Morgunblaðið - 08.03.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 08.03.1989, Síða 44
y SJOVA-ALMENNAR ISýtt félag með sterkar rætur MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Morgunblaðið/Siguröur Steinar Ketilsson Togarinn Þórhallur Daníelsson SF á strandstað í HornarQarðarósi I gærmorgnn. Enn strand í Hornaflarðarósi TOGARINN Þórhallur Daníelsson SF strandaði við AusturQöru- tanga innanverðan í HoraaQarðarósi um klukkan sjö í gœrmorg- un. Á liggjandanum um hádegisbilið í gær tókst að losa skipið, en engar skemmdir urðu á þvi við þetta óhapp. Að sögn Sigfúsar Harðarsonar, hafnsögumanns í Höfn, lenti tog- arinn á ysta hluta tangans sem er á kafí, en þar er dýpið um 2-3 metrar. Nokkur straumur var orð- inn út ósinn þegar óhappið varð og bar hann skipið upp á tang- ann. „Þar sem straumurinn fór vaxandi var ekkert annað að gera en að bíða þar til liggjandinn kæmi. Bakkinn þama er það brattur að straumurinn pressaði skipið að bakkanum og ekkert hægt að hreyfa það fyrr en á liggj- andanum í hádeginu, en þá var skipinu einfaldlega bakkað frá,“ sagði Sigfús. Strandferðaskipið Esja strand- aði á svipuðum stað í Homafjarða- rósi fyrir skömmu síðan, en að sögn Sigfúsar hefur Austurfjörut- anginn lengst um rúmlega 200 metra frá því skömmu fyrir ára- mót, og siglingaleiðin í ósnum þrengst að sama skapi. „Þetta hefur átt sér stað í óveðurskaflan- um sem verið hefur undanfamar vikur, en síðast skeði þetta fyrir um tíu árum síðan við svipuð veð- urskilyrði." Aðspurður sagði Sigfús að erf- itt væri að eiga við sandinn á þessum slóðum, og þegar farið sé að leysa eitt vandamál skapaðist venjulega annað, þannig að var- lega yrði að fara í allar fram- kvæmdir til að bæta innsigling- una. „Menn hafa þó meiri upplýs- ingar um það núna hvemig þetta skeður og eru því komnir næ_r því að gera eitthvað við þessu. Ýms- um hugmyndum hefur verið sleg- ið fram, en ekkert hefur þó verið ákveðið í þessum efnum. Náttúran verður að fá að sjá um þetta í aðalatriðum, því þama eru mikil öfl og efnisflutningar á ferðinni," sagði Sigfús. Oryggisbúnaður í peningatösku bilaði og innihaldið litaðist ÖRYGGISBÚNAÐUR á peningatösku, sem starfsmaður óne&ids fyrirtækis var í þann veginn að koma fyrir til geymslu í nætur- hólfí aðalbanka Landsbankans á mánudag, bilaði af óljósum orsök- um og innihald töskunnar, umtalsverð Qárhæð, mengaðist af sterku litarefiii, sem komið er fyrir I töskunni. Þrátt fyrir þetta gat fyrirtækið komið peningum sínum í verð í bankanum en í höndum annarra en eigenda hefði ekki farið á milli mála að um illa fengið fé væri að ræða. Ekki er vitað með vissu hvað olli því að þessi búnaður fór skyndi- lega að láta eins og ókunnugur væri að reyna að opna töskuna en hugsanlegt er talið að hljóðbylgjur frá farsíma eða talstöð í bíl sem ekið var fram hjá bankanum hafí átt hlut að máli. Biynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, stað- festi í samtali við Morgunblaðið að bilun hefði orðið í öryggisbúnaði peningatösku hjá viðskiptavini bankans en vildi að öðru leyti ekki ræða um málið. Hann sagði þó að peningaseðlar þeir sem í töskunni voru yrðu nú teknir úr almennri umferð, annað hvort eytt eða geymdir sérstaklega. Töskur af þessu tagi munu vera fátíðar hérlendis en nokkuð út- breiddar víða erlendis. Þær eru ýmist opnaðar af talnaröð eða með lykli og sé rangt farið að eða reynt að opna töskuna með öðrum hætti spýtist sterkt litarefni yfír innihald- ið og þann sem þannig tekst að opna töskuna. Eftir því sem næst verður komist eru töskur af þessu tagi ekki á almennum markaði hér- lendis en nokkur fyrirtæki sögðust geta útvegað þær með skömmum fyrirvara. