíþróttasambands íslands, og Kolbeinn Pálsson, formaður Körfuknattleikssambands ís- lands, voru kjömir, en auk þeirra var stungið upp á Bimu Bjöms- dóttur, fyrrverandi formanni Fim- leikasambands íslands, Ara Berg- mann, formanni Siglingasam- Quðflnnur Ólafsson nýr ritari Ólympíunefndar. bands íslands, Jóni Hjaltalín Magnússyni, formanni Hand- knattleikssambands íslands, og Bragl Krlstjánsson féli i kjörí eftir 29 ára setu í nefndinni. Braga Kristjánssyni, fyrrverandi ritara ólympíuneftidar. Hreggvið- ur var endurkjörinn, en öm Eiðs- son gaf ekki kost á sér áfram. Ari Bergmann var endurkjörinn í varastjóm og Ellert B. Schram, formaður Knattspymusambands íslands, var kosinn í stað Lovísu Einarsdóttur, sem gaf ekki kost á sér. Júlíus Hafstein, Bima Bjöms- dóttir og Torfí Tómasson voru kosin óbundinni kosningu í 23 manna ólympíunefnd, en í henni eru 14 fulltrúar frá sérsambönd- um ÍSÍ, fjórir tilnefndir af ÍSÍ, tveir frá fráfarandi ólympíunefnd auk fyrmefndra þriggja fulltrúa. Auk þeirra var stungið upp á Þorsteini Einarssyni og Þorvarði Ámasyni, sem voru áður í nefnd- inni ásamt Torfa Tómassyni, og Gunnari Þór Jónssyni. Gísli Halldórsson var einróma endurkjörinn formaður, Sveinn Björnsson varaformaður og Gunn- laugur Briem gjaldkeri. A fundinum var samþykkt fjár- hagsáætlun upp á 54 milljónir króna fyrir næstu ijögur ár. KNATTSPYRNA / BRUÐKAUP Brúðhjónin ganga fram kirkjugólfið eftir athöfnina í gærdag. MorgunblaðiÖ/Jón Gunnlaugsson SigurðurJónsson í hjónaband SIGURÐUR Jónsson, knattspyrnumaður með Sheffield Wednesday í Englandi, og Kolbrún Hreinsdóttir, gengu í hjónaband í gær. Sr. Björn Jónsson gaf brúðhjónin saman í Akraneskirkju. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Þau komu frá Englandi í fyrradag, gagngert til að gifta sig, og halda aftur utan á morgun. Sig- urður leikur með Sheffield gegn Everton í deild- arkeppninni á laugardag. Júgóslavi til Víkings ÍÞfémH FOLK H SVEINN Jónsson, formaður KR, var sæmdur nokkrum af æðstu heiðursmerkjum íþróttahreyfingar- innar í tilefni 90 ára afmælis félags- ins — fékk heiðursorðu ÍSÍ, gull- merki KRR og stjömu KR. Félagið fékk margar góðar gjafír _ á af- mælinu, m.a. málverk frá ÍSÍ og 90.000 krónur frá sérsamböndum, 120.000 krónur frá ÍBR, 120.000 krónur frá Lyftingasambandi ís- lands til kaupa á áhöldum í þrek- miðstöð, bikar frá Skíðasambandi íslands og styttu frá Reykjavíkur- borg, sem var gerð í 12 eintökum vegna 200 ára afmælis borgarinnar. ■ ERIK Elias, formaður dóm- aranefndar alþjóða handknattleiks- sambandsins, IHF, verður eftirlits- dómari á Evrópuleikjum FH og Vals, sem fara fram hér á landi á sunnudag. ■ ÓSKAR Ármannsson, leik- maður fyrstu deildar liðs FH, mætti ekki á æfingu í fyrrakvöld. Ástæðan var sú að þá eignuðust hann og Berglind Anna Guðjónsdóttir, unnusta hans, sitt fyrsta barn, er dóttir kom í heiminn. I KARL-HEINZ Rummcn- igge, fyrrum fyrirliði vestur-þýska landsliðsins i knattspymu, tilkynnti í gær að hann myndi hætta að leika knattspymu í lok yfírstandandi tímabils. Rummenigge, sem er 33 ára og hefur leikið með Servette í Sviss síðan 1987, lék 95 landsleiki. Rummenigge, sem var tvisvar kjörinn knattspyrnumaður Evrópu, sagðist ætla að starfa áfram að knattspymumálum, en þjálfun væri ekki inni í myndinni. I kvöld i kvöld verða fjórir leikir i 1. deild karla í handknattleik. f Digranesi leika UBK og FVam ki. 20. Ki. 20.15 hefst viðureign FH og ÍBV í Hafnarfíröi annars vegar og KR og KA I Laugar- dalshöll hins vegar, en Valur og Stjam- anhefjake'ppni kl. 18.15 