Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 29 Félag leiksljóra, hvað er nú það? Gremargerð frá stjórn Félags leikstjóra á íslandi Undanfama daga hafa birat í fjölmiðlum öllum skrautlegar lýs- ingar eins helsta leikara þjóðarinnar á félagsskap leikstjóra á íslandi (FLÍ), og einn af stofnendum þess, hefur nú sagt sig úr því. Hann hef- ur upplýst alþjóð um að félagið sé samtrygging hinna getulausu og vanhæfu, að það sé druslufélag, að það berjist fjTÍr afnámi tjáningar- frelsis í austantjaldsanda. Og al- menningur hefur mátt skilja af orð- um hans að félagsskapur þessi ráði einhveiju um það hveijir fái atvinnu við leikstjóm og hveijir ekki. Auð- vitað veit þessi fyrrverandi félags- maður betur, en þar sem hann hef- ur kosið að draga upp brenglaða mynd af heilu stéttarfélagi til þess að réttlæta ummæli sín um sam- starfsmann og leikstjóra, er rétt að eftirfarandi komi fram: 1. Félag leikstjóra á íslandi er félag allra starfandi leikstjóra. í lög- um þess segir m.a.: „Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna leikstjóra — listrænt sem §ár- hagslega. — Það er samningsað- ili gagnvart leikhúsum, hljóð- varpi og sjónvarpi. Það kemur fram íyrir hönd félaga sinna í öllum hagsmunamálum þeirra. Til þess að verða félagi þarf leik- stjóri að hafá stýrt 2 leiksýning- um í atvinnuleikhúsi eða með hliðstæðum leikhópum, sem hlotið hafa viðurkenningu stjómar FLI. Sama máli gegnir um sviðsetningar í sjónvarpi. Stjómin hefur heimild til að láta 4 uppfærslur í hljóðvarpi gilda sem 1 á sviði, sömuleiðis að líta á 4 sviðsetningar með áhuga- mönnum sem jafngildi einnar með atvinnumönnum." Þessar reglur settu stofnendur félagsins fyrir 17 árum og menn hafa ætíð talið að ekki væri hægt að leggja neitt annað mat á um- sækjendur. 2. Eftirtaldir leikstjórar, 18 talsins, mættu á síðasta aðalfund og kusu félaginu nýja stjórn og varastjóm: Ami Ibsen, Ásdís Skúladóttir, Bríet Héðinsdóttir, Brjmja Bene- diktsdóttir, Hallmar Sigurðsson, Helga Bachmann, Helgi Skúla- son, Hörður Torfason, Inga Bjamason, Jón Viðar Jónsson, Jónas Jónasson, Kristján Jóns- son, Klemenz Jónsson, María Kristjánsdóttir, Sigríður Þor- valdsdóttir, Sveinn Einarsson, Þórhallur Sigurðsson og Þór- hildur Þorleifsdóttir. Forrnaður var kosin María Kristjánsdóttir með 16 atkvæðum, ritari Þór- hallur Sigurðsson með 14 at- kvæðum og gjaldkeri Inga Bjamason með 15 atkvæðum. í varastjóm voru kosin: Ásdís Skúladóttir, Ámi Ibsen og Bríet Héðinsdóttir. Þá var Helga Bachmann kjörin í stjóm Menn- ingarsjóðs FLÍ og Helgi Skúla- son var kosinn fulltrúi félagsins í Leiklistarráöi. 3. Langmestur starfstími stjómar fer í samninga um kaup og kjör, enda er jafnan samið til skamms tíma í senn, eða eins til tveggja ára. Ráðningar leikstjóra til ein- stakra verkefna í leikhúsunum eru alfarið á hendi leikhússtjóra og/eða ieikhúsráða. Félag leik- stjóra l:emur þar hvergi nærri, eins og borgarstjórinn í Reykjavík hélt fram í Morgun- blaðinu á dögunum, þegar hann bar j'firlýsingu félagsins um orð leikarans saman við dauðadóm Khomeinis jrfir breskum rithöf- undi. Eitt er óvenjulegt við ráðn- ingu Ingu Bjamason til Leik- félags Akureyrar. Þegar hún er ráðin til starfa er þegar búið að ráða 3 af 4 ltikurum verksins, og er ráðning hennar með fullri vitund og samþykki Helga Skúlasonar og Helgu Bach- mann. Það er ekki oft að leikar- ar atvinnuleikhúsanna geta valið sér leikstjóra, en ljóst er að ekki er við FLI að sakast í þessu máli. 4. Það er alrangt að Félag leik- stjóra hefði getað blandað sér fyiT í deilumar á Akurejri, vegna þess að ekki var leitað til félagsins fyTr en leikstjórinn, Inga Bjamason, tilkynnti form- anni þann 9. febrúar sl. (viku fyrir frumsýningu) að ágreining- ur hefði komið upp. Formaður FLÍ óskaði þegar eftir skýrslu frá LA og var sú beiðni ítrekuð viku síðar. Engin skýrsla kom frá LA fyrr en eftir að ummæli Helga Skúlasonar um leikstjóm- ina birtust í íjölmiðlum. 