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Piper-Chieftain vélin eftir lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvél missti afl á báðum hreyflum Eigendur kæra til RLR TVEGGJA hreyfla flugvél af gerðinni Piper Chieftain, í eigu Flugtaxa, lenti í vandræðum Halldór Ásgrímsson 1 Brussel: Viðræður ákveðnar um samskipti íslands og EB Brussel. Frá Kriatófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. HALLDÓR Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra átti í gær fund með Manuel Marín sem fer með sjávarútvegsmál innan framkvæmda- stjóraar Evrópubandalagsins (EB). Á fundinum var samþykkt að taka upp að nýju viðræður á milli EB og íslands um samskipti vegna fiskveiða en upp úr þessum viðræðum slitnaði árið 1983. Halldór Ásgrímsson sagði að markmið þessa fundar hefði verið að kanna leiðir sem gætu orðið til þess að samningar tækjust á milli Islands og EB á sviði fískveiði- mála. Tilgangur ferðarinnar til Brussel hefði ekki verið sá að kom- ast að beinni niðurstöðu heldur einungis að kanna vilja bandalags- ins til að taka upp formlegar við- ræður við íslendinga. Ráðherra sagði að ákveðið hefði verið að hvor aðili um sig tilnefndi menn til þessara viðræðna en íslenskir embættismenn í Brussel munu á næstunni ræða fyrirkomu- lag viðræðnanna við fulltrúa fram- kvæmdastjómarinnar. Timinn yrði síðan að leiða í ljós hver árangur þessara viðræðna yrði. „Við höfum áhuga á því að ná samkomulagi," sagði Halldór og bætti við að reikna yrði með því að það sama gilti um Evrópubandalagið. í máli hans kom fram að ákveðið hefði verið að Manuel Marín kæmi til íslands síðar á þessu ári. Sjá einnig frétt á miðopnu. Morgunblaðið/Kristófer M. Kristinsson Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Manuel Marín, sem fer með sjávarútvegsmál innan EB, ræðast við í Brussel í gær. yfir Skeijafirði á laugardag. Skömmu eftir flugtak urðu gangtruflanir í báðum hreyfl- um vélarinnar og sneri hún því strax við tíl lendingar. Flug- menn voru tveir af eigendum vélarinnar og náðu þeir að lenda heilu og höldnu. Síðastliðinn miðvikudag munu nokkrir flugmenn hafa tekið vélina á leigu og flogið á henni norður í land. Tilkynntu þeir ekki um neitt óeðlilegt er vélinni var skilað. Þeg- ar tveir af eigendum vélarinnar ætluðu síðan að fljúga henni á laugardag komu upp gangtruflan- ir í báðum hreyflum. Þeir höfðu þó nægjanlegt afl til þess að snúa við og lenda og vék vélin ekki af réttri flugleið. Hafa eigendur vél- arinnar kært þennan atburð til Rannsóknarlögreglu ríkisins, vegna gruns um að vélinni hafi verið beitt á rangan hátt, af þeim aðilum, sem leigðu hana fyrr í vik- unni. _____^________ Kaupa ný snjó- moksturstæki BORGARRÁÐ hefúr samþykkt að keypt verði þijú ný tæki til að moka snjó af gangstéttum. Áætlaður kostnaður vegna kaup- anna er um 8,2 millj. í greinargerð gatnamálastjóra, sem falið var að kanna tæki er til greina kæmu, kemur fram að af hagkvæmnis- ástæðum var tekið tillit til þess að sömu vélamar nýttust einnig til sumarverka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.