Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 8. MARZ 1989 AÐALFUNDUR Verslunarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu 18. mars 1989 og hefst kl. 14:00 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. 33. grein samþykkta bankans. 2. Tillaga bankaráðs um útgáfu jöfhunarhlutabréfa. 3. Tillaga bankaráðs um aukningu hlutafjár félagsins um kr. 100.000.000,-. 4. Önnur mál löglega fram borin. Reykjavík, 2. mars 1989- Bankaráð VERSLUNARBANKA ÍSLANDS hf V/6RSLUNRRBRNKINN Minning-: Halldór Guðmunds- son frá SigurðssWðum Fæddur 19. mai 1911 Dáinnl.mars 1989 í dag fer fram frá Akraneskirkju útför bróður míns, Halldórs Guð- mundssonar frá Sigurðsstöðum. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. mars eftir erfíð veikindi sem varað höfðu um nokkurt skeið. Halldór var fæddur í Albertshúsi við Vesturgötu hér á Akranesi 19. maí 1911. Hann var sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar sem þar bjuggu um tíma, fluttust þau síðan að Sig- urðsstöðum og bjuggu þar meðan bæði lifðu. Kristín og Guðmundur eignuðust 10 böm og var Halldór þriðji í röð- inni. Þau eru, taiin í aldursröð, Rósa, dó á fyrsta ári, Sigríður, Halldór, sem nú er minnst, Sigur- rós, Guðmundur, Jónmundur, dó 29. janúar 1988, Gréta, Júlíanna, Petrea og Ester, sem þessa grein ritar. Kristín átti 2 böm frá fyrra hjónabandi, Ástríði Þórey, sem lést 26 ára og Valdimar, sem dvelur nú á Dvalarheimilinu Höfða hér á Akranesi. Það fór ekki hjá því að kátt væri í kringum þennan stóra systkinahóp þegar allir voru samankomnir, því allir vora léttir og kátir. Mikil samheldni hefur verið hjá okkur systkinum alla tíð og vissum við alltaf hvað öðram leið. Því fínnst okkur mikill missir þegar 2 bræður falla frá með eins árs millibili. Frá 16 ára aldri stundaði Halldór sjómennsku á fískiskipum og var þá ýmist stýrimaður eða skipstjóri á þeim. Halldór fór í Stýrimanna- skólann og tók þaðan viðbótarpróf, gerðist hann eftir það skipstjóri á eldri Akraborg sem gekk á milli Akraness og Reykjavíkur og var hann það um nokkurra ára skeið. Eftir það kaupir hann trillu sem hann skírði Ölduna eftir bát sem þeir bræður Jónmundur og Haildór gerðu sameiginlega út á í nokkur ár. Stundaði hann sjómennsku á áður nefndri trillu svo lengi sem heilsa hans leyfði. Þann 25. nóvem- ber 1938 kvæntist Halldór eftirlif- andi konu sinni, Guðríði Halldórs- dóttur, ættaðri frá Bolungarvfk. Búskap sinn byijuðu þau á Sigurðs- stöðum í sama húsi og foreldrar hans, sfðan bjuggu þau í eitt ár að Hávarðsstöðum í Leirársveit, flytja þau sfðan á Akranes aftur og þá að Sigurðsstöðum. Byggja þau síðan hús á lóð Sigurðsstaða svo ekki er hægt að segja annað en að þau hafí alla tíð átt heima á Sig- urðsstöðum. Þau Halldór og Guðríður eignuð- ust 3 böm, þau era Kristín, hennar maður er Magnús Ingólfsson, eiga þau 5 böm, búa þau í Reykjavík. Guðríður Halldóra, hennar maður er Þorgeir Haraldsson, þau eiga 4 böm, era þau búsett á Akranesi, Haukur, kona hans er Hrafnhildur Hannibalsdóttir, þau eiga 3 böm, búa þau á Akranesi. Bamabömin era 12 og bamabamabömin 8 svo það er orðinn stór hópur afkom- enda. Hefur oft verið þröngt í hús- inu þeirra þegar öll fjölskyldan hef- ur verið samankomin. Guja mín, missir þinn og bama þinna er mikill. Þú varst alltaf vak- andi fyrir velferð hans, beiðst eftir að hann kæmi af sjónum svo að þú gætir hlynnt að honum eins og hann þurfti með. Nú ert þú orðin ein í ykkar húsi en ég veit að böm- in þín sjá um að þú verðir ekki mikið ein. Við systkinin frá Sigurðsstöðum þökkum þér af alhug fyrir allt sem þú varst honum. Ég og mín fjölskylda vottum þér, bömum þínum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur. Blessuð sé minning Halldórs Guðmundssonar. Ester Guðmundsdóttir, Akranesi. Kveðja til afa. Halldór afí er dáinn og það er skiýtin tilhugsun að við sjáum hann ekki meir. Hann sem var svo blíður og góður við okkur. Þegar við kom- um í heimsókn á Kirkjubraut þá var ávallt tekið vel á móti okkur, sest niður, fengið eitthvað í svang- inn og rabbað saman. Afí var alltaf í góðu skapi og allra manna hress- astur. Hann var alveg ómissandi í öllum fjölskylduboðum svo það er af miklu að sjá. Við þökkum honum samfylgdina. Amma, guð gefí þér styrk í þessari miklu sorg. Þetta er kveðja frá okkur systk- inunum sem komum svo oft á Kirlq'ubrautina og fengum að njóta alls góðs frá afa og ömmu. Dóra, Ingi, Gummi, Sossa og Maggi. HITACHI örbylgjuofnar. Fallegir - vandaðir — öruggir HITACHI örbylgjuofnarnir eru fáanlegir í mörgum