5. í Morgunblaðinu 25. 2. segir Helgi að fjöldi fólks innan leik- arastéttarinnar telji „að við- brögð inín hafi ekki verið degin- um of fljót við því ástandi, sem leikarar hafa orðið að búa við í sívaxandi mæli varðandi Leik- stjórafélagið, en margir með vangetu hafa flotið innan þess „Leikhúsfólk hefur haft af því verulegar áhyggjur live erfitt það hefur reynst yngri leik- stiórum að komast inn í starf atvinnuleikhús- anna, þannig að eðiileg endurnýjun ætti sér stað í lcíksijórahópn- um.“ í kjölfar samtryggingar hinna óhæfu". Þetta er athyglisverð söguskoðun, sem aldrei kom fram meðan Helgi var virkur félagi í FLÍ. Og verður hún vita- skuld rannsökuð nánar á næst- unni. í fljótu bragði virðist þetta „ástand" vera eftirfarandi: Und- anfarin tvö leikár hafa eftirtald- ir íslenskir leikstjórar sijómað sýningum atvinnuleikhúsanna tveggja í Reykjavík: Andrés Sig- urvinsson, Benedikt Ámason, Bríet Héðinsdóttir, Brynja Bene- diktsdóttir, Gísli Halldórsson, Guðjón P. Pedersen, Helga Bachmann, Pétur Einarsson, Sveinn Einarsson, Stefán Bald- ursson, Gísli Alfreðsson, Þór- hallur Sigurðsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þórunn Sigurðar- dóttir, Kjartan Ragnarsson, Karl Ágúst Olfsson, Láms Ýmir óskarsson, Ásdís Skúladóttir. Leikhúsfólk hefur haft af því verulegar áhyggjur hve erfitt það hefur reynst yngri leikstjórum að komast inn í starf atvinnuleikhús- anna, þannig að eðlileg endumýjun ætti sér stað í leikstjórahópnum. Þó hafa ýmis teikn verið á lofti um að þetta sé að breytast. Félag leik- sijóra á íslandi fagnar þeirri þróun, en lítur jafnframt svo á að stórjrði eldri listamanna um hæfni hinna yngri, og stóryrði um stéttarfélög leiklistarfólks verði leiklistinni aldr- ei til framdráttar. Virðingarfyllst, Stjórn og varastjóm FLÍ, Maria Kristjánsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Ásdís Skúladóttir, Arni Ibsen, Bríet Héðinsdóttir. Leiðrétting í VIÐTALI við Hallbjörgu Bjama- dóttur í blaðinu sl. sunnudag var misfarið með nafn Svöfu Þorleifs- dóttur á Akranesi og hún nefnd Svala. Er beðist velvirðingar á þessari villu. ^terkurog k-l hagkvæmur auglýsingamiðill! smáaugtýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Lærið vélritun Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040. féfagslíf jÁMLjlA. JiUL I.O.O.F. 7 = 170388'/z = 9.0. I.O.O.F. 9 = 17038872 = 9.I. □ GLITNIR 5989387 = 1 □ Helgafell 5989837 VI -2 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.30. Vitnisburðir. Sálarrannsóknafélagið í Hafnarfirði heldur skyggnilýsingarfund í Góðtemplarahúsinu é morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Dagskrð: Þorvaldur Guðmundsson miðill annast skyggnilýsingar. Aðgöngumiðar við innganginn. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindlsins. Almenn samkoma I kvöld kl. 20.00. Tilkynning frá Skíðafélagi Reykjavfkur Reykjavíkurmeistaramótiö í 30 km sklðagöngu fer f ram nk. laug- 8rdag 11. mars kl. 14 við gamla Borgarskálann I Bláfjöllum. Skráning kl. 13. Tilkynning I Rikisútvarpinu kl. 10 og I simsvara 80111 ef veður er óhagstætt. Aðrar upplýsingar eru I síma félagsins 12371. Stjórn Sklðafélags Reykjavíkur. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Myndakvöld Miðvikudaginn 8. marz veröur næsta myndakvöld Ferðafélags- ins I Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Páskaferðlr F.i. verða kynntar. 1) Landmannalaugar - skfða- ferð: Guðmundur Pétursson skýrir tilhögun skiðagöngu- ferðar til Landmannalauga og sýnir myndir úr einni slíkri ferð. 2) Snæfellsnes og Þórsmörk: Salbjörg Óskarsdóttir sýnir myndir fré Snæfellsnesi og Snæfellsjökli, einnig sýnir hún myndir teknar I slðustu áramótaferð til Þórsmerkur. 3) Loftmyndir af hálendinu: Gérard R. Delavault sýnir myndir frá Veiðivatnasvæö- inu, hálendinu vestan Vatna- jökuls, Mýrum, Snæfeilsnesi og viðar. Komið á myndakvöldið og kynn- ið ykkur páskaferðir Ferðafé- lagsins hjá þeim sem farið hafa feröirnar. Veitingar f hléi. Að- gangur kr. 150. Feröafélag Islands. m Utivist, Myndakvöld Útívistar Fimmtudagur 9. mars kl. 20.30 í Fóstbræðraheimil- inu, Langholtsvegi 109. Pá8kaferðirnar kynntar: 1. Snæfellsnes- Snæfellsjökull 6 dagar (23.-27.3). Gist aö Lýsu- hóli. Sundlaug, heitur pottur. Gönguferðir um strönd og fjöll. Jökulganga. 2. Snæfellsnes- Snæfelisjökull 3 dagar (23.-26.3). Sjá nr. 1. 3. Þóremörk 6 dagar (23.-27.3). Þórsmörkin skartar fögrum vetr- arskrúða. Gist í hinum égætu Útivistarskálum i Básum. 4. Við Djúp og Drangajökull. Ævintýraferð sérstaklega ætluð gönguskíöafólki, en aðrir eru líka velkomnir með ef næg þátttaka fæst. Gist að Nauteyri. 6. Þórsmörk 3 dagar (26.-27.3). Sjá nr. 3. Nánari upplýsingar um ferðirnar fáið þið á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732 og á myndakvöldinu. Þar verða eýnd- ar myndlr frá ofangroindum stöðum en aðalmyndasýnlngin verður af hinu Iftrfka Torfojök- ulssvæði, Landmannalaugum, Emstrum og gönguleið frá Eldgjá ( Þórsmörk. Frábærar kaffiveltingar ( hléi. Allir velkomnir. Helgarferð 11.-12. mara. Gönguskfðaferð frá Bláfjöllum í Krísuvík. Gist í góðum skéla. Gullfoss ( klakaböndum- Geys- ir. Seinni ferð verður sunnudag- inn 12. mars kl. 10.30. Sjáumst! Útivist. raðauglýsingar Selfoss - Árnessýsla Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu heldur almennan félagsfund miðvikudagskvöldið 8. mars nk. kl. 20.30 (Tryggvagötu 8, Selfossi. Gestur fundarins, frú Ingibjörg Rafnar, ræðir stjórnmálaviðhorfið i dag. Sjálfstæöisfólk fjölmennlð á fundlnn. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Bessa- staðahrepps - aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Bessastaðahropps verður haldinn ó Bjarnastöðum fimmtudaginn 9. mars nk. kl. 20.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ávarpar Halldór Blöndal fundinn. Félagsmenn og nýjir fólagar eru hvattir tll að fjölmenna. Sýnum samstöðu og mætum öll því framundan er fjölbreytt og kröftugt flokksstarf. ísafjörður Almennur félagsfundur i Fylki, félagi ungra sjálfstæöismanna á Isafirði, veröur haldinn fimmtudaginn 9. mars kl. 20.30 I Sjálfstæðis- húsinu, 2. hæð. Dagskré: Starfsemin framundan. Fylkir. Stjórnin. Patreksfjörður Aðalfundur sjálfstæðisfélagsins Skjaldar verður haldinn I Matborg við Eyrargötu, laugardaginn 11. mars nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingis- maður mætir á fundinn. Nýlr félagar vel- komnir. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Gerðahrepps Haldinn veröur almennur fólagsfundur um málefni hreppsins i samkomuhúsinu fimmtudaginn 9. mars kl. 20.30, Dagská: 1. Frummælandl: Finnbogi Björnsson. 2. Ellert Eiriksson, sveitarstjóri, situr fyrir svörum. 3. Almennar hringborðsumræður. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.