Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 17 bjóðanda. Bar hann sigurorð af andstæðing sínum og jafnan síðar er hann gaf kost á sér til þingsetu. Sat hann á Alþingi 1931—1934 og 1937—1942 og gat sér þar sem annars staðar hinn bezta orðstír. Þegar Bjami læknir hóf afskipti af stjómmálum var hann ósjálfrátt kominn í forystusveit flokks síns. Það gerði skarpskyggni hans og glæsimennska. Hann var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Ilafnarfirði um margra ára bil og í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins sat hann 1940-1951. Á vettvangi stjómmálanna sem annars staðar, ávann Bjami læknir sér traust og virðingu samstarfs- manna sinna. Um Bjama ritaði for- maður Sjálfstæðisflokksins, Jóhann Hafstein, forsætisráðherra m.a. á útfarardegi hans: „Ég átti eftir að eiga þess síðar kost, að kynnast Bjama Snæbjöms- syni, meðal annars vegna starfa hans í miðstjóm og þingflokki Sjálf- stæðismanna. Hann var í mínum augum ákaflega sérstæður per- sónuleiki. Hann var mjög hávaxinn maður, en hreykti sér ekki. Gekk varfæmislega um, var svipmikill en mildur að sjá. Hann var hægur í tali, en rökfastur ogtillögugóður." Þótt Bjami Snæbjömsson gerðist forystumaður Sjálfstæðisflokksins og einn aðalframbjóðandi hans í Hafnarfírði, þar sem löngum hefur verið háð hörð pólitísk bárátta með ósvissum úrslitum, hafði það engin áhrif á félagsmálastörf hans. Hann var alls staðar eftirsóttur félagi, hvort heldur var í menning- ar- eða líknarfélögum.- Formaður Hafnarfjarðardeildar RÍ. frá stofnun 1941—1948, for- maður Krabbameinsfélags Hafnar- flarðar 1949—1963 og í stjóm Krabbameinsfélags íslands. Félagi Karlakórsins Þrasta og söngfélagi í mörg ár. Um langan tíma áhuga- samur félagi málfundafélagsins „Magna": Uppeldi Bjama læknis, félags- starfíð, þátttaka hans í félagsmál- um gerði það að verkum, að hann var gjörkunnugur öllu fjármála- og atvinnulífí 'landsmanna. Þau tæki- færi sem honum vom gefin á vett- vangi opinberra mála, notaði hann líka til hins ítrasta, til þess að leggja sitt til að efla atvinnulíf samborg- ara sinna og vera í fararbroddi þar sem annars staðar. Hann lagði víða gjörva hönd á plóginn. Setti á stofn prentsmiðju, gaf út vikublað, meðal stofnenda að iðnaðar- og útgerðarfyrirtækjum og lagði oft drjúgt af mörkum til þess að auka atvinnulíf samborgara sinna. Hann var iíka ófeiminn við að láta í ljósi skoðanir sínar ef hann taldi að rangt væri stefnt. í stjóm íjölmargra atvinnufyrir- tælqa sat Bjami, m.a. Raftækja- verksmiðjunnar hf. og Fiskveiði- hlutafélaginu Stefni. Tvær þekktar peningastofíianir óskuðu eftir starfskröftum Bjama læknis Snæbjömssonar. í stjóm Sparisjóðs Hafnarfjarðar sat hann frá 1951—1965 og tók þar við for- mennsku 1958. í Landsbankanefnd sat hann 1942 til 1957. Bjami læknir Snæbjömsson var sérstæður persónuleiki bæði í sjón og raun. Hann var hávaxinn, mynd- arlegur á vallarsýn teinréttur á gangi til hins síðasta. Hvar hann kom var viðtekin prúðmennska hans og stilling samfara góðvilja og einbeitni. Reisn hans og andlegt atgervi vakti að vonum athygli þeirra sem hann hafði samskipti við. Jón Pálmason, fyrrverandi ráð- herra og alþingisforseti