Morgunblaðið - 08.03.1989, Side 20

Morgunblaðið - 08.03.1989, Side 20
20__________ Suður-Kórea: MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 Ongþveiti við réttarhöld yfir hryðjuverkamanni Seoul. Reuter. RETTARHOLD yfir 27 ára gam- alli, norður-kóreanskri konu, sem játað hefur á sig hryðju- verk, leystust í gær upp í öng- þveiti er ættingjar fóraarlamba Miami. Reuter. FORRÁÐAMENN bandaríska flugfélagsins Eastera Airlines ákváðu í gær að segja upp 5.000 starfsmönnum fyrirtækisins auk þess sem skýrt var frá þvi að hætt hefði verið við flug á nokkr- um helstu flugleiðum félagsins. Að sögn talsmanns fyrirtækisins reyndist þessi ráðstöfun nauðsynleg en starfsemi fyrirtækisins hefur legið niðri að mestu frá því á laugar- dag er 8.500 flugvirlqar og hleðslu- menn lögðu niður störf til að mót- mæla kröfum fyrirtækisins þess efnis að laun starfsmanna yrðu lækkuð til að draga úr rekstrar- kostnaði. 3.400 flugmenn sem starfa hjá félaginu fóru í samúðar- verkfall á mánudag en forráðamenn fyrirtækisins segja það verkfall ólöglegt og hafa kært málið til alríkisdómstóls í Miami. konunnar rifu hár sitt í örvænt- ingu, æptu og hnigu meðvitund- arlausir á gólfið í réttarsalnum í Seoul. Sakborningurinn, Kim Hyon-hui, hefur játað að hafa, Eastem-flugfélagið var eitt hið öflugasta í Bandaríkjunum áður en verkföllin hófust en nú er talið hugsanlegt að það verði gjaldþrota. Kæra Eastem á hendur flugmönn- um kann að koma sér illa fyrir önnur bandarísk flugfélög þar sem hagsmunasamtök bandarískra flug- manna hafa hvatt félagsmenn sína til að fara sér hægt við vinnu sína. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri mótfallinn því að stjómvöld hefðu afskipti af deilunni en varaði við samúðarverk- föllum, sem gætu lamað flugsam- göngur í Bandaríkjunum. SAS-flugfélagið á hlut í Texas Air Corporation, móðurfyrirtæki Eastem Airlines og hafa starfs- menn félagsins hótað samúðarverk- föllum. ásamt öðrum hryðjuverkamanni, komið fyrir sprengju í suður- kóreskri farþegaþotu í nóvember 1987 með þeim afleiðingum að 115 manns týndu lffi. Konan seg- ir að sonur Kim Il-sungs, einvalds í Norður-Kóreu, hafi falið sér verkið með það að markmiði að fá þjóðir heims til að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Um 1500 lögreglumenn gættu réttarbyggingarinnar. Tvisvar þurfti að gera hlé á réttarhöldunum og þrír vom fluttir á brott, eftir að hafa bitið og sparkað í fólk um- hverfis sig. „Drepið hana!... Þessi réttarhöld em háðung!" hrópaði fólkið um leið og það var dregið út úr salnum. Kim, er eitt sinn var leikkona, segist hafa gerst njósnari er hún~~ stundaði nám í japönsku við tungu- málaháskóla í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu, árið 1978. Hun hlaut margra ára þjálfun í aðgerð- um gegn Suður-Kóreumönnum. Ásamt samverkamanni sínum kom hún sprengjum fyrir í útvarpi og koníaksflösku í áðumefndri þotu sem var á leið til Seoul í Suður- Kóreu. Sjálf fóm þau úr þotunni í Kúvæt en vom handtekin þar fyrir að bera fölsk vegabréf; þar tókst samverkamanninum að gleypa blá- sýmhylki en sjálfsvígstilraun Kims mistókst. Fjöldauppsagnir hjá Eastem-flugfélaginu Reuter Móðir eins af fórnarlömbum Kim Hyon-hui, sem nú er fyrir rétti í Seoul fyrir að hafa grandað farþegaþotu með sprengju árið 1987. 115 manns fórust með þotunni. Kim hefiir gengist við sekt sinni og segist hafa verið falið verkefiiið af syni og líklegum arftaka Kim II-sungs, einvalds Norður-Kóreu. Reuter Sprengingí Vestur-Beirút SPRENGJA sprakk i bifreið í Vestur-Beirút í gær og varð tveim- ur konum að bana, auk þess sem um tuttugu manns slösuðust. Rúmur tugur bíla skemmdist i sprengingunni, sem varð skammt frá sjúkrahúsi Bandaríska háskólans í Beirút. Á myndinni að- stoðar líbanskur hermaður einn af þeim sem slösuðust í spreng- ingunni. Thatcher á ózon-ráðstefnunni í Lundúnum: Eyðingar ózonlagsins mun gæta alla 21. öldina Lundúnum. