Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. Blautur B-dagur Konráð Friðfinnsson hringdi: Hinn svokallaði B-dagur 1. marz þótti blautur. Ölvun var með öðrum orðum talsverð um borg og bý. Helstu rök bjórsinna voru á sínum tíma þau að menn yrðu minna fullir eftir að þeir hefðu drukkið mjöðinn umdeilda. Drykkjumenning landans myndi einnig lagast þegar fram líða stundir að mati bjórsinnanna. Of snemmt er reyndar að spá um það, en þessi fyrsti dagur ölsins á íslandi lofar ekki góðu. Hann sýnir okkur aðeins að hér um ræðir áfengi og sé nógu mikið magn hesthúsað af þessu áfengi eru áhrifin ósköp áþekk og af svartadauða eða viskýi. Enda fengu víst einhveijir að gista fangageymslur lögreglunnar þá um nóttina. Sem sagt, breytingin er engin. Skíði töpuðust í BláQöllum Hvít og rauð skfði, 150 sm blizzard racing, með rauðum bind- ingum, töpuðust í skálanum í Blá- Qöllum síðari hluta mánudags. Ef einhver hefur orðið þeirra var þá vinsamlegast hringið í síma 73781. Dráttarvélar við mjaltir Bóndakona hringdi: Ég bý í sveit með fjörutíu kúa fjós og þætti gaman að spyija hvort ekki séu dráttarvélar á bæjum, því þá geta bændur mjólk- að þó það sé rafinagnslaust. Það má tengja þá inn í sogkerfíð fyrir mjólkina og á lofthreinsarana á dráttarvélunum. Úrtapaðist Svart Seiko-kvenmannasúr tapaðist í Ármúla fímmtudaginn 23. febrúar. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 93-71160. Ruglast á skíðapokum Hilmar hringdi: Sonur minn fór á skíði í Bláfjöll- um 23. febrúar með rútu frá Teiti Jonassyni, en kom heim með vit- laus skíði. Hann á blizzard-skíði, sem voru í gráum og hvítum bliz- zard-poka. Skíðin í pokanum sem hann kom með voru gömul rauð físher-skíði. Pokinn hans er merktur honum, Hávarður Hilm- arsson, sími 641762, en hinn pok- inn er ómerktur. Ef einhver kann- ast við þetta, þá vinsamlegast hafíð samband. Umhvali Ö.H. hringdi: Mér datt í hug í sambandi við hvalamálið hvort ekki megi snúa þessu við og í staðinn fyrir að segja: „Er ekki tilvalið að drepa í sígarettunni áður en hún drepur í þér?“ að segja: „Er ekki tilvalið að hætta hvaladrápum áður en þau drepa okkur?" Of mikill hundaskítur María Helgadóttir hringdi: Ég bý við Sogaveginn, en þar er óþolandi ástand vegna hunda- skíts um allt. Það er hvergi hreinn blettur. Fólk sem er að viðra hundana úti í frístundum sínum ætti að hafa tíma til að hirða skítinn upp eftir hundana. Mig langar lfka til að spyija hversvegna fyrirtæki og stofhanir geta ekki birt símanúmer sín með stærra letri. Barnadúnsæng í óskilum Bamadúnsæng fannst í Suður- hólum í óveðrinu í febrúar. Sá sem saknar hennar getur hringt í síma 78082. Hrossafiutningar Halldóra Gunnarsdóttír hringdi: Fréttin af hrossaflutningunum 23. febrúar var svo sorgleg og yfirþyrmandi að ég hef aldrei sé neitt ljótara. Þama vora dýrin í einni kös, sveitt oggrátandi. Þetta var ógeðfelldari sjón en nokkur stríðsmynd. Hver ber eiginlega ábyrgð á því að hrossin era flutt svona á vetuma þegar allra veðra er vc'n? Verður þetta mál ekki rannsakað? Getur hinn almenni borgari kært í slíkum málum? Sjónvarpið endursýni Pavarotti Hermann hringdi: Ég er búinn að hringja fjóram sinnum í Sjónvarpið og biðja þá um að endursýna þátt með Pava- rotti sem var á dagskrá um jólin. Það hefur ekki haft áhrif og mér var bent á að tala við skrifstofu- stjórann, en hann situr bara í sínum fflabeinstumi og ekki nokk- ur leið að fá að tala við hann. Armband tapaðist Gyllt armband tapaðist á leið frá Grettisgötu, niður Vitastíg, upp Laugaveg að Hlemmi á laug- ardagskvöldið milli klukkan 7.30 og 8. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 20631 eftir kl. 17. Reiðhjól í óskilum Svart karlmannsreiðhjól er í óskilum á Hringbraut 102 í Keflavík. Nánari upplýsingar i sfma 92-11649. Konur £á ekki vinnu Laufey Kristjánsdóttir hringdi: Mér er sagt að konur sem era komnar yfír fertugt fái ekkert starf í dag. Þetta sé alveg óháð kunnáttu, getu og útliti. Vemdum börnin gegn köttunum Sigríður Jónsdóttir hringdi: Á róluvelli rétt hjá Sundlaug Vesturbæjar sá ég til lítils drengs að leik f sandkassanum. Það var kattaskítur í sandinum sem bam- ið var að gramsa f. Mér fínnst alveg óhæfa hve lftið er gert að því að vemda bömin gegn kisun- um. Það ætti að hafa sandkassana lokaða á nóttunni. Útlendingaeftirlitið þarf að standa sig betur Þessi kisa er týnd. Kötturtapaðist Hvítur og svartur köttur hvarf frá Meistaravöllum 15, þriðjudag- inn 28. febrúar. Hann er merktur með rauðri 61 og spjaldi sem á stendur Dís og símanúmer. Hann var mjög heimakær og hans er sárt saknað. Hann gæti hafa borist í burtu eða lent fyrir bíl. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um hvort hann er lifandi eða dauður, láti vita f síma 12599 eða á Dýraspítalann. Ágæti Velvakandi. Ég var að lesa um útlendinga sem eru í vinnu hér á landi, en viðtöl voru við nokkra þeirra í Morgun- blaðinu 12. febrúar. Mér brá er ég las viðtal við enska stúlku af ítölskum ættum, sem starfað hefur í Brynjólfi hf. í Innri Njarðvík. Sagt er að allar lfkur séu á að hún og fímm aðrar stúlkur verði að hverfa af landi brott vegna þess að atvinnuleyfi þeirra sé að renna út. Ég spyr: Hvemig stend- ur á þvf að þessar stúlkur fá ekki að vera lengur? Er ekki hægt að framlengja atvinnuleyfi þeirra? Hvemig stendur á þvf að óvenju margir menn frá Miðausturlöndum virðast slæpast um götur Reykjavík- ur? Þessir menn leita sér ekki að atvinnu við höfnina eða almennri verkamannavinnu. Ég spyr, á hveiju lifa þessir menn? Fá þeir sitt dvalar- leyfí út á íslensku unglingstelpumar, sem þeir sækjast eftir kunningsskap við? Á Norðurlöndum era hópar af þessum mönnum frá Miðausturlönd- um. Þar hefur það sýnt sig að vinna er eitt af þvf sem þeir sækjast sfst eftir. Mér er sagt að á Norðurlöndum séu eiturlyf oft fylgifískur þessara manna, því miður. Eg spyr útlend- ingaeftirlitið: Er eitthvað eftirlit með þessu fólki? Finnar hafa verið ákaflega var- kárir f því að leyfa útlendingum að koma inn í landið. Ég vona að við séum það líka. Ég vona einnig inni- lega að Alexandra Rosati og hinar stúlkumar fái að vera hér áfram. Ég fagna því að Norðurlandabúar hafa f sfauknum mæli komið hingað í vinnu. „Verið velkomnir frændur." Virðingarfyllst, 690. Skrímslið sem 5 tur þig! Huað ueHst þú um verðtryggingu og vísitöiur? Kynningamefnd Verkfræðingafélags íslands mun standa fyrir fræðslufundi um vísitölur og verðtryggingu í Norræna húsinu 8. mars nk. Fundurinn hefst kl. 20.30. ALLIR VELKOMIMIR! Dagskrá: - Uppbygging vísitalna, byggingarvísitala: Benedikt Jónsson, verkfræðingur hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. - Verðtrygging og ýmsar vísitölur: Stefán Ingólfsson, verkfræðingur. - Misgengi vísitalna og afleiðingar þess fyrir húsnæðiskaupendur: Grétar J. Guðmundsson, verkfræðingur hjá Ráðgjafa- stöð Húsnæðisstofnunar ríkisins. - Fyrirspurnir. IFYRR EDA SEINNA VEUIR ÞÚ RICOH TELEFAX Ricoh 1973 Ricoh var fremsti framieiðandinn f heiminum sem markaðssetti hraðvirk telefaxtæki með stafrænni tækni. Ricoh 1973 Ricoh var einnig fyrst til að senda telefax- skeyti um gerfihnött frá Tokyo til New York. Ricoh 1975 Ricoh var fyrsta fyrirtækið I greininni sem hlaut Deming verðlaunin fyrir gæðastjórnun. Ricoh 1980 Eitt hundrað og fimmtíu Ricoh telefaxtæki voru notuð á Ólympíuleikunum í Moskvu. Ricoh 1986 Ricoh var fyrsta japanska fyrirtækið er hóf framleiðslu á telefaxtækjum I Evrópu - i Telford á Englandi. Ricoh 1986 Ricoh varð stærsti framleiðandi telefaxtækja í Japan með framleiðsluhlutdeild upp á 21.5% Ricoh varð einnig í 1. sæti i Bandaríkjunum, þar sem 15.7% allra telefaxtækja eru frá Ricoh. Ricoh n dag Nú birtist stærsti framleiðandi telefaxtækja í heiminum i fyrsta sinni á íslandi. Ricoh Fleira er óþarft að vita um telefax. KDSGðDD Fremstírmeð fax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.