Morgunblaðið - 08.03.1989, Page 27

Morgunblaðið - 08.03.1989, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 Sérstakur skattur í Fram- kvæmdasjóð mennmgarmála Stór og flárfrek verkefiii blasa við, segir Birgir ísleifur Gunnarsson BIRGIR ísleifur Gunnarsson (S/Rvk) mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um framkvæmdasjóð á sviði menningarmála. í sjóðinn eiga að renna óskiptar tekjur af sérstökum eignarskattsauka, sem nú er innheimtur til þess að kosta þjóðarátak til byggingar þjóðarbók- hlöðu. Framkvæmdasjóðurinn á að Qármagna ýmis brýn verkefni á sviði menningarmála, svo sem þvi að ljúka byggingu þjóðarbókhlöðu og endurbyggja Þjóðleikhúsið og Þjóðminjasafiiið. Enn fremur er gert ráð fyrir fjárveitingu úr sjóðnum til að innrétta hús Þjóðskjala- safiiins og styrkja byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði í framsöguræðu sinni, að við blasi stór og fjárfrek verkefni á sviði menningarmála, sem sum hafí verið vanrækt alitof lengi. Reynslan væri sú, að erfitt væri að fá fjármagn til slíkra verka á fjárlögum og því væri nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess. Þingmaðurinn minnti á að sér- Fyrirspurnir; Eru hlutabréf í Út- vegsbanka til sölu? Má lána handrit úr eigu Árnastofhunar? Guðmundur Ágústsson (B/Rvk) hefur lagt fram á Alþingi fyrir- spurn til viðskiptaráðherra um hlutabréf ríkisins í Útvegsbanka ís- lands. Spyr Guðmundur hvort þau séu til sölu og ef svo er, á hvaða kjörum og með hvaða skilmálum. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra um hvaða regl- ur gildi um lán handrita úr eigu Stofiiunar Árna Magnússonar á sýningar erlendis. stakur eignarskattur hefði verið lagður á með lögum 1986 til að ljúka við byggingu þjóðarbókhlöðu. Þessi lög ættu að falla úr gildi um næstu áramót en byggingu bók- hlöðunnar væri enn ólokið, enda hefði fjármálaráðuneytið seilst í þessa peninga til að greiða almenn útgjöld ríkisins. Þetta frumvarp gerði ráð fyrir því að hinn sérstaki eignarskattur ætti frá áramótum að renna í Framkvæmdasjóð menn- ingarmála, sem ætti að nota til að ljúka byggingu þjóðarbókhlöðu, gera við Þjóðleikhúsið og Þjóð- minjasafnið, kosta innréttingar í hið nýja hús Þjóðskjalasafnsins við Laugaveg og styrkja byggingu tón- listarhúss. Þingmaðurinn fjallaði um þjóð- arátakið til byggingar þjóðarbók- hlöðu og sagði að það hefði verið skoðun menntamálaráðuneytisins, að tekjumar af hinum sérstaka eignarskatti ættu að renna óskiptar til byggingar bókhlöðunnar. Fjár- málaráðuneytið hefði túlkað laga- ákvæði þar að lútandi á annan veg. Sagði Birgir ísleifur að það væri alvarlegt mál þegar lög væru snið- gengin eins og gerst hefði í þessu máli. Sagði hann að lokum, að þing- menn ættu að ræða oftar og betur um þá tilhneigingu framkvæmdar- valdsins að sniðganga vilja Alþing- is. Birgir ísleifiir Gunnarsson. Þrátt fyrir lög um þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu er því verki ekki lokið enn. Aukafj árveitingar: Vald flármálaráðherra skert Hreggviður Jónsson (B/Rn) hef- ur að undanfömu lagt fram 6 fyrir- spumir til ráðherra um ýmis mál. Þingmaðurinn spyr Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hvaða skattar liggi til grundvallar niðurstöðum í skýrslu OECD um hlutfall skatta af vergum þjóðartekjum, hversu mikið ríkisbankarnir, Landsbank- inn, Búnaðarbankinn og Seðlabank- inn hafí fjárfest í