segir Mbl. 8. marz 1949 um Bjama lækni sex- tugan: „Hann er einn af þeim tiltölulega fáu mönnum sem aldrei fellur skuggi á við náin kynni og sem maður treystir því betur sem við- kynningu verður lengri og nánari. Maðurinn er stilRur og prúður í allri framgöngu, orðfár og alvöm- gefínn; en þó glaðlyndur, ljúfur og alúðlegur hvar sem hann er að hitta. Hann er mjög greindur maður og gjörhugull, rökfastur ræðumað- ur, góðviljaður og traustur í allri starfsemi. í stuttu máli er hann maður, sem á í ríkum mæli hin í hálfa öld vakti Bjarni læknir yfir lífí og heilsu Hafíifirðinga. fomu góðu einkunnarorð: „Hann er hvers manns hugljúfi". Sakir sinna fjölþættu starfa var Bjami læknir landskunnur maður. hann hafði víða lagt hönd á plóg. Þeir em ótaldir sem leituðu til hans, ekki hvað síst þegar vanda bar að höndum og hann gat haft þar áhrif. Trúi ég að flestir ef ekki allir hafí haft sömu sögu að segja og dr. Bjami Benediktsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavíkurbréfi Mbl. 21. maí 1967: „Hvar sem Bjami Snæbjömsson hefur komið við sögu, fer af honum sama orð. Öllum kemur saman úm að hann sé maður sem ekki megi vamm sitt vita, óvenjulega góður og gegn. Sízt er of sterklega til orða tekið, þótt sagt sé, að hann er sannarlegt göfugmenni." Óefað þekktu Hafnfírðingar Bjama lækni best. Ekki aðeins vegna læknisstarfa hans eða félags- mála, heldur og vegna þess alls, sem hann gerði fyrir samborgara sína til þess að létta þeim með einum eða öðmm hætti iífsbaráttu þeirra, enda naut Bjami læknir vinsælda svo einsdæmi var. í ljóði eftir Jón Helgason, verka- mann, sem hann flutti Bjama við heiðursborgarakjör hans og birtist með grein þessari kemur glöggt fram hver hugur Hafnfírðinga til Bjama Snæbjömssonar læknis var. Saga Hafnarfjarðar á þessari öld mun víða varðveita nafn Bjama læknis Snæbjörnssonar, svo kom hann við sögu bæjarins í meira en hálfa öld, sem ástsæll og góður læknir, mikilvægur félagsmálamað- ur og traustur forystumaður. Á bæjarstjómarfundi 8. mars 1968 þegar Bjami Snæbjömsson var kjörinn heiðursborgari Hafnar- flarðar fómst Áma Grétari Finns- syni, bæjarfulltrúa, m.a. svo orð er hann mælti fyrir tillögunni um heið- ursborgara kjör Bjama: „Það eitt að tillagan um heiðurs- borgarakjör Bjama Snæbjömsson- ar er borin fram af fulltrúum allra þeirra stjómmálaflokka og samtaka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn nú og vitað er að hún muni hljóta sam- þykki allra bæjarfulltrúa, sýnir best hvert starf Bjami Snæbjömsson læknir hefur innt af hendi fyrir Hafnfírðinga og hvert stórmenni hann er.“ Bjami Snæbjömsson var í einkalífí sínu mikill gæfumaður. Öll hans hugsun, öll hans störf, bám þess vott. Hann lét það heldur ekki liggja í láginni, að svo hefði verið. Af ritsmíð hans um foreldra sína, má glöggt sjá, hve æska hans var hamingjurík. Af hans eigin vömm heyrðu þeir sem við Bjarna höfðu samskipti hve hamingjusöm þau vom og samhent, hann og hans mikilhæfa eiginkona, frú Helga Jónasdóttir, en henni kvæntist Bjami 19. nóvember 1921. Helga er fædd að Bakka í Hnífsdal 21. desember 1894, dóttir þeirra hjóna Guðnýjar Jónsdóttur og Jónasár i>orvarðssonar útvegsbónda