stæröum og gerðum, meö eða án digitalstýringar. Verö frá kr. 19.900,- eða kr. 18.905,- stgr. Hinn 1. mars lést Halldór Guð- mundsson frá Sigurðsstöðum, Kirlq'ubraut 51 á Akranes, í Sjúkra- húsi Akraness á 78. aldursári. Með Halldóri er genginn einn af þessum traustu sístarfandi mönn- um, sem hafa hvað mest lagt af mörkum til þess velferðarþjóðfé- lags, sem við njótum nú, með ósér- hlífni sinni og dugnaði. Kynni okkar Halldórs frænda míns hófust þegar ég var nemi I Vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts og Halldór þurfti sem skipstjóri að láta lagfæra um borð í skipi sínu. Þá þegar kynntist ég þeim eðliskostum, sem ég tel að hafí verið mest áber- andi í hans fari, dugnaður, ákveðni, glaðværð og hreinskilni. Halldór hafði frá unga aldri stundað sjómennsku, þar á meðal á eigin skipi, Öldunni. Um árabil, frá árinu 1969, voram við báðir skipveijar á ms. Akraborgu, þar sem Halldór var ýmist stýrimaður eða skipstjóri. Þessi tími er mér mjög minnisstæður og á Halldór þar sinn stóra hlut. Hann hafði frá mörgu að segja og vora hans frá- sagnir mikið tengdar lífsstarfí hans á sjónum. Þegar Halldór var ungl- ingur, var hann í sveit hjá þeim hjónum Sveinbimi og Halldóra í Efstabæ í Skorradal. Þar kunni Halldór einnig vel við sig og gerð- ist síðar á ævinni bóndi um skamm- an tíma. Halldór var mjög einarður og stefnufastur maður. Hann kunni vel við sig á „litlu“ Akraborginni og vann henni vel eins og ég býst við að hann hafí gert hvar sem hann starfaði. Minnisstæður er mér 23. sept. 1973, þegar fellibylurinn Ell- en, eða leifar hennar, gekk hér yfír, þá var skipshöfnin kölluð um borð um kvöldið, því höfnin hér á Akra- nesi var þá ekki sú lífhöfn, sem hún telst nú. Veðrið var mjög slæmt og fór stöðugt versnandi. Þegar leið á nóttu gaf Halldór skipun um að gangsetja aðalvélamar og vera við öllu búinn. Undir morgun kom stór fylla yfír hafnargarðinn og sleit landfestamar að framan. Þá var leyst að aftan I skyndi og siglt til . Reykjavíkur. Allt var þetta fum- laust og skipulegt og gekk vel. Meðan beðið var við bryggjuna, sagði skipstjórinn okkur sögur, svo engum þurfti að leiðast. Yrði ein- hver til þess að rengja eitthvað í frásögninni, eins og oft gerist hjá sjómönnum, þá tók Halldór því vel og málin vora rædd upp á nýtt. Þannig var Halldór að þrátt fyrir mikla ákveðni þá var alltaf hægt að ræða málin. Þegar fyrri „stóra" Akraborgin kom hingað og áhöfnin fluttist yfír á hana, þá fann Halldór það fljótt, að hann kunni ekki eins vel við sig þar og á þeirri litlu. Hann var þá ekkert að tvínóna við hlutina, frek- ar en venjulega, heldur flutti sig yfír á sementsflutningaskipið Frey- faxa, sem þá flutti sement á hafnir hringinn í kringum landið. Enn- fremur fóra þeir stundum í frakt- flutninga til Evrópu. í þessari vinnu kunni Halldór vel við sig, kom á nýjan leik á margar þær hafnir sem hann þekkti frá því hann var á síldveiðum og sá sig einnig nokkuð um í heiminum. Margt frásagnar- vert gerðist í þessum ferðum, t.d. þegar þeir sigldu til Póllands. Eftir að Halldór hætti siglingum á Freyfaxa, hefðu nú líklega marg- ir viljað setjast í helgan stein að afloknu góðu dagsverki. Því var þó ekki að heilsa með Halldór, því hann hóf róðra á litlum bát, sem hann átti og stundaði fískirí af kappi þar til á síðasta hausti er hann lauk sínum starfsdegi eftir yfír 60 ár á sjó. Halldór var gæfumaður í sínu einkalífí. Árið 1938 kvæntist hann Guðríði Halldórsdóttur, mikilli sómakonu, ættaðri af Vestfjörðum. Þeim varð þriggja bama auðið. Við hjónin viljum svo að lokum senda Guðríði, bömunum þeirra, tengdabömum og bamabömum innilegar samúðarkveðjur og vott- um Halldóri virðingu okkar og þökk fyrir löng og góð kynni. Rúnar Pétursson Allir verðum við jarðarbúar að Iúta einu lögmáli, undan því verður ekki komist, það er að deyja, að mismörgum æviáram liðnum. Oft er sviplegur dauði fólks í blóma lífsins dapur og getur orðið mörgum þung raun. En þegar fólk er komið á þann aldur, að aðalævistarfínu er lokið, svo ekki sé talað um þegar heilsan er einnig á föram, þá getur svefninn langi verið kærkomin lausn. Sá maður sem hér verður lítillega minnst var hraustmenni til líkama og sálar alla tíð, þar til á sl. hausti að hann veiktist og gekkst undir skurðaðgerð. Ekki var í mannlegu valdi að lækna þetta al- ræmda erfiða mannanna mein, sem svo marga leggur að velli. Og þar kom aðfaranótt 1. mars sl. að Hall- dór Guðmundsson kvaddi þetta jarðneska líf. Mér var sagt, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.