IValshúsinu. í 1. deild kvenna verða tveir leikir. FH og ÍBV leika 1 Hafnarfirði kl. 19, en Fram og Stjaman í Laugardalshöll kl. 21.30. Júgóslavneskur knattspymumað- ur kemur til landsins í dag til viðræðna við forráðamenn Víkings og leikur að öllum líkindum með liðinu í sumar. Umræddur leikmaður heitir Gor- an Micic, og leikur nú sem atvinnu- maður með 1. deiídarfélagi í heima- landi sínu. Víkingum er enn ekki kunnugt með hvaða liði hann hefur leikið í vetur. Micic er 27 ára, hélt reyndar upp á 27. afmælisdag sinn í gær. Hann er framheiji, og er ætlað að fylla það skarð sem Láms Guðmundsson skildi eftir sig, er hann gekk I raðir Valsmanna fyrr í vetur. Víkingar vita ekki mikið um júgóslavneska leikmanninn, annað en að hann lék með unglinga- landsliði Júgóslavíu á sínum tíma. Þar var hann undir stjórn Milans Djuricic, sem nú er þjálfari Þórs á Akureyri, og benti sá Víkingum á Micic. „Ef okkur líst vel á leikmann- inn verður hann með okkur í sum- ar,“ sagði Gunnar Öm Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Morgunblaðið/Skapti Marlcel Volnea, rúmenski lands- liðsmaðurinn sem leikur á Spáni næsta vetur. íftóm FOLK - I MARICEL Voinea, hand- knattieiksmaðurinn snjalli frá Rúmeníu hefur gert samning við spænska .félagið Vaiencia um að leika með því eftir þetta keppn- istimabil. Hann er margreyndur landsliðsmaður og hefur til þessa leikið með félagsIiðinuMinaur Baia Mare í heimalandi sínu. ■ BOGDAN Wenta, fyrirliði pólska landsliðsins, er einnig á leið til Spánar. Hann gengur til liðs við Bidasoa frá Irun eftir þetta keppn- istímabil, en það lið hafði einmitt mikinn áhuga á að næla í Alfreð Gíslason í fyrra, en ekkert varð úr. ■ JÚGÓSLA VNESKI landsliðs- maðurinn Cvetkovic leikur nú með Bidasoa, en hann segist ætla heima til Júgóslaviu aftur eftir að yfir- standandi keppnistímabili lýkur. Hann hætti að leika með landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Seoul en segist nú jafnvel tilbúinn að byija að leika með því á ný næsta vetur. ■ DALLAS Cowboys, frægasta fótboltalið Bandarikjanna, var ný- lega selt. Kaupandinn er milljóna- . mæringur frá Arkansas, sem greiddi 140 milljónir dala fyrir fé- lagið — en það samsvarar nálægt 1,6 milljarði ísl. króna. Fyrsta verk nýja eigandans var að reka þjálfara félagsins, Tom Landry, sem hafði verið eini þjálfarinn í 29 ára sögu félagsins! I hans stað var ráðinn Jimmy Johnson, þjálfari háskóla- liðs Miami, sem talinn er einn af bestu háskólaþjálfurum landsins. ■ TVEIR leikir fóru fram í und- ankeppni Evrópumóts landsliða U-21 í knattspyrnu í gær. í öðrum riðli vann England Albaníu 2:1 og Grikkland vann Austur-Þýska- land með sömu markatölu. I STEVE Rutter, sem lék með KS í fyrra, hefur gengið til liðs við ÍK í 3. deildinni í knattspymu. Rutter lék í tvö ár með Siglfirðing- um en hefur síðan leikið með utan- deildarliði í Englandi. Þá er mark- vörðurinn Hreggviður Ágústsson kominn til ÍK-inga. Hann lék með Reyni frá Sandgerði í fyrra en á að baki marga leiki í 1. deildinni með ÍBV og FH. ■ MIKLAR líkur verður að telja á að heimsmeistarakeppnin í knatt- spymu árið 1998 verði haidin í Frakklandi. Forseti FIFA, alþjóða - knattspyrnusambandsins, Joao Havelange, átti í gær fund með forseta Frakklands, Francois Mitterand, og sagðist á eftir ánægður með þann mikla áhuga sem forseti lýðveldisins sýndi mál- inu. Havalange sagði Frakkland bjóða upp á bestu aðstöðuna til að hreppa þessa keppni — betri en hugsanlegir keppinautar, Sviss, Marokkó og Brasilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.