þar. Helga var manni sínum einstakur lífsfömnautur. Hvenær sem til manns hennar var leitað, var hún ætíð boðin og búin og hversu oft var ekki heimilið orðið að sjúkra- stofu. Svo önnum kafinn sem Bjami læknir var, hafði hann minni tíma en hann óskaði fyrir böm þeirra fímm; Jónas, Snæbjöm, Málfríði, Bjama og Kristjönu, sem öll hafa stofnað sitt heimili, en látinn er Snæbjöm. Frú Helga gegndi hlut- verki stnu þar sem annars staðar með snilld. Öll hafa böm þeirra reynst hinir nýtustu þjóðfélags- þegnar. Foreldrar Bjama, þau Mál- fríður og Snæbjöm, tóku í fóstur, ungan dreng, Tómas Einarsson, sem átti ævinlega skjól hjá Helgu og Bjama og þau tóku til sín við lát foreldra Bjama. Hann er nú látinn. Þegar Bjami læknir var gerður að heiðursborgara Hafnarfjarðar, sagði hann: „Áð ætti hann þetta skilið, þá væri það fyrst og fremst að þakka tveim konum; móður sinni og konu sinni.“ Betur er ekki hægt að lýsa hug Bjama til móður og eiginkonu, enda mat hann þær að verðleikum og lá ekki á þeirri skoðun sinni, að hefði hann ekki notið svo frábærrar um- hyggju og skilnings konu sinnar og móður, þá hefði honum ekki tekist að gera allt það sem honum tókst að gera, og svo fjölmörgu góðu komi til leiðar. Bjami læknir Snæbjömsson and- aðist 24. ágúst 1970, 81 árs að aldri. Útför hans var gerð með virðulegum og látlausum blæ á veg- um bæjarstjómar Hafnarfjarðar og hann kvaddur af Hafnfírðingum svo og fjölmörgum öðmm. Þegar ég í dag minnist Bjama læknis Snæbjömssonar minnist ég vinar og samstarfsmanns með þakklæti. Ég og kona mín flytjum frú Helgu Jónasdóttur, þar sem hún dvelur á hjúkrunarheimilinu Skjóli kveðjur okkar og fjölmargra Hafn- fírðinga svo og víðar frá. Við biðjum að á ævikvöldi megi hún uppskera eins og hún hefur til unnið. Ljóð þetta flutti Jón Helgason verkamaður í Hafnarfirði, Bjarna Snæbjömssyni þegar hann var kjör- inn heiðursborgari Hafnarfjarðar: Heill þér Bjami; Allir taki undir Er þú hlýtur lofsorð verðuskulduð Inntir dáðir dags- og næturstundir Dauða bægja frá í mörgum stað Um hálfa öld með reisn má hér rekja Ríkulegu heilla sporin þín Sem hlýtur meðal bæjarbúa vekja Beztu þökk við starfs þíns yfírsýn Orðstír þinn nú rís sem hæst, þó raunar taki halla Röðli þeim er markar þína j arðlí fsd agabraut Guð þig styðji og blessi um tíma og eilífð alla Alla þína niðja og lífs þíns förunaut Ritist nafn þitt allan aldur jarðar Inn í hveija sögu HAFNARFJARÐAR >, - \ . 4 '.1. 'm é^:W Guðni Franzson, klarinettuleikari. Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari. Guðni Franzson og Þorsteinn Gauti í Hafharborg Tónlist Egill Friðleifsson Hafiiarborg 5.3. ’89 Flytjendur: Guðni Franzson, klarinettuleikari. Þorsteinn Gauti Sigurðsson, pianóleikari. Efnisskrá: Verk eftir D. Mil- haud, C.Saint-Saens, E.Satie, A.Messager, W.Lutoslawsky, C.Debussy og J.Brahms. Guðni Franzson klarinettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson pfanóleikari efndu til tónleika í hinni nýju og glæsilegu menning- ar- og listastofnun Hafnarfíarðar, Hafnarborg, sl. sunnudag, og voru með vandaða og viðamikla efnis- skrá, þar sem frönsk tónskáld vom fyrirferðarmikil. Hafnarborg er einkar aðlaðandi og