Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 31
 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Tvíburi ogSteingeit Tvíburi (21. maí—20. júnf) og Steingeit (22. des.—20. jan.) eru ólík merki. Málamiðlanir verða því einkennandi fyrir samband tveggja einstaklinga sem eru dæmigerðir fyrir merkin og hugsanlega einhver togstreita. Annars vegar ein- kennist samband þeirra af alvörugefni og þörf fyrir áþreifanlegan árangur og hins vegar af eirðarleysi og breytileika. Tvíburinn Tvíburinn þarf að fást við fé- lagslega og hugmyndalega lifandi málefni til að viðhalda lífsorku sinni. Hann þarf að taka virkan þátt í félagsstörf- um eða vinna þar sem margt fólk er í nánasta umhverfi. Frelsi, sveigjanleiki og fjöl- breytni í viðfangsefnum skipt- ir hann miklu. Hinn dæmi- gerði Tvíburi er léttur og hress í skapi og jákvæður í viðhorfum. Hann er oft stríðinn og málglaður. Steingeitin Steingeitin þarf að fást við áþreifanleg og uppbyggileg málefni til að viðhalda lífsorku sinni. Hún er skipulögð, jarð- bundin og íhaldssöm. Hin dæmigerða Steingeit er al- vörugefín i skapi, formföst, ábyrg og yfirveguð. Fjölbreytni ogeinstefna Það sem helst skilur á milli merkjanna er að Tvíburinn er léttari og „loftkenndari". Hann er eirðarlaus og vill fást við fjölbreytileg viðfangsefni á meðan Steingeitin er til þess að gera þung og jarðbundin og leggur áherslu á árangur á afmörkuðum sviðum. Skap- ferli merkjanna er ólíkt, er létt og þungt. Vinna ogfélagslíf Mögulegar skuggahliðar gætu verið á félagslegum sviðum. Tvíburinn þarf að hafa margt fólk i kringum sig og lifa fjölbreyttu lífi. Hann er töluvert gefinn fyrir um- ræðu og hugmyndalega vinnu. Steingeitin leggur frekar áherslu á hagnýta vinnu sem skilar sjáanlegum árangri og setur meiri þunga á afmörkuð svið. Því verður lífsstíll hennar oft mun ein- hæfari. ÓlikskapgerÖ Eins og áður sagði er skap- gerð merkjanna ólík. Tvíbur- inn er léttur persónuleiki en Steingeitin er þyngri og al- vörugefnari. Hún er íhalds- söm og á erfitt með að breyta til. Þetta getur t.d. birst í samræðum á milli merkjanna. Tviburinn sem er forvitinn og fer gjaman úr einu í annað, en Steingeitin vill afmarka umræðuefni sitt og tala skipu- lega. Henni getur því fundist Tvíburinn of dreifður í hugs- un, sem aftur finnst hún of einhæf. Á milli Tvfbura og Steingeitar geta einnig komið upp árekstrar vegna íhalds- semi og nýjungagirni og ábyrgðarkenndar og ffelsis- þarfar. UmburÖarlyndi Til að vel gangi þarf lifsstíll Tvíbura og Steingeitar að ein- kennast af flölbreytni en jafn- framt að gefa kost á öryggi. Gagnkvæmt umburðarlyndi er forsenda velgengni. Hið dœmigeröa merki Ekki má gleyma því að í umfjöllun sem þessari er verið að fjalla um hið dæmigerða fyrir merkin. í daglegu lífi gerist það oft að maður sem hefur S61 í Steingeit og er i sambandi við Tvíbura hefur sjálfúr Tungl eða Rísandi í Tvíburamerkinu. Tvíburinn hefur siðan einhvem þátt í Steingeit. Það er því saman- burður á persónulegum stjömukortum einstakling- anna sem endanlega skiptir mestu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 GARPUR GRETTIR FETT/R fóD/ytA £/<K/ MDdeA F/Btu/zn a / 6 BRENDA STARR UÓSKA „Kemur brátt S bíóið í grenndinni!" Ég vona að það verði ekki mjög nálægt! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Svining e'r 50%, segja menn. Bull og vitleysa. Engin svíning er nákvæmlega 50%. Sumar heppnast örugglega, aðrar er vonlaust að rejma. Og allt þar á milli. Vestur gefur; allir á hættu. Vestur ♦ Á7542 ♦ K63 ♦ D72 ♦ Á8 Norður ♦ D108 VD8 ♦ K5 ♦ KG10964 Austur ♦ 63 ♦ 742 ♦ G10643 ♦ D72 Suður ♦ KG9 ♦ ÁG1095 ♦ Á48 ♦ 53 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: spaðafjarki. Þegar spilið kom upp í rúb- ertubrids tók sagnhafi slaginn í borðinu og lét hjartadrottning- una rúlla yfir til vesturs. Og tapaði þar með spilinu, því vest- ur fríaði spaðann og beið rólegur með laufásinn sem innkomu. Svíningin fyrir hjartakónginn var mun lakari en 50%. Vestur hafðj opnað og átti að öllum líkindum svörtu ásana og hjarta- kónginn. Með þessa vitneskju í nestispokanum hefði sagnhafí átt að drepa fyrsta slaginn heima og spila strax laufi upp á kóng! Snúa sér sfðan að hjart- anu. Það gagnast vestri ekki að stinga upp ásnum og bijóta spaðann, því þá lætur sagnhafí hjartað eiga sig og friar laufið. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlgu móti 1 Svfþjóð um áramótin sem skákblaðið „Schacknytt" hélt, kom þessi staða upp f skák alþjóðlegu meist- aranna Thomas Ernst, Svfþjóð, og Klaus Berg, Danmörku, sem hafði svart og átti leik. 17. — Bxh3! og hvftur kaus að gefast upp, þvf eftir 18. gxh3 — Hxe3, 19. fxe3? — Dg3+ er hann mát i næsta leik. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Hellers og Wedberg 6V2 v af 9 mögulegum, 3. Bryn- ell (allir Svíþjóð) 6 v., 4. Berg - 5V2 v. Wedberg skorti hálfan vinning til að hljóta síðasta áfanga sinn að stórmeistaratitli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.