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sleit í gær ráð- stefiiu i Lundúnum um eyðingu ózonlagsins, sem fúlltrúar frá 123 löndum tóku þátt í. Forsætisráðherrann sagði í lokaávarpinu að eyðing ózonlagsins myndi gæta alla 21. öldina. Að minnsta kosti tuttugu ríki sögðust ætla að undirrita eða virða Montreal-sáttmálann frá árinu 1987 um takmarkanir á notkun CFC-efiia, sem talin eru mynd göt á ózonlagið. Thatcher var gestgjafi ráðstefn- unnar ásamt UNEP. „Eyðing ózon- lagsins mun fylgja okkur, bömum okkar og bamabömum alla 21. öld- ina,“ sagði forsætisráðherrann. „Jafnvel þótt öll þau efni sem eyða ózonlaginu yrðu bönnuð þegar í stað myndi eyðingin halda áfram í rúman áratug," bætti hún við. Að minnsta kosti tuttugu ríki sögðust ætla að undirrita Montr- eal-sáttmálann, sem miðar að því að draga úr notkun CFC-efna um helming fyrir árið 1990. Þegar hafa rúmlega þijátíu ríki undirritað sátt- málann. „Takmark okkar er að öll ríki heimsins undirriti sáttmálann," sagði Margaret Thatcher. Fjöldagrafirnar í Bykovnja í Úkraínu: Morðin stóðu yfir í fjögur ár Reuter. Daily Telegraph. EF farið er í austur frá borgmni Kiev í Úkraínu í átt að bænum Brovaríj er brátt komið að furulundum og þorpinu Bykovnja. Þar við veginn er skilti, sem á stendur „minnismerki“, og vísar inn í skóginn. Minnismerkið er veggur úr Ijósum marmara, tíu metra langur og fimm metra hár, og á honum er þessi áletrun: „Hér eru grafnir 6.329 sovéskir hermenn, skæruliðar og óbreytt- ir borgarar, sem hemámslið nasista drap á árunum 1941-43.“ Það vekur strax grunsemdir hvíla. hvað talan er nákvæm. Tölfræði- legar upplýsingar í Sovétríkjunum eru nefnilega svo undursamlega alnákvæmar — og svo undursam- lega út i hött. Hvenær voru líkin talin, hver taldi þau og hvenær? Varla fer á milli mála, að áletr- unin er helber lygi — alveg eins og sú, sem nýlega var flarlægð af minnismerkinu í Katyn við Smolensk. Ailir nema Sovétstjóm- in hafa fyrir löngu viðurkennt, að það voru sovéskir hermenn en ekki nasistar, sem drápu pólsku liðsforingjana 4.000, sem þar Þegar fólkið í Bykovnja er spurt svarar það hreint út: „Já, við vit- um, að það voru okkar menn, sem stóðu að manndrápunum," og í Úkraínu eru Ijöldagrafimar orðn- ar táknrænar fyrir baráttuna milli þeirra, sem vilja halda áfram að Ijúga um fortíðina, og þeirra, sem vilja segja sannleikann og gera upp sakimar við hana. Mykolo Lysenko heitir upp- gjafaverkfræðingur, sem kvæntur er konu frá Bykovnja. Fyrir alln- okkrum árum tóku að vakna með honum grunsemdir um, að ekki væri allt satt, sem sagt væri um fjöldagrafimar, og síðan hefur hann rætt við meira en 100 þorps- búa og fólk, sem bjó þama á stríðsárunum. Segir hann það al- veg augljóst hvað gerðist. Hann hefur líka mælt grafimar og áætl- ar, að í þeim hvíli 100.000 manns hið fæsta og allt upp í 240.000 manns. Sagan er í stuttu máli sú, að það var NKVD, leynilögregla Stalíns og undanfari KGB, sem stóð að morðunum. Á árinu 1937 var komið upp grænni timburgirð- ingu og varðhúsi í skóginum og allar nætur næstu fjögur árin lá þangað stöðugur straumur yfir- byggðra vörubíla. Eitt bamanna í þorpinu sá einu sinni opnar graf- ir, sem biðu nýrra fómarlamba Stalíns, fólks, sem var tekið af lífí í Koroljenko-fangelsinu í Kiev og huslað í Bykovnja. Sagt er, að fólk hafi stundum spurt NKVD-mennina samkvæmt hvaða lögum væri verið að yfir- heyra það og fengið þá þetta svar: „Samkvæmt leið 23.“ Það er veg- urinn frá Kiev til Bykovnja. Á síðasta ári var skipuð opin- ber nefnd til að kanna fullyrðing- ar um, að leynilögregla Stalíns hefði staðið að morðunum en hún endurtók aðeins gömlu firruna um að nasistar hefðu borið ábyrgð á þeim. Nú hefur hins vegar verið lofað að efna til nýrrar rannsókn- ar á málinu. Kom það fram hjá Vladímír Shevstjenko, saksóknara í Kiev, á fundi með Minningar- samtökunum sovésku en þau beij- ast fyrir því, að skýrt verði frá glæpum Stalíns og fómarlamba hans minnst með viðeigandi hætti. Margaret Thatcher Reuter Tíbet: Herlög- taka gildi í Lhasa Peking. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld settu I gær herlög í Lhasa, höfúðborg Tíbets, til að binda enda á þriggja daga óeirðir Tíbeta. Læknar í Lhasa segja að um 30 manns hafi fallið í óeirðunum. Ríkisútvarpið í Peking skýrði frá því að herlög hefðu tekið gildi í Lhasa „vegna stöðugra óeirða að- skilnaðarsinna" sem væm í litlum minnihluta meðal borgarbúa. Fréttastofan Nýja Kína skýrði síðan frá því að fundir, fjöldagöngur og verkföll væm bönnuð meðan her- lögin væm í gildi. Fréttaritari Reuters í Lhasa hafði eftir Tíbetum að þeir myndu halda áfram að berjast fyrir sjálfstæði Tíbets þótt þeir hefðu ekki byssur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.