menningarlegur staður. Hljóm- burður er þar mjög góður og að- staða öll til tónleikahalds til fyrir- myndar. Nú er kominn í húsið nýr og vandaður flygill af Fazioli-gerð. það er einróma álit þeirra píanista, sem reynt hafa gripinn, að hér sé um sérlega hljómfagurt og gott hljóðfæri að ræða, sem mikill feng- ur er að' Það hlýtur því að vera spennandi valkostur fyrir bæði ein- ieikara, kammerhópa og söngvara að spreyta sig í hinu nýja menning- armusteri Hafnfirðinga. Aðstaða gerist ekki betri hérlendis. Þeir félagar Þorsteinn Gauti og Guðni hófu leik sinn með skemmti- legri Caprice eftir Milhaud og á eftir fylgdi eitt af síðustu verkum Saint-Saen, sónötu, sem venjulega eru aðeins leiknar á píanó, en „Solo de concours" eftir Messager hafði ég aldrei heyrt áður. Þessi músík ristir e.t.v. ekki djúp en er skemmti- leg áheymar og rennur ljúflega áfram. Éftir hlé spiluðu þeir dálítið „homóttar" prelodíur eftir Lut- oslawsky og á eftir fylgdi hin und- urfagra „Premiere Rhapsodie" eftir Debussy. Tónleikunum lauk svo með sónötu op. 120 nr. 1 eftir Brahms. Leikur þeirra félaga var bæði vandaður og áheyrilegur, þó ekki væir hann með öllu hnökralaus, og var það einkum Brahms, sem reyndist þeim erfiður. Guðni hefur fallegan tón og spilar mjög músík- alskt og sömuleiðis Þorsteinn Gauti, þó hann hafi stundum átt betri dag. En þar sem ieikur þeirra var bestur, eins og t.d. í Debussy, var hrein unun á að hlýða. Þetta var skemmtilegur konsert. Það er ástæða til að benda öðmm listamönnum á Hafnarborg sem ákjósanlegan tónleikastað. ■ Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari. Sigurður I. Snorrason, klari- nettuleikari. Kammertónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, og Sigurður I. Snorra- son, klarinettuleikari, léku saman í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi sl. sunnudag og fluttu verk eftir Draskóczy, Takács, Pend- ereckí, Lutoslawsky, Jettel, Berg og Pál P. Pálsson. Það er mikill vandi að setja saman efnisskrá fyr- ir heila tónleika, þegar unnið er að mestu úr mjög stuttum tón- verkum, því hætta er á því að niður- staðan verði hálfgerður samtíning- ur. Tvö fyrstu verkin vom ungversk og heldur svona litlar tónsmíðar, það fyrra þjóðleg danstónlist og það síðara nútímaverk, er nefnist Essays in sound, eftir Takács. Þau verk sem helst var bragð af vom Þrjár smásmíðar eftir Penderecki og Dansprelúdíur eftir Lutosl- awsky. Það eina sem hélt þessari tón- leikaskrá saman var þjóðemi höf- undanna, fyrst tvö lög eftir Ung- veija, tvö eftir Pólverja og eftir hlé, þijú eftir Austurríkismenn. Klarinettuæfingin eftir Jettel er varla boðleg til annars en að sýna góðan klarinettuleik, sem Sigurður og gerði. Tvö síðustu verk tónleik- anna vora Fjögur smástykki eftir Berg og Eyðimerkurljóð eftir Pál P. Pálsson. Sigurður er góður klarinettuleik- ari, þó oft hafí undirritaður heyrt hann leika mun betur og sama má segja um samleik Önnu Guðnýjar, sem er góður píanóleikari, þó ekki reyndi mjög á hæfni hennar að þessu sinni. Trúlega er það samtín- ingsleg efnisskráin sem átti sinn þátt í því að tónleikamir í heild vom í daufara lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.