Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8- MARZ 1989 19 Tveir vertíðarbátar fórust í gærkvöldi Bjargaði bróður sín- um og sex skipverj- um hans á Nönnu VE Vestmannaeyjum. Frá Árna Johnsen, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÞETTA er allt í lagi. Þeir eru komnir heilir á húiB um borð til okkar, allir sjö,“ sagði Siguijón Óskarsson, margkrýndur afla- kóngur og björgunarmaður, í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir að hann hafði bjargað bróður sínum og skipshöfii af Nönnu VE, en hún fórst í iUviðri, fimm míiur út af Vík í Mýrdal um kl. 20 í gærkvöldi. Leó Óskarsson skipstjóri á Nönnu sendi út neyðar- kall kl. 20.16, en þá var skipið komið á hliðina eftir að sjór hafði flætt inn um dráttarlúgur og spilið stöðvaðist á sama tima og trollhífíng stóð yfir. Skipverjar freistuðu þess að keyra skipið upp, en það tókst ekki og skipshöfiiin varð að yfirgefa bátinn. Nanna VE var nýkomin til landsins eftir algjöra endurbyggingu um nær 2 ára skeið í Portúgal. Leó skipstjóri og útvegsbóndi sigldi skipinu heim skömmu fyrir jól í Ulviðrinu mikla sem olli meðal annars stórtjóni í Færeyjum Tæplega klukkustund eftir að kallið var gefið út var Sigurjón á Þórunni búinn að bjarga skipshöfninni af Nönnu. „Ég veit ekki hvað ég var lengi að sigla þessar tíu mflur, sem við vorum frá slysstað, en við keyrð- um allt í botni og meira en það í leiðindaveðri," sagði Siguijón. „Við vorum á lensi og Nanna reyndist nær en ég hélt því við töldum hana þrettán mílur í burtu. Þegar þeir skutu upp neyðarblysi kom í ljós að við áttum eftir eina mílu að björgunarbátnum og höfðum verið á réttri stefnu. En þar sem ég taldi að við ættum talsvert lengra eftir í bátinn var ég ekki búinn að kveikja á ljóskösturunum. Þegar við nálg- uðumst björgunarbátinn sáum við eitthvað í sjónum sem við héldum að væri maður í flotgalla, en það reyndist björgunarhringur. Skömmu síðar sáum við neyðar- handblys frá gúmbjörgunarbátnum. Við renndum síðan upp að honum og tókum strákana um borð hlé- megin inn um dráttarlúguna. Það gekk mjög vel. Þeir voru þá búnir að vera í gúmbjörgunarbátnum í nær hálfa klukkustund. Fimm höfðu komist í flotgalla, en tveir ekki. í annán björgunarbátinn sem þeir losuðu með handafli komust fímm í fyrstu, en tveir í hinn. Menn- imir tveir urðu hins vegar að hanga á björgunarbátnum, þar sem hann ^ rak á hvolfi undan veðri og vindum, því þeir náðu ekki að rétta hann við. Um síðir náðu skipbrotsmenn- imir að koma björgunarbátunum saman og þá fóru tvímenningamir um borð í björgunarbátinn, sem var á réttum kili.“ __ Von var á Þóranni Sveinsdóttur til Vestmannaeyja í morgunsárið, en Þórann tafðist í nótt vegna þess að hún ætlaði að fylgja loðnuskipinu Sunnubergi GK 199 til Eyja með bilaða vél. Nanna VE 284, sem sökk í gærkvöldi. Þórunn Sveinsdóttir VE 401, sem bjargaði skipveijunum. Hefiir bjargað Q órum skipshöfiium SIGURJÓN Óskarsson, skipsfjóri á Þórunni Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum, sem bjargaði áhöfninni af Nönnu VE hefúr áður bjargað mönnum af þremur skipum. Hann bjargaði 11 manns af togaranum Bylgjunni frá Reykjavik, áhöfii humarbátsins Jó- hönnu og dró Katrínu VE út úr brimgarðinum við suðuströndina meðan varðskip lónaði fyrir utan. Togarinn Bylgjan frá Reykjavík var á loðnutrolli undan Alviðra í Siguijón Óskarsson er ekki að- eins aflasæll með afbrigðum, hefúr margoft orðið aflahæstur yfir ailt landið á vetrarvertíð, honum hefúr einnig hlotnazt sú gæfa að bjarga mönnum af fjór- um skipum úr lífsháska. febrúar 1975. Sjór komst í lestar skipsins og það sökk, en Siguijón og áhöfn hans bjargaði þar II mönnum en einn fórst. Siguijón segir að þáttur þeirra í björguninni hafi verið hálfgerð tilviljun. Leið- inda bræla hafi verið og flestir bát- ar verið farnir í land, en hann keyrt vestur að Vík með trollið úti. Þá hafi hann heyrt neyðarkallið, híft í hvelli og verið kominn á slysstað- inn, þegar áhöfn Bylgjunnar var komin í