Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 37 Michael Jackson kominn með kærustu? Viðskilnaður við apadýrið Bubbles varð honum um megn ÆT Ifyrsta sinn á ævinni hefur Mich- i I ael Jackson leyft sér að vera í nánu sambandi við aðila af hinu kyninu. Nú þegar hljómleikaför hans um heiminn er lokið hefur hann boðið stúlku að búa hjá sér á heimili sínu í Santa Ynez í Kalí- forníu í Bandaríkjunum. Sú heitir Sheryl Crow, er 27 ára og bláeyg og syngur bakrödd hjá Michael. Svo má lesa í bandarísku tímariti einu og eru fréttinni gerð góð skil. Þar segir að þetta fyrsta ástar- samband sé engum öðrum en apan- um, honum Bubbles, að þakka. I fyrri hluta hljómleikaferðarinnar fékk apadýrið að fara með og segja menn að þá hafí Michael ekki tekið eftir Sheryl fremur en að hún gengi um nakin daglangt. En í Evrópu- ferðinni fékk apinn ekki að vera með vegna öryggisreglna. Segir sagan að Michael hafí orðið ein- mana og þá hafi augu hans beinst að Sheryl! Hann var mjög hikandi í fyrstu en smám saman fór sambandið að verða alvarlegra og eftir að hafa virt Sheryl fyrir sér í nokkra mán- uði bauð hann henni loks upp á hótelherbegi til sín þegar þau voru á Ítalíu í maí síðastliðinn. Skömmu síðar fór hún á hótelið þar sem hún bjó en klukkan tvö um nóttina kom hún aftur í leigubíl og dvaldi um nóttina hjá Michael. Daginn eftir var hún með Michael og skoðuðu þau styttu Michelangelos af Davíð ásamt nokkrum öðrum. Fylgir sög- unni að þá hafí hún verið mjög hlé- dræg. Fyrir næstu tónleika þar á eftir gaf Michael henni krosslaga gull- ejTTialokka, en eins og allir vita er hann strangtrúaður maður. Sheryl brast í grát er hann færði henni lokkana og bar hún þá á tónleikun- um. Kunnugir segja að áhyggjur yfír því að fjölmiðlar kæmust að sambandi þeirra hafí þjakað Mic- hael og að þau hafi ekki snert hvort annað að öðrum ásjáandi það sem eftir var hljómleikaferðarinnar. Þó héldu þau áfram að hittast í svítu Michaels á hótelinu. Hann á að hafa boðið henni að þau gætu haldið sambandinu leyndu á heimili hans og að lífverðir gæti þeirra stöðugt hvar sem þau munu dvelja. Þa er sagt að þegar að ferða- laginu lauk þann 27. janúar síðast- liðinn í Los Angeles hafí Michaei látið alla í hljómsveitinni, einnig Sheryl, skrifa undir yfírlýsingu þess efnis að engar upplýsingar yrðu gefnar um hljómleikaferðalagið. Isabel Adjani hlýtur „ Ceasar((-verðlaunin Franska leikkonan Isabel Adjani var kjörin besta leikkona ársins um síðustu helgi og hlaut að launum „Cesar“-verðlaunin svo- nefndu sem franska kvikmyndaakademían veitir á ári hveiju. Verðlaun- in hlaut hún fyrir leik sinn í myndinni „Camille Claudel" en hún fjall- ar um ástkonu franska myndhöggvarans Auguste Rodin. í þakkará- varpi sínu fór hún nokkrum orðum um stöðu listamannsins og fögn- uðu viðstaddir ákaft er hún skýrði frá því að orð sín hefði hún sótt í bókina ^Söngvar Satans" eftir Salman Rushdie, sem Khomeini erkik- lerkur í'Iran hefur dæmt til dauða fyrir guðlast. Vinir Isabel Adjani sögðu að með þessu hefði hún viljað hvetja listamenn til að sýna Rushdie samstöðu en hann fer nú huldu höfði í Bretiandi. Á myndinni afhendir leikkonan Claudia Cardinale (t.v.) Isabel Adjani verðlaunin eftirsóttu. Eðvarð maður. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þór Eðvarðsson, sund- SUÐURNES Eðvarð Þór íþróttamaður ársins Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund- kappinn kunni í Njarðvík, var útnefndur íþróttamaður Suðumesja 1988 í kjöri sem íþróttabandalag Keflavíkur og íþróttabandalag Suð- umesja gekkst nýlega fyrir í fyrsta sinn. Valdir voru þrír bestu íþrótta- menn ársins í helstu greinum íþrótta og vom sigurvegaramir í hverri grein síðan í kjöri um íþrótta- mann ársins. Sigurður Bergmann júdómaður úr Grindavík varð í öðm sæti og Sigurður Sígurðsson ís- iáhdsmeistari í golfí varð í þriðja sætL SKÍÐANÆRFÖTIN Þér verður ekki kalt í norsku skíðanær- fötunum. OPIÐ laugardaga 9-12 Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 FERÐAHATW Sumwdasinn i 2. nmrs - me&g!ambra8t Elsa Lund mætir ásamt (ri«umflokkig!eai-°9 0** " manna úr gleöidagskranm ’AHú”roepna”:i9.00-Bo5iö verðúrupp á fordrykkhussins. fertal/MÍM- FeraoskritstoÍQnfcrtantikkynnir^uma^ ^ failtlm: sólarlandovinm g 6un„ „Awr Hljómsveit Magnúsar KJarkanss.nar, leikur tyrir dans\. -laimlirTryggviKarlsson. Kynnir kvöidsins: Ouðlauflur ty ---------jrsEBtLL: sssfisssasi- I ruioa„ 4 Q milliklukkan lOog 1°- m. /hindberjatnaukt. ÞÓESfCAFÉ GuölaugurTryg9vi Karlsson. z A Brautarholti 20. Símar: 23333 og 23335. Þórscafé — alltafsólarmegin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.