fasteignum árin MMIMSI 1985 til 1988 og hvort viðskiptaráð- herra telji að málsmeðferð banka- stjóra Landsbankans í „Olís-mál- inu“ sé í samræmi við lög um bankastarfsemi eða til þess fallið að auka trú manna á þjóðbankan- um. Hreggviður spyr Jón Sigurðsson svo að því, hver sé stefna hans sem iðnaðarráðherra í endumýtingu á ónýtum bifreiðum og Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra um útlán og vanskil við Byggingasjóð ríkisins og Byggingasjóð verka- manna í árslok 1988. Hreggviður Jónsson beinir að lokum fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar sam- gönguráðherra um lendingarskil- yrði á hugsanlegum varaflugvöllum fyrir millilandaflug; Sauðárkróks- flugvelli, Akureyrarflugvelli, Húsavíkurflugvelli og Egilsstaða- flugvelli. Stuttar þingfréttir MEÐAL nýrra mála, sem lögð hafa verið fram á Alþingi, er þingsályktunartillaga frá Pálma Jónssyni (S/Nv) um op- inbera þjónustu í viðskipta- bönkum og sparisjóðum og þingsályktunartillaga frá Inga Birni Albertssyni (B/Vl) og Hreggviði Jónssyni (B/Rn) um könnun á kostnaði og rekstri dvergkafbáts. Þeir Ingi Björn og Hreggviður hafa einnig lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt. Opinber þjónusta í bönkum og sparisjóðum Pálmi Jónsson leggur til í þingsályktunartillögu sinni, að ríkisstjómin hlutist til um að við- skiptabankar og sparisjóðir taki að sér opinbera þjónustu við al- menning fyrir opinbera sjóði og fjármálastofnanir, svo sem Bygg- ingarsjóð ríkisins, Byggingarsjóð verkamanna, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Byggðasjóð, fjár- festingalánasjóði atvinnuveganna o.fl. í tillögunni er gert ráð fyrir að þessi tilhögun hafí tekið gildi eigi síðar en 1. janúar 1990. Dvergkafbátur í þingsályktunartillögu þeirra Hreggviðs Jónssonar og Inga Bjöms Albertssonar er skorað á ríkisstjómina að láta kanna kostn- að við kaup og rekstur dvergkaf- báts. í greinargerð með tillögunni er minnt á árangur rannsókna dvergkafbáts við Kolbeinsey á síðasta sumri og bent á gagnsemi slíkra rannsókna fyrir þjóð, sem byggir afkomu sína að stórum hluta á öflun sjávarfangs. íbúðarhúsnæði verði undauþegið skatti Ingi Bjöm og Hreggviður hafa einnig lagt fram fmmvarp til laga, þar sem gert er ráð fyrir því að íbúðarhúsnæði til eigin nota verði undanþegið álagningu eignar- skatts. Segja flutningsmenn í greinargerð, að með núverandi íbúðarskatti sé höggvið að rótum sjálfseignarstefnunnar í hús- næðismálum hér á landi og sú stefna ríkisstjómarinnar, að há- skatta íbúðarhúsnæði, sé stórt skref aftur á bak. — samkvæmt lagafrumvarpi Geirs Haarde og Pálma Jónssonar GEIR H. Haarde (S/Rvk) og Pálmi Jónsson (S/Nv) hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um meðferð greiðslna úr ríkissjóði umfram fjárlagaheimildir. Með því er ætlunin að draga úr valdi Qármálaráðherra til fjárveitinga umfram fjárlög. Þingmennimir hafa einnig lagt fram frumvarp, þar sem gert er ráð fyrir því að frumvörp til laga um fjáraukalög og rikisreikning fyrir liðið ár verði afgreidd áður en fjárlög komandi árs verða samþykkt. I frumvarpi til laga um meðferð greiðslna úr ríkissjóði umfram fjár- lagaheimildir er gert ráð fyrir, að ráðherra hafi ekki heimild til slíkra greiðslna nema um sé að ræða lögboðið viðfangsefni eða samning, sem fé er veitt til á fjárlögum. Ráðherra geti því aðeins heimilað aðrar greiðslur, að þær hafí hlotið