þijá björgunarbáta. Agæt- lega hafí gengið á ná mönnunum um borð, en þeir hafi verið orðnir nokkuð dasaðir. í annað skipti strandaði Katrín VE á Skeiðarársandi. Siguijón og hans menn náðu bátnum út, en þá vora nokkrir úr áhöfninni komnir í land. Gísli Sigmarsson, hálfbróðir Siguijóns var þá með Katrínu. Þeir fóra þá inn á milli brota og inn fyrir þau til að reyna að skjóta línu í land, en byssurnar drógu ekki á móti vindinum. Áhöfnin á Katrínu lét þá gúmmíbát fljóta út og gekk það eftir að kjölfestan var tekin úr honum. Hann fauk þá undan vindin- um og út í brimgarðinn þar sem Sigutjón og áhöfn hans náði bátn- um og spottanum og síðan vír til að toga Katrínu út. Þá vora fylling- ar að koma undir Katrínu og vel gekk að ná bátnum út. Loks bjargaði Siguijón mönnum af humarbátnum Jóhönnu, en eldur kom upp í honum á leið á miðin út af Meðallandsbug. Hann var þá á tvílembingi með Matthíasi á Bylgj- unni, Matthías tók trollið en Sigur- jón keyrði að Jóhönnu og kom fyrst- ur að. Áhöfnin var þá komin í bát og vel gekk að ná þeim upp. Nú bjargaði Siguijón enn einni áhöfninni, 7 manns og þar á meðal bróður sínum Leó Óskarssyni. Sæborg SH-377 sökk á Breiðafírði: Sjö björguðust, eins er saknað SÆBORG SH-377, 66 tonna bát- ur frá Ólafsvík sökk, á Breiða- firði um kl. 20.30 í gærkvöldi. Átta manns voru um borð og var sjö þeirra bjargað af Olafi Bjamasyni SH-137 sem staddur var í grenndinni. Mikil leit var gerð að þeim sem saknað er af Sæborgu í gærkvöldi og tóku átta skip þátt í henni, en auk þess er varðskip á leiðinni. Senda á flugvél Landhelgisgæslunar til leitar í birtingu í dag. Bjöm Erlingur Jónasson skip- stjóri á Ólafi Bjarnasyni segir að hann hafi heyrt neyðarkall frá Sæborgu laust fyrir kl. 20.30. Þá var Sæborgin stödd um 4-5 mílur undan Rifi á leið til Ólafsvíkur og átti eftir um klukkutíma siglingu til heimahafnar eftir veiðitúr. Björn segir að Sæborgin hafi sokkið mjög skyndilega eftir að hafa fengið á sig brot að hann telur. Veður á þessum slóðum var frem- ur slæmt, austan 7-8 vindstig með frosti og fór versnandi. Þeir sem Ólafur Bjamason. bjargaði tókst að Fengum á okkur tvö brot hvort á eftir öðru -segir Eymundur Gunnarsson stýrimaður á Sæborgu EYMUNDUR Gunnarsson stýrimaður á Sæborgu segir að skip- ið liafi fengið á sig tvo brotsjói hvorn á eftir öðrum með þeim afleiðingum að skipið lagðist á hliðina og sökk. Við fyrra brot- ið fylltist skipið af sjó á sljórnborðsvæng og reyndi skipstjór- inn þá að keyra það upp í á fúllu vélarafli til að reyna að losa það við sjóinn. í þvi kom seinna brotið og þá lagðist skipið á hliðina og sökk skömmu síðar. „Við sem björguðumst gátum allir skriðið út um gluggana bak- borðsmegin og upp á skipið þar sem við losuðum um gúmmíbjörg- unarbátinn," segir Eymundur. „Við stukkum síðan frá borði og tókst að komast í gúmmíbjörgun- arbátinn. Ólafur Bjamason kom síðan að okkur um 15 mínútum síðar og tók okkur um borð." í máli Eymundar kemur fram að Sæborgin var á siglingu til Ólafsvíkur eftir veiðiferð. Er veð- ur tók að versna bað skipstjórinn alla um borð að koma aftur í brú og vera við öllu viðbúna. Sjólag fór síðan stöðugt versnandi eftir það. „Það sem einnig gerðist við seinna brotið var að það drapst á vélinni og eftir það varð ekki við neitt ráðið," segir Eymundur. „Ég vil taka það fram að ég og annar skipveiji um borð vorum í vinnu- flotgöllum og ég tel að það hafi alveg tvímælalaust bjargað lífi okkar." í máli Eymundar kemur fram að þeir hafi svo komið til Ólafsvík- ur um kl.21.30 um kvöldið og þá farið allir í heilsugæslustöðina en fengið að fara þaðan að lokinni skoðun. Ólafúr Bjarnason SH 137 á siglingu utan Ólafsvík- ur , en áhöfii hans bjargaði 7 manns úr áhöfii Sæborgar. komast um borð í gúmmíbjörgunar- bát. Björn Erlingur segir að ekkert hafí amað að þeim er þeir vora tekn- ir um borð í Ólaf. Sæborg SH 377, sem fórst á Breiðafírði í gær. Skipið var áður gert út frá Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.