samþykki fjárveitinganefndar Al- þinjgis. I greinargerð með frumvarpinu segir, að tilgangur þess sé að binda í lög ákveðnar reglur um hvemig skuli standa að því að heimila óhjá- kvæmilegar greiðslur úr ríkissjóði umfram heimildir fjárlaga, þegar greiðslur þola ekki bið eftir nýjum fjárlögum. Jafnframt sé tilgangur- inn að draga úr valdi þess einstakl- ings, sem á hveijum tíma gegnir starfi fjármálaráðherra og færa ákvarðanir um greiðslur umfram ijárlög í ríkari mæli tii Alþingis og fjárveitinganefndar þess, þar sem það vald eigi betur heima. Geir H. Haarde og Pálmi Jóns- son hafa einnig lagt fram frum- varp til laga um breytingu á lögum um ríkisbókhald, gerð ríkisreikn- ings og fjárlaga. Þar segir meðal annars, að reikningsár ríkisins sé almanaksárið og lokun reikninga skuli miða við áramót. Endurskoð- aðan ríkisreikning skuli leggja fyr- ir Alþingi svo skjótt sem verða megi á næsta ári eftir reikningsá- rið. Frumvarp til fjáraukalaga skuli leggja fram á vorþingi eftir fjárlagaárið og þau afgreidd á al- manaksárinu áður en ríkisreikn- ingur hefur verið samþykktur. I greinargerð með þessu frum- varpi Segir meðal annars, að mik- ill misbrestur hafí orðið á því á undanfömum árum að frumvörp um íjáraukalög og ríkisreikning væru lögð fyrir Alþingi innan eðli- legs tímafrests frá lokum fjárlaga- árs. Þetta dragi mjög úr gagnsemi hvors tveggja og minnki möguleika Alþingis til eftirlits með fram- kvæmdarvaldinu og þeim útgjöld- um, sem Alþingi sep fjárveitinga- vald hafí ákveðið. Á undanfömum ámm hafí orðið hægfara þróun í átt til nútímalegra vinnubragða í ríkisfjármálum og það sé í sam- ræmi við þá þróun, að setja í lög ákvæði um tímafrest varðandi af- greiðslu fjáraukalaga og ríkis- reiknings og tengja slík ákvæði afgreiðslum §árlaga. Nútíminn hf. fékk niðurfellda dráttarvexti af skattskuld: Tilganguriun að tryggja hagsmuni ríkissjóðs - segir Snorri Olsen deildarstjóri í fjármálaráðuneyti SNORRI Olsen deildarstjóri i (jármálaráðuneytinu segir að hagsmunir rikissjóðs hafi ráðið þvi að hlutafélagið Nútíminn hf. fékk niðurfellda dráttarvexti af skattskuld, gegn þvi að höfuðstóll skuldarinnar væri greiddur. Ella hefði legið fyrir að hlutafélagið yrði gert gjaldþrota, og þar sem félagið átti engar eignir hefði ríkið þá ekkert fengið af skuldinm. Hlutafélagið Nútíminn hf. gaf út dagblaðið NT árin 1984-1986. Þegar rekstri blaðsins var hætt hafði hluta- félagið safnað verulegum skuldum, sem Framsóknarflokkurinn og stofn- anir hans tóku við. Höfuðstóll skatt- skuldarinnvar var um 2 milljónir og dráttarvextimir námu svipaðri upp- hæð. Samið var um niðurfellingu dráttarvaxtanna í desember sl. en skömmu sfðar keypti Vífilfell hf. Nútímann til skattahagræðingar. Snorri Olsen sagði að það væri regla hjá fjármálaráðuneytinu að taka þátt í nauðasamningum fyrir- tækja í þeim tilgangi að tryggja hagsmuni ríkisins. Hann sagðist ekki muna eftir nýlegum dæmum öðrum um að fyrirtæki hefðu fengið niður- fellingu á dráttarvöxtum, en ráðu- neytið hefði í einstaka tilfellum sa- mið um greiðslufrest á skuldum gegn viðunandi tryggingum, ef líklegra þótti að skuldin fengist greidd með því móti. Snorri sagði að í tilfelli Nútímans hf. hefði hlutafélagið orðið gjaldþrota ef ekki hefði verið samið með þessum hætti, og því spuming um að fá eitt- hvað upp í kröfumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.